Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Morgunblaðið/Þorkell Krístinn E. Hrafnsson við verðlaunatillögu sína. Samkeppni um gerð umhverfislistaverks Myndlist BragiÁsgeirsson Eins og kunnugt er þá efndi Menningarmálanefnd Reylq'avíkur til samkeppni um gerð umhverfís- listaverks á torgið norðan við Borgarleikhúsið. Var öllum íslenzk- um myndlistarmönnum heimil þáttaka í samkeppninni og var þeirri hugmynd beint til þeirra, að þeir hugleiddu samspil höggmyndar við sírennandi vatn — heitt og/eða kalt. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og verðlaunað tvær tillögur, eins og upphaflega var gert ráð fyrir, en alls bárust 35 tillögur og þar af nokkrar eftir sama aðilann. Eru til- lögumar allar til sýnis í Austursal Kjarvalsstaða fram til sunnudags- kvölds 24. janúar. — Einhvem veginn virðist hafa verið takmarkaður áhugi á þessari samkeppni meðal myndlistarmanna af þekktari gráðunni, og eiginlega kannast ég ekki við helming þátttak- enda. Hér veldur sennilega, að verðlaunaupphæðin er merkilega lág miðað við mikilvægi samkeppninnar og það, að vinna og heilabrot flestra þeirra, sem þátt tóku i keppninni, mætti meta fyrir sömu upphæð á almennum vinnumarkaði. Verkeftiið er mjög áhugavert og spennandi og þvi undrar það mig, að ekki skyldu fleiri þekktir mynd- listarmenn spreyta sig á því. Enn meira undninarefni er mér það, að flestir þátttakendanna virðast hafa verið úti að aka við gerð tillagna sinna, því að of mörg þeirra virka sem sjálfstæð skúlptúrverk og án beinna tengsla við vatn, gufu og hvað þá byggingamar allt í kring. Og að auki er ákaflega lítið um frum- lega hugsun í þeim og þann upp- hafna kraft, sem nauðsynlegt er að sé í slíku verki. Jafnvel verðlaunatil- lagan er ekki ýkja frumleg, þótt hún sé án vafa mest í anda upprunalegu hugmyndarinnar kringum þessa samkeppni. Það er ljóst, að þeir, sem hyggj- ast taka þátt í slíkum samkeppnum, þyrftu að geta einbeitt sér að verk- efninu einu í nokkra mánuði og helst leggja land undir fót og skoða með eigin augum beinar hliðstæður í út- löndum. Það eru til mörg hrífandi lista- verk, sem tengjast vatni, og mögu- leikamir em ótæmandi og jafnvel er mögulegt að láta vatnsflauminn sjálfan verða að hluta listaverksins, tengjast því og umvefja. Hér var þannig ekki alveg rétt staðið að verki, áhugi takmarkaður jafnt með- al myndlistarmanna sem almenn- ings, sem lætur ekki sjá sig á sýningunni — umræður engar né reynt að koma þeim í gang, því að þeir, sem fjalla um myndlist í fjöl- miðlum, vom ekki kallaðir á vett- vang. íbúð í Hafnarf irði Nýkomin til sölu 3ja herb. íbúð um 70 fm á jarðhæð við Hringbraut. Engar skuldir. Laus strax. Einkasala. Opið í dag frá Árni Gunnlaugsson, hrl., kl. 13.00-16.00 Austurgötu 10, sími: 50764. Til sölu við Bergþórugötu 3ja herb. íbúð á 1. hæð í nýju húsi. íbúðin selst fullbúin til afhendingar í maí í vor. Örn ísebarn, byggingameistari, sími31104. ItoffigfM máö Umsjónarmaður Gísli Jónsson í 418. þætti var rætt um mis- munandi fleirtölu af hringur. Ljóst er af heimildum að upphaf- lega var hún hringar. Við það bætti ég: „En gömul held ég líka að fleirtalan hringir sé. Vera má að máli skipti um hvers kon- ar hringa/hringi talað sé. Kannski finn ég eitthvað um það seinna." Nú hef ég kannað þetta mál eilítið betur með góðri aðstoð þeirra hjá Orðabók Háskólans (OH). Elstu dæmi um fleirtöluna hringir, sem OH hefur úr íslenskum bókum, er að finna í Guðbrandsbiblíu (1584). Sig- urður Breiðfjörð (1798-1846) notaði þessa fleirtölumynd í rímum sínum, og set ég tvö dæmi því til staðfestingar. Hið fyrra er úr Númarímum (4,22) og er skáldið að lýsa skjaldmey er Númi sá liggja sofandi: Húðin skæra hönd og fótinn hægt í kringum vafin er. Um sívöl lærin liðamótin litla hringi marka sér. Þessi vísa er langhenda, en svo eru hér stikluvik (þríhend) en þar er skáldið að lýsa hjátrú í mansöng fjórðu rímu af Aris- tómenesi og Gorgi: Ýmsir sjá um háa heið hringi, ljós og sólir. Tunglið spáir skaðaskeið, skatnar fá ei varast neyð. í Nýrri sumargjöf handa bömum, sem prentuð var í Káupmannahöfn 1841, eru m.a. leiðbeiningar um skrift, og segir þar [stafsetningu haldið]: „Það er kostur skriffegurðar- innar, að menn eiga hægra með að lesa viðstöðulaust og skilja það, sem vel er ritað og skil- merkilega, enn skrift þá, sem eigi er annað enn hlikkir, rófur og hringir." Fleiri slík dæmi eru til, og sést af þessu að orðmyndin hríngír er gömul. En upphaf- lega fleirtalan hringar lifði og ágætu lífi. Mér datt í hug að kannski væri aðeins önnur fleirtölumynd- in höfð, ef orðið 'hringur væri notað í mjög yfírfærðri merk- ingu eins og þegar mönnum hugkvæmdist að nota það orð um fyrirbæri sem á ensku er nefnt trust (=auðhringir/- hríngar). En sama tilbreytingin virðist vera þar. í Andvara 1910, bls. 201, segir Bjöm Þórð- arson, síðar dr. juris og forsætis- ráðherra: „Þeir ætla, að þar sem þeirra er mest þörf, sje svo háttað, að þeir kaupmenn sem verzla með íslenzkar afurðir myndi svo sterka hringa (trusts).“ Tveimur ámm seinna segir Guðmundur á Sandi í Skími (hér tekið upp úr ritsafni hans, 6. bindi, bls. 419-420): „En samtakafésýslumenn mynda hringi og hvirfingar til fjárbragða og taka á þann hátt strandhögg og ræna byggðimar, þótt öðmvísi sé að farið en að fomu fari, þegar víkingar vom á ferðinni." Sem sagt hringar hjá Bimi Þórðarsyni 1910, en hringir hjá Guðmundi Friðjónssyni 1912, þegar þeir skrifa um auðmanna- félög (tmsts). Niðurstaðan af þessu öllu saman verður þá sú, að fleirtalan hringar sé tvímælalaust upp- hafleg, hringir sé og gömul mynd, en nú sé engin regla um notkun þessara orðmynda. Órannsakað er hér vissulega hvemig stærðfræðingar fara með þetta orð í fræðum sínum, og er fræðsla um það vél þegin. Þá ætlar umsjónarmaður að gefa orðið um sinn Kristjáni frá Snorrastöðum: „Heill og sæll Gísli... 1. Sammála er ég um fölið, en það stappar nærri að mér fínnist kvenkynið, fölin, engin Ú'arstæða, og mig minnir fast- lega að ég hafi heyrt það, en segi það aldrei. 421. þáttur 2. Gor — úr kindarvömb t.d. — er víðsfjarri að ég hafí heyrt í karlkyni. 3. Jógúrt. Um það get ég sætt mig við hvort tveggja, hvor- ugkyn og kvenkyn, en ég heyri það svo lítið á orði haft að mér er óljós venjan í því sambandi. 4. Kók vildi ég helst aldrei þurfa að nefna, slík hryllingar yfírráð sem það hefur í mannlíf- inu, en ekki myndi ég biðja um tvo kóka, heldur tvær flöskur af kóki. 5. Um kögur er ég sammála ykkur Bemharði [Haraldssyni] og hef ekki annað heyrt. 6. Sama máli gegnir um mör- inn. 7. Regnskúr er í mínum huga ævinlega kvenkyns. Raunar er alger óþarfí að nefna regn- eða rigningarskúr. Skúr er væta sem styttir upp — skiptir skúrum. Skúr, karlkyns, er bygging upp við annað hús með hallandi þaki á einn veg... Vertu margblessaður." Bestu þakkir til Kristjáns fyr- ir hressileg bréf fyrr og síðar. Umsjónarmaður hefur um sinn ekki jagast mikið út af málfari á opinberum vettvangi, en kemur ekki úr hörðustu átt, svo að ekki verði um þagað, þegar fréttamaður ríkissjón- varpsins segir (kvöldfréttir 15. jan. sl.): „vegna breytingu"? Hér á auðvitað að segja vegna breytingar, og er þetta svo „bamaleg" villa að furðu má gegna. En Hlymrekur handan kvað af engu tilefni: Vort líf er þvi lögmáli háð, að líkjast mun uppskera og sáð. í Kana þó breyttist það vatn, sem þar veittist, í vín fyrir guðs sonar náð. Prufu-hitamælar -r 50 til + 1000 C í einu tæki meö elektrón- ísku verki og Digital sýn- ingu. Sfiiumteiiugiiuiir. oJkS>ini©®(S)irD VESTURGOTU 16 - SfMAR 14630 -21480 Til sölu sláturhús og frystihús á Svalbarðseyri við EyjaQörð. Nánari upplýsingar veitir bankastjóm Samvinnubankans, Bankastræti 7, Reykjavík. Samvinnubanki íslands hf. SOIUSTJ LARUS Þ VALDIMARS L0GM J0H Þ0RÐARS0N H0L SIMAR 21150-21370 Til sölu og sýnis auk annarra eigna: Einstaklingsíbúð í lyftuhúsi 2ja herb. innarlega v/Kleppsveg, 36,1 tm nettó á 3. hæð. Skuldlaus. Laus í júnf nk. 4ra herb. íbúðir við: Vesturberg 3ja, hæð 99 fm. Ágæt sameign. Laus 1. júli nk. Austurberg 1. hæð, 99,6 fm. Sérþvh. Bílsk. Vinsæll staöur. Eyjabakka 89,2 fm. Sérþvh. Stór og góður Bilskúr 47,7 fm. Selst ein- göngu í skipt. f. rúmg. 3ja herb. íb. í nágr. 2ja herb. einstaklingsíbúð Á vinsælum stað i Túnunum i kj. 44,3 fm samþykkt. Sturtubað. Nýtt verksmgler. Ræktuö lóð með trjám. Ákv. sala. Tilboð óskast. Með útsýni og siglingaaðstöðu Á fögrum útsýnisstað á Álftanesi. Steinhús. Ein hæð 155,5 fm nettó. Vel byggt og vandað. Stór og góður bílsk. 42,7 fm nettó. Stór sjávar- lóð m. frábærri siglingaaðst. Skuldlaus eign. Garðabær - Hafnarfjörður 3ja-4ra herb. ib. óskast til kaups f. fjárst. kaup. Teigar - Hlíðar - nágrenni Til kaups óskast 4ra-5 herb. íb. Góð útborgun strax við kaupsamn. kr. 2 millj. Fjöldi fjársterkra kaupenda margskonar eignask. Mikil milligjöf f boöi strax við kaupsamn. Ýms- ir bjóða útborgun á öllu kaupverði f. rétta eign. Opið í dag kl. 11.00-16.00. AIMENNA FASTEIGNASAIAN LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Marmarafíísar Karsnosbia.: 106. Sini 46044
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.