Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 11 Einstök sjónvarps- mynd List og hönnun Bragi Ásgeirsson Það er örsjaldan, að ég horfí á sjónvarp á sunnudagseftirmiðdög- um. Mér er þannig farið eins og mörgum öðrum íslenzkum myndlist- armönnum, að sá tími er einna notadrýgstur til listrænna athafna. En fyrir tilviljun og af því að ég átti erindi í hús leit ég rétt aðeins á skjáinn um miðjan dag sl. sunnu- dag og birtist þá um leið á honum mynd um ameríska listhönnuðinn Raymond Lævy, en því miður missti ég af myndinni um Le Corbusier, sem gerir minna til, því að ég þekki list hans út og inn. Þó hefði ég mjög gjaman viljað sjá hann einnig, og bæta þarmeð enn við þekkingu mína, en ég hafði því miður ekki litið á dagskrá sjónvarpsins þennan dag. Það verður þó að skrifast á annarra reikning en minn, því að dagskrá sjónvarpsstöðvanna undanfarið hef- ur vægast sagt verið rislág og áhuginn eftir því ákaflega takmark- aður. Þessar tvær myndir, sem báðar voru afburða g'óðar, koma frá Frans, svo að kannski ættu skjástöðvamar að líta í fleiri áttir en til afþreyingar- iðnaðarins ameríska svona til að forða því að fá tækin í hausinn af reiðum píslarvottum, — ég tala nú ekki um íslenzka undanrennu þessa ófögnuðs. Hvortveggja sjónvarp og mynd- bönd em stórkostlegir miðlar, ef rétt er á málum haldið, en einnegin upplögð afsiðunartæki. Svo komið sé að kjama málsins, þá er ég mjög sæll og glaður yfir því að hafa fengið tækifæri til að njóta þáttarins um hinn mikla franskfædda hönnuð þeirra vestra. Það vill nefnilega svo til, að ég sá sýningu á tæknibyltingunni í Banda- ríkjunum á ámnum 1918—1940 í Brooklyn-listasafninu í desember 1986, sem nú er orðin víðfræg, enda seldust allar sýningarskrámar upp og em nú orðnar að fágætum safii- gripum og þegar maður talar um sýningarskrár í sambandi við slíkar sýningar er maður að tala um bæk- ur, og þá oft þykka doðranta, vel hannaða og fulla af frábæmm ljós- myndum. Ferill Raymond Lævy hefst ein- mitt upp úr 1940, svo að þessi mynd var ákaflega góð viðbót við fyrr- nefnda sýningu. Þessi mynd sýndi og betur en nokkuð annað þýðingu iðn- og list- hönnunar í nútíma þjóðfélagi og einkum á hún brýnt erindi hingað á norðurslóðir, þar sem áhuginn á þessari hlið framleiðslunnar er svo til nývaknaður, en er í mikilli fram- sókn. Raymond Lævy iiefur verið algjör snillingur á sínu sviði og hin mikla fjölhæfni hans ber vott um annað tveggja óvenju mikla meðfædda hæfileika eða mjög góða undirstöðu- menntun, — en helst hvort tveggja. Ég hef sjaldan séð hlutina setta fram á jafn einfaldan og ljósan hátt, og hér vom kvikmyndatökumennim- ir í einu og öllu með á nótunum. Það sem einkenndi Raymond Lævy öðm fremur var mjög djúp og þroskuð skynræn tilfinning fyrir viðfangsefnunum hveiju sinni ásamt ríkri skapandi tilfinningu og þýðing þessara atriða kom mjög vel fram í myndinni. Gerðu hana svo spennandi á köflum, að jafnvel almennir sjón- varpsneytendur, forstokkaðir af léttmeti, nutu myndarinnar út í æs- ar. Mig langar að gera það að tillögu minni, að báðar þessar myndir verði endursýndar í sjónvarpi á góðum tíma að kvöldlagi og að á eftir þeim fari fram umræður í sjónvarpssal. Myndimar eiga nefnilega mjög brýnt erindi til okkar fyrir gríðarlegt upp- lýsingagildi um mál, sem um margt eru vanþróuð hér á landi og þekking á reiki, þótt hér sé um að ræða hluti, sem varða uppbyggingu og hag hvers metnaðarfulls nútíma- þjóðfélags. < § < Q g SÓl ÍÚRVALI UU PÁSKANA! noRiDJr Sólin á Florida styttir okkur veturinn. Flogið er beint til Orlando sem er skemmtileg borg með litskrúðugu mannlífi. Þar eru góðar verslanir og lokkandi steikhús í úrvali. Disneyworld og Seaworld skemmtigarðarnir eru skammt undan. Þeir sem kjósa strandlíf velja um St. Petersburgh við Mexíkóflóa eða Coco Beach sem er Atlantshafsmegin. 2 vikur Verð frá kr. 33.750,- KANARÍ- EYJARW Kanaríeyjar undan strönd- um Afríku bjóða vetrarlúnum íslendingum sumarsœlu um miðjan vetur. Úrval býðurgist- ingu þar í smáhýsum, íbúðahótelum og hefðbundn- um hótelum. Sólskin, strendur, hlýr sjór og afslappað andrúmsloft eru meðal ástœðna fyrir vinsœld- um vetrarferða til Kanaríeyja. Úrvalsfararstjóri: Auður Sœmundsdóttir 2 vikur Verð frá kr. 28.703,- .jSSé- KÝPUÍfa' Vikulegar Kýpurferðir eru meðal spennandi nýjunga sumarsins. Kýpur er á mörkum þriggja heimsálfa; Afríku, Asíu ogEvrópu ogþaðan erstutt til Grikklands, ísraels og Egypta- lands. Kýpur á sér œvalanga sögu ojg merkilega menningu. Urvalsfarþegar á Kýpur dvelja á sólarströnd en stutt er á sögu- frœgar slóðir. 16 dagar Verð frá kr. 31.550,- * Verð miðast við hjón með tvö börn undir 12 ára aldri. FERÐASKRIFSTOFAN URVAL - fólk sem kann sitt fag! Pósth ússtrœti 13.Sími 26900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.