Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 51 máli. Stúdentamir nú á dögum hafa ekkert slíkt til að bera. Þeir verða enn að teljast fremur óþroskaðir, þegar þeir koma úr háskóla enda hafa þeir þá ekki einu sinni kynnzt grundvallarþróuninni í sinni eigin fræðigrein. Deildarstjóri heimspeki- deildar í Háskólanum í Prag notar tíma sinn til þess að standa á verði í fyrirlestrarsölunum og fylgjast grannt með því, hvort kennaramir komi fimm mínútum of seint til kennslu! Á hvaða stigi heldurðu svo, að kröfumar í fræðigreininni verði með slíkri afstöðu? Sagnfræðingar í Tékkóslóvakíu skiptast nú á dögum í þijá hópá: 1) hinir opinberlega viðurkenndu 2) þeir sem em í andstöðu, og 3) stór hópur sagnfræðinga, sem getur unnið við einhveija stofnun, nokkr- ir þeirra af hálfgildings áhuga á sagnfræðirannsóknum, en þetta em þó alla vega menn, sem ennþá em færir um að vinna að einhveiju. Við og við geta þessir síðastnefndu átt vini og skoðanabræður meðal þeirra, sem era í andstöðu. En þeir em samt varkárir — og það tákn- ar, að það er ekki einungis um að ræða, að djúp sé staðfest milli kyn- slóða, heidur einnig milli þessara hópa. Það geta einungis að tak- mörkuðu leyti komizt á tengsl milli þeirra. Aftur á móti gerir þetta tengslakerfí, að svo miklu leyti sem það er yfirleitt virkt, þeim sagn- fræðingum sem í andstöðu em, kleift að starfa og gefa eitthvað út áf sagnfræðiritum. Mín tilgáta er sú, að eftir þessi ár hafí tékkn- esk stjómvöld komizt að raun um, að ríkið þoli það orðið, að þessir menn haldi áfram á sinn hátt að vinna að sagnfræðirannsóknum og birti eitthvað af slíku efni, á meðan þeir hafí ekki allt of stóran lesenda- hóp. Og hér kemur samizdat-útgáfu- starísemintil skjalanna? Já, það em margir sem lesa þessi rit, en þeir era aftur á móti fáir sem vinna að því að koma þeim út. En hjálparþað ekki sagnfræðinni við ad lifa að minnsta kosti af nú- verandi þrengingar? Jú, en það er samt heldur mikil einföldun að segja, að samizdat sé einasta útgáfuformið fyrir lifandi sagnfræði. Þrátt fyrir allt hefur opinber sagnfræðiritun í Tékkóslóv- akíu líka lagt nokkuð af mörkum, þótt það sé á engan hátt sambæri- legt við þá þróttmiklu útgáfustarf- semi í sagnfræði, sem hér var við lýði á fyrri ámm. Bækur sem samd- ar vom undir lok 7. áratugarins vom gefnar út skömmu eftir 1970. Og nokkrar af þeim bókum, sem komið hafa út sem samizdat-rit, vom næstum því fullfrágengnar og tilbúnar til prentunar fyrir 1968. En svo virðist líka, að undir lok 8. áratugarins og eftir 1980 hafi sagn- fræðiritun aftur tekið að sækja í sig veðrið. Nokkuð af því efni verð- ur ömgglega gefíð út — sérstaklega það sem Qallar um sögu eldri tíma- bila svo sem tímabilið fram til heimsstyijaldarinnar fyrri. Ein- staka sagnfræðibók, sem gefín hefur verið út, er heldur ekki svo slæm. Það á raunar bæði við um sagnfræðirit og fagurbókmenntir. Það skiptir miklu máli, að menn á vesturlöndum fái vitneskju um, að það sé hreint og beint þvaður að álíta, að þeir sagnfræðingar sem em í andstöðu við hérlend stjóm- völd, séu færir um að koma fram með nokkra heilsteypta sagnfiæði, sem byggist á vísindalegum rann- sóknum. Hvemig ættu þeir eigin- lega að geta það — þeir hafa ekki einu sinni aðgang að heimildunum! Það væri álíka fjarstæðukennt eins og að búast við því, að unnt væri að þjálfa upp hástökkvara með því að setja slána aldrei hærri en hálfan metra! Það er einmitt þetta sem er meginmálið. Menningarlegt hallæri Það em tvö tímabil, sem við köll- um hin svörtu: Stalín-tímabilið, um og eftir 1950, og svo 8. áratuginn. En það var þó vitanlega anzi mikill munur á þessum tímabilum. Eftir dauða Precans var Sagnfræðiklúbb- urinn stofnaður — bókasafn Prec- ans varð eign klúbbsins. Þessi klúbbur var við lýði allt fram til ársins 1985 eða þar um bil, að því er ég bezt veit. Í Sagnfræðiklúbþn- um tóku þátt þeir fræðimenn, sem ekki vom álitnir rétt-trúaðir á 6. áratugnum. í þennan hóp bættust svo í kringum 1960 allir þeir, sem setið höfðu í fangelsi á tímabilinu frá 1950 og fram til ’60, en það var þá fólk af eldri kynslóðinni. Ásamt þeim vom sem sagt yngri sagnfræðingár starfandi í Sagn- fiæðiklúbbnum. Það vora haldnir fyrirlestrar, og það var líka ýmiss konar önnur starfsemi í gangi. Mesta blómaskeið Sagnfræði- klúbbsins var upp úr 1965 og fram til 1969. Þessi klúbbur hafði verið til og starfað jafnvel á þeim tímum, þegar menn vom ennþá hengdir í Tékkóslóvakíu, en núverandi stjóm- völd iétu loka honum. Nú skyldi nefiiilega öllu vera miðstýrt og Sagnftæðiklúbburinn var gerður að hluta af samtökunum Vinir þjóð- minjasafnsins — klúbburinn missti öll sín séreinkenni og aðstæður til að sýna eigið framtak, og stjóm- völd fengu möguleika á að reka menn úr klúbbnum, hvenær sem þeim þóknaðist. Þessum aðgerðum stjómvalda var ekki einungis beint gegn sagnfiæðingum — áhugasam- tök um klassíska músík urðu fyrir svipuðum afskiptum af hálfu hins opinbera, og jafnvel félagssamtök schnauser-hundaeigenda! Þessi síðastnefndu samtök vom til og vom endurskipulögð í einhvers kon- ar hálfgiidings hemaðarsamtök. Það sem skipti núverandi stjómvöld höfuðmáli, var að geta haft fullt eftirlit með bókstaflega öllum fé- lagasamtökum í landinu og koma í veg fyrir hvers konar eiginframtak slíkra félaga. Nú, öll þessi samtök em svo sem til ennþá en em bara öll lömuð og fötluð í starfsemi sinni. Þeim sagnfiæðingum, sem telj- ast til andstæðinga ' stjómvalda hefur tekizt að vinna allmikið og um leið aðdáunarvert starf. Nokkr- um þeirra hefur þannig tekizt að halda rannsóknastarfi sínu áfram, jafnvel þótt flestir þeirra hafí tekið upp ný sagnfiæðileg viðfangsefni, sem þeir hafa getað stundað rann- sóknir á, án þess að hafa nokkurn aðgang að hinum helztu skjalasöfn- um landsins. Nokkrir þessara manna em enn á bezta aldri þannig að þeim hefur tekizt að komast inn á nýjar brautir í sagnfræðirann- sóknum sínum. Þannig hafa þeir til dæmis fengizt sérstaklega við rannsóknir á framvindunni í þróun tékknesku þjóðarinnar og á sam- bandinu milli Tékka og Þjóðveija — en þetta era viðfangsefni, sem hin- ir opinberlega viðurkenndu sagn- fiæðingar hafa aldrei árætt að koma nálægt. Og það er' vitaskuld ógerlegt að stunda sagnfræðirannsóknir í cr- lendum skjalasðfnum'! Vitanlega, og það atriði skiptir miklu máli. Það verður að teljast mjög sjaldgæf undantekning, að tveimur þekktum sagnfræðingum í nútímasögu var boðið sem gistipró- fessoram til vestur-þýzks háskóla — þeir sóttu um brottfararleyfi í sjö ár, og loksins kom svo að því, að þeim var leyft að fara úr landi. Þeir störfuðu sem gistiprófessorar í eitt ár og gátu sér afar góðan orðstír, énda vom þeir alveg prýði- legir fulltrúar tékkneskrar sagn- fiæðiritunar. Þeir sném aflur heim til Tékkóslóvakíu, og núna vinna þeir fyrir sér með líkamlegri vinnu — þeir em ekki lengur sagnfiæð- ingar. En þeir veittu nýju lífí í sagnfræðistarfíð hérlendis. Mér var sjálfum boðið til fyrir- lestrahalds um skemmri tíma við erlendan háskóla, en ég fékk ekki leyfi til að fara úr iandi — og það er langt því frá, að ég sé nokkurt einsdæmi, hvað slíka neitun snertir. Útilokun okkar frá umheiminum er vel skipulögð hérlendis. Eg fékk aldrei neitt beint pólitískt rökstutt afsvar við umleitan minni. Það er bara ekki til nein lögleg leið fyrir mann til að fá að fara úr landi og dvelja erlendis í eitt ár eða yfirleitt um alllangan tíma. Að fá að þiggja boð erlendis frá er nokkuð, sem telst til forréttinda hinna opinber- lega viðurkenndu sagnfraeðinga. Það verður nefnilega að vera opin- ber stofiiun, sem leggur blessun sína yfir brottfararleyfí hvers og eins. Einkaaðilar fá aldrei leyfí til að fara til útlanda í námsferðalög og kynnisferðir. Stundum er mönn- um leyft að fara í sumarleyfísferð til útlanda, en það er þá bara í örfá- ar vikur — og þvað er óskaplega dýrt. Hefur hin nýja stefna í Sovétríkj- unum haft nokkur áhrif? Nei. Það hefur heldur ekkert gerst, það hefur bara verið mál- skrúðið eitt hingað til. Um tíma vaknaði hjá mönnum viss von; stjómvöld hér tóku mjög að ókyrr- ast, og í röðum stjómarandstæð- inga gerðu menn sér vissar tálvonir. Sumir héldu, að tími breytinga til hins betra væri mnninn upp, en það hefur ekkert gerzt. Þessi tími vonar og eftirvæntinar stóð frá því í nóv- ember í fyrra fram til heimsóknar Gorbatsjovs til Tékkóslóvakíu — eftir það hefur allt farið niður fyrir frostmark aftur. Það hafa vissulega orðið ýmsar breytingar, ef við ber- um saman ástandið eins og það var fyrir tíu ámm. Báðir aðilar hafa vanizt ríkjandi kringumstæðum, lögreglan er ekki lengur eins ströng og harðhent eins og hún var, við vitum orðið við hveiju má búast. Þetta öryggisleysi yfír að geta ekki séð fyrir, til hvaða ráða mótaðilinn mundi grípa, er horfíð núna, Pólitísk kúgun er ekki eins mikil og hún var á Charta-tímabilinu árið 1977, en sagnfræðingur, sem hefur undir- ritað Charta (þ.e. mannréttindayfír- lýsingu lýðiæðissinnaðra Tékka og Slóvena) á enn sem fyrr við erfíð- leika að etja. Má ég taka mynd af þér, áður en við slítum tatinuf Helzt ekki, ef það skiptir ekki óskaplega miklu máli. ■ MStixtn . - , . ____ • Hálfsjálfvirkur plötuspilarí / Moving Magnet hljóðdós • Útvarp m/FM sterío, MW og LW • Tvöfalt segulband m/Dolby B, tvöföldum upptökuhraða ogfl. • Magnari 60 Watta • 5 banda tónjafnari • Tengi fyrir geisladiskspilara • Vandaðir hátaiarar • Rekki meö kassettuhillu FALLEG OG VÖNDUÐ VESTUR-ÞÝSK ITT HLJÓMTÆKJASAMSTÆÐA Á SÉRSTÖKU TILBOÐSVERÐI Verðið lækkar ekki aðeins vegna toilabreytinga. Vegna sérstakra samninga hefur okkur tekist að fá 100 sett af þessari vönduðu hljómtækjasamstæðu á hreint frábæru verði. Verð fyrir tollalækkun kr.29.300.- Verð eftir tollalækkun kr. 26.200.- Sérstakt tilboösverð kr. 19.900.- stgr. Athugið! tilboðið stendur aðeins meðan takmarkaðar birgðir endast. GÆÐI Á GÓÐU VERÐI SKIPHOLT 7 S: 200Q0 - 26800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.