Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1988 Hefur meira en helmingur spádóma hans þegar ræst? Vísindamenn geta ekki útskýrt þá, þjóðar- leiðtogar líta ekki framhjá þeim, almenningur um allan heim les þá og við ættum alls ekki að láta undir höfuð leggjast að líta í þá, því í spádómum um nánustu framtíð mannkyns kemur lítil eyja í Norður- höfum og merkur leiðtogi þaðan mjög við sögu. Framtíðarsýnir sjáenda Franska stjórnarbyltingin, Adolf Hitler og nasisminn, kjarnorkuárásir á Japan, morðið á Olof Palme, útbreiðsla alnæmis. Nostradamus sagði fyrir um þessa atburði. Og hann spáir að lítil eyja í Norðurhöfum muni gegna veigamiklu hlutverki á erfiðum tímum mannkynsins og lýsir merkum leið- toga sem þaðan kemur. Jafnframt segir frá ævafornum spádóm- um Hópi-indíána, spádómum Gamla testa- mentisins um Eldeyjuna í vestri, kínversk- um spádómi um íslendinga og hyernig spá- dómar Pýramídans mikla vísa á ísland. IÐUNN Vfsindi Af hvetju þjást gíraff- ar ekki af hvapbólgu Sverrir Ólafsson Það er ekki óalgengt að við fínnum fyrir þrýstingi í höfðinu þegar við beygjum okkur eftir hlut sem við höfum misst í gólfíð. Blóðið streymir hratt fram í höf- uðið og ef við stöndum lengi í boginni stöðu er eins víst að við kafroðnum áður en við réttum úr okkur að nýju. En hvemig skyldi gíraffa líða í höfðinu þegar hann teygir það niður að yfírborði jarð- ar, t.d. til að drekka? Þekking lífeðlisfræðinga á blóðrásarkerfí gíraffans hefur lengi verið nokkuð takmörkuð. Augljóst er að það þarf að búa yfír ýmsum eiginleikum, sem óþekktir eru hjá öðrum smærri dýrum, til þess að stýra blóðflæði sem spannar allt að því fjögurra metra hæðarfall í þyngdarsviði jarðarinnar. Ef blóðrásar- og þrýstijöfnunarkerfí gíraffa starf- aði á nákvæmlega sama hátt og hjá manninum er víst að þessi hávöxnu dýr mundu sárþjást af hvapbólgu og öðrum sjúkdómum sem varða vökvaröskun í líkaman- um. Hvapbólga (eða bjúgur) er skaðleg þar sem hún hindrar eðli- legan flutning næringarefna frá blóðinu til veflanna. Nýlegar rannsóknir, sem gerð- ar voru af vísindamönnum frá Danmörku, Svíþjóð og Banda- ríkjunum, skýra af hveiju gíraffar þjást ekki almennt af þessum sjúkdómum. Þær veita nýjar upp- lýsingar um mjög breytilegan bláæðaþrýsting í fótum og í hálsi þessara dýra. Niðurstöður þessar munu stórauka skilning lífeðlis- fræðinga á blóðrásarkerfí gíraffa. Þær sýna m.a. að meginbláæðin í hálsinum, ,jugular-æðin“, er venjulega mjög samandregin, en það samræmist ekki hugmyndum sem nýlega voru settar fram um að blóðrásarkerfi hálsins og höf- uðsins líkist helst vökvasugu, þ.e. þeirri uppsetningu sem gjaman er notuð til að flytja vökva á milli mishárra staða. Vegna hæðar sinnar er gíraff- inn gott rannsóknarefni á mögu- leikum dýra til að sigrast á miklum blóð- og vökvaþrýstingi, sem orsakast afvirkni þyngdar- sviðsins. Ýmsir lífeðlisfræðilegir ferlar, sem miða að þessu marki, eru ekki einstakir á meðal gíraffa, Geimvísindin geta nýtt sér aukna þekkingu á blóðrásarkerfi gíraffa. jafnvel þó virkni þeirra kunni að vera auðgreinanlegri hjá þeim. Rannsóknir vísindamanna hófust með sérstökum „gíraffaleiðangri" til Afríku árið 1985. Athuguð voru átta dýr af blönduðu kyni og var hæð þeirra á bilinu 3—4 metrar og þyngd 400—650 kg. í upphafi voru gíraffamir svæfðir á meðan blóðþrýstimælum var komið fyrir á ýmsum stöðum í líkamanum. Undir venjulegum kringum- stæðum er blóðþrýstingur gíraff- ans mestur neðst í fótunum og fer síminnkandi með aukinni hæð. í slagæðum höfuðsins, á 3,5 metra háu dýri, er þrýstingurinn Brids Arnór Ragnarsson Samvinnuferðir/- Landsýn vann í bikarkeppninni Sveit Samvinnuferða/Landsýnar sigraði sveit Pólaris í úrslitaleik bikarkeppni Reykjavíkur sem fram fór um helgina. Lokatölur urðu 166 stig gegn 110. í sveit Samvinnu- ferða/Landsýnar spiluðu: Helgi Jóhannsson, Björn Eysteinsson, Svavar Bjömsson, Hrannar Erl- 110 mm Hg (760 mm Hgjafngild- ir 1013 millibörum) lægri en í hjartahæð, sem er um það bil tvö- falt meira en sama gildi hjá manninum. í fótum gíraffans er meðalþrýstingurinn í slagæðum w.þ.b. 310 mm Hg, en í manns- fæti mundi slíkur þrýstingur fljótlega leiða til bjúgmyndunar. Blóðþrýstingurinn í jugular- æðinni breyttist andstætt þessari reglu, þ.e.a.s. hann jókst með aukinni hæð. Þrýstingsstigullinn reyndist mestur 9 mm Hg á 90 sm hæðar- aukningu. ingsson, Matthías Þorvaldsson og Ragnar Hermannsson. Samvinnufcrðir/Landsýn tapaði fyrstu lotu 19—42, vann aðra og ijórðu lotu 65—11 og 60—35 en þriðja lota varð jafntefli 22—22. Auk þess sem spilin voru sýnd á sýningartöflu var innanhússmynd- band í gangi og þótti sú framkvæmd takast mjög vel. Keppnisstjóri var Haukur Ingason. Bridsfélag Breiðfirðinga Vegna Reykjavíkurmóts í sveita- Vfsindamennimir mældu blóð- þrýstinginn í slagæðum og bláæðum svo og vökvaþrýsting í vefjum, bæði hjá dýrum í kyrr- stöðu og á hreyfingu. Hjá kyrr- stæðum dýrum kom í ljós að gildi þessara stærða voru mjög svipuð því sem við var að búast, ef geng- ið var einungis út frá virkni þyngdarsviðsins. Þegar dýrin voru á hreyfíngu voru niðurstöðumar mjög breytilegar, en sveiflan var mest í bláæðaþrýstingnum og nam allt að +(+)250 mm Hg. Niðurstöður athugana sýna að það eru fyrst og fremst tveir keppni hefur aðalsveitakeppni félagsins legið niðri. Næsta fimmtu- dag, þann 21., verður síðasta umferð spiluð. Stjóm félagsins óskar öllum spilafélögum gleðilegs árs og þakk- ar liðin ár. Ennfremur sendum við nýárs- kveðju til keppnisstjóra, Isaks Sigurðssonar, og stjómanda þessa þáttar í Morgunblaðinu með þakk- læti fyrir samstarfíð á síðasta ári. Staðan í sveitakeppninni þegar einni umferð er ólokið:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.