Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Vaknið— vaknið „Aftur að sólunni sveigir nú heimskautíð kalda.“ Þótt ekki væri íhugað meira en eitt örstutt orð á þeim tímamót- um, sem taka við eftir hver jól, þá minnir allt á nýjan tíma, nýtt starf, nýjar vonir. Þetta orð er orðið „ár“ sem ber í sér merking- una ljómi, dýrð og vaxandi líf með nýjum dögum, nýju vori - árroði framtíðar. Þar óskum við samfélagi og vinum árs og friðar, sem í orð- anna kjama bera morgunroða og ást að hvers manns húsi og hjarta í 365 daga hins nýja árs. Það er og verður æðsta hlut- verk okkar að vakna og vaka líkt og fræ í jarðvegi lífs við geisla komandi morgna. Þar var þá fyrsta krafa hvers dags „að halda vöku sinni", sem svo var nefnt í gamla daga. Þá var annríkið í dýpstu skuggum skammdegis fyrir jólin ein besta æfing og áminna, sem efla skyldi áhuga og kraft til átaks og snilli um alla daga hins nýja, komandi árs. Þar voru hér á íslandi, við þröskuld heimskautsins hinar svo- nefndu „Kvöldvökur", sérstakt menningartákn og jarðvegur á vegum menningar og mennta, starfshátta og hugsjóna, uppeldis og náms í landi sem átti engan annan skóla alþýðu sinni til handa. Þetta var sérstakt athafnasvið og menningarþáttur í sögu og þroska til gróandi þjóðlífs. Þar var lesið og hugsað, kveðin ljóð og rímur, sungið og rætt meðan hendur unnu að listum og iðnum. Öll Qölskyldan stefndi að einu marki öllu sjálfsagðara, þótt fáir gerðu sér þess fulla grein. Það takmark var fullkomnun, þróun, göfgi í hugsun, verki og list — háskóli íslenskrar mannveru. Þessi íslenski skóli er nú í sinni sérstæðu mynd að mestu horfinn. En áhrif hans og áframhald má aldrei dvína né deyja. Þar gilda rök orðanna sem voru vakin við upphaf þessara hugleiðinga. Vaknið — vaknið. Sem sagt gætið þess hversu sem allt breytist og hversu mikill auður og forði er, sem í hendur verður lagður, að orkulindir huga, hjarta, handa og tungu eflist hvem ársins dag til sköpunar og mótunar gróandi þjóðlífs. Þar kemur önnur áminning á varir, sem ef til vill þykir fjar- stæða á þessa leið orðuð: „Gætið þess að hjörtu yðar íþyngist ekki af mat eða drykk.“ Nú er einmitt svo komið í allri velsæld þjóðarinnar, sem nefna mætti ekki síður farsæld, að ein- mitt þessi hversdagslega viðvörun bendir á eina mestu hættu á vegi þessarar gáfuðu og göfugu þjóð- ar. Einmitt nú í lok 20. aldar, þegar hún er frjáls og fullvalda og risin úr öskustó örbirgðar og áþjánar með auð í huga og hönd- um. Skammdegismyrkur óhófs og taumlausrar kröfu virðist blinda sýn til sannra heilla og menning- ar. Jafnvel manngöfgi og heiður virðist hvað eftir annað þoka í baksýn fyrir augnabliksóskum og græðgi. Ein æðsta og virðulegasta stofnun þjóðarinnar, sjálft Al- þingi, ber blæ eða hrylling þessa myrkurs sundrungar, deilna og skammsýni, ef dæma má eftir fréttum og orðaskala, sem þaðan er flutt á öldum ljósvakans oft á dag. Þar virðast bæði heimar og himnar mega hrynja fyrir hégóm- legum deilum, þar sem allt hið versta í orðum og hugsun and- stæðings er magnað og margfal- dað, en hið jákvæða falið og lítilsvirt. Virðuleiki Alþingis má aldrei falla í skuggann fyrir skömmum og hégóma augnabliksins. Þar má sannarlega ekki gleymast að halda vöku sinni. En samt eru hættumar sem hrópa á vöku foringjanna og hvers einasta þegns hvergi meiri en í óhófí, bæði í mat og drykk, eitur- neyslu og annarri þeirri ógæfu sem ógnar hveiju heimili, hverrri stofnun, starfs og viðskiptalífs, ef ekki er vaknað og vakað, ekki síst yfír brautum æsku og bemsku. Gæti nokkur þjóð átt gáfaðri og glæsilegri æskulýð en Islendingar. Við emm aðeins hálft þriðja hundrað þúsund, en stöndum þó í flestu bæði íþróttum, listum, vísindum, glæsileika og kröftum fyllilega jafnfætis úrvali hundmð milljóna þjóða. Æðra gull, meiri auður er vart í hendur og hjörtu lagt, ef rétt er metið. Vissulega þarf að vaka vel og vaxta slíka Qársjóði. Og ekki skyldi gleymast að þama vex vandinn og ábyrgðin stöðugt, ekki síst gagnvart eitumeyslunni og glötun andlegra fjársjóða í álfa- dansi og skollaleikjum lífsnautna, viðskipta og taumlausrar kröfu um meira, meira, meira. Okkar æðsti heiður er að eiga engin efnisleg vopn, hvorki bitur sverð, byssur eða sprengjur. Því betur verður að beita andlegum vopnum á vegum hins góða og fagra í ljósi og árroða sannleika, visku og mannréttinda og elsku. Þeim vopnum verður að beita á réttan og markvissan hátt til mannbóta og fyrirmyndar mann- kyni jarðar. Það er hugsanlegt jafnvel smáþjóð. Það em allar fyrrverandi Qarlægðir úr sögunni. Og það hafa nær ávallt verið smáþjóðir, sem mótað hafa hæf- ustu forystu til fullkomnunar. Aldrei skyldi það heldur gleymast að svo vandasamt sem það er, þá sitjum við nú þegar á krossgötum alheims á jörðu, þegar litið er til allra átta. Við gætum þar miðað við álfa- leiki okkar eigin sögu sem undarlegan eða undursamlegan vemleika í hmnadansi mannkyns- ins. Þar gildir umfram allt að halda vöku sinni gagnvart ógn- andi flotskjöldum og aumm þeirra, sem vel geta rænt viti okkar og hugsun, framsýni og frelsi, svo sem segir frá í þjóðsögu um dansleik á þrettánda kvöld eftir sjálfan Jón Sigurðsson, „for- seta“, þjóðhetjuna mestu í okkar sögu. Emm við ef til vill sem ein heillaríkasta þjóð heims nú að dansa í gleðidansi þessarar þjóð- sögu rökkurstundanna horfnu? Þar verða allir og ekki síst al- þingismenn og foringjar að halda vöku sinni. Mörg em og verða gylliboðin, margir og vænir flot- skildimir sem vöktu græðgi og blindu í svartnætti skammsýni og myrkfælni. Okkar æðstu mannréttindi meðal þjóða heims í þessum dansi em þau, að leggja ekki eyri í her- kostnað, vopnakaup og vopn- asmíðar, að ógleymdu því láni, að þurfa ekki að senda bömin okkar til náms við herþjónustu og æfingar í manndrápum og flöldamorðum, sem stundum em túlkuð sem hetjudáðir sögunnar. Það er stórkostleg upphefð að vera þjóð friðarins í heimi þar sem valdið og hrokinn getur eytt öllu sem heitir heilsa, líf og heillir á andartaki með eiturvopnum og taumlausri grimmd og græðgi. Hið eina til vemdar er að vaka sem sannir drengir bæði menn og konur. Sú hugsjón sem felst í þeim orðum er öllu dýrmætari. Fómarlund, traust og rósemi æðstu orkulindir. Þar stendur drengurinn hennar Maríu í Nasaret og um leið jóla- bamið í Betlehem sem bjartasta ljósið. Drengurinn sem lýsir á framtíðarbrautum inannkyns og friðarvegum, geislinn, sem tengir sól og jörð og gefur vorið að nýju og gróandi þjóðþ'f íslands, sem vaka verður um aldir yfír til vemdar og vaxtar. Þar er og verður hið æðsta hlut- verk í heimi „að lifa líkt og hann og lýsa hverri sálu og hryggja ei nokkum rnann". TBiodroqa Alhliða snyrtivörur fyrir alla aldurshópa NÝJUNG - gamla kremkrukkan þín færverð- gildi. TBÍOdroqa býður viðskiptavinum sínum upp á skemmtiiega nýjung íjanúar 1988. Þú kemurmeð gömlu kremkrukkuna þína til okkar, leggurhana inn og færð 100.00 kr. afslátt, efþúkaupirþérnýja frá T3ÍOdroqa Þetta tilboð frá ’BÍOdroqd gildirtii 31.janúar 1988. c^ieUct gp Bankastræti 3. S. 13635. •*wv*!Xro« ^KTIV TACESPFLTCt ACrtVE DAY CARÉ ^iodroqd y*NACHTPFLEGe ^wenichtcare TZiodtogd einu sinni ~Biodroqa alltaf Biodroqa Morgunblaðið/Kristjana R. Ágústsdóttir Hafdís Haraldsdóttir við störf á hárgreiðslustofii sinni í Búðardal. Búðardalur: Fyrsta hárgreiðslu- stofan opnuð Búðardal. NÝLEGA var opnuð hér hár- greiðslustofa og er það í fyrsta sinn hér í sýslunni sem slík þjón- usta er veitt. Það sem er kannski ekki síst ánægjulegt er að hárgreiðslukonan er fædd og uppalin hér í Búðardal og sýnir það hugrekki að ætla að setja á fót hárgreiðslustofu hér. Unga konan sem ráðist hefur í þetta fyrirtæki heitir Hafdís Haralds- dóttir. Það er mjög skemmtilegt þegar ungt fólk fer til náms og snýr svo heim í byggðalagið svo það geti notið þessarar menntunar sem það hefur aflað sér. Þessu er nú ekki yfirleitt þannig farið vegna þess að úti á landsbyggðinni á smærri stöðum er yfirleitt ekki at- vinnutækifæri fyrir sérhæft fólk og verður það oftast að sækja vinnu fjarri heimaslóðum. — Kristjana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.