Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Minning: Theódór Grímur Guömundsson Theodór Grímur Guðmundsson er látinn, langt um aldur fram. Fráfall hans var okkur, félögum hans hjá Lánasjóði íslenskra náms- manna, mikið áfall. Theodór kom inn í stjóm Lána- sjóðs síðastliðið vor. Fljótt kom í ljós einlægur áhugi hans á lífskjör- um námsmanna. I starfi stjómar- innar er iðulega tekist kröftuglega á. Theodór reyndist þar ötull mál- svari námsmanna, hugrakkur og fylginn sér. Hann lagði sig allan fram, var fímur í málflutningi á fundum og hafði gaman af rökræð- um. Theodór var hugsjónamaður, sem bar hag lítilmagnans mjög fyr- ir brjósti. Hann hreif jafnaldra sína með sér og þeir höfðu valið Theo- dór til að gegna margvíslegum trúnaðarstörfum. Sárt er að sjá á eftir góðum dreng svo alltof, alltof fljótt. Stjóm og starfsmenn Lánasjóðs íslenskra námsmanna munu ætíð minnast Theodórs Gríms Guðmundssonar með hlýhug. Foreldrum hans og ástvinum sendum við samúðar- kveðjur. Fyrir hönd stjómar og starfs- manna Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Árdís Þórðardóttir, Elín Pálsdóttir. Kveðja frá Vöku Theodór Grímur Guðmundsson útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1986. Þaðan lá leið hans í Háskóla íslands þar sm hann hóf nám í sagnfræði. Theódór varð fljótt virkur í Fé- lagi vinstrimanna í Háskóla íslands og var fyrir þess hönd kosinn í Stúd- entaráð HÍ síðastliðið vor. Hann tók þátt í myndun meirihluta Félags vinstrimanna og Félags umbóta- sinna og var í kjölfar þess kosinn fulltrúi SHÍ í stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna og ráðinn framkvæmdastjóri Stúdentaráðs. í síðustu viku barst sú harma- fregn að Theódór Grímur væri látinn. Menn setti hljóða við þessa fregn, enda ávallt sárt þegar menn deyja á unga aldri. Þó að kynni Vökumanna af Theó- dóri hafí.verið stutt, þá er það ljóst, að þar fór starfsmaður og áhuga- + Ástkær eiginmaður minn, JÓIM JÚLÍUSSON prentari, Laugarásvegi 30, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 25. janúar kl. 13.30. Guðný Valgeirsdóttir. t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför dóttur minnar, stjúpdóttur og systur, GRÉTU BIRGISDÓTTUR. Birgir Jónsson, Guðmunda Hjálmarsdóttir og systkini. fullur maður. Skarð er fyrir skildi hjá Félagi vinstrimanna og í Stúd- entaráði. Vaka þakkar Theódóri fyrir samfylgdina og vottar ættingj- um hans og félögum í Félagi vinstrimanna innilega samúð. Benedikt Bogason, formað- ur Vöku, félags lýðræðis- sinnaðra stúdenta. Kveðja frá félögum í Félagi vinstrimanna HÍ Það var í ársbyijun 1987 að Fé- lagi vinstrimanna í Háskóla íslands barst öflugur liðsauki. Þá kom til starfa Theodór Grímur Guðmunds- son, nemi á 1. ári í sagnfræði. Fyrir dyrum stóð hörð kosningabarátta hér í háskólanum og vatt Teddi sér beint í slaginn. Það duldist engum, sem vann með Tedda, að hann hafði mjög ákveðnar skoðanir og hugsjónir, sem hann var reiðubúinn að leggja sig allan fram við að vinna að. Hann varð því fljótt einn af virk- ustu félögunum í baráttunni fyrir hagsmunum námsmanna og ávann sér mikið traust allra þeirra, sem kynni höfðu af honum. Eftir kosn- ingamar tók Teddi að sér hið erfiða starf fulltrúa. stúdenta í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og framkvæmdastjóra stúdentaráðs. Það er óvanalegt að nýliði í stúd- entaráði og 1. árs nemi gegni slíkri stöðu en Teddi setti sig gaumgæfí- lega inn í öll mál og undirbjó störf sín vandlega. Hvergi var komið að tómum kofunum hjá honum varð- andi málefni LÍN. Það átti ekki við Tedda að vinna störf sín með látum eða hávaða. Hann leit á sig sem starfsmann allra stúdenta og sóttist ekki eftir athygli og viðurkenningu heldur árangri. Eljusemi og nákvæmni vom þau vopn í hagsmunabar- áttunni, sem honum var eðlislægast að beita. Teddi var hugsjónamaður og hafði stundum á orði, þegar á bratt- an var að sækja, að honum fyndust stúdentar almennt ekki skoða mál- efni sín í nógu víðu pólitísku samhengi eða taka nægilega virkan þátt í baráttunni fyrir eigin hags- munum og bama sinna. Teddi var líka góður vinur og félagi. Hann lét sig aldrei vanta þar sem vinstrimenn komu saman til að gera sér glaðan dag. Á slíkum stundum átti hann það gjaman til að varpa fram frumsömdum spak- mælum eða orðatiltækjum. Margar þessara setninga urðu fleygar innan okkar raða og lifa enn góðu lífi, líkt og verk hans og allar minning- amar um ánægjulega samvem- stundir í starfí og leik. Eftir Tedda liggur geysimikil vinna, sem bæði er haldgott vega- nesti’í átökum framtíðarinnar og gmnnur að mörgum góðum málum. Nú, þegar við kveðjum fallinn félaga og vin, er það okkur helst til huggunar að mega taka upp merki hans og halda áfram að beij- ast fyrir þeim hugsjónum, sem hann lifði fyrir. Fjölskyldu Tedda sendum við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Félag vinstrimanna HÍ Það var að kvöldi 12. janúar, að bróðir minn hringir til að tilkynna lát einkasonar síns. Við slíka óvænta harmafregn setur mann hljóðan og verður mjög tregt um tal, og erfitt með að viðurkenna staðréyndir fyrir sjálfum sér. Theodór Grímur Guðmundsson fæddist á Blönduósi 9. mars 1966, sonur hjónanna Elínar G. Grímsdóttur og Guðmundar Kr. Theodórssonar, fjórða bam þeirra í röðinni. Þijár dætur eldri, en tvær bættust við í þennan myndarlega og vel gerða bamahóp. Theodór Grímur fæddist nokkr- um dögum eftir lát Theodórs afa síns og sem nærri má geta auga- steinn foreldra og systra. Þessi fallegi drengur með dökka hárið og mikið okkur kær allra í fjöldskyld- unni, en þá vorum við nýlega flutt suður, en margar eru ferðimar sem famar hafa verið á milli og oft hefur verið gist á Húnabrautinni hjá bróður mágkonu og bömum þeirra. Árin líða í faðmi fjölskyldu, námi lokið sem hægt er að stunda heima og þá er farið í menntaskól- ann á Akureyri, en þar býr elsta systir Theodórs Gríms og var hann námstímann inn á heimili systur sinnar og manns hennar, en þau reyndust honum sem bestu foreldr- ar. Snemma kom fram áhugi hans á félagsmálum og tók virkan þátt í þeim, samviskusamur svo af bar við þau störf sem og annað sem hann tók að sér, hægur, prúður og elskulegur drengur, en samt ákveð- inn í skoðunum. Þegar voraði fór hann heim og vann á sumrin í mjólkursamlaginu á Blönduósi, en þar starfaði Theodór afí hans til æfiloka og faðir hans er búinn að vinna þar mörg árin. Theodór Grímur útskrifast stúdent frá menntaskóla Akureyrar af félags- fræðibraut, 17. júní 1986 og innrit- ast í Háskóla Islands í sagnfræði um haustið sama ár. Þá var orðið styttra á milli og kom hann oft inn á okkar heimili og höfðum við ánægju af. Alltaf var sama hlýja viðmótið og þakka ég nú þær sam- verustundir sem við fjölskyldan áttum með honum. Hann var fulltrúi vinstri manna í Lánasjóði íslenskra námsmanna á vegum stúdentaráðs. Sumarvinnu- starf var hann búinn að fá í Finn- landi síðastliðið vor, en hætti við það og tók að sér starf á skrifstofu stúdentaráðs, vegna áhuga síns á félagsmálum og hagsmunamálum stúdenta. Lífð er tilviljunarkennt, hann deyr sama dag og Stefanía, amma hans, 12. janúar, en hún dó árið 1982. Það er mikil eftirsjá í svo efnilegum og vel gerðum ung- um manni, en við geymum öll minninguna um góðan dreng. Jarðarför hans fer fram laugar- daginn 23. janúar frá Blönduóss- kirkju. Megi góður guð styrkja og styðja bróður minn, mágkonu, dætur, tengdasyni og böm þeirra, í þeim miklu sorg og almáttugur guðs frið- ur fylgi frænda mínum til nýrra heimkynna.' Ragnhildur A. Theodórsdóttir + Þökkum innilega hlýhug og samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og afa, ÁRNA SIGURÐSSONAR fyrrverandi hafnsögumanns, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starsfólks deildar 5-A Borgarspítalanum. Ólafía Kristjánsdóttir, Sigurlfna Árnadóttir, Eydis Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum öllum þeim er sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við fráfall og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar, sonar míns og bróður okkar, HILDIMUNDAR GESTSSONAR, Lágholti 9, Stykkishólmi, Guð blessi ykkur öll. Þórhildur Halldórsdóttir, Hólmfríður Hildimundardóttir, Halidór Hildimundarson, Hólmfriður Hildimundardóttir og systkini hins látna. + Innilegar þakkir til þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför ÓLAFS ÁGÚSTS ÓLAFSSONAR bónda, Valdastöðum í Kjós. Ásdis Steinadóttir, Unnur Ólafsdóttir, ÁsgeirOlsen, Ingi Steinar Ólafsson, Ninna B. Sigurðardóttir, Ólafur Þór Ólafsson, Þórdís Ólafsdóttir, Tómas Ólafsson, Sigfríð Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Námskeið í sjáJfsvitund ÞRÍDRANGUR gengst fyrir námskeiði í sjálfsvitund í dag og á morgun. Leiðbeinandi verður Gísli Þór Gunnarsson sálfræð- ingur. Gísli Þór Gunnarsson sálfræðing- ur hefur varið lokaritgerð sína The Revolution of Consciousness við i ríkisháskóla Kalifomíu í San Fran- cisco. í fréttatilkynningu frá Þrídrangi segir að hann hafi sett saman helgamámskeið sem Ieiði þátttakendur í gegnum völundarhús sjálfsvitundarinnar. Námskeiðið verður haldið þessa helgi, 23.-24. janúar, í Þrídrangi, Tryggvagötu 18, frá kl. 11-18 báða dagana. Gísli Þór Gunnarsson Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt ermeð greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tek- in til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Sár er sá missir, þegar stúdentar missa svo skyndilega einn helsta fulltrúa sinn í baráttunni fyrir rétt- látum kjömm. Sárara er þó að svo ungur maður sem Thedór, með alla þá möguleika sem framtíðin kann að fela, skuli hverfa af lífsins braut jafn snemma. Theodóf, eða Teddi eins og hann kallaðist okkur á meðal, starfaði sem framkvæmdastjóri stúdenta- ráðs og fulltrúi stúdenta í stjóm Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Við sem sitjum í stjóm stúdenta- ráðs áttum því náið samstarf við Tedda, jafnframt því sem okkur gafst kostur á að fylgjast með starfí hans í lánasjóðnum. Setan í stjóm lánasjóðsins er án efa það starf sem mikilvægast er fyrir hags- muni stúdenta og nauðsynlegt að sá sem þar situr hafí skilning á lífi og lífskjömm stúdenta. Þessum skilningi bjó Teddi yfír og á þessum skilningi, ásamt djúpri réttlætis- kennd, byggði hann starf sitt. Þannig lagði hann með starfi sínu lóð á vogaskálar jafnréttis og auk- inna menntunarmöguleika öllum til handa. Jafnframt var Teddi óþreyt- andi við að sjá til þess að hinir fjölmörgu umbjóðendur hans fengju réttláta afgreiðslu á sínum málum innan lánasjóðsins. Stjóm stúdentaráðs kveður Theodór með söknuði, hlýhug og þakklæti fyrir hans framlag til bættra námsmöguleika, við munum einbeita okkur að því að halda áfram starfí í hans anda. Fjölskyldu hans og vinum vottum við okkar innilegustu samúð í þeirra miklu sorg. Stjórn stúdentaráðs Háskóla íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.