Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 fie&Mflfí © 1985 Universal Press Syndicate „ A-P hi/erju slCrifar&u ekki gráriilecpzr? þú skild/ir eftir Uooo í þjórfé." * Ast er... ... ekki frumleg — en dásamleg. TM R*g U.S Pat Off. — a» nghts rMarvsd ° 1987 Los Angetas Times Syntfccal* Með morgunkaffínu r 1151 POUUX Hættu þessum köllum um vatn. Þú vekur hann pabba þinn! Þessir hringdu .. Sjónvarpsbingó - of mikið álag á símkerfinu Jóhann Hjálmarsson, blaðafúll- trúi Póst- og símamálastofnun- ar hring'di: „Vegna athugasemdar Ó.G. í Velvakanda fimmtudaginn 15. janúar, sem kvartaði yfir því að hann hefði ekki náð símasam- bandi við Sjónvarpsbingóið á Stöð 2 mánudaginn 11. janúar, óska ég að eftirfarandi komi fram. Á símstöðinni var honum sagt að ólíklegt væri að hann næði sam- bandi, og spyr hann í framhaldi af því hvort þetta bingó sé aðeins fyrir þá sem búa á Reykjavíkur- svæðinu en ekki fyrir þá sem búa úti á landi. Mjög mikill fjöldi símnotenda hringdi á sama tíma í sama númer á Stöð 2 og var álagið svo mikið á símakerfinu að öll símaafgreiðsla raskaðist stórlega á því svæði sem útsend- ing Stöðvar 2 nær yfir. Þetta gilti því ekki bara um þá sem búa úti á landi heldur líka íbúa höfuð- borgarsvæðis, bæði þá sem hringdu í Stöð 2 og í önnur núm- er. Hið mikla álag olli þessu en ekki var um bilun á símakerfi að ræða. Þegar álaginu létti komst símasamband í eðlilegt horf. Starfsmenn Pósts og síma töldu þetta eitt „versta tilfelli" í lengri tíma og líktu því við miðnætti á gamlárskvöld þegar mikið er hringt en þá stendur mesta álagið yfír í um það bil fimm mínútur." Erfitt að ná b sambandi við Sjónvarpsbingóið Ó.G. hringdi: „Éig bý úti á landi og ætlaði að taka þátt í bingóinu á Stöð 2 sl. mánudag. Ég var með bingó og reyndi að hringja en náði ekki sambandi. Þá reyndi ég að hringja * um 8Ímstoðina en þar var mér sagt að mjög ólíklegt væri að ég næði sambandi. Er þetta bmgó aðeins fyrir þá sem búa á Reylqavíkursvæðinu en ekki fyrir okkur sem búum úti á iandi?“ Óþægilegar breytingar Jón Þórarinsson hringdi: „í leiðbeiningum um stað- greiðslu skatta sem gefnar voru út fyrir áramót sagði að deila skyldi í árs persónuafslátt með 360. Nú hefur þessu verið breytt og skal nú deila með 365. Þetta þýðir að launagreiðendur verða margir að reikna allar launa- greiðslur að nýju. Þetta eru afleit vinnubrögð, vægast sagt.“ Maður á mann - ónóg sljórnun Sjónvarpsáheyrandi hringdi: „Ég horfði á sjónvarpsþáttinn Maður á mann í síðustu viku og var ekki ánægður með hann. Fyr- irkomulag þáttarins var ekki nógu gott og of lítil stjóm höfð á viðmælendum. Langar mig til að gera fyrirspum til sjónvarpsins til gamans: Hvor talaði nú lengur í þættinum Þorsteinn Pálsson eða Ólafur Ragnar? Þá vil ég gera tillögu í sam- bandi við svona umræðuþætti. Það er vitað mál hvað þátturinn á að vera langur. Stilla mætti upp klukkum fyrir framan viðmælend- ur þar sem hver hefði sinn tíma og hafa klukkumar þannig út- búnar að áhorfendur gætu séð á þær líka. Þannig myndu klukk- umar ráða ræðutíma viðmælenda. Mér finnst að svona þættir megi ekki byggjast á því að sá sem frekari er á orðið fái*lengivræð- utíma. Þá er þetta ekk* sanngjarn leikur, hvorki fyrir þátttakendur eða áheyrendur." Huldir heimar - góðmynd Stefán Hauksson hringdi: „Ég vil þakka Ríkissjónvarpinu fyrir sjónvarpsþáttinn Huldir heimar. Ég hafði mjög gaman af honum og veit um marga sem vildu gjaman sjá hann aftur. Þessi þáttur var athyglisverður vegna þess að þar var fjallað um það sem fólk sér í dag og hefur per- sónulega reynslu af, ekki þjóðsög- ur og hluti sem eiga að hafa gerst fyrir ævalöngu. Það virðist vera að íslendingar hafi meiri áhuga en aðrar þjóðir á þessum málum og hér sé fólk næmara fyrir þessu en annars staðar. Ég tel vel til fallið að gerðir verði fleiri sjón- varpsþættir um svipað efni.“ Kvenúr Kvenúr fannst í Holtunum sunnudaginn 10. janúar. Eigandi þess getur hringt í síma 22962. Eymalokkur í októbermánuði tapaðist á hó- tel Hollyday inn eymalokkur sem er gylltur hringur með semilíu- steini í festingu og neðan í hringnum. Skilvís finnandi vin- samiegast hringi í síma 41845. Úr Tölvuúr fannst við Fjölnisveg fyrir skömmu. Eigandi þess getur hringt í síma 13964 Læknadeilan: Hví eru sjúklingamir ekki spurðir? Til Velvakanda í læknadeilunni sem nú stendur hátt er það athuganda að engum virðist detta í hug að spyija þolend- uma sjálfa þ.e. sjúklingana. Hvað segja þeir? Ég lýsi því yfír að mér er nákvæmlega sama þótt einn, tveir eða þrír læknar sjái mínar sjúkraskýrslur. Ég ber svona mikið traust til læknanaf Gunnar Finnbogason, Víðihlíð 4 HÖGNI HREKKVÍSI „ HAWM KO/rtST ÖT í FAU&EL.SIS,- GAZBlkJH 06 VFlK yVlORINN-" Víkveiji skrifar Sýning P-leikhópsins á Heim- komu Harolds Pinters, er í einu orði sagt, ftábær. Þetta er magnað verk og frammistaða leikenda fram- úrskarandi góð. Það er eftirtektar- vert, að margar beztu leiksýningar í Reykjavík síðustu árin em á veg- um fámennra hópa leikara, sem taka sig saman um eina og eina sýningu. Það fer ekki á milli mála, að vinna slíkra hópa sýnist skila betri árangri en næst í stóm ieik- húsunum, hvemig sem á því stendur. Það er fyllsta ástæða til að hvetja fólk til þess að sjá sýn- ingu P-leikhópsins í Gamla bíói. XXX Einn þeirra leikara, sem vekur mikla athygli í Heimkomu Pinters er Hjalti Rögnvaldsson, sem undanfarin ár hefúr verið búsettur í Svíþjóð og Danmörku og þess vegna ekki sést á sviði hér. Leikur hans sýnir, að leikhúsin okkar hafa misst hæfileikamikinn leikara. En hvers vegna fór hann til útlanda? Viðtal, sem birtist hér í blaðinu á sunnudag leiðir það í ljós. Hjalti Rögnvaldsson segir m.a.: „Maður þurfti nú hvíld eftir bar- áttuna hér á okureyjunni. Ég var eiginlega orðinn heilsulaus ræfill hér. Síðasta árið mitt hér heima lék ég eitt hlutverk í Þjóðleikhúsinu og hefði alls ekki getað leikið meira. Þegar maður er ekki víkingur í sér, en býr innan um eintóma víkinga, þá...finnur maður vanmátt sinn. Það sem mér finnst svo andstyggi- legt við þessa okurstefnu er ekki okrið sjálft, heldur auðsveipni og þögn fómarlambanna. Hér segir enginn neitt Veiztu, að þegar eitt- hvað bjátar á hjá Dönum fá þeir sér bjór. En það þykir nú bara ljótt hér og þegar eitthvað bjátar á hjá fslendingum fá þeir sér yfirvinnu. Ég get ekki leikið undir svona álagi og hugsunarhætti - svo ég fór.“ XXX Eví miður er Hjalti Rögnvalds- son ekki eini ungi maðurinn, sem fer frá íslandi af þeim ástæð- um, sem hann Iýsir. Víkveiji hefur haft spumir af því, að víða um Norðurlönd er ungt fólk, sem flutti á brott frá íslandi eftir að lenda í þeim húsnæðisvandamálum, sem dembdust yfir fólk hér fyrir nokkr- um árum. Skv. upplýsingum Víkveija getur þetta fólk ekki hugs- að sér að koma heim til ættjarðar- innar á ný. Því hefur tekizt að koma undir sig fótunum erlendis, sem reyndist ókleyft hér. Sumir hafa að visu reynt að kom heim aftur en snúið til baka. Töluverðrar beizkju gætir hjá mörgu þessu fólki, eins og eðlilegt er. Þetta er alvar- legt umhugsunarefni fyrir þjóðina. “Okureyjan" er það nafn, sem Hjalti Rögnvaldsson gefur íslandi. Getur eitthvað verið til í því?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.