Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 30

Morgunblaðið - 19.01.1988, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1988 Nicaragua: Ekki eru líkur á skjótum Mð- arviðræðum San Jose, Washington. Reuter. HELDUR hefur dregið úr vonum manna um skjótar friðarviðræð- ur milli sandinistastjórnarinnar í Nicaragua og skæruliða og segjast þeir síðarnefndu óttast, að tilboð Daniels Ortega, forseta Nicaragua, um beinar viðræður sé aðeins bragð af hans hálfu. Oscar Arias, forseti Gosta Rica, sagði á sunnudag, að sandinistar gætu sjálfir komið í veg fyrir stuðning Bandaríkjastjórnar við skæruliða með því að fara að fiillu eftir ákvæðum friðaráætl- unar Mið-Ameríkuríkjanna. Á fundi forseta Mið-Amerí- kuríkja í San Jose í Costa Riea á laugardag féllst Ortega á að eiga beinar viðræður við skæruliða en hingað til hefur hann ávallt sett það skilyrði, að fulltrúar Bandaríkja- stjómar taki einnig þátt í þeim. Ákvað Ortega að auki að aflétta neyðarástandinu, sem lögum sam- kvæmt hefur gilt í landinu í sex ár. Adolfo Calero, einn af sex leið- togum skæruliða, sagði í gær, að þeir ætluðu að hittast á Miami þá um daginn til að samræma afstöðu sína en ekki kvaðst hann trúaður á, að viðræður við sandinista gætu hafíst alveg á næstunni. Alfonso Robelo, einn skæruliðaleiðtoganna, sagðist óttast, að viðræðumar yrðu bara sjónarspil af hálfu sandinista og til þess eins að hafa áhrif á Bandaríkjaþing. Skæruliðar munu í viðræðunum krefjast pólitískra umbóta í Nicaragua en slíkum kröf- um hafa sandinistar alltaf hafnað. Vilja þeir ekki ræða um neitt annað en aðferðir til að binda enda á stríðið í landinu. Arias, forseti Costa Riea og einn helsti höfundur friðaráætlunar Mið-Ameríkuríkjanna, sagði á sunnudág, að áframhaldandi stuðn- ingur Bandaríkjaþings við skæru- liða í Nicaragua væri kominn undir Daniel Ortega sjálfum. Ef hann færi að fullu eftir ákvæðum friðará- ætlunarinnar myndi Bandaríkja- þing að öllum líkindum hætta stuðningi við skæmliða, en „ef við komumst hins vegar að því á næst- unni, að hann ætlar sér ekki að standa við boðaðar breytingar, munu skæruliðar tvíeflast“, sagði Arias. Reuter Flugdrekamet Sjötugur drekameistari í Singapore, Loh Chin Nghee að nafhi, vann nýlega það afrek að fljúga þessum 732,5 feta langa flugdreka í Qórar mínútur og 10 sekúndur og fær að launum sinn sess í Guinness-metabókinni. Voru þeir 15, sem héldu drekanum meðan á fluginu stóð, en Loh var í eitt ár að smíða hann. Bretland: Sameíning frjálsyndra og- jafnaðarmanna gengur illa St. Andrews. Frá Guðmiindi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. í gær var lögð fram ný tillaga að stefnuyfirlýsingu fyrir hinn nýja stjórnmálaflokk, sem verð- ur að líkindum til úr Fijálslynda flokknum og Jafnaðarmanna- flokknum. Þingmenn Fijálslynda flokksins og þeir þingmenn Jafii- Kosningar á Haiti: Kjörsókn innan við 10% Port-au-Prince. Reuter. INNAN við 10% þátttaka var í forsetakosningunum á Haiti á sunnudag og sögðu erlendir sendifúlltrúar að mikið hefði verið um kosningasvindl. Á sínum tíma boðaði ehrstjómin á Haiti til kosninga í nóvember þar sem landsmenn áttu að velja borg- aralegan forseta. Var þeim aflýst vegna ofbeldisaðgerða og nsorða. Af um 2,3 milljónum, sem á kjör- skrá voru, greiddu innan við 200 þúsund manns atkvæði. Útlendir eftirlitsmenn og stjómarerindrekar sögðu kosningamar hafa verið eitt allsheijar svindl. í sumum kjördeild- unum hefðu menn komið með bunka af kjörseðlum og troðið þeim niður í kassana. Verzlað hefði verið með atkvæði og hefðu aðstoðar- menn tveggja frambjóðenda, Leslie Manigat og Gerard Philippe- Auguste, verið fremstir í flokki í þeim efnum. Þriðji frambjóðandinn, Gregoire Eugene, sakaði herstjórn- ina um að reyna að svindla Manigat til valda. í gær var ekki ljós hvenær úrslit yrðu tilkynnt. aðarmannaflokksins, sem styðja sameininguna, samþykktu þessa tillögu einróma. í síðustu viku ætluðu David Steel, leiðtogi Frjálslynda flokksins, og Robert Maclennan, leiðtogi Jafnaðar- mannaflokksins, að gefa út sameiginlega stefhuyfirlýsingu fyrír hinn nýja flokk, en þing- menn Fijáislynda flokksins neituðu að fallast á hana á síðustu stundu. Andstaðan gegn sameiningunni hefur styrkst í báðum flokkum. Það hefur í raun verið ljóst frá þingkosningunum síðastliðið sum- ar, að látið yrði reyna á, hvort tækist að sameina þessa flokka. Ein af ástæðum þess, að Bandalagi fijálslyndra og jafnaðarmanna gekk ekki betur í kosningunum en raun varð á, var sú, að leiðtogar þess voru tveir og ekki alltaf fylli- lega sammála. Á haustdögum var það samþykkt á flokksþingum beggja flokka að gánga til viðræðna um sameiningu. Á miðvikudag í síðustu viku ætluðu David Steel og Robert Maclennan að leggja fram ítarlega stefnuyfirlýsingu fyrir hinn nýja flokk. Þessi stefnuyrfírlýsing og kynning á henni eru talin ein- hver stórkostlegustu mistök í breskum stjórnmálum í mörg ár. Það hafði ævinlega verið krafa Maclennan, að samkomulagi yrði náð um meira en uppbyggingu hins nýja flokks, áður en af sameining- unni yrði. Samdar höfðu verið ýtarlegar skipulagsreglur, sem allir sættu sig við. En í stefnuyfirlýsing- unni var einnig kveðið á um, að hinn nýi flokkur vildi, að breska ríkið héldi Trident-kjamorkuflaug- unum, væri hlynntur frekari nýt- ingu kjarnorku til rafmagnsfram- Ieiðslu og legði til, að virðisauka- skattur yrði lagður á bamaföt, mat, bækur og blöð til að fjár- magna ráðstafanir gegn fátækt í landinu, en þessir hlutir hafa verið undanþegnir virðisaukaskatti. Þingmenn höfnuðu Leiðtogamir tveir höfðu unnið þessa yfirlýsingu einir með ráðgjöf- um sínum. Þegar David Steel lagði yfirlýsinguna fyrir þingflokk sinn á þriðjudag, neitaði hann að sam- þykkja hana. Boðað hafði verið til blaðamannafundar á miðvikudag, þar sem átti að kynna stefnuyfirlýs- inguna. Honum var aflýst, þar sem ekki hafði tekist að ná samkomu- lagi um hin umdeildu stefnuatriði, en þá höfðu blaðamenn fengið í hendur eintök af yfirlýsingunni. Ákveðið var að setja á laggirnar nefnd sex manna til að semja drög að nýrri stefnuyfirlýsingu og leggja fyrir samninganefndir flokkanna í gær. Þau áttu að byggjast á kosn- ingayfirlýsingu Bandalagsins frá í sumar, en innan Fijálslynda flokks- ins hefur verið ákaflega eindregin andstaða gegn kjarnorkuvopnum og friðsamlegri notkun kjamorku. Virðisaukaskattur á mat, barnaföt og bækur hefur verið svo viðkvæmt pólitískt mál, að stjóm Thatcher hefur ekki treyst sér til að koma honum á allan sinn valdaferil þrátt fyrir þrýsting frá Evrópubandalag- inu. Það má því búast við, að hin nýja yfírlýsing verði ekki jafn- afdráttarlaus og sú fyrri. Andstaða g-egn samein- mgu Páfinn fordæmir aðgerð- ir ísraelsku lögreglunnar Meirihluti ísraela styður aðgerðirnar gegn Palestínumönnum Róm, New York, Heuter. JÓHANNES Páll páfi sagði á sunnudag að ísraelar yrðu að virða rétt Palestinumanna og hann fordæmdi aðgerðir ísra- elsku lögreglunnar, sem kastaði táragassprengjum að múhameðs- trúarmönnum sem voru að yfirgefa mosku í Jerúsalem á föstudag. Samkvæmt skoðana- könnun tímaritsins Newsweek styður rúmur helmingur gyðinga I ísrael aðgerðir stjóraarinnar gegn óeirðum Palestínumanna og 81 af hundraði styður brott- flutning Palestínumanna sem grunaðir eru um óspektir. Páfinn heimsótti samtök erlendra fréttamanna í Róm á sunnudag og endurtók meðal annars þá skoðun sína að ísraelsmenn og Palestínu- menn ættu hvorirtveggju rétt á eigin föðurlandi. Fréttamaður frá Túnis spurði þá páfa um skoðun hans á aðgerðum ísraelsku lögregl- unnar á föstudag, þegar hún kastaði táragassprengjum að Pal- estínumönnum sem voru að yfirgefa Al-Aqza moskuna í Jerúsalem. Páf- inn sagði það ámælisvert að ráðast að fólki við tilbeiðslu. Páfinn hefur áður tjáð sig um atburðina á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, því í des. sagði hann að land Krists gæti ekki lengur haldið áfram að vera vettvangur ofbeldis og óréttlætis og að hann hefði samúð með Palestínumönnum er þjáðust á hemumdu svæðunum. Samkvæmt skoðanakönnun tímaritsins Newsweek styður rúmur helmingur gyðinga í ísrael stefnu ísraelsku stjómarinnar gagnvart óeirðum Palestfnumanna og 40 af hundraði telja að stjómin sé of vægin. 81 af hundraði styður brott- flutning Palestínumanna sem grunaðir em um að bera ábyrgð á að kynda undir óeirðum á hemumdu svæðunum. Um þriðjungur hefur ekki myndað sér skoðun á því hvort veita eigi Palestínumönnum þegn- réttindi, þótt 72 af hundraði séu sammála um að haldi ísraelar her- numdu svæðunum tryggi fæðingar- tíðni araba að meirihluti ísraels- manna verði af arabískum upprana. Andstaða innan flokkanna beggja gegn sameiningu hefur vax- ið mjög við þessa atburði. í skoð- anakönnun, sem birt var í ITV-sjónvarpsstöðinni um helgina, kom í ljós, að fast að fjörutíu hundr- aðshlutum flokkanna beggja era andvígir sameiningu. Hinn 23. jan- úar næstkomandi verður haldinn sérstakur fundur Fijálslynda flokksins, þar sem á að ganga end- anlega frá sameiningunni, og hinn 30. í Jafnaðarmannaflokknum. Ef íjórðungur jafnaðarmanna reynist andvígur sameiningu í skriflegri atkvæðagreiðslu, fellur tillagan. Verði þriðjungur fijálslyndra andvígur henni, fellur hún einnig. David Owen, fyrrverandi leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, sem hefur verið andvígur sameiningu frá upp- hafi og sagði af sér, þegar ljóst varð, að hann var í andstöðu við meirihluta flokksmanna, hefur lítt getað hamið gleði sína yfir þessum hrakföram. Hann hefur boðið félög- um sínum að koma aftur til liðs við sig í nýjum jafnaðarmannaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.