Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 33 Verð 1 desember Verft i januar Verfthæhkun I ÁRBÆJARBAKARÍ ROFABÆ 9. R. Rúgbraud seytt 37,00 44,00 18,9% Skólabrauð 77,00 91,00 18,2% Heilhveitihorn 26,00 31,00 19,2% Vínarterta 155,00 183,00 18,1% ALGENG VERÐHÆKKUN 18-19% BAKARAMEISTARINN SUÐURVERI, R. Franskbrauðform. 51,00 58,00 13,7% Kornbrauð form. 58,00 66,00 13,8% Rúlluterta hvít 171,00 193,00 12,9% Vínarbrauð sérb. 39,00 44,00 12,8% ALGENG VERÐHÆKKUN 12-13% BAKARÍIÐ AUSTURVERI HÁALEITISBRAUT 68, R. Formbrauð 75,00 85,00 13,3% Heilsubrauð 60,00 68,00 13,3% Rúnnstykki 18,00 21,00 16,7% Jólakaka 166,00 189,00 13,9% ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14% BJÚRNSBAKARÍ GRÍMSBÆ. R. Þriggjakornabrauð 84,00 95,00 13,1% Normalbrauð 57,00 65,00 14,0% Heilhveitihorn 30,00 34,00 13,3% Jólakaka 155,00 176,00 13,5% ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14% BORGARBAKARi GRENSASVEGI26, R. Bóndabrauð 87,00 99,00 13,8% Birkibrauð 69,00 78,00 13,0% Rúnnstykki 18,50 21,00 13,5% BrúnkaKa 167,00 190,00 13,8% ALGENG VERÐHÆKKUN 13-15% BRAUÐGERÐ MS BRAUTARHOLT110, R. Formbrauðsneidd 63,00 72,00 14,3% Rúgbrauð 9 sneiðar 41,00 47,00 14,6% Kúmenhorn 5 stk. i pk. 56,00 64,00 14,3% Bruðurfínarpoki 89,00 102,00 14,6% ALGENG VERÐHÆKKUN 14-15% BREIÐHOLTSBAKARÍ VÖLVUVELLI21, R. Bóndabrauð 63,00 72,00 14,3% Þriggjakornabrauð 86,50 98,50 13,9% Rúnnstykki án/birki 14,50 16,50 13,8% Jólakaka 142,00 162,00 14,1% ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14% Verfti desember Vcrft. lanuar Verfthækkun I G. ÓLAFSSON & SANDHOLT LAUGAVEGI36, R. Heilkornabrauð 80,30 90,00 12,1% Möndlukaka ■169,40 193,00 13,9% Rúqbrauð 134,20 153,00 14,0% Snúðar 33,00 38,00 15,2% ALGENG VERÐHÆKKUN' 13-14% GRENSÁSBAKARÍ LYNGÁS111, GARÐABÆ Kornbrauð 38,60 43,90 13,7% Þriggjakornabrauð 77,20 87,75 ' 13,7% Tvíbökur í pk. 109,15 124,00 13,6% Jólakaka 144,35 164,00 13,6% ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14% GULLKORNIÐ IÐNBUÐ 2, GARÐABÆ Franskbrauð form. 13,00 49,00 14,0% Fjögrakornabrauð 87,00 99,00 13,8% Rúnnstykki 16,00 18,00 12,5% Sandkakai 139,00 158,00 13,7% ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14% H. BRIDDE BAKARI HAALEITISBRAUT 58 - 60, R. Heilhveitibrauð heil 60,00 66,00 10,0% Maltbrauð 60,00 65,00 8,3% Rúnnstykki 18,00 20,00 11,1% Snúðar 40,00 44,00 10,0% ALGENG VERÐHÆKKUN 10-11% HLÍÐABAKARÍ SKAFTAHLÍÐ 24, R. Kombrauð 66,00 76,00 15,2% Vfnarbrauð 34,00 39,00 14,7% Maltbrauð 36,00 44,00 15,8% Sandkaka 280,00 322,00 15,0% ALGENG VERÐHÆKKUN 15-16% KORNIÐ HJALLABREKKU 2, KÓP. I Heilhveiti formbrauð 57,00 65,00 14,0% Bóndabrauð 75,00 66,00 14,7% Heilhveitihorn 27,00 31,00 14,8% Tebollur 40,00 45,50 13,8% ALGENG VERÐHÆKKUN 14-16% Veift i desembcr Verft i |.inu.v Vciðhækkun 1 KÖKUBANKINN MIÐVANGI41, HAFNARFIRÐI Þriggjakornabrauð 78,00 102,00 30,8% Rúgbrauð seytt sn. 52,00 64,00 23,1% Rúnnstykki 17,00 21,00 23,5% Jólakaka 265,00 315,00 18,9% ALGENG VERÐHÆKKUN 20-25% MOSFELLSB AKAR f URÐARHOLTI3, MOSFELLSBÆ Heilhveitibrauð 55,00 63,00 14,5% Þriggjakornabrauð 76,00 86,00 13,2% Kringlur 22,00 24,00 9,1% Vinarbrauð 31,00 35,00 12,9% ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14% MYLLAN áKEIFAN 11, R. Heilhveitibrauð 57,70 65,55 13,6% Maltbrauð 7 sneiðar 39,95 44,70 11,9% Rúnnstykki 4 stk. í pk. 55,25 62,75 13,6% Vínarbrauð 2 stk. í pk. 57,10 64,85 13,6% ALGENG VERÐHÆKKUN 13-14% NÝJA KÖKUHÚSIÐ SMIÐJUVEGI26, KÓP. Bóndabrauð 92,00 107,00 16,3% Formbrauð 58,00 67,00 15,5% Möndlukaka 144,00 167,00 16,0% Snúðar 38,00 44,00 15,8% ALGENG VERÐHÆKKUN 15-16% SVEINN BAKARI ÁLFABAKKA12, R. Ðóndabrauð 83,00 98,00 18,1% Formbrauð 53,00 76,00 43,4% Heilhveitihorn 32,00 38,00 18,8% Snúðar 38,00 47,00 23,7% ALGENG VERÐHÆKKUN 20 - 25% ÞÖRSBAKARÍ BORGARHOLTSBRAUT19, kÓP. Rúnnstykki/kringlur 20,00 22,00 10,0% Pylsubr./hamborgarabr. 12,00 16,50 37,5% Heilhveitibrauð/formbr. 55,00 61,00 10,9% Normalbrauð 60,00 66,00 10,0% ALGENG VERÐHÆKKUN 10-11% Verð á brauðum og kökum hækkaði í kjölfar söluskattshækkunarinnar i byijun þessa mánaðar. Hins vegar var fellt niður vörugjald af sömu vörum frá 1. janúar sl. Áhrif breytinganna voru 10,3% verðhækkun á brauðum og kökum. Verðlagsstofnun kannaði hve verðið breyttist mikið hjá 19 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu og væntir þess að könnunin gefi góða visbendingu um almennar verðhækkanir i bakarium. Verðkönnun Verðlagsstofnunar: Allt að 25% hækkun á brauðum og kökum Söluskattshækkunin i byrj- un þessa mánaðar og afnám vörugjalds frá 1. janúar sl. leiddi til 10,3% verðhækkunar á brauðum og kökum. Verðlagsstofnun hefur kannað hvað verðhækkunin á þessum vörum hefur orðið mikil í reynd frá því í desembermánuði hjá 19 bakaríum á höfuðborgarsvæðinu. Leiddi könnunin eftirfarandi í ljós: — Aðeins tvö bakarí hækkuðu verðið að jafnaði um 10—11%, Bakarí H. Brídde, Háaleitisbraut 58—60, Reykjavík og Þórsbakarí, Borgarholtsbraut 19, Kópavógi. — Tvö bakarí hækkuðu verðið að jafnaði um 20—25%, Köku- bankinn, Miðvangi 41, Hafnar- fírði, og Sveinn bakari, Álfabakka 12, Reykjavík. — Tólf bakarí hækkuðu verðið á brauðum og kökum um 12—15%, tvö um 16—16% og eitt um 18—19%. Eins og kunnugt er hefur þeim tilmælum verið beint til verðlags- yfírvalda að verðlagsþróun verði veitt strangt aðhald á næstunni. Þess vegna hvetur Verðlags- stofnun forráðamenn bakaría og annarra brauðgerðarhúsa til að lækka núgildandi verð á brauðum og kökum til þess verðs sem í gildi var 1. desember sl. og hækka það að hámarki um 10,3%. Verðlagsstofnun mun kanna verð á brauðum og kökum í næstu viku og verður í kjölfar þess metið hvort þörf verður á að grípa til frekari aðgerða. (Fréttatilkynning) Þjóðhagsstofnun: Útlit fyrir stöðnun eða samdrátt í þjóðartekjum ÞJÓÐHAGSSTOFNUN telur að horfur tun ytri skilyrði þjóðar- búsins á þessu ári feli í sér stöðnun eða jafnvel lítilsháttar samdrátt í þjóðartekjum á þessu ári, eftir öran hagvöxt síðastliðin þijú ár. í yfirliti sem stofnunin sendi frá sér i gær kemur fram að þessar horfur setja þjóðarút- gjöldum þröngar skorður ef takast á að halda verðbólgu og viðskiptahalla í skefjum á næst- unni. Efnahagsvandinn, sem við er að etja, stafar þó ekki af óhagstæðum ytri skilyrðum heldur á hann fyrst og fremst rætur að rekja til mikill- ar aukningar þjóðarútgjalda umfram þjóðartekjur á síðasta ári. í frétt Þjóðhagsstofnunar segir að forsenda þess að betra jafnvægi komist á í þjóðarbúskapnum er að betra samræmi verði komið á milli þjóðarútgjalda og þjóðartekna en verið hefur. Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar og íjórir aðrir hagfræðingar stofnunarinnar kynntu í gær upplýsingar um þróun helstu þjóðhagsstærða á árinu 1987 og horfur um ytri skilyrði þjóðar- búsins á árinu 1988. Óvissa um niðurstöður kjarasamninga á al- mennum vinnumarkaði gerir það að verkum að stofnunin telur ekki forsendur til að ganga frá þjóð- hagsspá fyrir árið. Því hefur verið ákveðið að fresta birtingu nýrrar heildarspár um þjóðarbúskapinn í ár þar til línur skýrast betur. Upplýsingar benda nú til að halli á viðskiptum við útlönd á síðasta árí hafi veríð að minnsta kosti 6,5 milljarðar kr., sem svarar til 3% af landsframleiðslu. Þetta er mun meiri viðskiptahalli en áður hefur verið reiknað með. Hann stafar fyrst og fremst af afar mikilli aukn- ingu innflutnings á síðasta ári, sem rekja má til mikillar aukningar þjóð- arútgjalda. Horfur eru á að framleiðsla til útflutnings á þessu ári verði óbreytt frá því í fyrra. Að svo stöddu er einnig gert ráð fyrir óbreyttum við- skiptakjörum í ár, þótt fremur séu líkur á því að þau versni en batni. Kaupmáttur útflutningstekna ætti því ekki að breytast til muna á milli áranna 1987 og 1988. í yfirliti um þróun helstu þjóð- hagsstærða á síðasta árí kemur meðal annars fram að flest bendir til að rekstur botnfiskveiða og -vinnslu I heild hafí verið hallalaus á síðasta ári, annað árið i röð, og hefur þá verið tekið tillit til veru- legrar inngreiðslu í Verðjöfnunar- sjóð fiskiðnaðarins. Nú er hins vegar áætlað að afkoma botnfisk- veiða sé í jámum en botnfiskvinnsla sé rekin með tapi sem nemur 4—5% af tekjum. Þar munar mest um tap í frystingu sem nemur 7—8% af tekjum. Samtals virðist því vera tap á rekstri botnfiskveiða og -vinnslu sem nemur 2—4% af tekjum nú í ársbyrjun. Atvinnutekjur á mann eru taldar hafa aukist að jafnaði um 39% milli áranna 1986 og 1987. En verðbólga jókst mikið þannig að kaupmáttur atvinnutekna á mann jókst að með- altali um rúmlega 17%. Kaupmáttur ráðstöfunartekna jókst meira', eða um 18%, vegna léttari skattbyrði. Þjóðhagsstofnun segir að endur- Morgunblaðið/Einar Falur Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar kynnir upp- lýsingar stofnunarinnar á blaða- mannafundi í gær. skoðun þjóðhagsstærða fyrir árið 1987 bendi til þess að hagvöxtur á mælikvarða vergar landsfram- leiðslu hafi í fyrra verið tæplega 6,5%. Þjóðartekjur jukust nokkru meira, eða um 9% vegna betri við- skiptakjara en á árinu áður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.