Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1988 Um þýðingar og þýðingu þeirra eftir Gauta Kristmannsson Nýliðin áramót urðu tilefni mikilla umræðna um stöðu móðurmálsins á líðandi stundu. Forsetinn, forsætis- ráðherra og útvarpsstjóri gerðu það að umtalsefni í áramótaávörpum sínum og ekki að ástæðulausu. Sjald- an hefur vegur móðurmálsins verið minni en nú. Enskan stefnir nú hrað- byri inn í málið og virðist fátt annað til vamar en góður vilji. Skólakerfi, ríkulegur bókmenntaarfur og gríðar- legt magn lesefnis, sem út er gefíð árlega, bítur lítt á þennan risa í hópi tungumála nútímans. Hvað veldur? Enskukennsla í skól- um? Bandaríski herinn? Popptónlist í útvarpi? Bandarískt og breskt sjón- varpsefni? Annars vegar má færa rök fyrir „ Að þessu leyti hefiir frjáls Qölmiðlun brugð- ist. Hér hefur ríkt frelsi án ábyrgðar, menn hafa verið að selja fólki lélega vöru, svo notað sé viðskiptamál.“ að allir þessi þættir hafí sitt að segja. Enskukennsla í skólum er þó engin ný bóla og fjarri lagi að hún hafi allt í einu opnað flóðgáttir ensk- unnar inn í málið. Sama gildir um bandaríska herinn. Hann hefur verið hér í tæp 40 ár og íslenskur almenn- ingur hefur ekki í hávegum fjölmiðla þá er hann rekur. Popptónlist í út- Gauti Kristmannsson varpi hefur kannski sitt að segja en hún hefur líka heyrst árum saman auk þess sem fólk þarf ekki að leggja sig eftir merkingu textanna til að njóta lagsins. Hins vegar má færa rök fyrir að flóðbylgja bandarísks og bresks sjón- varpsefnis undanfarin 6 til 8 ár sé að drekkja íslenskunni og það á skömmum tíma. Dæmin eru mörg. Ólæs böm eru farin að segja merk- ingarbærar setningar á ensku. Undirritaður hefur heyrt fjögurra ára bam gera það. Einnig var fyrr í vet- ur frétt í sjónvarpi þar sem fóstra sagði frá að böm „slettu" mikið ensku. Það heyrir líka til tíðinda segi barn eða unglingur „sæll, blessðaður eða fyrirgefðu“. Þessi algengu orð em öll orðin að forngripum og í þeirra stað segja börnin „hæ, bæ og sorrí". Menn láta sér kannski fátt um finnast og það er sjálfsagt ef þeim stendur á sama um móðurmálið. En það er ekki allt sem sýnist. Fullorðn- ir láta einnig enskuna ná æ meiri tökum á máli sínu enda era nú tug- þúsundir myndbandstækja („víde- óa“) til í landinu auk þess sem tilurð annarrar sjónvarpsstöðvar jók stór- lega framboð á bandarísku og bresku sjónvarpsefni. Menn spyija kannski hvers vegna þetta efni sé orðið „skaðlegra" nú en áður. „Er Sjónvarpið ekki orðið tuttugu ára stofnun?" „Fóra menn ekki í kvikmyndahús áður fyrr?“ Jú, það gerðu menn. En málið er flókn- ara en svo. I fyrsta lagi er framboðið miklu meira og það eitt hefur áhrif. Með auknu fijálsræði hefur eðli miðl- anna líka breyst. Þetta er orðinn iðnaður sem hægt er að græða á. Starfsemi fyrirtækja í kapítalísk- um samfélögum byggist á því að skila af sér hagnaði. Þetta vita allir og fáir gera sér mikla rellu út af því. En því miður hættir mörgum til að einblína á þennan þátt starfsem- innar. Markmið þeirra er að hagnast sem mest, óháð afleiðingum þess fyrir aðra. Þetta era braskararnir sem í skammsýni sinni hugsa aðeins um skjótfenginn gróða. Það er þarna sem skilur á milli feigs og ófeigs, þ.e.a.s. beri menn hag íslenskrar tungu fyrir bijósti. Því miður fór það svo, þegar hol- skefla myndbanda reið yfir þessa þjóð, að margir innflytjendur létu hjá líða að þýða þær myndir sem þeir fluttu inn eða fengu til þess fúskara sem gerðu það fyrir lítið fé. Þetta var aðeins eitt af mörgum slysum sem hentu á þessu sviði. Ófagmann- leg vinnubrögð hafa einkennt þennan iðnað því jafnvel þegar betri menn fengust til starfa fengu þeir ekki að fylgja verkinu eftir og kastað var höndum til frágangs. Góð þýðing átti þannig til að hafna á kolvitlaus- um stað í kvikmyndinni hvað eftir annað. Þannig fá þeir, sem ekki kunna hið erlenda mál, rangar upp- lýsingar og hinir verða argir. Þeir, sem ekki kunna hin erlendu mál, vilja oft gleymast þegar rætt er um kvikmyndaþýðingar. Oft era það lærðir menn sem agnúast yfir rangþýðingum og það með réttu. En þeir geta þó hlustað á og þess vegna sléppt því að lesa textann. Þeir era hins vegar margir sem verða að treysta textanum að meira eða minna leyti. Þá skiptir miklu máli að hann sé vel úr garði gerður. Að þessu leyti hefur fijáls fjölmiðl- un bragðist. Hér hefur ríkt frelsi án ábyrgðar, menn hafa verið að selja fólki lélega vöra, svo notað sé við- skiptamál. Selji einhver rétthafi myndefnis fólki mynd með þriðja flokks þýðingu era það hrein svik. Hér eru röksemdir um samkeppni haldlitlar því oftast á aðeins einn aðili birtingarrétt hér á landi. Þannig getur óprúttinn maður keypt birting- arrétt að tiltekinni uppfærslu á Hamlet, fengið einhvem bögubósa til að klambra á hana þýðingu og boðið fólki síðan upp á að leigja myndsnældu með verki eftir Shak- espeare. Menn uppgötva síðan þegar heim er komið að textinn er inni- haldslaus þvættingur í engum tengslum við það sem sagt er á skján- um. Þetta er auðvitað stílfært dæmi en stundum hefur mátt litlu muna til að svo færi. Gallinn er nefnilega sá að neytend- ur, þ.e. áhorfendur myndefnis, gera sér oft ekki grein fyrir að „varan" er gölluð. Það gildir einu hvort er fyrir æsku sakir eða lítillar kunnáttu í einhveiju tungumáli, menn eiga fullan rétt samkvæmt lögum á að fá myndefnið rétt þýtt og á góðu máli. Til að bæta úr þessu verður að breyta hugarfari manna, líkt og Rask gerði á sínum tíma. Þar fá fjölmiðla- menn tækifæri til að reka af sér slyðraorðið og ganga fram fyrir skjöldu í áróðri. Það er sárgrætilegt að sjá gagnrýnendur myndbanda nota erlenda titla þegar þeir fjalla um myndbönd. Hvað í ósköpunum veldur því að þeir nota ekki íslenska titla? Er það leti? Fái þeir myndirnar aðeins með erlendum titli ættu þeir ekki að skrifa um myndina. Þetta er aðeins dæmi um það sem hægt er að gera. Hlutur erlendrar menningar í íslenskri menningu er staðreynd. Hann er orðinn mjög stór og á eftir að stækka ef að líkum lætur. Því verður ekki breytt og eina ráðið til að halda íslenskri menningu á floti er að gera hina erlendu menningu aðgengilega íslendingum. Þess vegna er ábyrgð þeirra, er dreifa og birta erlendu myndefni, mikil. Stórkostleg áhrif þessara miðla á íslenska tungu hljóta að vera öllum Ijós. Það er þarna sem skórinn kreppir og því ríður á að betur tak- ist til með framhaldið en verið hefur. Það dugar auðsjáanlega ekki að setja lög um þýðingarskyldu. Það verður að ganga fram með oddi og egg og 'reka áróður sem verður til þess að fúsk heyri sögunni til. Höfundur er löggiltur dómtúlkur og skjalaþýðandi. Silyan og Pirat sófasett Að sjálfsögðu ekta nautsleður. Litir: Svart, grátt, hvítt og brúnt. íí&rö frá kr. 82.500,- stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.