Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Efnahags vandinn eftir Jóhann Rúnar Björgvinsson Markmið þessarar greinar er að draga upp mynd af þeim efnahags- vanda sem við okkur blasir. I. Hvað skeði? I grein minni er birtist í Morgun- blaðinu þann 1. desember síðastlið- inn eru leiddar líkur að því að skortur á peningastjórnun sé meg- inorsök þeirrar þenslu sem hér hefur rikt. Þar kemur fram að breyting á kaupmætti þjóðarbúsins ræðst m.a. af eftirtöldum fjórum þáttum sé peningastjómun engin: (1) Verðmætisaukningu í útflutn- ingi, (2) hreinni erlendri lántöku og vaxtagreiðslum, (3) yfirdrætti eða lántöku við Seðlabanka, og (4) breytingu á mismun inn- og útlána bankakerflsins. Peningastjórnun felst í því meðal annars að tak- marka eða einangra áhrif ofan- greindra þátta í því augnamiði að koma í veg fyrir að þeir þenji hag- kerfíð og rýri verðgildi krónunnar. En aukning á þessum þáttum veld- ur auknu peningamagni í umferð eða auknum kaupmætti þjóðarbús- ins, og ef framleiðslugeta þjóðar- búsins er nýtt til fulls kemur slík aukning aðeins fram í hærra verð- lagi og meiri innflutningi. Menn geta síðan velt því fyrir sér hvers vegna peningastjómun brást. Líklegasta skýringin er skortur á peningalegum stjómtækj- um; stjómtækjum eins og verðjöfn- unarsjóði og íjölbreyttari fjármagnsmarkaði. Reynslan und- anfama áratugi hefði átt að kenna okkur að mikil þörf er fyrir slík tæki við vissar aðstæður. Þá er líklegt að þær breytingar á tilhögun við stjóm peningamála er tóku gildi í byijun árs 1987 hafi gert virka peningastjómun torveldari. Og að lokum bendir margt til þess að Seðlabanki hafi ekki heildaryfírsýn yfír það peningamagn sem til verð- ur í þjóðarbúinu né fullt vald til að hafa áhrif á alla þá þætti sem þar skipta máli. Afleiðingamar af stjómleysi í peningamálum em þær að inn í hagkerfíð hefur streymt óhindrað mikið erlent íjármagn vegna verð- mætisaukningar í útflutningi og vegna erlendra lántaka. Þá hefur útlánaaukning bankakerfisins verið vemleg umfram innlánaaukningu þess. Afleiðingin er mikil aukning á innlendri eftirspum, sem hefur ýtt vemlega undir launaskrið, fram- kvæmdagleði atvinnurekstrar og að lokum stóraukið innflutning, svo mikið að nú stefnir í 5 milljarða króna viðskiptahalla á árinu 1987 þrátt fyrir mikla verðmætisaukn- ingu í útflutningi. II. Staðan Staðan í þjóðarhúinu um þessar mundir er því eftirfarandi: (1) Kaupmáttur heildarlauna þjóðar- búsins hefur náð hámarki, þ.e.a.s. hann er nú líklega í samræmi við það sem hagkerfið getur boðið á toppi hagsveiflunnar og líklega að- eins gott betur. (2) Þá er tekjudreif- ingin ójafnari en oft áður, því launaskriðið hefur ekki komið öllum jafnt til góða og er líklegt að minna hafí komið í hlut lágtekjuhópa en hátekjuhópanna. (3) Framleiðslu- geirinn hefur sennilega meiri skuldbindingar á herðum sínum nú við lok árs en oft áður. Hin mikla uppsveifla undanfarin ár hefur skapað miklar væntingar hjá fram- leiðendum með þeim afleiðingum að framkvæmdagleði þeirra hefur verið mikil. (4) Og að lokum er því ekki að leyna að mikið ójafnvægi er í viðskiptum okkar við útlönd eins og fram hefur komið. III. Hvert stefiair? í áðumefndri grein eru einnig leiddar líkur að því að kaupmáttur þjóðarbúsins verði verulega minni á þessu ári en því síðasta. Kemur þar aðallega jirennt til. í fyrsta lagi minni afli. I öðru lagi verri við- skiptakjör. Og í þriðja lagi aðhalds- samari stjómvaldsðgerðir, sem felast m.a. í hallalausum fjárlögum og minni erlendum lántökum þjóð- arbúsins samkvæmt lánsfjárlögum. Minni kaupmáttur þjóðarbúsins þýðir einfaldlega minni eftirspurn eftir vöm og þjónustu, eða með öðrum orðum minni tekjur til handa framleiðslugeiranum. Launakostn- aður hans nú er líklega á því róli sem hann getur greitt á toppi hag- sveiflunnar. Sama gildir að mörgu leyti einnig um fjárfestinga- og Jóhánn Rúnar Björgvinsson „Hreinskilni og raun- sæi ættu að verða einkunnarorð þeirra efinahag'sráðstafana sem gripið verður til. Leggja ætti spilin á borðið og viðurkenna að peningastjórnun hafí farið úrskeiðis og að ekki hafi verið sköp- uð þau skilyrði fyrir peningastjórnun sem æskileg séu. Afleiðing- arnar hafia verið of mikið launaskrið, mikil framkvæmdagleði og viðskiptahalli.“ vaxtakostnað hans. Minni tekjur til handa framleiðendum við óbreyttan kostnað gerir róður þeirra erfíðan. Spumingin er því hvemig verður bmgðist við þeim vanda. Fyrstu viðbrögð framleiðénda við tekjutapi gætu einfaldlega orðið hækkun á verði framleiðslu þeirra. Síðar gæti verið gripið til aðgerða er miðuðu að því að draga úr kostn- aði við framleiðsluna. Hækkun á vömverði hefði í för með sér rýrnun á kaupmætti launa, sem aftur kall- aði á viðbrögð af hálfu launþega til að tryggja fyrri kaupmátt. Flest Eigendur og útgefendur skuldabréfa Vegna mikillar eftirspurnar óskum viö eftir góöum skuldabréfum í umboössölu. Helstu skuldabréf í sölu hjá Verðbréfaviðskiptum Samvinnubankans Eldri spariskírteini 8,5-9,2% ávöxtun umfram verðbólgu Veðdeild Samvinnubankans 9,7% ávöxtun umfram verðbólgu Lind hf. 11,0% ávöxtun umfram verðbólgu , Lýsinghf. 10,8% ávöxtun umfram verðbólgu Glitnir hf. 11,1% ávöxtun umfram verðbólgu Samvinnusjóður Islands hf. 10,5% ávöxtun umfram verðbólgu Önnur örugg skuldabréf 9,5-12,0% ávöxtun umfram verðbólgu Fasteignatryggð skuldabréf 12—15,0% ávöxtun umfram verðbólgu Allar nánari upplýsingar í Bankastræti 7, 3. hæð. Síminn er 20700. uERflBRÉFflUWSKiPTi fjármál eru V/ samvinnubankans okkar fag bendir því til að verðbólgan verði meginvandamál okkar í niðursveifl- unni; flestir vilja halda sínum hlut eins og hann var á toppi hagsveifl- unnar. Vandamálið er því fyrst og fremst verðbólgan og hennar fylgi- kvillar en ekki velmegunin því árið 1988 verður líklega gott meðalár. IV. Hvað er til ráða? Hreinskilni og raunsæi ættu að verða einkunnarorð þeirra efna- hagsráðstafana sem gripið verður til. Leggja ætti spilin á borðið og viðurkenna að peningastjómun hafi farið úrskeiðis og að ekki hafi verið sköpuð þau skilyrði fyrir peninga- stjómun sem æskileg séu. Afleið- ingamar hafa verið of mikið launaskrið, mikil framkvæmdagleði og viðskiptahalli. Vandamálin sem blasa við eru: 1. Of hár launakostnaður miðað við hvað þjóðarbúið getur borið í niðursveiflunni. 2. Meira launamisrétti en áður. 3. Offjárfesting víða vegna rangra væntinga. 4. Ójafnvægi í viðskiptum við út- lönd vegna m.a. hærra raun- gengis (innlendar kostnaðar- hækkanir og fast gengi). Mikilvægt er að viðurkenna þess- ar staðreyndir og reyna að leysa vandann þannig að flestir geti við unað og að verðbólgunni verði hald- ið í skefjum. Það er ljóst að kaupmáttur heildarlauna verður að minnka. Sömuleiðis er ljóst að kaup- máttur lægstu launa verður að aukast. Þá er ljóst að bjartsýnis- menn í fjárfestingu verða að axla sína ábyrgð með tilheyrandi afleið- ingum. Að lokum er líklegt að minni kaupmáttur þjóðarbúsins komi til með að leiðrétta að einhverju leyti það ójafnvægi sem ríkir í viðskipt- um við útlönd, en þó er sennilegt að þörf sé á einhverri leiðréttingu. Þegar til lengri tíma er litið er augljóst að þegar í stað þarf að fara fram fræðileg athugun á eðli peninga- og vaxtamála hér á landi í því skyni að taka upp nútímalegri vinnubrögð og koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig sífellt með mik- illi verðbólgu og tilheyrandi óhag- kvæmni og óréttlæti. V. Lokaorð Mikilvægt er á þessari stundu að hafa réttan skilning á eðli efna- hagsvandans og sömuleiðis að vera raunsær þegar teknar eru ákvarð- anir varðandi hann. Miklar fórnir hafa verið færðar til að koma verð- bólgunni niður og er ekki einfalt að líta framhjá þeim, né þeirri við- leitni til réttlátara samfélags sem í þeim fólust. Flest þekkjum við þá skaðsemi sem verðbólgan veldur með óhagkvæmri fjárfestingu og uppétnum spamaði. Stjómvöld bera ekki ein ábyrgð á hvemig þjóðarbúinu reiðir af. Aðilar vinnumarkaðarins bera einn- ig sína ábyrgð og sömuleiðis ein- stakir atvinnurekendur vegna verð-, framleiðslu- og fjárfesting- arákvarðana þeirra. Allmargir hafa notið þeirrar skammtíma kaup- máttaraukningar sem myndast hefur vegna mistaka í stjóm pen- ingamála og ættu því að geta látið af hendi hluta hennar með langtíma hagsmuni í huga. Þetta em þeir sem notið hafa hvað mest launaskriðs og sömuleiðis allmörg fyrirtæki í landinu. Varðandi leiðréttingu á launum þeirra lægst launuðu vil ég benda á grein mína er birtist í Morgunblaðinu 3. júní á síðastliðnu ári, þar sem spurt er hvort lægstu launin séu of lág eða þau hæstu of há, og sömuleiðis á þá möguleika sem staðgreiðslukerfí skatta veitir í þessi samhengi. Líklegt er að sú lausn sem þar er mælt með, þótt erfið sé, veiti aukið svigrúm og varanlegri lausn á efnahagsvanda okkar. Það er ekkert sem segir að það þurfi að vera einfalt að vinna að betra og réttlátara þjóðfélagi. Miklu frekar em líkur á að menn þurfí að leggja sig fram til að ná slíkum markmiðum. Og spurningin er um siðferðisvitund þeirra kyn- slóða sem nú em að vaxa úr grasi og taka við, hvort þær hryllir ekki við því óréttlæti sem verðbólgan veldur, og séu því tilbúnar til að leggja mikið á sig til að fínna varan- lega lausn á þeim vágesti sem ýtir undir spillingu og veikir lýðræðið. Sömuleiðis er spurning hvort ekki sé kominn tími til að skrifa efna- hagssögu síðustu áratuga í því skyni að gera upp við þá tíma er verðbólgan tröllreið samfélagi okk- ar, með miklum skaða og óréttlæti, framtíðinni til vamaðar. Höfundur er hagfræðingur /yá Þjóðhagsstofhun. Bæjarstjórn Akraness: Fagnað umræðu um vegatengingu yfir utanverðan HvaJflörð Á FUNDI bæjarstjómar Akra- ness sem haldinn var þann 12. janúar síðastliðinn var m.a. gerð eftirfarandi samþykkt: „Að undanfömu hefur verið fjali- að um vegatengingu yfir utanverð- an Hvalfjörð, annað hvort með byggingu brúar eða gerðar jarð- gangna. Fyrir Alþingi liggur þingsálykt- unartillaga þingmanna Vestur- landskjördæmis og Ólafur Bjamason, verkfræðingur, hefur tekið saman greinargerð um brúar- gerð um Hvalfjörð. Brú yfír Hval- ljörð eða jarðgöng undir er fyrir alla byggð á Vesturlandi, Vestfjörð- um og Norðurlandi veruleg sam- göngubót svo og alla þá sem ferðast að og frá höfuðborgarsvæðinu um Vesturlandsveg. Lausleg könnun bendir til þess að gerð brúar yfir Hvalfjörð eða jarðgangna undir Hvalfjörð sé þjóðhagslega hag- kvæm auk þess sem slík tenging mun skjóta stoðum undir atvinnulíf á Vesturlandi og verða lyftistöng nýjum atvinnutækifærum. Bæjarstóm Akraness fagnar þeirri umfjöllun sem orðið hefur um þett.a brýna hagsmunamál og beinir þeirri áskorun til fjárveitingavalds- ins að tryggja Vegagerð ríkisins fjármagn til þess að kosta nauðsyn- legar rannsóknir. Einnig er þeirri áskomn beint til samgönguráðherra að hann skipi nefnd sem geri áætl- un um kostnað við þær fram- kvæmdir sem til greina koma, kanni arðsemi mannvirkisins og mögu- leika á fjármögnun þess.“ íslenska óperan Nabucco STYRKTARFÉLAG íslensku óperunnar gengst fyrir mynd- bandssýningu á óperunni Nabucco eftir Verdi kl. 20.00 í kvöld í Gamla bíói. Óperan var tekin upp á mynd- band 1981 í Verona á Ítalíu. Stjómandi er Maurtizio Arena og með helstu sönghlutverk fara búlg- arska söngkonan Ghena Dimitrova, Dimiter Petkov og Ottavio Gara- venta. Nabucco er fyrsta sýning styrkt- arfélagsins nú á vormisserinu, en síðan verða sýnd á þriggja vikna fresti eftirtalin verk: Rigoletto, Tur- andot, Emani, Madame Butterfly og Andrea Chenier. Myndbandssýn- ingin verður eins og áður á hliðar- svölum í Gamla bíoi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.