Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Starfsleikninám — Bylting í símenntun kennara Þátttakendur og leiðbeinendur á starfsleikninámskeiðunum við útskriftarathöfnina í Kennaraháskólanum. Jónas Pálsson rektor Kennaraháskólans (t.v.) afhendir Keith Hump- hreys gjöf sem þakklætisvott fyrir hans mikla starf við starfsleiknin- ámskeiðin. Upp við ræðupúltið í stofu Kennaraháskóla íslands stendur hópur ungmenna úr Öskjuhlíðarskóla í Reykjavík og syngur íslensk þjóðlög fyrir hóp áheyr- enda. Þessir áheyrendur sem eru kennarar, skóla- stjórar, fræðslustjórar, sérkennslufulltrúar, sálfræðingar og fleiri mætir menn og konur, eiga eitt sameiginlegt: Þeir eru snortnir. Snortnir af getu þeirra einstaklinga sem áður fyrr hefðu verið álitnir óhæfir til hvers kyns náms og athafna — snortnir og glaðir yfir þeim breytingum sem orðið hafa á hög- um þeirra bama sem í daglegu tali eru kölluð fötluð börn, börn sem eru á eftir, böm með sérkennsluþarfir. „Átök eru af hinu góða“ Fyrir tveim áratugum eða svo þótti ekki taka því að kenna þeim nokkum skapaðan hlut, en núna, hinn 9. janúar 1988, tók hópur kennara, nánar tiltekið 92 úr fjórum sérskólum landsins, á móti skírtein- um sem votta það að í tvö ár hafi þeir tekið þátt í starfsþjálfunarnám- skeiðum við Kennaraháskóla Is- lands, sem hafa borið heitið starfsleikninám. En hvað er starfsleikninám og hver er tilgangurinn með því? I stuttu máli: Að breyta hugsunar- hætti kennarans gagnvart bömum með sérkennsluþarfir og gera kenn- arann hæfari til að mæta ólíkum þörfum þeirra og getu. Námið er hagnýt leiðbeining í vinnubrögðum við kennslú, einkum í námskrárgerð fyrir hvem einstakling. Eftir að hætt var að raða saman bömum í bekki eftir námsgetu eins og gert var hér um árið, þá óx vandi kennarans. Allir.voru svo af- skaplega ánægðir með að vera nú lausir við tossabekkina, en það láð- ist alveg að þjálfa og búa sjálfan kennarann undir starf sitt í þinum „blandaða“ bekk. Nú varð hann veskú að sinna á einum degi tutt- ugu og fímm bömum eða svo, sem öll vom misjafnlega á vegi stödd hvað snerti getu og þroska. Sama námsbókin var ætluð þeim öllum og skyldu þau fylgja sama efni á sama hraða. Margir kennarar fóm í framhaldsnám í sérkennslufræð- um og leystu vanda hinna verst stöddu, annaðhvort með sérkennslu innan eða utan bekkjarins, en áfram lá þunginn á herðum bekkjarkenn- arans, — og liggur enn. Hann reynir að koma til móts við þarfir hinna slökustu og einnig hinna dugleg- ustu með því að ljósrita aukaverk- efni í stómm stíl. Og ekki er óalgengt að kennarar sitji langt fram á nótt við að semja námsefni sem þeir þó aldrei hafa fengið þjálf- un í að gera. í raun ætti sérkennslu- fræði að vera hluti af hinu almenna kennaranámi. í sérskólum er vandamálið það sama, því þar em nemendur einnig misjafnlega á veg komnir hvað snertir getu og þroska, þótt á öðm stigi sé. Það má segja að tilgangurinn með starfsleiknináminu hafi verið sá að reyna að brúa þá gjá sem er milli sérkennslu og almennrar kennslu. Magnús Magnússon sér- kennslufulltrúi menntamálaráðu- neytisins komst vel að orði þegar hann sagði: „Þetta er leitin að sann- leikanum, hvorki meira né minna.“ Erfið ferð að baki Afhending skírteina fór fram við hátíðlega athöfn í Kennaraháskól- anum. Mörg ávörp vom flutt, bæði af rektor KHÍ og skólastjómm sér- skólanna, svo og af þátttakendum sjálfum sem vom úr Öskjuhlíðar- skóla, Safamýrarskóla og Þjálfun- arskólum ríkisins í Kópavogi og í Reykjavík. Einnig tóku til máls sér- kennslufulltrúar og síðast en ekki síst stjómendur námskeiðsins, Ey: rún Gísladóttir umsjónarmaður KHÍ og Bretinn Keith Humphreys, aðal- hvatamaður starfsleikninámsins á Islandi. Andrúmsloftið einkenndist af feginleika og þátttakendur voru léttir í máli þegar þeir sögðu frá námskeðinu, sýndu myndir og bmgðu jafnvel plötu á fóninn. Ókunnugum varð það ljóst að hér hafði verið um sérstakt og óvenju- legt nám að ræða. Þá duldist engum að það hafði verið erfitt. Einar Hólm Ólafsson skólastjóri Öskjuhlíðarskóla lýsti þessu námi skemmtilega frá sjónarmiði áhorf- andans og líkti því við ferð sem lagt var upp í eftir enskum upp- drætti og með íslenskum fararstjór- um. Leiðin var bæði ókunn og giýtt þannig að menn fengu hælsæri og önnur meiðsli og hefðu sennilega gefíst upp, ef ekki hefðu komið til plástrar og hvatning frá ferðafélög- um. „Þetta er aðeins byrjunin“ Jónas Pálsson rektor Kennarahá- skólans rakti stuttlega sögu sér- kennslunnar fyrr og nú í ræðu sinni, og sagði að allt frá árinu 1968 hefði KHÍ starfrækt eins árs nám fyrir verðandi sérkennara, þó óreglulega með nokkurra ára milli- bili, og var þetta nám mjög sniðið eftir námsskipan Statens Special- lærerskole í Öslo, sem talinn er í fremstu röð á þessu sviði. Sumarið 1985 réðst svo að skólanum Keith Humphreys, sérfræðingur við Poly- technic-háskólann í Newcastle upon Tyne á Englandi. Undir hans leið- sögn var síðan gerð áætlun um reglulegt framhaldsnám í sér- kennslufræðum sem skyldi Ijúka með BA-gráðu. Því námi miðaði nú áfram með eðlilegum hætti. Keith Humphreys starfaði sem gistilektor við skólann í tvö ár, og er nú staddur hér í tveggja vikna heimsókn. En Grétar Marinósson, sem veitt var dósentsstaða við KHI sl. sumar, hefur nú umsjón með framhaldsnáminu í sérkennslufræð- um. Sú viðbótarstarfsþjálfun sem kennarar úr hinum fjórum sérskól- um luku nú, er fjögurra missera nám samhliða starfi sem staðið hefur samfellt síðan í janúar ’86 og tengist það hinu reglulega fram- haldsnámi í sérkennslufræðum. Þess má geta, að nú stunda 200 kennarar í almennum grunnskólum í Reykjavík og í Reykjanesumdæmi starfsleikninám sem hófst 1987. Jónas sagði þessa brautskrán- ingu kennara í starfsleikninámi marka stóran áfanga fyrir KHÍ, sem undanfarin misseri hefur leit- ast við að móta stefnu varðandi kennaramenntun almennt þannig að KHÍ verði meginstofnun á því sviði. En starfsemi KHÍ skiptist í þijá meginþætti: Grunnmenntun kennara, þ.e. B.Ed. námið, símennt- un fyrir starfandi kennara og framhaldsnám fyrir kennara í nokkrum megingreinum uppeldis- fræði og kennslufræði. Tveir síðasttöldu þættirnir eru enn á byij- unarstigi, einkum framhaldsnámið en því fylgir óhjákvæmilega aukin áhersla á rannsóknir, en við erum langt á eftir nágrannaþjóðum okkar að þessu leyti, þótt gott byijunar- starf sé hafið af starfsmönnum Kennaraháskólans. Að lokum vék Jónas nokkrum orðum að sjálfu námskeiðinu, sagð- ist hafa átt þess kost að vera þátttakandi í svipuðum fyrirtækjum um dagana, en hann hafi þó aldrei vitað til þess að svo stór hópur legði jafnmikla vinnu af mörkum sem aðeins að takmörkuðum hluta hefði verið umbunað fyrir með venjuleg- um launagreiðslum. Hann færði öllum sem hlut áttu að máli innileg- ar þakkir frá Kennaraháskólanum. I stuttu viðtali eftir athöfnina sagði Jónas að Kennaraháskólinn hefði aðeins verið að gera skyldu sína með því að veita formlegt sér- kennslunám. „Því Kennaraháskól- inn leitást við að starfa sem miðstöð kennaramenntunar í landinu og vill veita stuðning þeim þáttum þjóðlífs sem unnir eru í grunnskólum lands- ins, en þessi starfsemi er ekki síður hluti af atvinnulífinu en annað sem venjulega gengur undir því nafni.“ — Starfsleikninámið var þá mik- ilvægt fyrir Kennaraháskólann? „Tvímælalaust, og einnig stefnu- markandi þegar haft er í huga samstarfið milli KHÍ og sérskól- anna. Þarna náðum við lengst í því að sameina kenningu og fram- kvæmd. í þessu er því fólgið þróunarstarf fyrir Kennaraháskól- ann sjálfan. Þetta er aðeins byijun- in, en hún lofar góðu.“ Efhilegir nemendur — árangursrík kennsla Það tók dágóða stund að ná tali af Keith Humphreys því allir vildu margheilsa honum og kveðja, en loks tókst þó að króa hann af út við glugga. Hann sagði að samstarfið við íslenska kennara hefði gengið mjög vel. „Þeir unnu mikið og vel og þetta var í rauninni mjög erfítt fyr- ir þá þar sem námið fór allt fram á ensku og við áttum oft í erfíðleik- um með merkingu hinna ýmsu hugtaka. Einnig er saga okkar og menning ólík og kom fram í ýmsum myndum, eins og til dæmis þegar þýða þurfti námsefni. íslendingar gera mjög miklar kröfur til góðrar þýðingar og eyða kannski of mikl- um tíma í þann þátt. Þessar bækur sem við þýddum skyldu notast sem umræðugrundvöllur, áttu aldrei að verða fagurbókmenntir. Því væri það ákjósanlegt ef kennarar héðan kæmu til Englands og sæju þar starfsbræður sína vinna í umhverfí þar sem menningin „truflar“ ekki.“ Það sem felst í kenningum Humphreys er breyttur hugsunar- háttur gagnvart fötluðum bömum. „I stað þess að líta á þau sem mis- heppnuð, þá reynum við að sjá hvernig við getum kennt þeim með það sem þau hafa. Fötlun á ekki að hindra nokkum mann í að nema og læra. Þegar barni misheppnast í námi, þá er það vegna þess að verkefnið sem lagt var fyrir það var of erfitt. Sérkennsla hefur alltof lengi verið tengd kennslu sem ekki er ætlað að bera árangur, en þetta er að breytast. Frá sálfræðilegu og læknisfræðilegu sjónarmiði er barn- ið kannski andlega eða líkamlega fatlað, en frá okkar sjónarmiði er það efnilegur nemandi sem skilar árangri. Ennþá eru það þó eingöngu læknar og sálfræðingar sem sam- kvæmt lögum ákveða hvort barn fari í sérskóla eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.