Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 FÖGUR GÖTUMYND List og hönnun Bragi Ásgeirsson Eftir að stílhreina húsið, en illa staðsetta, Tjamargata 11, hefur verið flutt af staðnum blasir öll gatan við frá hinum bakka Tjamar- innar. Og breytingin er ótrúleg. Að vísu eru húsin fremst frekar kuldaleg og ósamstæð en það mætti færa til betri vegar með lítilli fyrir- höfn og styrkja og samræma þar með heildarmyndina. Mér datt þetta svona í hug, er ég átti leið um Fríkirkjuveginn í strætisvagni, og eiginlega lyftist ég upp í sætinu er þessi fagra sjón blasti við mér. Ég hef fylgst grannt með þeim undarlegu og margræðu deilum, sem átt hafa sér stað í ijölmiðlum um ráðhúsið, sem reisa skal þama á hominu. Þær vega salt á milli þess að vera hrein stuðningsyfirlýs- ing við áform borgarstjómar og málflutning okkar ágæta borgar- stjóra og dulbúnar árásir á sömu aðila. Inn á milli koma svo málefna- legar greinar, er taka öll atriði til greina á rökvísan hátt og bera hér einna hæst greinar Jlelga Hálf- danarsonar. Svo mikið hjartans mál sem tjamarsvæðið er fyrir marga, hvar sem þeir búa í borginni, er það hálf klént að nota deilumar sem gamanmál um áramót. Þannig var það klaufaleg samlík- ing, er rataði úr munni borgar- stjóra, „að allt ætlaði vitlaust að verða er byggja eigi ráðhús í Reykjavík en enginn amist við því, er einstaklingur byggir á undra- verðum hraða stórt hótel“. En lýsir þó deilunum vel. Ég sé ekki betur en andstæðingar ráðhússbygging- arinnar og útlit hússins, en þó öllu fremur staðsetningar þess í borg- arkjarnanum, beiti fyrir sig, er best lætur, vel gildum rökum og að Morgunblaðið/Ól.K.Mag. pwlitík þeirra sé öðru fremur vist- fræðilegs eðlis. Því er ekki hægt saman að líkja, er byggt. er á svæði, sem á sér litl- ar eða engar sögulegar hefðir, og á einum viðkvæmasta stað borgar- innar, og yfirleitt eru menn ekki að amast við byggingum einstakl- inga, sem koma þeim einum og DAIHATSU CHARADE VERÐÁNÝJUÁRI FRÁ KR. 396.900.- TIL AFGREIÐSLU STRAX DAIHA TSUUMBOÐIÐ, Ármúla 23, símar 685870 - 681733. Tekinn með stolið greiðslukort MAÐUR var handtekinn í Reykjavík um helgina og fannst stolið greiðslukort í fórum hans. Talið er að úttektir mannsins nemi um 150 þúsund krónum. Samkvæmt upplýsingum rann- sóknarlögreglunnar er ekki fullvíst hvernig maðurinn komst yfir kortið, en eigandi þess saknaði þess síðari hluta desember. Fiskvinnslan fær söluskatt endurgreiddan RÍKISSTJÓRNIN hefúr ákveðið að greiða fiskvinnslunni þann uppsafiiaða söluskatt sem ákveð- ið var að frysta á síðasta ári. Nemur þessi upphæð um 150 milljónum króna. Forustumenn fiskvinnslunnar lögðu fram kröfu um að þessi upp- safnaði söluskattur yrði greiddur á fundi með fulltrúum ríkisstjómar- innar um miðjan desember síðastlið- inn og hefur ríkisstjórnin nú orðið við þessari kröfu. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.