Morgunblaðið - 23.01.1988, Síða 34

Morgunblaðið - 23.01.1988, Síða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Halla Larsdóttír Útstekk — Kveðjuorð Fædd 7. ágúst 1923 Dáin 15. janúar 1988 „Ef ég kem suður þá kem ég á Grandann" var hún Halla mín vön að segja, og hún var mikið ljós í bænum þá sjaldan hún hafði tæki- færi til að dvelja hjá okkur. Ég mun ætíð vera forsjóninni þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast henni Höllu og eiga hana að vini. Það byijaði allt með því að Sjöfn bróðurdóttir hennar kom til mín að hjálpa til á heimilinu og gæta Leifs sonar míns, sem þá var tveggja ára. Þegar voraði fann ég að mín góða bamfóstra var orðin þungt haldin af heimþrá. Hún sagð- ist búa á Útstekk á Eskifirði hjá föðursystur sinni og tveim föður- bræðrum. Ég heyrði á öllu að þetta fólk var henni mikið kært. Ég spurði hana að því hvort hún vildi ekki taka litla manninn með sér austur þar sem ég var að fara í leikferð þá um sumarið. Þau fóru austur, Sjöfn og Leifur, og ekki hefur verið tekið illa á móti pilti af þessu góða fólki þar á bæ, því röddin glitraði af hamingju í hvert * skipti sem mamma hringdi frá ein- hveiju landshominu. „Ég fæ draut og slátur hjá Höllu, það vola gott.“ ... Ég kann að dansa." „Kanntu að dansa?" „Já, ég dansa fyrir Höllu mína.“ Hver var hún þessi Halla sem sýndi baminu mínu alla þessa umhyggju? Hann var svo hjól- beinóttur þessi elska, að læknamir höfðu í hyggju að skera hann upp að hausti. Það þarf ekkert að skera í fætuma á honum Leifi mínum, sagði Halla við mig í símann. Seinna frétti ég að hún útbjó heimatilbúið " lýsi til að styrkja litlu beinin og einhver ráð hafði hún í umhyggju sinni því lítill maður kom heim að hausti með beina fætur, og læknar fundu enga skýringu á þessum óvænta bata. Hann var 10 sumur hjá fólkinu sínu á Útstekk og gat aldrei beðið eftir því að skólanum lyki svo hann kæmist til þeirra. Þegar ég svo hringdi að hausti og sagði að nú væri mig farið að langa til að fá strákinn suður sagði Halia alltaf sömu setninguna í símann: „Æ, er sumarið svona stutt!“ Og nú á þessum tímamótum þegar hún Halla mín er dáin liggur við að ég segi þessa setningu eitthvað út í íjarskann: „Er sumarið svona stutt?" Það er svo erfítt að hugsa sér sumar án þess að koma á Ut- stekk og fá að sitja í fallega þrifa- lega eldhúsinu hjá Höilu njótandi nærveru hennar þar sem hún sat við eldavélina með pínulitla kaffí- bollann sinn í höndunum. Oft vorum við búnar að hlæja að þessum örsmáa kaffíbolla en þannig vildi Halla hafa það, þegar hún heim- sótti mig í Reykjavík fór hún ekki að kunna vel við sig fyrr en hún var búin að fínna sér örlítið sinneps- glas fyrir kaffílöggina sína. Stund- Leiðrétting- í KVEÐJUORÐUM hér í blaðinu í gær um Halldóru Guðrúnu Tryggvadóttur brenglaðist und- irskrift á kveðjunni. Nafn þess sem Ijóðið gerði og kveðjunni lauk með (Guðný Jónasdóttir) kom sem undirskrift. En undir greininni átti að standa Gurrý og Gúndi. Um leið og þetta er leiðrétt er beðist velvirðingar á mistökunum. TÖLVUPRENTARAR um fór ég að velta því fyrir mér hvað það var í fari Höllu sem gerði það að verkum að öllum leið vel í návist hennar. Kannski var það það, að hún leyfði engum að gera lítið úr sjálfum sér. Ef ég fór að segja henni að hún fyndi kannski ekki þvottaefnið í skápnum hjá mér, því ég væri ekki alltof dugleg að taka til í eldhússkápnum, þá varð Halla ströng á svip og sagði fastmælt: „Þú þarft ekki að reyna að segja mér að þú sért einhver óreiðumanneskja Gunna mín, ef ekki er snyrtilegt í skápnum hjá þér þá er það af því að þú hefur ekki haft tíma til að sinna öllu því sem þú þarft að gera.“ Ég nefni þetta dæmi, því án þess að vita það tókst Höllu alltaf að hlú að sjálfs- virðingu þeirra sem í kringum hana voru. Það er til fólk sem við mætum á lífsleiðinni sem sýnir okkur þá mannkosti í hógværum kærleika að alla æfi mun minning þeirra fylgja okkur. Slík manneskja var Halla, það er dýrmæt gjöf að hafa fengið að vera henni samferða. Og nú þegar ég kveð hana ætla ég að hugsa um daginn sem við fórum í bíltúr út í Hólmaborgina. Ég hafði orðið svo hissa þegar Halla sagði já við kvabbi mínu um að taka sér nú frí í góða veðrinu og slæpast með mér. Hvílíkur dag- ur! Auðvitað var Sjöfn með í förinni og sem við sátum í sumardýrðinni þama á Hólmahálsinum sagði Sjöfn mér að í dag væri afmæli Höllu. Ég leit í kringum mig. Engjnn veislusalur gat verið fegurri en flörðurinn hennar og fyöllin sem höfðu hlúð að henni allt frá bam- æsku, þar sem hún ólst upp hjá góðum foreldrum í stómm systkina- hóp. Þannig kaus Halla að eyða aftnælinu í faðmi náttúmnnar, en samt þar sem hún gat séð heim á Útstekk. Guðrún Ásmundsdóttir Núna er hún Halla mín dáin. Hún sem var mér sem mamma þau tíu sumur sem ég var á Útstekk í sveit sem lítill strákur. Alltaf hafði hún miklar áhyggjur ef hún vissi ekki af mér á ömggum stað og fór það oft í taugamar á litlum strák en margt var það sem ég lærði og reyndi hjá heimilisfólkinu á Útstekk sem ég á eftir að búa að alla æfí. Halla var sú myndarlegasta hús- móðir sem ég hef séð, sveitaheimilið þeirra geislaði af myndugleik og hreinlæti. Sjaldan sá ég hana eftir að ég hætti að fara austur á sumr- in en oft hugsaði ég þangað. í þau fáu skipti sem ég sá hana fyllti hún hjarta mitt með hlýju og nægju- semi. Þegar hún kom í heimsókn fann hún sér alltaf minnsta kaffí- bollann sem til var, settist svo niður í rólegheitunum, virti fyrir sér stressaða heimilisfólkið sem var alltaf í kappi við tímann. Það fylgdi henni alltaf svo mikil ró og friður að við löðuðumst öll að henni og gátum talað við hana um alla heima og geima. Alltaf gat hún minnt mann á að hafa trú á sjálfum sér og því sem maður var að gera. Það er sárt að eiga ekki eftir að sjá hana Höllu aftur í þessu lífi en eitt er þó víst að henni líður vel þar sem hún er núna. Kveð ég elsku Höllu. og þakka henni fyrir allt. Leifur Björn Hyundai Excel. meðfimm á íslenskum markaði með 5 ára ábyfgð. Hyundai (borið fram hondæ), er bíll fyrir skynsamt fólk sem vill eiga vel hannaðan, þægilegan, öruggan og endingargóðan bíl, án þess að þurfa að kosta allt of miklu til. Excel kostar frá 428 þúsund kr ónum og er betur búinn en gengur og gerist með bíla í sama flokki. arnir séu aðlagaðir viðkomandi markaði, t.d. Hyundai Excel er sterkbyggður og hann- eru allir bílarnir sem seldir eru hér á landi aður til að þola rysjótt verðurfar og misgóða búnir styrktu rafkerfi og með sérstakri vegi. Hann er með framhjóladrifi og sjálf- ryðvörn. Auk þess er Excel fyrsti bíllinn stæðri fjöðrun á hverju hjóli, sem hvoru 'WARDS AUTOMATIVE REPORTS Hyundai er í dag einn mest vaxandi bíla- framleiðandi heims og selur nú bíla í 65 þjóðlöndum. Hyundai Excel hefur verið mest seldi, innflutti bíllinn, bæði í Bandaríkj- unum og Kanada, síðustu 18 mánuði*. Þenn- an árangur má þakka þeirri einföldu stað- reynd að Excel er rétt byggður og rétt verð- i x r'• • t £_ »x / x i x i /|

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.