Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Morgunblaðið/RAX Áhugafólk um verndun Tjamarsvæðisins efnir til almenns fundar um ráðhúsmálið undir kjörorðinu „Ijömin lifi“ á Hótel Borg kl. 15.00 á sunnudaginn. Ráðhúsfundur á Hót- el Borg á sunnudag Gagnrýni Herdísar léttvæg - segir Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs Islands ÁHUGAFÓLK um veradun Tjaraarsvæðisins efnir til al- menns fundar um ráðhúsmálið undir kjörorðinu „Tjörain lifi“ á Hótel Borg kl. 15.00 á sunnudag- inn. Ávarp flytja Margrét Thoroddsen viðskiptafræðingur, Pétur Gunnarsson rithöfundur og Guðrún Pétursdóttir lektor. Flutt verður tónlist og kaffiveit- ingar verða á boðstólum. Hvatamenn að fundinum eru gegn áformum um smíði ráðhúss við Reykjavíkurtjöm og halda fram rökum sem em í aðalatriðum þessi: Tjömin er mikilvægasta kennileitið í hjarta Reykjavíkur, þar sem gömlu húsin, fuglalíf, vatn og gróður hafa hingað til ráðið svipmótinu. Götur anna ekki umferðarþunga á þessum elsta hluta borgarinnar, eins og dæmin sanna, og vegna staðhátta er ekki svigrúm til þeirra breytinga á gatnakerfí sem óhjákvæmilegar væm með tilkomu ráðhúss á þess- um stað. Bráðabirgðaáætlun um kostnað við byggingu þessa húss bendir til þess að hann næmi þriðjungi út: svara Reykvíkinga á einu ári. í vaxandi dýrtíð og þenslu er ekki réttlætanlegt að slík bygging hafí forgang, á meðan brýnni verkefni em látin sitja á hakanum. Lögformlegri kynningu á skipu- lagsdrögum með ráðhúsi hefur verið ábótavant. í þeim drögum að Kvosarskipulagi sem kynnt vom, er gert ráð fyrir húsi á föstu landi, sem að gmnnfleti jafnast á við þriðjung gmnnflatar þess húss sem nú er áformað að byggja. Af þessum ástæðum er mælst til þess að beðið verði með frekari undirbúningsframkvæmdir við Tjömina. Fyrirhugaðar fram- kvæmdir verði lögformlega kynnt- ar, á þann hátt að meginatriði svo sem breytingar á gatnakerfí og skerðing Tjamarinnar komi fram, áður en Kvosarskipulagið hiýtur endanlega afgreiðslu stjómvalda. (Fréttatilkynning) „Ég visa gagnrýni Herdísar al- gerlega á bug,“ sagði Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Verslunarráðs íslands er Morg- unblaðið leitaði eftir áliti hans á gagnrýni Herdisar Þorgeirs- dóttur ritstjóra Heimsmyndar á könnuninni. „Úrtakið var 2000 manns og svör bámst frá 1400. Könnunin er þvi mjög marktæk og ég held þvi fram að þetta sé best unna og vandaðasta könnun á tímaritamarkaðinum og fjöl- miðlum yfirleitt sem gerð hefur verið. Um þetta álit er viðtæk samstaða og gagnrýnisraddir fáar. Má segja að eina gagnrýn- in sem ég hef heyrt sé frá Herdísi og hún er léttvæg,“ sagði hann. Könnun Verslunarráðs var gerð af Félagsvísindastofnun Háskól- ans, en fulltrúar frá útgefendum, auglýsingastofum og auglýsendum unnu að undirbúningi hennar. „Ég held að allir sem eitthvað hugsa um þessi mál geri sér grein fyrir því að það hefði aldrei verið hægt að gera könnun sem þessa nema vegna samstarfs þessara hópa,“ sagði Vilhjálmur. „Ef gagn- rýna á könnunina á þennan hátt er einfaldlega verið að segja að það sé ekki hægt að gera slíka könnun. Undirbúningur hófst .í júní á síðasta ári er fundur var haldinn með útgefendum, auglýsingastof- .um og auglýseridum. Þá var ákveðið að nefnd tæki til starfa með fulltrúm allra þessara aðila og var auglýst eftir þeim sem hefðu áhuga á að starfa í nefndinni. Á fundinum var fulltrúi frá Heims- mynd, en aldrei kom fram ósk frá fyrirtækinu um að taka þátt í undir- búningnum. í undirbúningsnefnd- inni voru þrír fulltrúar frá útgefendum, þrír fulltrúar auglýs- ingastofa og fjórir fulltrúar auglý- senda. Könnunin var ekkert leyndarmál og Herdís vissi vel af henni. Hún fékk að segja sitt álit og koma með tillögur þrátt fyrir að hún sæti ekki í nefndinni. Það ríkti alger leynd yfír því hvenær gera ætti könnunina. Ein- ungis ég og starfsmenn Félags- vísindastofnunar vissum hvenær hún yrði gerð." Ekki taldi Vilhjálmur það vera óðelilegt að haft væri samráð um - segirHerdís Þorgeirsdóttir ritstjóri Heims- myndar HERDÍS Þorgeirsdóttir rit- stjóri tímaritsins Heimsmyndar dregur í efa vísindalegt gildi könnunar sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands gerði fyrir Verslunarráð íslands á lestri og skoðun timarita. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið að þar.sem tveir útgef- endur tímarita, þeir Magnús Hreggviðsson hjá Fijálsu fram- taki og Þórarinn J. Magnússon hjá Sam-útgáfunni, sætu í und- irbúningsnefnd könnunarinnar væri hugsanlegt að þeir hefðu haft áhrif á hana. Herdís telur að slík könnun eigi að vera al- gerlega óháð hagsmunaaðilum. „Það er ekki hægt að fullyrða að þessir útgefendur hafí haft áhrif á könnunina,“ sagði Herdís, „en það vekur grundsemdir að þeir skuli sitja í undirbúnings- nefnd fyrir hana og hafa þar af leiðandi vitneskju um framkvæmd hennar, svo sem tímasetningu og fleira. Þetta tel ég draga verulega úr vísindalegu gildi könnunarinn- hvaða spuminga ætti að spyija í könnuninni. Það væru þessir aðilar sem ættu eftir að nota niðurstöður könnunarinnar og tilgangslaust að gera könnun ef ekki væri nokkuð góð samstaða um að spumingamar væm einhvers virði. Svona könnun væri dýr og ekki hægt að gera hana nema margir tækju þátt í kostnaðinum. ar. Þessir tveir útgefendur hefðu til dæmis getað notfært sér að þeir vissu nokkum veginn hvenær könnunin átti að fara fram til þess að hrinda af stað kynningar- átaki.“ Herdís sagði að hendur vísinda- manna við Háskólann, sem gera slíkar kannanir, ættu að vera al- gerlega óbundnar. Samkoma í Fíla- delf íu í kvöld SÍÐASTA kvöldsamkoma Al- þjóðlegu bænavikunnar að þessu sinnl verður í kvöld í Fíladelfíu- kirkjunni og hefst kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins er sr. Magnús Bjömsson. Fulltrúar hinna ýmsu safnaða lesa ritningarorð. Kór Ffladelfíusafnaðarins syngur undir stjóm Ama Arinbjamarsonar. Einnig verður mikill almennur söngur. Alþjóðlegu bænavikunni lýkur á morgun, sunnudaginn. 24. janúar, með guðsþjónustu í Langholtskirkju kl. 14.00. Þar prédikar sr. Ágúst Eyjólfsson frá Rómversk-kaþólsku kirkjunni, sóknarprestur í Maríu- kirkjunni í Breiðholti. Sr. Sigurður Haukur Guðjónsson þjónar fyrir altan. (Fréttatilkynning) Könnun á lestri og skoðun tímarita; Dreg í efa vísindalegt gildi könnunarinnar Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs: íslendingar eiga mikla möguleika að þessu sinni - segir Jóhann Hjálmarsson formaður dómnefndarinnar DÓMNEFND Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs kemur saman til tveggja daga fundar í Þórshöfn í Færeyjum eftir helgina þar sem ákveðið verður hver hlýtur verðlaunin. Á mánudaginn verða bókmenntir Norðurlandanna frá árinu 1987 kynntar í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn, en á þriðjudaginn greiðir dómnefndin atkvæði um þær bækur sem lagðar hafa verið fram. Að þeim fundi lokn- um verða úrslit gerð kunn á blaðamannafundi. Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson sitja í dómnefndinni fyrir hönd íslands og er Jóhann formaður dómnefndarinnar. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið að bækumar sem íslendingar iegðu fram að þessu sinni, Tíma- þjófurinn eftir Steinunni Sigurð- ardóttur og Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson, stæðust full- komlega samjöfnuð við þær bestu sem hinar þjóðimar tilnefna. „Þetta era mjög sterk verk og ég tel að íslendingar hafí mikla möguleika á að hljóta verðlaunin Gluggaútstilling í tilefni bókmennta- verðlauna Norðurlandaráðs Verðlaunahafi Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs verður tilnefndur í Þórshöfn í Færeyjum næstkomandi þriðjudag, 26. janúar. Önnu Einarsdóttur verslunarstjóra í Bókaverslun Snæ- bjaraar þótti því vel við hæfi að stilla þeim bókum sem eru tilnefndar út í sýningarglugga verslunarinnar. Fremst á mynd- inni era þær bækur sem tilnefndar eru fyrir íslands hönd,; Grámosinn glóir eftir Thor Vilhjálmsson og Tímaþjófurinn eftír Steinunni Sigurðardóttur. Auk þeirra eru bækur frá Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Færeyjum og Lapplandi. í dóm- nefnd sitja fyrir íslands hönd Jóhann Hjálmarsson og Sveinn Einarsson. að þessu sinni,“ sagði hann. „Af öðram bókum sem ég tel athyglisverðar er ljóðabókin Und- er Mausolæet, eftir Danann Henrik Nordbrandt, skáldsagan Gerdt Bladhs undergáng, eftir Finnan Christer Kihlman. Einnig mætti nefna skáldsöguna Gobi. IJjengis Khan, eftir Norðmanninn Tor Áge Bringsværd og skáldsög- una Svarta villan, eftir sænska ljóðskáldið Emst Brunner sem er ákaflega vel skrifuð. Síðan er við- amikið ljóðrænt verk, Ruoktu váimmus, eftir Samaskáldið Nils Aslak Valkeapaa. Þar speglast daglegt líf Samana fyrr og nú í ljóðrænum innileik. Allt era þetta bækur sem vekja athygli og hljóta að koma sterklega til greina," sagði Jóhann. Bækumar sem lagðar era fram að þessu sinni, auk (slensku skáld- sagnanna, era skáldsagan Hva’- for en hánd vil du ha’, eftir Vita Andersen og ljóðasafnið Under mausolæet, eftir Henrik Nord- brandt frá Danmörku, skáldsög- umar Gerdt Bladhs undergáng, eftir Christer Kihlman og Tainar- Jóhann Hjálmarsson. on, eftir Leena Krohn frá Finnl- andi, skáldsögumar Gobi. Djengis Khan, eftir Tor Áge Bringsværd og Ave Eva. En herregárdsroman, eftir Edvard Hoem frá Noregi, skáldsögumar Bamsben, eftir Lars Ardelius og Svarta villan, eftir Emst Branner frá Svíþjóð, ljóðasafnið Tjoraðu plankamir stevna inn í dreymin, eftir Jóanes Nielsen frá Færeyjum og ljóðasaf- nið Ruoktu váimmus, eftir Samann Nils Aslak Valkeapáa. Tveir fulltrúar era í dómneftid- inni frá hveiju eftirtalinna landa: Danmörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð en Færeyingar og Samar hafa einn fulltrúa hver. • ’
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.