Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. JANUAR 1988 TTSKUHUS Austurstræti 10a, 4. hæð, sími 22226. Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR SELTJNES Síðumúli Fornaströnd Ármúli SKERJAFJ. HLIÐAR Einarsnes Hamrahlíð Bauganes Stigahlíð 49-97 (Einbýlishús) MIÐBÆR Tjarnargata 3-40 Tjarnargata 39- VESTURBÆR Birkimelur Hringbraut 37-77 Hringbraut 74-91 Lindargata 39-63 o.fl. Hverfisgata 4-62 Laugavegur 32-80 o.fl. nimyuiaui/■+-01 Luuyu.v-vjui ut ww.n. Jltargitttfclttfrife AF ERLENDUM VETTVANGI Eftir ALASTAIR MATHESON Ihlutun Líbýu í austri Til skamms tíma bar lítið á ihlutun Líbýu í málcfni ríkja i Aust- ur Afríku, ef frá er talin örvænting-arfull tilraun Líbýumanna árið 1979 til að koma i veg fyrir að hersveitum Miltons Obotes fyrrum forseta tækist að steypa Idi Amin þáverandi einræðis- herra Uganda af stóli með stuðningi hers Tanzaníu. þekktir voru fyrir andstöðu við Moi og stjóm hans, svo sem Og- inga Odinga fyrrum varaforseta. Einnig voru þeir beðnir að benda á tengiliði við leynisamtokin Kwa- kenya. Þá var einum stúdentanna falið að koma upp aðstöðu í hafn- arborginni Mombasa þar sem unnt væri að hafa miðstöð fyrir njósnir um ferðir bandarískra her- skipa um höfnina. Þaðan átti einnig að fylgjast með öðrum aðgerðum flota Bandaríkjanna á Indiandshafi, sem stundum hefur viðkomu í Mombasa í fylgd flugvélamóður- skips, en í áhöfnum herskipanna eru um 10.000 sjóliðar og land- gönguliðar. Fyrir þessa starfsemi var stúd- entinn sem fyrstur játaði á sig sök, Richard Nixon Wekessa, Muammar Gaddafi, forseti Líbýu. herstjómina í Uganda, sem vom erfið fyrir, sérstaklega með tilliti til náinna tengsla Líbýu við Yow- eri Museveni forseta frá því hann hrifsaði völdin í Kampala árið 1986. Mikið magn vopnabúnaðar hefur verið flutt flugleiðis í venju- legu áætlunarflugi frá Líbýu til Entebbe- flugvallar í Uganda, og nú fá Líbýumenn kaffí frá Uganda í skiptum fyrir olíu. Daniel arap Moi, forseti Kenya, á fjöldafundi. Anýliðnu ári neyddust yfirvöld í Kenýa hins vegar til að reka úr landi sex líbýska sendifull- trúa, þeirra á meðal tvo af for- stöðumönnum sendiráðsins í Nairobi. Höfðu jrfirvöld í Kenýa sakað alla þessa menn um undir- róðursstarfsemi gegn stjóm Daniels arap Moi for- seta, og var gefið í skyn að fleira byggi þar undir. Síðastur til að vera rekinn úr landi á nýliðnu ári var forstöðu- maður sendiráðs Líbýu (charge d’affaires) sem staðinn hafði verið að því að múta stúdentum við Nairobi- háskólann, virtasta há- skóla landsins, til að starfa fyrir Líbýu. Áttu þeir meðal annars að fá samstúdenta sína til fylgis við sósíalíska byltingarstefnu Líbýu. Stúdentaleiðtoginn Robert Wafula Buke, sem nú afplánar fimm ára fangelsisdóm, viður- kenndi að hafa fengið andvirði 1.200 dollara frá forstöðumanni sendiráðsins til að standa undir kostnaði við framboð sitt til for- mennsku í stúdentafélaginu, SONU. Buke tókst ekki aðeins að tryggja eigið kjör í formannssæt- ið, heldur einnig kjör flestra félaga sinna og Líbýuvina í stjóm- ina, og þar með að fella fráfarandi stjóm, sem hafði lítil afskipti haft af stjómmálum. Sendiráðsmaður- inn var aisæll með þessi úrslit, því hann hafði Iengi verið að reyna að afla Líbýu stuðnings meðal stúdenta við háskólann, sem oft hefur verið gróðarstía fyrir and- ófsmenn gegn yfirvöldum. Hvatt til andófs Á sigurhátíð eftir kosningamar fóru nýju stjómendur stúdentafé- lagsins mörgum niðrandi orðum um Moi forseta og hvöttu stúd- enta til andstöðu við ríkisstjóm- ina. (Aðeins örfáum dögum áður hafði fráfarandi félagsstjóm boðið forsetanum til tedrykkju.) Daginn eftir handtók öryggis- lögreglan Buke og meðstjómend- ur hans, og vakti það mikla reiði róttækra stúdenta sem efndu til mikilla óeirða helgina á eftir og lentu í átökum við vel búnar liðs- sveitir óeirðalögreglunnar. Tára- gasmökkur sveif yfir miðborg Nairobi meðan á átökunum stóð, og margir hlutu meiðsli, þéirra á meðal fjórir erlendir blaðamenn og einn stúdent sem fékk skot í handlegg, þótt aldrei hafí verið gefin fyrirmæli um að skjóta. Þegar Buke kom fyrir rétt minntu ákærur saksóknara á ann- að mál frá því í marz í fyrra þegar þrír fyrmrn stúdentar við Keny- atta- háskólann í úthverfi höfuð- borgarinnar hlutu allir fangelsis- dóma eftir að hafa játað á sig njósnir fyrir líbýska sendiráðið í embættistíð annars forstöðu- manns sendiráðsins. Sá forstöðumaður virtist hafa ætlað að ganga lengra. Þegar stúdentamir þrír, sem allir höfðu verið reknir úr háskólanum og voru að leita aðstoðar við að fá aðra skólavist, höfðu samband við hann, hét hann þeim aðstoð ef þeir tækju fyrst að sér verkefni á vegum Líbýu. Fól hann þeim að gera skýrslur um ýmsa stjómmálamenn, sem dæmdur til tíu ára fangelsisvistar (en dómurinn var síðar mildaður í 15 mánaða fangelsi eins og í málum hinna tveggja). Þjálfaðir í Líbýu Annað sem gæti reynst afdrifa- ríkara fyrir Kenýa kom fram um mitt síðasta ár, þó ekki fyrir dóm- stólum. Þá kom í ljós að um 200 unglingum, þeirra á meðal nokkr- um sem strokið höfðu að heiman, hafði verið smyglað úr landi til Uganda á vegum líbýskra sendi- ráðsmanna sem þar voru í útlegð frá Kenýa. í Kampala, höfuðborg Uganda, fengu ungmennin ný skilríki áður en þeir voru sendir áfram flugleiðis til Tripoli. Nú eru þessir unglingar í herþjálfun í eyðimerkurbúðum þar sem meg- ináherzla er lögð á þjálfun í skæruhernaði og spellvirkjum. Álitið er að unglingamir frá Kenýa hafi nú gengið til liðs við mun fjölmennari hóp frá öðrum Afrlkulöndum, þar á meðal 500 manns frá Zaire. Hafa útsendarar Líbýustjómar sérstaklega valið hvem og einn þessara liðsmanna, sem f framtíðinni er ætlað að snúa til heimalanda sinna í þeim til- gangi að grafa undan rílqandi stjómvöldum. Moi forseti hefír sent Muammar Gaddafí forseta Líbýu persónu- lega orðsendingu þar sem hann krefst þess að unglingamir verði sendir heim hið bráðasta, þar sem þeir „þarfnist enn umhyggju for- eldra sinna". Ekkert svar hefur borizt. Þetta mál hefur sízt orðið til þess að bæta samskipti Kenýa við Ahrifanna gætir víðar í Tanzaníu hafa menn ekki gleymt þeim mannskæðu bardög- um sem hersveitir landsins áttu í utanvið Kampala eftir að líbýskar hersveitir höfðu verið fluttar í skyndi flugleiðis til aðstoðar við sundraðan her Idi Amins. Tókst þeim að te§a sókn Tanzaníuhers og hersveita Miltons Obote meðan Amin flýði til Líbýu á leið sinni í útlegð. Áhrifa Líbýu gætir jafnvel allt suðaustur til eyríkisins Máritíus langt úti á Indlandshafi, en þar hefur sendiráði Líbýu tvívegis verið lokað og starfsmönnum þess vísað úr landi. í fyrra skiptið vísaði Ramgool- am þáverandi forsætisráðherra starfsmönnum sendiráðsins úr landi vegna afskipta af innan- iandsmálum árið 1982, og í síðara skiptið vísaði Jugnauth forsætis- ráðherra þeim úr landi árið 1984 vegna bréfs frá Gaddafi sem dreift hafði verið í eyríkinu og ráðherrann sagði að væri „móðg- un við kristna trú“. Erfitt er að staðhæfa hve náin tengsl eru milli Líbýu og múham- eðstrúarmanna í Austur Afríku. Þó hafa Gaddafí og múslímar úr trúflokki Sjita verið sakaðir um ábyrgð á átökum að undanfömu milli ýmissa sértrúarflokka múslíma, þar á meðal tveggja al- varlegra uppþota í hafnarborginni Mombasa í fyrra þegar verið var að fagna afmæli spámannsins Múhameðs. Höfundur er blaðamaður við brezka blaðið The Observer.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.