Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Fasteignagjöld á höfuðborgarsvæðinu: Hæst í Kópavogi Fasteignagjöld á höfuðborg- arsvæðinu eru mishá eftir sveitarfélögum. Heildargjöld af íbúðarhúsnæði eru 18% hærri í Kópavogi en í Reykjavík og 33% hærri en í Garðabæ, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi. Sérstakt hol- ræsagjald og sérstakt sorpgjald er innheimt í sumum sveitarfé- lögum - öðrum ekki. Fasteignagjöld af íbúðarhús- næði á höfuðborgarsvæðinu eru mishá eftir sveitarfélögum. Gjald- taka fasteignagjalda er miðuð við ákveðna prósentu (hlutfall) af mati húss (íðbúðar) og lóðar en lóðárgjald ýmsist við mat eða fer- metrastærð. Gjöldin 1988 eru sem hér segin Fasteignagjald: Kópavogur 0.5% af fasteignamati íbúðar- húsnæðis, Hafnarfjörður 0.425%, Reykjavík 0.421%, Garðabær, Mosfellsbær og Seltjamames 0.375%. Vatnsskattur:Mosfellsbær og Hafnarfjörður 0.2% af mati húss og lóðar, Garðarbær og Mosfells- bær 0.15%, Reykjavík og Kópa- vogur 0.13%. Sumsstaðar er ákveðið lágmarksgjald eftir stærð húsnæðis. Þannig er lágmarks- gjald á rúmmetra íbúðarhúsnæði kr. 12,58 og atvinnuhúsnæðis kr. 7.80 í Kópavogi. Lóðagjald: Garðabær kr. 4.00 af fermetra lóðar fyrir íbúðarhús, Kópavogur kr. 2.87 af fermetra , Hafnarfjörður kr. 0.03 af fer- metra. Mosfellsbær og Reykjavík og Seltjamames 0.145% af lóðar- mati. Holræsagjald: Garðabær 0.15% af mati húss og lóðar, Mos- fellsbær 0.15% - en hús með rotþró, sem eru í meirihluta, greiða þriðjung þessa gjalds -, Kópavogur 0.13%, Hafnarípörður 0.10%, Reykjavík og Seltjamames ekkert (innifalið í fasteignagjaldi). Sorpgjald: Seltjamames kr. 1.500.- á íbúð, Garðabær kr. 1.300.-, Kópavogur kr. 1.000.-, Reykjavík, Mosfellsbær, Seltjam- ames og Hafnarfjörður ekkert (innifalið í fasteignagjaldi). Sorp- gjald greiðist m.a. fyrir sorppoka. VEÐURHORFUR í DAG, 23.01.88 YFIRLIT ígær: Gert er ráð fyrir stormi á suður- og suðvesturdjúpi. Skammt austur af landinu er 980 mb lægö og frá henni heldur minnkandi lægðar- drag suövestan til Færeyja, en yfir norðaustur Grænlandi er 1019 mb hæð og þaðan hæðarhryggur suður á Grænlandshaf. Um 1.100 km suösuðaustur af Hvarfi er svo 980 mb vaxandi lægð sem þokast noröaustur. Kalt verður áfram í nótt, en fer að draga úr frosti siödegis á morgun. SPÁ: Stillt og bjart veður um land fram eftir morgni og víða 10—15 stiga frost, einkum Inn tll landsins. Þó verður sums staðar ól við ströndina. Sunnan- lands þykknar upp siödegis með vaxandi austanátt og fer aö draga úr frosti, líklega snjókoma syöst á landinu annað kvöld. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG og MÁNUDAG: Austanátt, nokkuð hvöss við suðurströndina. Úrkomulaust og víða bjart veður noröanlands og vestan, ól við austurströndina en snjókoma eða slydda sunnan- lands. Frost á Norður- og Noröausturlandi en hiti nálægt frostmarki sunnanlands og víðar. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hhi +8 +6 veður snjóél skafrenningur Bergen 1 haglél Helslnkl +4 snjókoma Jan Mayen +13 skafrennlngur Kaupmannah. 3 þokumóóa Narsaarssuaq +2 úrkoma Nuuk 0 alskýjað Ostó 3 skýjað Stokkhólmur 3 súld Þórshöfn 3 þokumóða Algarve 16 skýjað Amsterdam 1 slydda Aþena 12 rigning Barcelona vantar Bertín 2 þokumóða Chlcago +3 alskýjað Feneyjar 10 skýjað Frankfurt S skýjað Glasgow 4 úrkoma Hamborg 3 alakýjað Lss Palmss 20 léttskýjað London 3 alydda Los Angeles S helðsklrt Lúxemborg 0 snjókoma Madrfd 13 Mttskýjað Malaga vantar Mallorca 13 alskýjað Montreal +13 léttskýjað NewYork 0 skýjað Paría 6 skýjað Róm 6 skýjað V(n 4 mlstur Washington 2 alskýjað Wlnnipeg +19 skafrenningur Valencia 13 skýjað Bjöm/Blöndal Frá slysstaðnum í gærmorgun. Snjór var yfir öllu og talsverð hálka. Bílarnir voru illa famir og varð að kalla til kranabifreið til að fjarlægja þá. Reykjanesbraut: Sex manns fluttir í sjúkrahús eftir fjög- urra bíla árekstur Keflavík. ALVARLEGT umferðarslys varð á Reykjanesbraut við Ytri- Njarðvík um sjöleytið í gær- morgun, þar sem 4 bílar komu við sögu og voru 6 manns fluttir í Sjúkrahús Keflavfkur. Af þeim reyndust 4 mikið slasaðir og vom þeir fluttir til Reykjavíkur. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var ekki með öllu ljóst með hvaða hætti slysið bar að höndum, því ekki var hægt að taka 3kýrslur af öllum ökumönnunum. Talið væri að tveir bflar sem komu úr gagn- stæðum áttum hefðu skollið saman. Þriðji bflinn hefði síðan lent á hin- um og loks hefði fjórði bfllinn komið og hann skollið á hinum með miklu afli. Farþegi í einum bflnum var fast- ur og varð að klippa hann lausan úr flakinu. Slökkviliðið á Keflavík- urflugvelli var fengið til aðstoðar á slysstað, en það hefur yfir að ráða öflugum tólum sem eru notuð við aðstæður sem þessar. Alls voru 13 manns í bflunum fjórum. - BB Póstur og sími: Lækkar verð birgð- anna enn frekar PÓST- og sfmamálastofnunin hef- ur nú ákveðið að lækka verð á þeim birgðum sfmtækja, sem stofnunin átti um áramótin, til jafns við nýrri tæki, en eins og kom fram í Morgunblaðinu lækk- uðu símtæki minnst hjá Pósti og sfma í kjöifar tollabreytinganna um áramótin. Morgunblaðinu barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá Pósti og sfma: „Eins og fram hefur komið var strax um áramót ákveðið að lækka verð á símtækjum um 30% þrátt fyr- ir að af þeim hafi verið greiddur fullur tollur og vörugjald samkvæmt eldri ákvæðum. Síðan hafa komið til sölu nýjar sendingar símtækja og er verð þeirra um 45% lægra en var fyrir tollabreytingar um áramótin. í framhaldi af því hefur nú verið ákveðið að láta áhrif tollalækkana koma einnig að fullu fram á eldri birgðum símtækja. Sem dæmi um verðbreytingar á algengum heimilis- og fyrirtækja- símum lækkar Modulophone handsími með valminni úr kr. 2.990,- í kr. 1.666,- eða um 44%. Comet-sími með 10 númera minni lækkar úr kr. 5.978,- í kr. 3.236,- eða um 46%. Beocom-sími lækkar úr kr. 8.260 í kr. 4.681,- eða um 43%. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Áhrif tollalækkana á verð símtækja eru því að fullu komin fram hjá Póst- og símamálastofnun." Ágúst V. Matth- íasson látinn ÁGÚST V. Matthíasson, fyrrver- andi forstjóri Fiskiðjunnar í Vestmannaeyjum, lést í Landspít- alanum 21. þessa mánaðar, 73 ára að aldri. Ágúst fæddist í Vestmannaeyjum þann 30. 7. árið 1914, sonur hjón- anna Sigríðar Þorsteinsdóttur og Matthíasar Finnbogasonar vélvirkja. Ágúst lauk námi í Samvinnuskólan- um árið 1934 og réðist þá til Hraðfrystistöðvarinnar í Vestmanna- eyjum og starfaði þar sem fram-' kvæmdastjóri í mörg ár. Árið 1952 stofnaði hann ásamt tveimur öðrum Fiskiðjuna hf. í Vest- mannaeyjum og annaðist rekstur hennar um áratuga skeið ásamt bátaútgerð. Einnig rak Fiskiðjan Fiskimjölsverksmiðjuna og Vinnslu- stöðina í Vestmannaeyjum. Ágúst var um hríð formaður í Félagi kaupsýslumanna og formaður Félags atvinnurekenda í Vestmanna- eyjum. Hann var í stjóm Lifrarsam- Ágúst V. Maitthíasson lags Vestmannaeyja og tónlistarfé- lagsins. Hin seinni ár rak hann verslun í Hafnarfirði. Eftirlifandi eginkona hans er Sig- urbjörg Benediktsdóttir. Þau eignuð- ust fimm böm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.