Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
33
Verð 1 desember Verft i januar Verfthæhkun I
ÁRBÆJARBAKARÍ
ROFABÆ 9. R.
Rúgbraud seytt 37,00 44,00 18,9%
Skólabrauð 77,00 91,00 18,2%
Heilhveitihorn 26,00 31,00 19,2%
Vínarterta 155,00 183,00 18,1%
ALGENG VERÐHÆKKUN 18-19%
BAKARAMEISTARINN
SUÐURVERI, R.
Franskbrauðform. 51,00 58,00 13,7%
Kornbrauð form. 58,00 66,00 13,8%
Rúlluterta hvít 171,00 193,00 12,9%
Vínarbrauð sérb. 39,00 44,00 12,8%
ALGENG VERÐHÆKKUN 12-13%
BAKARÍIÐ AUSTURVERI
HÁALEITISBRAUT 68, R.
Formbrauð 75,00 85,00 13,3%
Heilsubrauð 60,00 68,00 13,3%
Rúnnstykki 18,00 21,00 16,7%
Jólakaka 166,00 189,00 13,9%
ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14%
BJÚRNSBAKARÍ
GRÍMSBÆ. R.
Þriggjakornabrauð 84,00 95,00 13,1%
Normalbrauð 57,00 65,00 14,0%
Heilhveitihorn 30,00 34,00 13,3%
Jólakaka 155,00 176,00 13,5%
ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14%
BORGARBAKARi
GRENSASVEGI26, R.
Bóndabrauð 87,00 99,00 13,8%
Birkibrauð 69,00 78,00 13,0%
Rúnnstykki 18,50 21,00 13,5%
BrúnkaKa 167,00 190,00 13,8%
ALGENG VERÐHÆKKUN 13-15%
BRAUÐGERÐ MS
BRAUTARHOLT110, R.
Formbrauðsneidd 63,00 72,00 14,3%
Rúgbrauð 9 sneiðar 41,00 47,00 14,6%
Kúmenhorn 5 stk. i pk. 56,00 64,00 14,3%
Bruðurfínarpoki 89,00 102,00 14,6%
ALGENG VERÐHÆKKUN 14-15%
BREIÐHOLTSBAKARÍ
VÖLVUVELLI21, R.
Bóndabrauð 63,00 72,00 14,3%
Þriggjakornabrauð 86,50 98,50 13,9%
Rúnnstykki án/birki 14,50 16,50 13,8%
Jólakaka 142,00 162,00 14,1%
ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14%
Verfti desember Vcrft. lanuar Verfthækkun I
G. ÓLAFSSON & SANDHOLT
LAUGAVEGI36, R.
Heilkornabrauð 80,30 90,00 12,1%
Möndlukaka ■169,40 193,00 13,9%
Rúqbrauð 134,20 153,00 14,0%
Snúðar 33,00 38,00 15,2%
ALGENG VERÐHÆKKUN' 13-14%
GRENSÁSBAKARÍ
LYNGÁS111, GARÐABÆ
Kornbrauð 38,60 43,90 13,7%
Þriggjakornabrauð 77,20 87,75 ' 13,7%
Tvíbökur í pk. 109,15 124,00 13,6%
Jólakaka 144,35 164,00 13,6%
ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14%
GULLKORNIÐ
IÐNBUÐ 2, GARÐABÆ
Franskbrauð form. 13,00 49,00 14,0%
Fjögrakornabrauð 87,00 99,00 13,8%
Rúnnstykki 16,00 18,00 12,5%
Sandkakai 139,00 158,00 13,7%
ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14%
H. BRIDDE BAKARI
HAALEITISBRAUT 58 - 60, R.
Heilhveitibrauð heil 60,00 66,00 10,0%
Maltbrauð 60,00 65,00 8,3%
Rúnnstykki 18,00 20,00 11,1%
Snúðar 40,00 44,00 10,0%
ALGENG VERÐHÆKKUN 10-11%
HLÍÐABAKARÍ
SKAFTAHLÍÐ 24, R.
Kombrauð 66,00 76,00 15,2%
Vfnarbrauð 34,00 39,00 14,7%
Maltbrauð 36,00 44,00 15,8%
Sandkaka 280,00 322,00 15,0%
ALGENG VERÐHÆKKUN 15-16%
KORNIÐ
HJALLABREKKU 2, KÓP. I
Heilhveiti formbrauð 57,00 65,00 14,0%
Bóndabrauð 75,00 66,00 14,7%
Heilhveitihorn 27,00 31,00 14,8%
Tebollur 40,00 45,50 13,8%
ALGENG VERÐHÆKKUN 14-16%
Veift i desembcr Verft i |.inu.v Vciðhækkun 1
KÖKUBANKINN MIÐVANGI41, HAFNARFIRÐI
Þriggjakornabrauð 78,00 102,00 30,8%
Rúgbrauð seytt sn. 52,00 64,00 23,1%
Rúnnstykki 17,00 21,00 23,5%
Jólakaka 265,00 315,00 18,9%
ALGENG VERÐHÆKKUN 20-25%
MOSFELLSB AKAR f URÐARHOLTI3, MOSFELLSBÆ
Heilhveitibrauð 55,00 63,00 14,5%
Þriggjakornabrauð 76,00 86,00 13,2%
Kringlur 22,00 24,00 9,1%
Vinarbrauð 31,00 35,00 12,9%
ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14%
MYLLAN áKEIFAN 11, R.
Heilhveitibrauð 57,70 65,55 13,6%
Maltbrauð 7 sneiðar 39,95 44,70 11,9%
Rúnnstykki 4 stk. í pk. 55,25 62,75 13,6%
Vínarbrauð 2 stk. í pk. 57,10 64,85 13,6%
ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14%
NÝJA KÖKUHÚSIÐ SMIÐJUVEGI26, KÓP.
Bóndabrauð 92,00 107,00 16,3%
Formbrauð 58,00 67,00 15,5%
Möndlukaka 144,00 167,00 16,0%
Snúðar 38,00 44,00 15,8%
ALGENG VERÐHÆKKUN 15-16%
SVEINN BAKARI ÁLFABAKKA12, R.
Ðóndabrauð 83,00 98,00 18,1%
Formbrauð 53,00 76,00 43,4%
Heilhveitihorn 32,00 38,00 18,8%
Snúðar 38,00 47,00 23,7%
ALGENG VERÐHÆKKUN 20 - 25%
ÞÖRSBAKARÍ BORGARHOLTSBRAUT19, kÓP.
Rúnnstykki/kringlur 20,00 22,00 10,0%
Pylsubr./hamborgarabr. 12,00 16,50 37,5%
Heilhveitibrauð/formbr. 55,00 61,00 10,9%
Normalbrauð 60,00 66,00 10,0%
ALGENG VERÐHÆKKUN 10-11%
Verð á brauðum og kökum hækkaði í kjölfar söluskattshækkunarinnar i byijun þessa mánaðar. Hins vegar var fellt niður vörugjald af sömu vörum frá 1. janúar sl. Áhrif
breytinganna voru 10,3% verðhækkun á brauðum og kökum. Verðlagsstofnun kannaði hve verðið breyttist mikið hjá 19 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu og væntir þess að
könnunin gefi góða visbendingu um almennar verðhækkanir i bakarium.
Verðkönnun Verðlagsstofnunar:
Allt að 25% hækkun á brauðum og kökum
Söluskattshækkunin i byrj-
un þessa mánaðar og afnám
vörugjalds frá 1. janúar sl.
leiddi til 10,3% verðhækkunar
á brauðum og kökum.
Verðlagsstofnun hefur kannað
hvað verðhækkunin á þessum
vörum hefur orðið mikil í reynd
frá því í desembermánuði hjá 19
bakaríum á höfuðborgarsvæðinu.
Leiddi könnunin eftirfarandi í
ljós:
— Aðeins tvö bakarí hækkuðu
verðið að jafnaði um 10—11%,
Bakarí H. Brídde, Háaleitisbraut
58—60, Reykjavík og Þórsbakarí,
Borgarholtsbraut 19, Kópavógi.
— Tvö bakarí hækkuðu verðið
að jafnaði um 20—25%, Köku-
bankinn, Miðvangi 41, Hafnar-
fírði, og Sveinn bakari,
Álfabakka 12, Reykjavík.
— Tólf bakarí hækkuðu verðið
á brauðum og kökum um
12—15%, tvö um 16—16% og eitt
um 18—19%.
Eins og kunnugt er hefur þeim
tilmælum verið beint til verðlags-
yfírvalda að verðlagsþróun verði
veitt strangt aðhald á næstunni.
Þess vegna hvetur Verðlags-
stofnun forráðamenn bakaría og
annarra brauðgerðarhúsa til að
lækka núgildandi verð á brauðum
og kökum til þess verðs sem í
gildi var 1. desember sl. og
hækka það að hámarki um
10,3%. Verðlagsstofnun mun
kanna verð á brauðum og kökum
í næstu viku og verður í kjölfar
þess metið hvort þörf verður á
að grípa til frekari aðgerða.
(Fréttatilkynning)
Þjóðhagsstofnun:
Útlit fyrir stöðnun eða
samdrátt í þjóðartekjum
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að
horfur tun ytri skilyrði þjóðar-
búsins á þessu ári feli í sér
stöðnun eða jafnvel lítilsháttar
samdrátt í þjóðartekjum á þessu
ári, eftir öran hagvöxt síðastliðin
þijú ár. í yfirliti sem stofnunin
sendi frá sér i gær kemur fram
að þessar horfur setja þjóðarút-
gjöldum þröngar skorður ef
takast á að halda verðbólgu og
viðskiptahalla í skefjum á næst-
unni.
Efnahagsvandinn, sem við er að
etja, stafar þó ekki af óhagstæðum
ytri skilyrðum heldur á hann fyrst
og fremst rætur að rekja til mikill-
ar aukningar þjóðarútgjalda
umfram þjóðartekjur á síðasta ári.
í frétt Þjóðhagsstofnunar segir að
forsenda þess að betra jafnvægi
komist á í þjóðarbúskapnum er að
betra samræmi verði komið á milli
þjóðarútgjalda og þjóðartekna en
verið hefur.
Þórður Friðjónsson forstjóri
Þjóðhagsstofnunar og íjórir aðrir
hagfræðingar stofnunarinnar
kynntu í gær upplýsingar um þróun
helstu þjóðhagsstærða á árinu 1987
og horfur um ytri skilyrði þjóðar-
búsins á árinu 1988. Óvissa um
niðurstöður kjarasamninga á al-
mennum vinnumarkaði gerir það
að verkum að stofnunin telur ekki
forsendur til að ganga frá þjóð-
hagsspá fyrir árið. Því hefur verið
ákveðið að fresta birtingu nýrrar
heildarspár um þjóðarbúskapinn í
ár þar til línur skýrast betur.
Upplýsingar benda nú til að halli
á viðskiptum við útlönd á síðasta
árí hafi veríð að minnsta kosti 6,5
milljarðar kr., sem svarar til 3% af
landsframleiðslu. Þetta er mun
meiri viðskiptahalli en áður hefur
verið reiknað með. Hann stafar
fyrst og fremst af afar mikilli aukn-
ingu innflutnings á síðasta ári, sem
rekja má til mikillar aukningar þjóð-
arútgjalda.
Horfur eru á að framleiðsla til
útflutnings á þessu ári verði óbreytt
frá því í fyrra. Að svo stöddu er
einnig gert ráð fyrir óbreyttum við-
skiptakjörum í ár, þótt fremur séu
líkur á því að þau versni en batni.
Kaupmáttur útflutningstekna ætti
því ekki að breytast til muna á
milli áranna 1987 og 1988.
í yfirliti um þróun helstu þjóð-
hagsstærða á síðasta árí kemur
meðal annars fram að flest bendir
til að rekstur botnfiskveiða og
-vinnslu I heild hafí verið hallalaus
á síðasta ári, annað árið i röð, og
hefur þá verið tekið tillit til veru-
legrar inngreiðslu í Verðjöfnunar-
sjóð fiskiðnaðarins. Nú er hins
vegar áætlað að afkoma botnfisk-
veiða sé í jámum en botnfiskvinnsla
sé rekin með tapi sem nemur 4—5%
af tekjum. Þar munar mest um tap
í frystingu sem nemur 7—8% af
tekjum. Samtals virðist því vera tap
á rekstri botnfiskveiða og -vinnslu
sem nemur 2—4% af tekjum nú í
ársbyrjun.
Atvinnutekjur á mann eru taldar
hafa aukist að jafnaði um 39% milli
áranna 1986 og 1987. En verðbólga
jókst mikið þannig að kaupmáttur
atvinnutekna á mann jókst að með-
altali um rúmlega 17%. Kaupmáttur
ráðstöfunartekna jókst meira', eða
um 18%, vegna léttari skattbyrði.
Þjóðhagsstofnun segir að endur-
Morgunblaðið/Einar Falur
Þórður Friðjónsson forstjóri
Þjóðhagsstofnunar kynnir upp-
lýsingar stofnunarinnar á blaða-
mannafundi í gær.
skoðun þjóðhagsstærða fyrir árið
1987 bendi til þess að hagvöxtur á
mælikvarða vergar landsfram-
leiðslu hafi í fyrra verið tæplega
6,5%. Þjóðartekjur jukust nokkru
meira, eða um 9% vegna betri við-
skiptakjara en á árinu áður.