Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 17 sjálfum við — frekar er að menn dáist að stórhugnum að baki. Það er og nokkuð mikið atriði fyrir hinn almenna borgarbúa, þeg- ar þrengja á byggð á einum fegursta stað í hjarta borgarinnar og beinlínis draga fortjald þvert yfir norðurhluta Tjarnarinnar og byrgja útsýni gangandi vegfarenda að hluta til fyrir fullt og allt. Að auki verða undir því bílastæði fyrir 200 bíla, sem óhjákvæmilega mun skapa meiri röskun, ónæði og mengun en ráð er gert fyrir. Ég vil láta það alveg vera að deila á sjálfa bygginguna í þessu stutta greinarkomi mínu, en hún er vafa- lítið hin frambærilegasta, en það er rétt, að hún stingur í stúf við þær byggingar, sem fyrir eru. Hvort það sé til fegurðarauka eða ekki er mál, sem kemur staðsetningunni lítið við, en má vera mat hvers og eins. Meðal áhugamála minna á ferða- lögum ytra er að skoða sem mest af byggingum stórborga sem ég heimsæki, almenningsgarða og umhverfi. Tekið hef ég þá eftir því, að víða er farið með slík opin svæði svo og svæði, sem eiga sér forsögulegt gildi, sem heilög vé, sem drottinssvik þætti að hrófla við. Er maður svo dáist að því, sem vel hefur tekist, hugsar maður með aðdáun og hlýhug til þeirra, er hér stóðu að verki, en fyllist annars vegar gremju í garð þeirra, sem auðsjáanlega hafa misþyrmt um- hverfi og náttúru. Hér dæmir maður sjálfsagt sam- kvæmt eðlislægu mati en ekki eftir því, hvar menn standa í pólitík né hver hafi verið borgarstjóri á staðn- um! Málið snýst þannig engan veginn um borgarstjórann, nema að því leyti að hann vill fá sitt hús á þenn- an stað. Ekki einu sinni hugmyndin að ráðhúsi við Tjömina er frá hon- um komin, því hún er af miklu eldri toga og hugmyndirnar hafa alla jafna verið fáránlegar og óaðskilj- anlegar, enda viðbrögð almennra borgara í samræmi við það. í áratugi hafa borgaryfirvöld haft tækifæri til að huga vel og gaumgæfílega að sínu ráðhúsi án þess að nokkuð hafí verið aðhafst, en byggðin sjálf um leið þanist út. Drög að hugmyndinni hafa þó allan tímann verið til í skúffum og jafn- an, er hróflað var við þeim, renndu menn hýru auga til Tjarnarsvæðis- ins. En þrátt fyrir stækkun borgar- innar og þrengingu byggðar eru enn til ágæt svæði undir ráðhús, svo sem margur hefur bent á í skrifum sínum og nú síðast Guðrún Péturs- dóttir hér í blaðinu laugardaginn 9. jan. Hugmynd hennar um byggingu á Hafskipslóðinni fyrrverandi gegnt Seðlabankanum er snjöll og vel þess virði að vera tekin til athugun- ar. Það hefur víða verið sótt að fögr- um og sögulegum opnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu á undan- gegnum árum og óbætanleg mistök verið framin svo sem á Laugarás- hæðinni — allt í senn hvað háhýsin, lághýsin nýju og guðshúsið áhrærir — hér skortir samræmi og vist- fræðilega tilfínningu. Þegar er farið að ganga á friðað svæði undir bíla- stæði við kirkjuna, sem er í hróp- andi ósamræmi við hinn litla ósnortna reit sem geymir menjar frá ísöld. En um þetta svæði hef ég ritað áður og fjalla því ekki nán- ar um, enda of seint að forða hér slysunum. En það er ekki of seint að forða slysi, hvað staðsetningu ráðhússins snertir og öðrum slysum, sem í kjöl- farið munu fylgja og því vil ég vísa til hinnar heillegu götumyndar er nú blasir við. A þessu svæði væri hægt að gera svo ótalmargt sem til fegurðar og yndisauka yrði fyrir borgarbúa, ef vilji væri fyrir hendi, og íeið gera Tjarnargötu að feg- urstu götu borgarinnar. Veita um Tjarnarsvæðið ljósi, lofti og lífi. Bæjarstjórar Hafiiarfiarðar og Kópavogs: r- Fasteigjiagj öld hækkuð vegna útsvarshlutfalls Gjöldin óbreytt í Reykjavík, Garðabæ, Sel- tjarnarnesi og Mosfellsbæ FASTEIGNAGJÖLD í Hafnarfírði og Kópavogi hækka frá því i fyrra vegna 6,7% útsvarshlutfalls í ár, að sögn Guðmundar Árna Stefáns- sonar bæjarstjóra Hafharfjarðar og Kristjáns Guðmundssonar bæj- arstjóra Kópavogs. Fasteigna- skattur af íbúðarhúsnæði í Hafiiarfírði hækkar úr 0,375% í 0,425% af fasteignamati en úr 1% í 1,25% af atvinnuhúsnæði. Skatt- urinn hækkar hins vegar úr 0,421% í 0,5% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis í Kópavogi en úr 1,15% í 1,25% af atvinnuhúsnæði. Sveitarfélög hafa leyfi til að hækka eða lækka hlutfallið um 25% frá viðmiðunartölum sem eru 0,5% af fasteignamati íbúðar- húsnæðis en atvinnuhúsnæðis 1%. Guðmundur Ámi Stefánsson, bæj- arstjóri sagði að fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði í Hafnarfírði væri 0,425% af fasteignamati en hefði verið 0,375% í fyrra. „Fasteigna- skattur af atvinnuhúsnæði er hins vegar 1,25% en var 1% í fyrra. Hækkunin stafar aðallega af óvissu vegna útsvarsprósentunnar í ár. Tekjur bæjarins af þessum skatti verða um 115 milljónir króna í ár,“ sagði Guðmundur Árni. Skatturinn var hins vegar 79,6 milljónir króna í fyrra, að sögn Gunnars Rafns Sig- urbjömssonar, bæjarritara í Hafnar- firði, og er því hækkunin frá því í fyrra um 44,5%. „Utsvarsprósentan þyrfti að vera 7,5%“ Kristján Guðmundsson, bæjar- stjóri sagði að fasteignaskattur í Kópavogi væri 0,5% af fasteigna- mati íbúðarhúsnæðis en atvinnuhús- næðis 1,25%. „í fyrra var fasteigna- skatturinn hins vegar 0,421% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis en at- vinnuhúsnæðis 1,15%. Tekjur okkar af fasteignaskattinum voru um 164 milljónir króna í fyrra en verða um 245 milljónir króna í ár eða um 49,4% hærri en í fyrra. Fasteignamat í Kópavogi hækkaði frá því í fyrra um 24% á sérbýli, þ.e.a.s. einbýlishúsum og raðhúsum, en 34% á öðm hús- næði. Við teljum að tekjur okkar af útsvarinu lækki frá því í fyrra með því að vera með 6,7% útsvarspró- sentu og því hækkum við fasteigna- gjöldin. Utsvarsprósentan þyrfti að vera a.m.k. 7,5% en hún var 10,2% í fyrra. Við komum hins vegar til móts við fólk með því að vera t.d. með 10 gjalddaga á árinu og veitum 15% afslátt af gjöldunum ef þau em að fullu greidd fyrir 1. febrúar næst- komandi," sagði Kristján. Páll Guðjónsson, bæjarstjóri sagði að fasteignaskattur af íbúðarhús- næði í Mosfellsbæ væri 0,375% af fasteignamati en atvinnuhúsnæðis 1%. „Þetta hlutfall er óbreytt frá því í fyrra,“ sagði Páll. „Tekjur okkar af þessum skatti verða 25,6 milljónir króna í ár en vom hins vegar um 20,5 milljónir króna í fyrra. Hækkun á milíi ára er því um 25%. Lögin um fasteignamatið segja að það skuli endurspegla svokallað staðgreiðslu- verðmæti húsnæðis en það er m.a. reiknað út frá þeim kaupsamningum sem gerðir em hveiju sinni. Það er spuming hvort fasteignaskatturinn ætti ekki frekar að vera ákveðið gjald fyrir hvern rúmmetra því kostnaður sveitarfélaganna lækkar ekki þó fas- teignamatið lækki,“ sagði Páll. Fasteigiiaskattstekjur borgarinnar 1.100 millj. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði að fasteignaskattur í Reykjavík væri 0,421% af fasteignamati íbúðahúsn- æðs en atvinnuhúsnæðis 1,25%, sem væri sama hlutfall og undanfarin ár. „Tekjur okkar af þessum skatti vom 817 milljónir króna í fyrra en verða um 1.100 milljónir króna á þessu ári en það er um 34,6% hækkun. Ný íbúðarhús og til dæmis Kringlan hækka fasteignamatið mikið í Reykjavík," sagði Davíð. Sigurgeir Sigurðsson, bæjarstjóri sagði að fasteignaskattur á Seltjarn- arnesi væri 0,375% af fasteignamati íbúðarhúsnæðis en atvinnuhúsnæðis 1%. „Hlutfallið er búið að vera óbreytt í mörg ár. Fasteignagjöldin voru 21,503 milljónir króna í fyrra en eru 27,906 milljónir króna í ár sem er um 29% hækkun. Innifalið í þessari tölu er mikið af nýjum bygg- ingum og ef þær em ekki taldar með er hækkunin 24%, sem mér sýnist lafa í verðbólgnnni," sagði Sigurgeir. Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri sagði að fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði í Garðabæ væri 0,375% en 0,75% af fasteignamati atvinnuhúsnæðis. „Ég held að þetta hlutfall sé búið að vera óbreytt frá upphafí. Tekjur okkar af fasteigna- skattinum vom 36,9 milijónir króna í fyrra en verða um 45,7 milljónir króna í ár eða um 24% hærri en í fyrra," sagði Ingimundur. ÚTSALA ÚTSALA Skólavörðustíg 17a, sími 25115 MICROSOFT HUGBÚNAÐUR WORD V 4,0 MULTIPLAN V 3,03 CHART V 3,0 PROJEGT V 4,0 COBOL V 2,2 C COMPILER V 5,0 FORTRAN V 4,01 PASCAL V 3,32 % SKRIFSTOFUVELAR Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Akureyri: Tölvutæki - Bókval Kaupvangsstræti 4, sími: 26100 MIÐSTOÐVAR matvöruviðskiptanna eru opnar sem hér segir Laugalæk, sími 686511 Virka daga kl. 8-19 Föstudaga kl. 8-20 Laugardaga kl. 8-16 Hamraborg, Kópavogi, sími 41640 Alla daga frá kl. 8-20 Gardatorgi, Garðabæ, sími 656400 Virka daga kl. 8-19 Föstudaga kl. 8-20 Laugardaga kl. 8-18 Verið ávallt velkomin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.