Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Nicaragua: Ekki eru líkur á skjótum Mð- arviðræðum San Jose, Washington. Reuter. HELDUR hefur dregið úr vonum manna um skjótar friðarviðræð- ur milli sandinistastjórnarinnar í Nicaragua og skæruliða og segjast þeir síðarnefndu óttast, að tilboð Daniels Ortega, forseta Nicaragua, um beinar viðræður sé aðeins bragð af hans hálfu. Oscar Arias, forseti Gosta Rica, sagði á sunnudag, að sandinistar gætu sjálfir komið í veg fyrir stuðning Bandaríkjastjórnar við skæruliða með því að fara að fiillu eftir ákvæðum friðaráætl- unar Mið-Ameríkuríkjanna. Á fundi forseta Mið-Amerí- kuríkja í San Jose í Costa Riea á laugardag féllst Ortega á að eiga beinar viðræður við skæruliða en hingað til hefur hann ávallt sett það skilyrði, að fulltrúar Bandaríkja- stjómar taki einnig þátt í þeim. Ákvað Ortega að auki að aflétta neyðarástandinu, sem lögum sam- kvæmt hefur gilt í landinu í sex ár. Adolfo Calero, einn af sex leið- togum skæruliða, sagði í gær, að þeir ætluðu að hittast á Miami þá um daginn til að samræma afstöðu sína en ekki kvaðst hann trúaður á, að viðræður við sandinista gætu hafíst alveg á næstunni. Alfonso Robelo, einn skæruliðaleiðtoganna, sagðist óttast, að viðræðumar yrðu bara sjónarspil af hálfu sandinista og til þess eins að hafa áhrif á Bandaríkjaþing. Skæruliðar munu í viðræðunum krefjast pólitískra umbóta í Nicaragua en slíkum kröf- um hafa sandinistar alltaf hafnað. Vilja þeir ekki ræða um neitt annað en aðferðir til að binda enda á stríðið í landinu. Arias, forseti Costa Riea og einn helsti höfundur friðaráætlunar Mið-Ameríkuríkjanna, sagði á sunnudág, að áframhaldandi stuðn- ingur Bandaríkjaþings við skæru- liða í Nicaragua væri kominn undir Daniel Ortega sjálfum. Ef hann færi að fullu eftir ákvæðum friðará- ætlunarinnar myndi Bandaríkja- þing að öllum líkindum hætta stuðningi við skæmliða, en „ef við komumst hins vegar að því á næst- unni, að hann ætlar sér ekki að standa við boðaðar breytingar, munu skæruliðar tvíeflast“, sagði Arias. Reuter Flugdrekamet Sjötugur drekameistari í Singapore, Loh Chin Nghee að nafhi, vann nýlega það afrek að fljúga þessum 732,5 feta langa flugdreka í Qórar mínútur og 10 sekúndur og fær að launum sinn sess í Guinness-metabókinni. Voru þeir 15, sem héldu drekanum meðan á fluginu stóð, en Loh var í eitt ár að smíða hann. Bretland: Sameíning frjálsyndra og- jafnaðarmanna gengur illa St. Andrews. Frá Guðmiindi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í gær var lögð fram ný tillaga að stefnuyfirlýsingu fyrir hinn nýja stjórnmálaflokk, sem verð- ur að líkindum til úr Fijálslynda flokknum og Jafnaðarmanna- flokknum. Þingmenn Fijálslynda flokksins og þeir þingmenn Jafii- Kosningar á Haiti: Kjörsókn innan við 10% Port-au-Prince. Reuter. INNAN við 10% þátttaka var í forsetakosningunum á Haiti á sunnudag og sögðu erlendir sendifúlltrúar að mikið hefði verið um kosningasvindl. Á sínum tíma boðaði ehrstjómin á Haiti til kosninga í nóvember þar sem landsmenn áttu að velja borg- aralegan forseta. Var þeim aflýst vegna ofbeldisaðgerða og nsorða. Af um 2,3 milljónum, sem á kjör- skrá voru, greiddu innan við 200 þúsund manns atkvæði. Útlendir eftirlitsmenn og stjómarerindrekar sögðu kosningamar hafa verið eitt allsheijar svindl. í sumum kjördeild- unum hefðu menn komið með bunka af kjörseðlum og troðið þeim niður í kassana. Verzlað hefði verið með atkvæði og hefðu aðstoðar- menn tveggja frambjóðenda, Leslie Manigat og Gerard Philippe- Auguste, verið fremstir í flokki í þeim efnum. Þriðji frambjóðandinn, Gregoire Eugene, sakaði herstjórn- ina um að reyna að svindla Manigat til valda. í gær var ekki ljós hvenær úrslit yrðu tilkynnt. aðarmannaflokksins, sem styðja sameininguna, samþykktu þessa tillögu einróma. í síðustu viku ætluðu David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og Robert Maclennan, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, að gefa út sameiginlega stefhuyfirlýsingu fyrír hinn nýja flokk, en þing- menn Fijáislynda flokksins neituðu að fallast á hana á síðustu stundu. Andstaðan gegn sameiningunni hefur styrkst í báðum flokkum. Það hefur í raun verið ljóst frá þingkosningunum síðastliðið sum- ar, að látið yrði reyna á, hvort tækist að sameina þessa flokka. Ein af ástæðum þess, að Bandalagi fijálslyndra og jafnaðarmanna gekk ekki betur í kosningunum en raun varð á, var sú, að leiðtogar þess voru tveir og ekki alltaf fylli- lega sammála. Á haustdögum var það samþykkt á flokksþingum beggja flokka að gánga til viðræðna um sameiningu. Á miðvikudag í síðustu viku ætluðu David Steel og Robert Maclennan að leggja fram ítarlega stefnuyfirlýsingu fyrir hinn nýja flokk. Þessi stefnuyrfírlýsing og kynning á henni eru talin ein- hver stórkostlegustu mistök í breskum stjórnmálum í mörg ár. Það hafði ævinlega verið krafa Maclennan, að samkomulagi yrði náð um meira en uppbyggingu hins nýja flokks, áður en af sameining- unni yrði. Samdar höfðu verið ýtarlegar skipulagsreglur, sem allir sættu sig við. En í stefnuyfirlýsing- unni var einnig kveðið á um, að hinn nýi flokkur vildi, að breska ríkið héldi Trident-kjamorkuflaug- unum, væri hlynntur frekari nýt- ingu kjarnorku til rafmagnsfram- Ieiðslu og legði til, að virðisauka- skattur yrði lagður á bamaföt, mat, bækur og blöð til að fjár- magna ráðstafanir gegn fátækt í landinu, en þessir hlutir hafa verið undanþegnir virðisaukaskatti. Þingmenn höfnuðu Leiðtogamir tveir höfðu unnið þessa yfirlýsingu einir með ráðgjöf- um sínum. Þegar David Steel lagði yfirlýsinguna fyrir þingflokk sinn á þriðjudag, neitaði hann að sam- þykkja hana. Boðað hafði verið til blaðamannafundar á miðvikudag, þar sem átti að kynna stefnuyfirlýs- inguna. Honum var aflýst, þar sem ekki hafði tekist að ná samkomu- lagi um hin umdeildu stefnuatriði, en þá höfðu blaðamenn fengið í hendur eintök af yfirlýsingunni. Ákveðið var að setja á laggirnar nefnd sex manna til að semja drög að nýrri stefnuyfirlýsingu og leggja fyrir samninganefndir flokkanna í gær. Þau áttu að byggjast á kosn- ingayfirlýsingu Bandalagsins frá í sumar, en innan Fijálslynda flokks- ins hefur verið ákaflega eindregin andstaða gegn kjarnorkuvopnum og friðsamlegri notkun kjamorku. Virðisaukaskattur á mat, barnaföt og bækur hefur verið svo viðkvæmt pólitískt mál, að stjóm Thatcher hefur ekki treyst sér til að koma honum á allan sinn valdaferil þrátt fyrir þrýsting frá Evrópubandalag- inu. Það má því búast við, að hin nýja yfírlýsing verði ekki jafn- afdráttarlaus og sú fyrri. Andstaða g-egn samein- mgu Páfinn fordæmir aðgerð- ir ísraelsku lögreglunnar Meirihluti ísraela styður aðgerðirnar gegn Palestínumönnum Róm, New York, Heuter. JÓHANNES Páll páfi sagði á sunnudag að ísraelar yrðu að virða rétt Palestinumanna og hann fordæmdi aðgerðir ísra- elsku lögreglunnar, sem kastaði táragassprengjum að múhameðs- trúarmönnum sem voru að yfirgefa mosku í Jerúsalem á föstudag. Samkvæmt skoðana- könnun tímaritsins Newsweek styður rúmur helmingur gyðinga I ísrael aðgerðir stjóraarinnar gegn óeirðum Palestínumanna og 81 af hundraði styður brott- flutning Palestínumanna sem grunaðir eru um óspektir. Páfinn heimsótti samtök erlendra fréttamanna í Róm á sunnudag og endurtók meðal annars þá skoðun sína að ísraelsmenn og Palestínu- menn ættu hvorirtveggju rétt á eigin föðurlandi. Fréttamaður frá Túnis spurði þá páfa um skoðun hans á aðgerðum ísraelsku lögregl- unnar á föstudag, þegar hún kastaði táragassprengjum að Pal- estínumönnum sem voru að yfirgefa Al-Aqza moskuna í Jerúsalem. Páf- inn sagði það ámælisvert að ráðast að fólki við tilbeiðslu. Páfinn hefur áður tjáð sig um atburðina á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, því í des. sagði hann að land Krists gæti ekki lengur haldið áfram að vera vettvangur ofbeldis og óréttlætis og að hann hefði samúð með Palestínumönnum er þjáðust á hemumdu svæðunum. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Newsweek styður rúmur helmingur gyðinga í ísrael stefnu ísraelsku stjómarinnar gagnvart óeirðum Palestfnumanna og 40 af hundraði telja að stjómin sé of vægin. 81 af hundraði styður brott- flutning Palestínumanna sem grunaðir em um að bera ábyrgð á að kynda undir óeirðum á hemumdu svæðunum. Um þriðjungur hefur ekki myndað sér skoðun á því hvort veita eigi Palestínumönnum þegn- réttindi, þótt 72 af hundraði séu sammála um að haldi ísraelar her- numdu svæðunum tryggi fæðingar- tíðni araba að meirihluti ísraels- manna verði af arabískum upprana. Andstaða innan flokkanna beggja gegn sameiningu hefur vax- ið mjög við þessa atburði. í skoð- anakönnun, sem birt var í ITV-sjónvarpsstöðinni um helgina, kom í ljós, að fast að fjörutíu hundr- aðshlutum flokkanna beggja era andvígir sameiningu. Hinn 23. jan- úar næstkomandi verður haldinn sérstakur fundur Fijálslynda flokksins, þar sem á að ganga end- anlega frá sameiningunni, og hinn 30. í Jafnaðarmannaflokknum. Ef íjórðungur jafnaðarmanna reynist andvígur sameiningu í skriflegri atkvæðagreiðslu, fellur tillagan. Verði þriðjungur fijálslyndra andvígur henni, fellur hún einnig. David Owen, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, sem hefur verið andvígur sameiningu frá upp- hafi og sagði af sér, þegar ljóst varð, að hann var í andstöðu við meirihluta flokksmanna, hefur lítt getað hamið gleði sína yfir þessum hrakföram. Hann hefur boðið félög- um sínum að koma aftur til liðs við sig í nýjum jafnaðarmannaflokki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.