Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Sj úkrasamlögin eru byggðamál » eftirAskel Einarsson Nú á krossgötum um framtíð sjúkrasamlaga er nauðsynlegt að menn átti sig á hvert skuli vera hlutverk þeirra í framtíðinni. A að helja þau til nýs vegs eða á að leggja þau niður og fela sjúkra- tryggingadeild Tryggingastofnunar ríkisins endanlega viðfangsefni þeirra. Það eru vafalaust margir, sem munu telja það sjálfsagðan endi á langri þróun að ríkið yfirtaki bæði fjárhagslega ábyrgð og stjóm- un þeirra verkefna, sem sjúkra- samlögin hafa annast. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar, þótt sjá megi marga kosti þess að færa þessi verkefni alfarið til ríkisins og losa sveitarfélögin undan útgjöld- um, sem þau hafa litlu ráðið um, að verið sé með þessum hætti að draga úr forræði heimamanna um meðferð þess þjónustuþáttar, sem stendur mjög nálægt fólkinu í byggðunum og hefur því óhjá- kvæmilega mikil áhrif á búsetuval manna. Sjúkrasamlögin eiga að vera hagsmunatæki fólksins Hér eru ekki tök á því að rekja sögu sjúkrasamlaga til neinnar hlítar, allt frá því að vera frjáls samtök fólks, til þess að vera nán- ast þjóðnýtt félagsform. Ég hefí vegna fyrri starfa minna nokkra reynslu af starfi sjúkrasamlaga, eins og það vac fyrir 1972, en þá var það kerfí lögleitt sem nú er að Ijúka skeiði sínu. A þeim tímum, sem ég hafði náinn kunnugleika af starfsemi sjúkrasamlaga, virtust þau hafa verulegt sjálfræði til að taka tillit til aðstæðna, bæði per- sónubundinna einstakra tilvika, og vegna sérstöðu hverrar byggðar. I mörgum tilvikum stUðluðu sjúkra- Canon Rótti tíminn til reiknivéiakaupa. IS/likið úrval. Lækkað verð. Suðurlandsbraut 12. S: 685277 - 685275 samlögin að bættri heilbrigðisþjón- ustu. Sjúkrasamlagsstjórnin hafði töluverð völd, svo að ýmsir sóttust eftir setu í henni. Það skal engin dul dregin á það, að útgjöld til sjúkrasamlaga voru vaxandi fjár- hagsbaggi fyrir sveitarfélögin og sjúkrasamlagsgjöldin fóru hækk- andi. Þessu var ekki mætt með því að skerða forræði sjúkrasamlag- anna, heldur komst á einskonar verkaskipting á milli sjúkratrygg- ingadeildar ráðuneytisins og sjúkra- samlaga um að kostnaður við langvinna sjúkdóma færðist yfír á ríkið eða Tryggingastofnunina. Hreppasjúkrasamlögin störfuðu saman í sýslusamlögum, sem nutu sérstakra jöfnunargreiðslna úr sameiginlegum sjóði. Á að leggja sjúkra- samlögin niður? Með skipulagsbreytingum 1972 var stigið veigamikið spor í þá átt að draga úr útgjöldum sveitarfélaga til sjúkrasamlaga. Jafnframt voru sjúkrasamlagsgjöldin lögð niður sem tryggingaiðgjöld. Segja má með réttu, að þær hugmyndir um að leggja niður þátt sveitarfélaga í rekstri sjúkrasamlaga sé beint framhald af skipulagsbreytingun- um 1972, sem þó má rekja til sjúkratryggingakafla almanna- tryggingalaga frá 1946, sem aldrei komst að fullu til framkvæmda að því er varðar sjúkrasamlögin, þar sem hætt var við þau áform að leggja þau niður. Nýjar tillögur um verkefnatilfærslu milli ríkis og sveitarfélaga gera ráð fyrir að niður falli þátttaka sveitarfélaga í rekstri sjúkrasamlaga, þar með er hlut- verki sjúkrasamlaga í núverandi mynd að fullu lokið. Hlutverk sjúkra- samlagsiðgjalda Með áðumefndum skipulags- breytingum 1972 var gerð önnur veigamikil breyting á uppbyggingu sjúkrasamlaga. Sjúkrasamlagsið- gjöldin voru lögð niður og þar með bein þátttaka þeirra er nutu rétt- inda í sjúkrasamlögunum. Segja má að með þessari ráðstöfun hafí sjúkrasamlögin verið lögð niður sem einskonar félagssamtök tryggj- enda. Það sem var alvarlegast við þessa breytingu var að tilfinning almennings gagnvart sjúkrasam- lögum hlaut að breytast. Nú skipti það engu máli að vera í skilum við sitt sjúkrasamlag og þar með hvarf tilfínningin gagnvart sjúkrasamlög- unum og þeim réttindum sem þau veittu. Verðlagningarstefnan gagnvart almenningi varð sú, að greitt skyldi Reykjavíkurdeild RKÍ heldur námskeið í skyndihjálp Það hefst þriðjudaginn 19. jan. kl. 20 í Árm- úla 34, (múlabæ) og stendur yfir í 5 kvöld. Skráning í sfma 28222. Námskeiðsgjald er kr.1000.- Leiðbeinandi verður Guðlaugur Leósson. Öllum heimil þátttaka. Athygll skal vakln á þvf, að Reykjavfkurdelldln útvegar kennara til að halda námskelð fyrir skóla, fyrlrtaskl og aðra, sem þess óska. Raudi Kross'lslands Áskell Einarsson fast gjald fyrir þjónustuna, án nokkurra tengsla við raunvirði í hveiju tilviki, eins og áður var. Þetta hefur þýtt í raun, að hvorki heilbrigðisstéttir eða sjúklingar hafa þroskað með sér raunverulegt verðskyn. Það hefur því ekki mynd- ast nauðsynlegt kostnaðarlegt aðhald í heilbrigðisgeiranum eins og áður var. Sjúkratryggingagj öld í stað sjúkrasam- lagsiðgjalda Það er í sjálfu sér blekking að halda því fram að sjúkrasamlags- gjöldin hafí í raun verið lögð niður, því að í stað þeirra kom ópersónu- leg skattheimta er nefnist sjúkra- tryggingagjöld. Þau eru hundraðs- hluti af tekjum fyrir ofan ákveðið skattleysismark. Það er því einfalt að gera sjúkratryggingagjaldið að persónubundnu gjaldi á ný, þrátt fyrir að það sé breytilegt á milli manna eftir tekjum, og ákveða lág- marksgjald þeirra er ekki ná ákveðnu tekjumarki. Sé þessi leið farin er hægt að endurreisa sjúkra- samlögin með beinni aðild fólksins og gera þau að raunverulegum hagsmunaaðila neytenda gagnvart heilbrigðisþjónustunni. Skipulag heilbrigðis- þjónustunnar er byggðamál Miklu veldur um búsetu í landinu hver er aðstaða manna til að njóta heilbrigðisþjónustu. Þegar öll meiri- háttar verkefni heilbrigðisþjón- ustunnar eru komin í hendur ríkisvaldsins með einum eða öðrum hætti, er ljóst að sami aðili mun reka þjónustuna og jafnframt greiða fyrir hana. Miðað við þá stað- reynd að útgjöld til heilbrigðisgeir- ans fara vaxandi sem hlutfall útgjalda ríkisins, er eðlilegt að leit- að sé ýmissa leiða til að draga saman þessi útgjöld. Það er því freistandi að athuga eftirfarandi meginleiðir. Fýrst er að nefna aukna hagkvæmni í rekstri með hagræðingu og samfærslu í stærri einingar. I öðru lagi er beinn niður- skurður á þjónustu með lokun heilbrigðisstofnana. Báðar þessar leiðir skapa byggðavandamál. Auk- in miðsækni getur leitt til þess að hætt verði við starfsemi úti í byggð- unum eða hún verði dregin saman í sparnaðarskyni. Þetta getur gerst þrátt fyrir að viðkomandi stofnanir úti á landi geti Iátið í té þjónustu á lægra raunvirði en stærri stofnan- ir. Markaðsskyn ræður ekki lengur stefnunni heldur viðleitni til að halda umfangi þjónustunnar innan vissra marka, án tillits til byggðaað- stæðna eða þarfa í þjóðfélaginu. Hin hlið málsins er aukinn kostnað- ur sjúklinga við að sækja sérhæfða þjónustu í önnur byggðarlög, sem aldrei er tekinn inn í dæmið, en getur hæglega leitt til breytinga á búsetu. Horfíð frá kostnaðar- vitund í heilbrigðis- þjónustunni Það er angi hinnar svonefndu íjárlagastefnu að loka sjúkradeild- um og öðrum starfsdeildum, þar sem það hefur ekki lengur gildi að heilbrigðisþjónustan afli sér tekna fyrir veitta þjónustu til að mæta gjöldum, heldur verður það megin- atriðið að halda niðri umfangi og kostnaði, án tillits til þess hvort þjónustan er aðkallandi og eigi að vera metin eftir því. Þriðja sparnað- arleiðin er svo sú, að hækka endurgreiðslur sjúklinga fyrir heil- brigðisaðstoð, sem mundi bitna mest á tekjuminni hópum og þeim sem byggja fjær stofnunum heil- brigðisþjónustunnar. Ekki er vafamál að ríkisvaldið mun grípa í einhveijum mæli til allra þessara ráða. Hagspakir menn munu verða fengnir til að reikna út hve heilbrigðisgeirinn má taka mikið til sín af þjóðarkökunni. Þess- um gjaldalið verður haldið niðri, án tillits til þarfa, og útgjöldum ýtt yfír á almenning til þess að gjald- mælirinn hjá ríkissjóði hækki ekki um of. Miðstýringin leiðir til stöðnunar og afturhvarfs Megingallinn á þessari samvirku miðstýringu er að hún kallar fram alhliða samdrátt þjónustu- og tæknilega séð. Heilbrigðisstofnanir með breytilegri stjórnun veita hver annarri aðhald, þó ekki sé nema af mannlegum ástæðum. Með auk- inni greiðsluþátttöku almennings mun markaðskenndin knýja á, og svó getur farið að ríkisvaldið gefíst upp við að reka veigamikla þætti heilbrigðisþjónustunnar. Með alls- ráðandi einkavæðingu er hætt við mismunandi þjónustustigum í fram- boði heilbrigðisþjónustunnar. Þannig að ríkið annist með hang- andi hendi þá þætti, sem einkavæð- ingin telur ekki arðbæra. Dæmi um þettji eru úr nágrannalöndunum, þar sem einkavæðingin er talin til fyrirmyndar. Ekki þarf því blöðum um það að fletta að hlutur lands- byggðar verði annar og lakari í þessum efnum en meginþéttbýlis við Faxaflóa. Samræmd miðstýring bitnar mest á lands- byggðinni Það gæti orðið fyrst og fremst hlutverk ríkisins að viðhalda heil- brigðisþjónustu úti um byggðirnar, því að einkavædd þjónusta mundi ekki í neinum verulegum mæli telj- ast arðbær úti á landi, nema í undantekningartilvikum. Þetta þýð- ir að sækja þarf til Reykjavíkur margþætta sjúkraþjónustu, sem þegar er veitt utan sjúkrahúsa, og jafnvel vissa þjónustu sem nú er veitt á sjúkrahúsum úti á landi. Sjúkrahúsin úti á landi verða að sjálfsögðu rekin nær sjúkraskýlis- stiginu en áður, þar sem lögð verður áhersla á að senda sjúklingana til Reykjavíkur til meðferðar. Állt mun þetta hafa áhrif á starfsemi heilsu- gæslustöðvanna, með ófyrirséðum hætti. Þjóðfélagið bjóði upp á fjölbreytta heilbrigðis- þjónustu eins og önnur samfélög íslenskt þjóðfélag er lítið í sam- anburði við stærri samfélög. Sumir vilja setja það á borð með fylkjum eða lénum nágrannalandanna og að haga eigi rekstri þjóðfélagsins á þann veg. Þessarar tilhneigingar gætir mjög greinilega í heilbrigðis- geiranum og nær einnig til annarra þátta, ef að er gáð. Menn hafa velt þeirri spurningu fyrir sér hvort svo fámenn þjóð geti staðið undir eigin þjóðskipulagi. Það er staðreynd að þetta hefur tekist, þótt íslendingar séu ekki fjölmennari en íbúar Alt- óna, sem er útborg Hamborgar, svo að vitnað sé til fleygra orða Hall- dórs Laxness. Þetta hefur tekist á þann hátt að íslenska þjóðfélagið hefur orðið einskonar vasaútgáfa af margfalt stærri samfélögum. Ljóst er að heilbrigðisgeirinn þarf á olnbogarými að halda, til að hinir mörgu hæfu starfskraftar í heilbrigðisstéttunum fái notið sín á sama hátt og í stærri samfélögum, svo að hinar ýmsu þjónustustofnan- ir geti sótt fram og veitt hver annarri aðhald. Aukin einkavæðing getur verið liður í þessu, en engan veginn nein allsheijar lausn, til þess er þjóðfélagið of fáliðað. Reynslan sýnir að allir áfangar í heilbrigðis- kerfí landsbyggðar eiga rætur að rekja til framtaks áhugahópa, sveit- arstjómarmanna og ekki síst tij frumkvæðis heilbrigðisstétta. í þessum efnum hefur náðst ótrúleg- ur árangur, þannig að margt af þessari starfsemi er í fremstu röð í landinu. Frumkvæði almennings um uppbyggingu heil- brigðiskerfísins Meðan heilbrigðisþjónustan var verðlögð eftir kostnaðargildi kom í Ijós að landsbyggðarsjúkrahúsin gátu verðlagt sína þjónustu langt undir því verði, sem hin stærri sjúkrahús þmftu að fá fyrir hlið- stæða þjónustu. Með því að taka þetta frumkvæði úr hendi heima- fólks og þjóðnýta allt það mikla gjafafé, sem almenningur hefur lát- ið af hendi rakna er fundin skammtímalausn, sem fyrr eða síðar mun skapa á ný alvarleg byggðavandamál. Rekstur heil- brigðisþjónustu stendur svo nærri hagsmunum almennings að skipu- lag þjónustunnar hlýtur að hafa áhrif á búsetuna í landinu. Það þarf að auka tengsl fólksins við heilbriðgiskerfið, með því að gera sjúkrasamlögin að áhrifaafli á ný. Fólkið í byggðunum verður sjálft að standa áfram að uppbyggingu heilbrigðisstofnana. Heilbrigðisþjónustan verði millistigsverkefni Þetta er stærra verkefni en svo að einstök sveitarfélög geti almennt staðið ein að lausn þeirra. Þrátt fyrir það er óskynsamlegt að færa þessi verkefni til ríkisins. í þessum efnum verðum við að leita fyrir- mynda nágranna okkar og nýta þau skipulagsform er þeim hafa reynst vel, en jafnframt að laga þau að aðstæðum í landinu. Rekstur heil- brigðisgeirans er millistigsverkefni stjómsýslulega séð, þar sem fulltrú- ar stærri svæða, t.d. landshluta, mynda stjórnsýslustig um ákveðna verkefnaflokka, sem eru flestum sveitarfélögum ofviða, en eðlilegast er þó að reka á heimagrundvelli. Þetta vantar hér á landi. Verkefnin hafa sogast til ríkisins. Sveitar- stjórnarmenn una glaðir við sitt að losna undan kostnaði. Það skortir yfírsýn yfír málið í heild og að menn geri sér grein fyrir afleiðing- unum. Heilbrigðiskerfíð verð- ur að aðlagast samfé- laginu á hverjum tíma Á tímum skoðanakannana og margvíslegra markaðskannana er að myndast nýr áhrifavaldur í sam- félaginu. Fólkið í landinu vaknar til vitundar um að val hvers og eins er afl. Þeir sem hagsmuni hafa af markaðssetningu hafa áttað sig á því að hér er nýtt afl á ferðinni, sem þarf að taka tillit til. Markaður- inn er afl, sem bæði framleiðendur og þjónustuaðilar verða að beygja sig fyrir. Fólk gerir aðrar og meiri kröfur til heilbrigðisþjónustu en áður og hefur ákveðnar skoðanir um réttar leiðir í heilsufarslegum efnum. Þetta hefur í einni eða annarri mynd áhrif á framboð heilbrigðis- þjónustu og þar með á öll samskipti sjúklinga og heilbrigðisstétta. Það hlýtur að koma að því fyrr en var- ir, að þetta nýja afl leiti samstarfs-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.