Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Tékkneski sagnfí^æðingurinn Pavel Seifter: „Erum að verða að þjóð án sögu“ VIÐTAL: KJELL OLAF JENSEN Dr. Pavel Seifter er glugga- þvottamaður í Prag. Hann er svo sem ekki-einasti menntamaðurinn, sem látinn er vinna fyrir sér á þenn- an hátt, því að örlög hans eru langt frá því að vera nokkurt einsdæmi. Pavel Seifter, viltu segja frá fyrri starfsferli þínum? Ég var háskólalektor í sögu fram til ársins 1969. Ég var samt ekki rekinn úr stöðu minni við háskólann fyrr en eftir tvö ár. í tvö ár var mér ekki leyft að aðhafast neitt annað en að sækja launin mín sem háskólakennari. Þetta varð líka hlutskipti Ijölmargra starfsbræðra minna. Það var harla undarleg til- finning að fara alltaf og sækja laun fyrir að gera ekki neitt — mér var með öllu bannað að kenna. Hvert var starfssvið þitt? Ég var við störf í sérstakri deild fyrir þjóðfélagssögu, og mitt sér- svið þar var saga verkalýðshreyf- ingarinnar. Þau örlög, sem þessi stofnun hlaut, eru einkar dæmi- gerð. Það voru allmargar ranrisókn- arstofnanir í marxisma-lenínsma innan Pragarháskóla, og tvær af þessum stofnunum innan heim- spekideiidar sérhæfðu sig í sögu kommúnistaflokksinns — önnur stofnunin vann að rannsóknum á sögu tékkneska kommúnistaflokks- ins en hin að rannsóknum á sögu hins sovézka. Það var annars að mestu leyti áróðursstarfsemi, sem þessar stofnanir fengust við. Það sem var með allt öðru móti, miðað við starfsemi þessara rannsókna- stofnana nú á dögum, var að fólkið, sem starfaði þar á þeim árum, var upp til hópa kommúnistar sem trúðu því að minnsta kosti, að þeir væru að starfa við rannsóknir í sagnfræði. Sumir þeirra voru ósköp einfaldir í sinni trú, aðrir höfðu heldur lélega menntun og voru yfir- leitt ekki nægilega vel úr garði gerðir til þess að skilja — þetta var á 6. áratugnum og þessir menn voru að minnsta kosti engir óheil- indamenn til orðs og æðis. Á árunum um og eftir 1960 tók svo þessi starfsemi að þróast upp í vísindalega stofnun með starfsliði, sem vann að rannsóknum á sögu verkalýðshreyfingarinnar, bæði á innlendum og alþjóðlegum vett- vangi. Þegar þessir starfsmenn tóku á hinn bóginn að leitast við að fella sögu verkalýðshreyfíngar- innar inn í rannsóknir í almennri sagnfræði, voru þeir stöðvaðir. Þá dundi sem sagt yfir okkur innrásin 1968. Rannsóknarstofnunin var leyst upp og allt fastráðið starfsfólk var rekið á stundinni — að undan- teknum örfáum, sem fengu að halda áfram störfum við aðrar rannsókna- stofnanir háskólans. Nú er svo komið, að tékkneska ríkið hefur ekki lengur neina þörf fyrir sagn- fræðinga, sem fást við raunhæfar rannsóknir á sögu Kommúnista- flokksins — það er langtum hættuminna að taka til dæmis sögu Karls IV. til ítarlegrar rannsóknar. Einasta starfsemin sem fram fer í sambandi við Kommúnistaflokkinn nú á dögum, er hreinræktuð áróð- ursstarfsemi — með örfáum undantekningum. Þannig hafa ein- ungis verið gefnar út tvær til þrjár bækur, sem Ijalla um stofnun tékkneska kommúnistaflokksins á árunum 1920—1921, það er að segja engin sagnfræðileg útgáfu- starfsemi, sem máli skiptir. En saga verkalýðshreyfingarinn- ar hlýtur þó að ná miklu lengra aftur í tímann en til áranna 1920-1921 í Tékkóslóvakíu líka? Vitanlega. Flokkur sósíaldemó- krata var myndaður í kringum 1860, og saga tékkneskrar verka- lýðshreyfingar nær allt aftur til áranna um og eftir 1830 og 1840, það er að segja aftur til iðnbylting- arinnar. Það er margslungin saga og viðburðarík og einkennist mjög af margvíslegum alþjóðlegum tengslum, sérstaklega við Aust- urríki og þýzku ríkin. Sú saga á sér vitanlegá líka sína gyðinglegu þætti, og tékkneska verkalýðs- hreyfingin hefur líka átt við sín sérstöku vandamál að stríða — sams konar vandamál og þau, sem síðar áttu eftir að leiða til klofnings verkalýðshreyfingarinnar um gjör- valla Mið-Evrópu. Lenín hélt eina af sínum pólitísku ráðstefnum hér í Prag og naut við það aðstoðar tékkneskra sósíaldemókrata. Þetta er allt saman mjög athyglisvert, en því er alls ekki haldið á loft nú á dögum: Það þjónar ekki hagsmun- um ríkisins. Þeir starfsmenn við áðumefnda rannsóknarstofnun háskólans í sagnfræði, sem reknir voru úr starfi umsvifalaust, voru einmitt að fást við rannsóknir á þessum sagnfræði- legu þáttum — þ.e.a.s. frá tímabil- inu frá lokum heimsstytjaldarinnar fyrri fram til áranna rétt eftir heimsstyrjöldina síðari. Veigamikil bók um þetta sagnfræðilega rann- sóknastarf sem gefin var út er „Acta Persecutionis" eftir Wilém Precans. Annar höfundur sem fjall- að hefur um þá erfíðleika er tengjast ritum tékkneskrar sagn- fræði, er H. Gordon Skilling, og þá alveg sérstaklega í tveimur vísinda- legum ritgerðum. „Independant Historiography in Czechoslovakia“ og svo í „History; Historians and Polities in Communist Czechoslo- vakia". Þessi verk fjalla ýtarlega um tímabilið fram að 1980. í Cana- dian Journal of Slavonic Studies“ er annars að finna nákvæma sagn- fræðilega annála fram til áranna 1985—’86. Það táknar, að sjálf ritun sagn- fræðinnar verður að áhugaverðu og umdeildu viðfangsefm? Saga sagnfræðiritunar hefur alla tíð verið fræðigrein í háskólanum héma. Það sem er nýstárlegt er á hinn bóginn það, að sagnfræði skuli núna vera notuð sem pólitískt hjálp- artæki. Eftir valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu árið 1948 ruddu sér til rúms ný viðhorf varðandi það til hvers nota mætti sagnfræði. Á ár- unum eftir 1960 leituðu einstakir sagnfræðingar „nýrra miða" — þeir fengust við að fínna sagnfræðileg mistök í ritum sagnfræðinga fyrri tíma. í því sambandi ber að geta hins veigamikla framlags sagn- fræðingsins Josefs Pekars, en hann var einmitt einn af þeim, sem fékk uppreisn æru á þessum árum. Eftir innrás sovézka hersins í Tékkóslóvakíu og í upphafí 8. ára- tugarins urðu svo enn nýjar umbreytingar í viðhorfunum til sagnfræði. Þær áttu að mestu ræt- ur sínar að rekja til Vaclavs Králs og snerust enn einu sinni um sögu sagnfræðiritunar. Král skrifaði tvær eða þijár bækur um sagn- fræðiritun á 7. áratugnum og var aðferð hans mjög svo einföld: I umíjöllun Králs voru tékkneskir og slóvenskir sagnfræðingar teknir fyrir — hver og einn — og málaðir svartir flestir hveijir en aðrir hvítir. í heild má segja, að þarna hafí verið um hreina og beina rógsher- ferð að ræða. Þessi aðferð Králs samtvinnaðist því andrúmslofti sem í kringum 1975 ríkti við þá sagn- fræðistofnun háskólans, sem ég starfaði við. Það mætti helzt kalla ástandið „sagnritun eftir heilablóð- fall“ — menn störðu bara sljóir út í loftið og fengu ekkert aðhafzt. Bæði innan háskólans og utan skorti okkur sagnfræðinga velflest- ar forsendur og starfsskilyrði til að vinna að sagnfræðirannsóknum, og engum var lengur fært að stunda raunhæfa sagnfræðiritun. Þeim sagnfræðingum, sem reknir voru úr starfí, var þá auðvitað líka meinaður aðgangur að skjalasöfn- unum eða að bókum á bókasöfnum. Það eru raunar erfíðleikar, sem við eigum við að stríða enn þann dag í dag. Burtreknir sagnfræðingar háskólans hafa síðan orðið að sjá sér farborða með líkamlegri vinnu, og þar með hafa þeir hvorki haft tíma né umframorku aflögu til neins annars. Þar við bættist svo, að þeir voru ofsóttir ljóst og leynt og séð til þess, að þeir fengju aldrei að vinna að neinu verkefni í friði. Þeir sagnfræðingar, sem eftir voru og fengu að halda stöðum sínum, voru samt líka sífellt hrædd- ir við að verða reknir fyrirvaralaust. Þeim hafði með herkjum tekizt að halda starfí sínu við háskólann og voru algjörlega orðnir að gjalti sið- ferðilega — eða að minnsta kosti margir þeirra. Þeir voru yfírleitt hnípnir og miður sín, enda varð afleiðingin sú, að þeir beittu sjálfa sig ýtrustu ritskoðun. Þar með var þá heldur ekki nein þörf fyrir hina opinberu ritskoðun stjórnvalda! Margir þessara sagnfræðinga breyttu um stefnu og tóku fyrir viðfangsefni, sem ekki voru pólitískt eldfím. Þeir sem svo voru ráðnir í stöður sagnfræðinga við háskólana, voru yfirleitt menn sem ekkert hafði borið á og ekkert höfðu afrekað fyrir þessar pólitísku hreinsunarað- gerðir. Þær bækur um sagnfræði, sem gefnar hafa verið út á þessu tímabili, eru ekkert nema innihalds- laus pappír yfirleitt. Ef ástand mála hefði verið með nokkru eðli- legra móti, myndu þessir svokölluðu „sagnfræðingar" aldrei hafa haft minnsta möguleika á að standast nokkra samkeppni í vísindalegum sagnfræðirannsóknum. Við þessar kringumstæður, í þessu andrúmslofti ótta og öryggis- leysis, var svo tekið að endurskipu- leggja sagnfræðistofnanimar. í mörgum tilvikum voru skipaðir ný- ir, þýlyndir forstöðumenn til að annast yfírstjórn sagnfræðirann- sókna viðkomandi stofnunar, en það eru helzt menn sem ekki höfðu af- rekað eitt né neitt á sviði vísinda- legra sagnfræðirannsókna og höfðu heldur aldrei verið hátt skrifaðir sem sagnfræðikennarar. Þannig hefur sem sagt ástand mála verið á undanförnum árum. Þeir sem voru fúsir til að láta ekki undan fyrr en í fulla hnefana í þessu valdatafli, eru núna horfnir á braut Iíka. Það eru engir aðrir eftir nema hreinræktaðir undirmálsmenn, sem hægt væri að skipa í hvaða lítilmót- lega skrifstofustöðu sem væri, menn sem eru með öllu lausir við sérhvem metnað, menn sem eru harðánægðir með að vera prófess- orar, af því að þeir hefðu aldrei getað látið sig svo mikið sem dreyma um neitt slíkt við eðlilegar kringomstæður. Þetta eru auð- sveipir menn, sem gæta þess vandlega að enginn láti neitt á sér bera í faginu, og það birtist heldur alls ekki neitt eftir þá. En þeir em aftur á móti óðir og uppvægir að fá að taka þátt í alþjóðlegum ráð- stefnum um sagnfræði. Þjóðfélag án sögn Núna eru bráðum liðin tuttugu ár frá innrás Sovétmanna í Tékkó- slóvakíu, og ný kynslóð Tékka og Slóvena er vaxin úr grasi — og það er raunar sérstakur kapítuli, sem ég er ekki viss um, að hinir eldri og rosknari þekki nægilega vel. Það hefur myndast greinilegt kynslóða- bil í Tékkóslóvakíu nú á dögum, umskipti sem vel má kalla vel- heppnaða aðlögun. Það em ekki lengur nein tengsl við eldri kynslóð- ina fyrir hendi, og þetta er einmitt í fullu samræmi við eitt póliítskt markmið núverandi stjórnvalda, en það er einfaldlega að losa sig við söguna. Sagan á að vera meinlaus afþreying og áróður, alveg eins og hún var fyrir mörghundmð ámm, þegar konungarnir buðu til sín mönnum til þess að semja sögu konungsættarinnar. Það sem glat- ast hefur með þessu er sjálf þjóðar- sagan sem slík — eða það er að minnsta kosti stefnan hjá ráðandi öflum hérlendis. Það kemur því naumast á óvart, að Charta 77 samdi skjalið um „Réttinn á sögu“, þar sem rétturinn á sögu þjóðarinn- ar er kynntur sem mannréttindi. Án sögu glatar þjóðfélagið tilfinn- ingunni fyrir samfelldri þróun sinni. Nú er svo komið, að það er einung- is eldra fólkið sem þekkir þjóðar- sögu okkar. Ég man eftir ungu vel gefnu og kappsömu fólki, sem var við nám í sagnfræði — það var liðlega tvítugt árið 1968. Núna þekkir enginn neitt nánar til þessa fólks; sumir hveijir hafa ef til vill komist í stöður sem sagnfræðingar, en það er ekki fitjað upp á neinu nýju. Ótull, ungur sagnfræðingur, Vojciech að nafni, missti lífið í umferðarslysi. Hann var einkar baráttuglaður fyrir hugmyndafræði sína, uppfullur af dálítið unggæðis- legri andúð á öllu sovézku og ákaflega róttækur í skoðunum. Fólk af þessu tagi, sem lifað hefur af síðustu áratugi, er oft á tíðum orð- ið beizkt og kaldhæðið í allri afstöðu sinni, hefur eingöngu huga á að vinna sér inn peninga og lætur yfir- leitt hagsýnissjónarmið ráða gerðum sínum. Þetta er sú kynslóð, sem við hin höfum misst öll tengsl við. Það kann að vera, að þessi mynd eigi eftir að breytast einn góðan veðurdag, þegar þetta fólk fær aftur að búa við eðlilegar að- stæður í þjóðfélaginu. Eg veit hreinlega ekkert um, hvernig mál- um er háttað meðal hinna allra yngstu sagnfræðinga. Þeir hafa verið skólaðir hjá nýjum kennurum eða þá hjá eldri kennurum, sem teljast verða siðferðilega bugaðir sem fræðimenn. Það sem þó mestu máli skiptir í þessu sambandi er, að þessir kornungu, upprennandi sagnfræðingar hafa aldrei haft neinn virtan og áhrifamikinn fræði- mann, sem vísað gæti þeim veginn, enga fyrirmynd í fræðastarfi sínu — en einmitt það er mjög mikil- vægt, bæði starfsins vegna og eins mannlega séð, þegar þeir eru milli tvítugs og þrítugs. Þegar ég var við nám í háskóla, höfðum við slíkar fyrirmyndir — það gátu að vísu verið kommúnistar, en þeir höfðu þó þann kjark og þá einurð til að bera að rísa upp og beijast fyrir sínum hugmyndum, þegar svo bar við. Þeir samsinntu ekki öllu, sem boðað var af hálfu stjórnvalda, og vissu raunar oftast, hvað þeir voru að tala um, og það skipti miklu Rússar ráðast inn í Tékkóslóvakíu. — Götumynd frá Prag tekin að morgni innrásardagsins 21. ágúst 1968. Morgunbiaðið/Magnús Sigurðsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.