Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 41
MORGTINBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 41 Forsetaefnum hitnar í hamsi og flokksaginn farinn fyrir bí Gary Hart eykur fylgi sitt í Iowa og fær langþráðan styrk úr ríkissjóði Eltir ívar Guðmundsson, fréttaritara Morgunblaðsins í Washington. Vang-avcltur bandarískra Qölmiðla vegna óvæntrar endurfæð- ingar Garys Harts til forsetaframboðs hafa í bili vikið fyrir harkalegu hnútukasti milli tveggja virðulegustu framámanna Repúblikanaflokksins, þeirra Roberts Doles, formanns og tals- manns flokksins í Öldungadeildinni, og George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, sem báðir sælqast eftir forsetaframboði. KrókódUar repúblikana bíða þess að éta frambjóðendur demókrata í morgunmat. George Bush Gary Hart Það þykir að sjálfsögðu eðli- legt, að það kastist í kekki milli frambjóðenda í andstæðum stjómmálaflokkum, en er hnútur fljúga um borð milli samhetja inn- an Repúblikanaflokksins bæði á sjónvarpsskjánum sem og í öðrum fjölmiðlum fer að kárna gamanið, segja gárungamir um leið og þeir minna á, að sjálfir höfðingjarnir hafi brotið 11. boðorð flokksins, sem Reagan forseti hefur hvað mest hamrað á: „Þú skalt ekki tala illa um samflokksmenn þína.“ Ósamlyndi flokksforingjanna hófst með því, að Dole, eða liðs- menn hans, breiddu út þá sögu, að George Bush hefði ekki sagt allan sannleikann um vitneskju sína og þátttöku í vopnasölumál- inu svonefnda, en Bandaríkja- stjóm seldi á laun vopn í hendur „hófsömum öflum“ í íran gegn því að þau hlutuðust til um lausn bandarískra gísla í Líbanon. Vara- forsetinn brást hinn reiðasti við þeirri ásökun og sagðist hafa sagt allan sannleikann, sem væri, að hann hefði ekki haft neina vitn- eskju um vopnasöluna til írans. „Látið mig í friði,“ sagði Bush og krafðist þess, að Dole og menn hans hættu að „níðast á sér“. „Þeir ættu að vara sig þegar ég fer að skjóta silkiormaskeytum fyrir framan andlitin á þeim,“ sagði Bush og vísaði í svokölluð „Silkworm“-skeyti, sem framleidd em í Kína og hafa komið nokkuð við sögu í átökum á og við Persaf- lóa. Elisabethar þáttur Dole Bush og hans menn létu ekki sitja við silkiormahótunina eina heldur gerðu það að tillögu sinni, að allir frambjóðendur til forseta- kjörsins birtu opinberlega skatta- framtöl sín tíu ár aftur í tímann. Það fór ekki dult, að þessi uppá- stunga var þannig tilkomin, að lítið útbreitt landsbyggðarblað birti grein, þar sem gefíð var í skyn, að fé hefði verið notað ólög- lega úr svokölluðum „blindum sjóði" Dole-fjölskyldunnar, en svo em þeir sjóðir nefndir, sem stjóm- málamenn eða menn í opinberum embættum, setja til hliðar og fela í hendur öðmm til varðveislu, og hafa ekki aðgang að sjóðnum eða not af honum til eigin þarfa á meðan þeir em í embætti. í frétt- inni um „'blinda Dole-sjóðinn“ var gefið í skyn að kona Doles, Elisa- beth, sem var samgöngumálaráð- herra í stjóm Reagans þar til fyrir skömmu að hún sagði af sér emb- ætti til að snúa sér að kosninga- baráttu eiginmanns síns, hefði notað fé úr sjóðnum á ólöglegan hátt til eigin þarfa. Robert Dole, sem í skoðana- könnunum er talinn hafa vinning- inn fram yfir Bush í Iowa, segist ekkert hafa á móti því, að fram- bjóðendur birti skattaframtöl sín. „En því ætti að binda það við tíu ár frekar en frá fæðingu," sagði Dole, sem síðar lagði áherslu á, að hann hefði unnið sig upp úr fátækt til frama. „Á bestu ameríska vísu,“ eins og hann orð- aði það. Gary Hart: Risa- vaxinn dvergnr eða dvergvaxinn risi? Nýjabmmið af framboði Garys Harts í flokki með „Dvergunum sjö“, eins og frambjóðendahópur demókrata var kallaður í byijun, virðist vera farið að dvína. Hann er ekki eins eftirsóttur á skjáinn og hann var í byijun. Honum var meira að segja fálega tekið er hann heimsótti fæðingarborg sína um helgina. Það er ekki vel ljóst hvort hann verður risavaxinn dvergur í hópnum eða dvergvax- inn risi, eins og einhver gaman- samur náungi komst að orði. Spéteiknarar dagblaðanna hafa tekið Gary Hart að sér þessa dag- ana og það svo rækilega, að mörgum þykir nóg um • að líta skopmynd af forsetaframbjóðand- anum með buxurnar á hælunum, eða mynd af honum þar sem hann er teiknaður í nektarsýningar- stellingu á götu úti fyrir framan kvenfólk. Á annarri skopmynd er Hart sýndur í ræðustóli þar sem hann heldur ræðu fyrir virðuleg- um mæðrahóp og er látinn segja: „Nú, en hvar eru svo dæturnar?" Fjárhagur Garys Harts stórbættur Hart fær að minnsta kosti einn- ar milljónar dollara ríkisstyrk samkvæmt lögum um að ríkið skuli vega með álitlegum upphæð- um á móti kosningasjóðsfé, sem forsetaframbjóðendum áskotnast frá einstaklingum eða félögum. Hart skuldar eina milljón doll- ara eða vel það frá síðustu kosningabaráttu. Hefir honum verið legið á hálsi fyrir að hafa sýnt lítinn áhuga á að greiða þá skuld. Talið er líklegt, að Hart geti átt 900 þúsund dollara kröfu til viðbótar á ríkið vegna þátttöku hans í kosningunum í haust, hvort sem honum gengur betur eða verr í forkosningunum. Gary Hart hefir gengið heldur vel í skoðanakönnunum í Iowa. Þrátt fyrir það dettur engum í hug, að hann eigi minnstu von til að vera kjörinn í forsetaembættið í Bandaríkjunum. Að hinu hallast menn frekar, að hann muni minnka sigurlíkur demókrata með framboði sínu, sem að öllu jöfnu hefði mátt telja ágætar eftir tvö kjörtímabil Reagans, ekki síst í ljósi þess að gagnrýni á stjórn forsetans hefur aukist mjög að undanfömu. . Sumir kosningasérfræðingar og spámenn í þeim efnum telja, að þegar til kosninga kemur f Iowa muni margir þeirra, er nú segjast munu fylgja Hart, heltast úr lestinni vegna kosningafyrir- komulagsins, sem er á þá leið, að kjósendur stilla sér upp í hópa að baki frambjóðendum. Margir muni hika við að gefa þannig höggstað á sér. Eitt er að greiða atkvæði sitt í einrúmi kjörklefans, annað að standa við hlið frambjóð- anda, sem er mjög umdeildur, og ekki bætir úr skák, ef frambjóð- andinn hefír orð á sér fyrir óáreiðanleika — hvort heldur um ræðir kvennamál hans, sannsögli eða almenna skapgerð og lundar- far. Að forkjöri loknu í báðum fylkj- um, Iowa og New Hampshire, riðlast frambjóðendaliðið til muna. Þeir, sem lenda í öðru eða þriðja sæti í forkosningunum, eiga litla eða enga von um að fá útnefningu framboði og neyðast til að leggja upp laupana. Til þessa dags hefir enginn, sem tapað hefir forkjöri í New Hampshire, komist í for- setaframboð það kosningaárið — ekki vegna þess að atkvæði íbúa New Hamshire skipti sköpum sem slík, en til skamms tíma voru fyrstu forkosningamar haldnar þar og úrslitin hafa ávallt haft mikil áhrif á almenningsálitið. Fari fari menn illa út úr forkosn- ingunum þar sópast fylgi frá þeim annars staðar. Enginn vill styðja fallkandídat. Við þetta bætist svo, að það eru flokksþingin sem end- anlega velja forsetaefni flokksins. Fulltrúar frá smáfylkjum eins og Iowa og New Hampshire eiga til- tölulega fáa fulltrúa á flokks- þingunum og hafa raunverulega lítil sem engin áhrif á frambjóð- endavalið þegar á flokksþingið er komið. Það er því ekki atkvæða- fjöldinn í forkosningunum, sem tryggir frambjóðanda sigur, held- ur fjöldi fulltrúa sem fylgja honum á flokksþingunum, en skoðanir þeirra mótast vissulega talsvert af úrslitum forkosninganna þó það sé síst einhlítt. I þessu sambandi má benda á, að í forsetakosningunum 1980 fékk George Bush flest atkvæði í forkosningunum í Pennsylvaníu, en Ronald Reagan vann þar meiri- hluta fulltrúa til flokksþingsins. Á sömu leið fór fyrir Gary Hart, sem láðist að tryggja sér flokksþings- fulltrúa í kosningunum 1984 í þremur fylkjum, Illinois, Pennsyl- vaníu og Florida, annaðhvort af handvömm, eða vegna þess, að hann trúði því, að skoðanir hans og stefnumál nægðu honum til framdráttar. Árangurinn varð sá, að hann fékk ekki eitt atkvæði frá 195 flokksþingsfulltrúum Pennsylvaníu og aðeins frá 41 fulltrúa af 194 í Illinois. Á sömu lund fór fyrir Hart 1984 er Mond- aie fékk samtals 6,8 milljónir atkvæða í forkjöri, en Hart hlaut samtals 6,5 milljónir atkvæða. Mondale fékk hinsvegar 2.191 atkvæði á flokksþinginu en Hart aðeins 1.200. Bush og Dukakis firemstir í New Hampshire Þegar þetta er ritað sýnir nýj- asta skoðanakönnun í New Hampshire, að þeir Michael Duk- akis, demókrati og fylkisstjóri Massachusetts, hefir 39% at- kvæða og George Bush varafor- seti, repúblikani, 38%. Næstur Bush er Robert Dole, sem fékk 23% af atkvæðum repú- blikana. Næstur honum er Jack Kemp með 15%, en Alexander Haig, Pete du Pont og síra Pat Robertson fengu undir 5%. 13% þeirra sem sögðust myndu kjósa repúblikana höfðu ekki ákveðið hvem þeir myndu kjósa. • Þótt Gary Hart hafv 19% af fylgi demókrata í skoðanakönnun- inni og Paul Simon 12% sýnir önnur skoðanakönnun að Hart muni verða í þriðja sæti á eftir Simon og tölum þeirra þá snúið við. Líkt og repúblikanar, sem reka lestina með undir 5%, eru þeir Richard A. Gephardt, Jesse Jackson, Albert Gore og Bmce Babbit. 11% demókrata sögðust ekki vera búnir að ákveða hvem þeir myndu kjósa. í New Hampshire er frambjóð- anda óheimilt samkvæmt lögum að eyða meira en 440.000 dollur- um (um 15,5 milljónum ísl. kr.) vegna forkosninganna í New Hampshire. Þrátt fyrir það hefir Pierre du Pont viðurkennt, að hann muni eyða 1 milljón dollara (38 millj. Isl. kr.) í New Hamps- hire vegna forkosninganna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.