Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Paul Watson: Ráðistverður geg'ii Islandi Segist hafa fundið fyrir samúð í varðhaldinu í ÞANN mund er Flugleiðaþotan sem flutti Paul Watson vestur um haf, lagði af stað skýrði unnusta hans, Jo-Anna Forwell, blaða- mönnum frá fundi þeirra Watsons á lögreglustöðinni á Keflavíkur- flugvelli. „Paul sagðist hafa fundið fyrir samúð við málstað sinn hjá ýmsum þeim sem hann hafði samskipti við meðan á vistinni stóð,“ hafði hún eftir Watson. Jo-Anna hafði einnig í fórum sínum eftirfarandi yfirlýsingu frá Paul Watson: „í skýrslu minni hjá lögreglunni sagði ég að Sea Shepherd samtökin lýsi enn sem fyrr á sig ábyrgð á því að sökkva tveimur ólöglegu íslenskum hvalveiðiskipum, gagn- stætt því sem komið hefur fram frá yfirvöldum. íslensk stjómvöld hafa vísað mér úr landi og settt mig í ferðabann til Norðurlandanna, án þess að ákæra hafi verið gefín út og án þess að ástæður ferðabanns- ins hafi verið upplýstar. Stjómvöld meina mér um frelsi til að útskýra afstöðu okkar fyrir íslenskum fjöl- miðlum og íslensku þjóðinni. íslensk stjómvöld fara hjá sér í þessu máli. Ef íslendingar ákæra mig neyðast þeir jafnframt til að veija ólöglegar hvalveiðar sínar. Af þessum sökum hafa félagar okkar Coronado og Howitt enn ekki verið ákærðir. Hvers konar aðgerðir samtaka gegn hvalveiðum munu eftir sem áður beinast gegn skipum og veiðibúnaði sem íslendingar nota við ólöglegar hvalveiðar. Þjóð ykkar virðir að vettugi samþykktir Alþjóða hval- veiðiráðsins, jafnt og alþjóðalög og lögmál náttúrunnar. Meðyitaðir jarðarbúar munu ekki líða íslend- ingum að halda til streitu útiýming- arstefnu sinni gegn hvölum. Svo sannarlega mun verða ráðist að íslendingum f framtíðinni. Bundinn verður endir á þá glæpastarfsemi sem ólöglegar hvalveiðar em. Kraftar Sea Shepherd em helgaðir þessu markmiði. Við þurfum ekki Póst- og síma- málastofnun: Yillandi fyrirsögn MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi athugasemd vegna: „Vegna fyrirsagnar í frétt í Morgunblaðinu um verð á símtölum til útlanda vill Póst- og stmamálastof nunin taka fram eftirfarandi: Fyrirsögnin gefur til kynna að símtöl frá landinu séu þrisvar sinn- um dýrari en til landsins. Það dæmi sem fyrirsögn fréttarinnar vísar til á aðeins við næturtaxta símtala frá Bandaríkjunum. Eins og stendur í undirfyrisögn er hér um niðurgreidd símtöl að ræða. Mjög mismunandi verð er á símtölum frá hinum ýmsu Evrópu- löndum til Bandaríkjanna að degi til. Eftir nýlega hækkun símgjalda til útlanda kostar mínútan frá ís- landi til Bandaríkjanna 92 kr. en kostaði 1. október sl. 85 kr. Til samanburðar má geta þess að 1. október sl. voru símgjöld til Banda- ríkjanna frá Noregi 80 kr. mínútan, frá Svíþjóð 60 kr., Sviss 87 kr. og frá Spáni 122 kr. Til viðbótar má geta þess að símgjöld innanlands eru einnig mjög mismunandi eftir löndum. Til dæmis kostar mínútusímtal sam- kvæmt hæsta langlínutaxta 8,91 kr. á íslandi, í Noregi 17,37 kr., í Svíþjóð 9,53 kr., Sviss 9,10 kr. og á Spáni 13,06 kr. að biðjast afsökunar á því að sjá um íslendingar haldi lög. íslending- ar þora ekki að ákæra. Hvalveiðum íslendinga má líkja við sjórán fyrri tíma; þær eru siðferðilega óveij- andi." Þannig lýkur yfirlýsingu Watsons. Unnusta Watsons og fram- kvæmdastjóri Sea Shepherd deild- arinnar í London dveljast hérlendis fram yfír helgi. Þau munu meðal annars flytja ávörp á fundi á Hótel Borg í dag. Morgunblaðið/Sverrir Lögreglumaður fylgir Paul Watson úr Síðumúlafangelsinu í bO sem flutti hann til Keflavíkurflugvallar. Paul Watson vísað úr landi PAUL Watson var í gær vísað úr landi og fór hann í gærkvöldi í fylgd tveggja Iögreglumanna um borð í þotu Flugleiða, sem flutti hann til New York. Þaðan fer hann áleiðis til síns heimalands, Kanada. Watsons var vandlega gætt meðan beðið var eftir því að flugvélin sem flutti hann væri búin til brottferðar. Úr Síðumúlafang- elsi var hann fluttur með hraði suður á Keflavikurflugvöll þegar tæpar 2 stundir voru til áætlaðs brottfarartíma flugvélarinnar. Á flugvallarsvæðinu var þess vandlega gætt að engir aðrir en löggæslu- menn kæmust nærri honum. Þó leyfðu yfirvöld unnustu Watsons, Jo-Anna Forwell, að hitta hann á lögreglustöðinni. Á 40 minútna fundi þeirra skrifaði Watson yfirlýsinguna sem birtist hér annars- staðar á síðunni en að sögn Jo-Anna notuðu þau einnig tækifærið til að drekka úr kampavínsflösku sem þau höfðu með sér hingað til lands. Samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytisins hélt Watson því fram við yfirheyrslur hjá rannsóknarlögreglu ríkisins að hann hafi hvorki átt þátt í undirbúningi né framkvæmd skemmdarver- kanna á hvalbátunum tveimur og hvalstöðinni. Honum var vísað úr landi með tilliti til fyrra framferðis hans í íslenskri lögsögu og margítrekaðra yfirlýsinga hans sem beinst hafa gegn íslenskum hagsmunum, að því er segir í fréttatilkynningu frá dómsmálaráðu- neytinu.. sagði að brottvísun Watson yrði til- kynnt yfirvöldum í öðrum ríkjum Norðurlandanna. „Brottvísun er hægt að miða við ákveðinn tíma, til dæmis 5 ár, en í þessu tilviki gildir hún ótakmarkað," sagði Þor- steinn. „Önnur ríki Norðurlandanna geta hleypt honum inn í lönd sín, en þá verða þau að láta íslendinga vita af þeirri ákvörðun.“ Paul Watson var leiddur út úr Síðumúlafangelsinu kl. 16.30. Fyrir utan beið hvft Volvo lögreglubifreið, sem flutti hann í fylgd fjögurra lög- reglumanna til Keflavíkur. Um leið og Watson steig upp í bifreiðina sagði hann við fréttamenn að hann fengi ekki að tala um málið við al- menning, allt sem frá honum færi væri ritskoðað. Þá kvaðst hann ekki hafa dregið yfirlýsingar sínar um aðild að skemmdarverkunum til baka og sagði að lokum að Sea Shepherd samtökin bæru ábyrgð á þeim. Snemma f gær var ljóst að ákæruvaldið taldi ekki tilefni til opinberrar ákæru á hendur Watson. Þegar hann var til yfírheyrslu hjá rannsóknarlögreglunni barst kæra á hendur honum fyrir útgáfu á inni- stæðulausri ávísun. Ávísun þessa gaf Watson út þegar hann var hér við land með skip sitt og keypti á það olíu. Þegar olfufyrirtækið ætl- aði að leysa út ávísunina kom í ljós að engin innistæða var fyrir henni á reikningi Sea Shepherd samtak- anna í First Interstate Bank í Kalifomíu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins greiddi Watson skuld sína, 1100 dollara, eða um 40 þúsund krónur, um hádegið í gæ r . I fréttatilkynningu sem dóms- málaráðuneytið sendi frá sér síðdegis í gær segir meðal annars: „Hvað sem fyrri yfírlýsingum Paul Watson í ijölmiðlum og víðar líður Akranes: Leiðrétting í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um gjaldþrot Veitingahússins Stillholts á Akranesi kom fram meinleg villa sem ástæða þykir til að leiðrétta. Sagt var að veitingahúsið væri það eina í bænum, fyrir utan skyndibitastaði. Þetta er ekki rétt því á Hótel Akranesi er, og hefur verið um margra ára skeið, veit- ingasala. Morgunblaðið biðst vel- virðingar á þessu ranghermi. —JG hefur athugun ríkiásaksóknara á skýrslu um yfirheyrsluna og áður sendum rannsóknargögnum ekki gefíð tilefni til útgáfa opinberrar ákæru á hendur honum." Ráðuneytið ákvað, vegna fyrra ‘framferðis Watson og yfirlýsinga hans, að vísa honum úr landi og meina honum jafnframt endurkomu til landsins. Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu, sagði að með vísan til fyrra framferðis Watson væri átt við það þegar hann var hér við land árið 1985 á skipi Sea Shepherd samtak- anna. Þá reyndi hann að hindra hvalveiðar og var færður til hafnar af Landhelgisgæslunni. Þorsteinn Úr umferðinni í Reykjavík 21. janúar 1988 Árekstrar bifreiða urðu samtals 37 og í þremur tilvikum urðu slys á fólki. Kl. 14.45 varð þriggja bfla árekstur á Höfðabakkabrú og voru kona og barn flutt í slysadeild í sjúkrabifreið. Kl. 15.54 varð árekstur við Höfðabakka/Vatnsveituveg og var ökumað- ur fluttur í slysadeild. Kl. 23.04 varð árekstur í Eddufelli og var ökumaður fluttur í slysadeild. Tveir ökumenn voru kærðir fyrir að aka mót rauðu ljósi á götuvita. Kranabifreið íjarlægði 10 bifreiðir sem var illa eða hættulega lagt og ijölmargir fengu kæru fyrir ólöglega stöðu bifreiða. Skyndiskoðanir leiddu til margra kæra fyrir vanrækslu á aðalskoðu- nog vanrækslu á að tilkynna eigendaskipti. Kærur urðu samtals 40 fyrir umferðarlagabrot í fimmtudagsumferð- inni. QENGISSKRÁNIIMG Nr. 13. 22. janúar 1988 Kr. Kr. Ein. Kl. 09.15 Kaup Sala Dollari Sterlp. Kan. dollari Dönsk kr. Norsk kr. Sænsk kr. Fi. mark Fr. franki Belg. franki Sv. franki Holl. gyllini V-þ. mark ít. líra Austurr. sch. Port. escudo Sp. peseti Jap. yen (rskt pund SDR (Sérst.) ECU, evr. m. 36,81000 65,72400 28,76100 5,73770 5,78730 6,13350 9,06870 6,53640 1,05470 27,15600 19,60900 22,03860 0,02998 3,13370 0.27020 0,32520 0,28825 58,59600 50,41640 45,53950 36,93000 65.93900 28,85500 5,75640 5,80610 6,15350 9,09830 6,55780 1,05820 27.24460 19,67290 22,11050 0,03007 3,14390 0,27100 0,32630 0,28919 58,7870 50,58080 45,68800 35,99000 66,79700 27,56800 5,82360 5.72220 6,14430 9,03250 6,62490 1,07400 27,66330 19,95560 22,45870 0,03051 3,18780 0,27470 0,33000 0,29095 59,83300 50,54330 46,29390 Tollgengi fyrir janúar er sölugengi 28. des. Sjólfvirkur símsvari gengisskróningar er 62 32 70. Flskverð ð uppboðsmörkuðum 22. janúar. FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði Hsasta Lsegsta Meðal- Magn Heildar- verö verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 45,00 41,00 43,57 21,6 943.034 Þorskur(óst) 42,00 40,00 41,45 11.0 456.960 Ýsa 48,00 42,00 45,36 7,7 347.794 Ýsa(ósL) 43,00 43,00 43,00 2.7 119.770 Steinbítur 21,00 16,00 18,85 4.2 79.404 Keila 12,00 12,00 12,00 4,2 50.404 Samtals 39,26 53,8 2.110.791 Selt var aðallega úr Stakkavík og Sigurjóni Arnljótssyni. N.k. mánudag verða seld um 100 tonn úr Otri og 15 til 20 tonn af línufiski. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA í Njarðvík Þorskur 44,00 32,00 41,04 35,00 1.436.400 Ýsa 49,00 25,00 42,30 11,0 465.300 Ufsi 25,00 15,00 18,69 12,5 232.600 Keila 20,00 12,00 14,00 5,0 70.000 Annaö 29,46 12,5 368.200 Samtals 34,02 76,0 2.573.600 Selt var úr Unu í Garði GK, Eldeyjarboða GK og dagróörabátum. I dag veröur selt úr dagróðrabátum. FISKMARKAÐUR NORÐURLANDS á Akureyri Þorskur(ósL) 30,10 30,10 30,10 2,5 75.250 Selt var úr Sjöfn ÞH.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.