Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 51 Isafjörður: Sjómannastarfið á vegum Salem Til Velvakandá. „Nú árið er liðið í aldanna skaut, og aldrei það kemur til baka.“ Þannig kvað sr. Valdimar Briem, og þetta erum við minnt á við hvert áramót. En, „hvers er að minnast, og hvað er það þá, sem helst skal í minningu geyma“? Mér verður efst í huga að taka undir með Davíð hjarðsveini er síðar varð konungur í ísrael. „Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans.“ Sálm 103: 1—2. Megum við íslendingar ekki í sannleika lofa Drottin fyrir gæsku hans og náð? Hagsæld til lands og sjávar, svo það má segja að „landið fljóti í mjólk og hunangi" þó menn kunni ekki með það að fara og mesta vandamálið virðist vera hvemig takmarka megi alla matvælafram- leiðslu meðan svo fólk í öðrum heimshlutum ferst úr hungri. Hér er illa farið með þau auðæfi sem Guð gefur, og honum er sjaldnast þakkað, og undantekning er það ef maður heyrir það frá ráðamönn- um þjóðarinnar, sem um þessi mál fjalla. Til þeirra vil ég beina þessum orðum Jesú: „En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis og þá mun allt þetta veitast yður að auki.“ Matt. 6:33. Þið teljið ykkur vera kristna. Ég minni aftur á orð Frelsarans: „Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvem annan, eins og ég hefi elskað yður ... Þér emð vinir mínir, ef þér gjörið það sem ég býð yður.“ Jóh. 15:12—13. „Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín.“ Jóh. 14:14. „Sæl er sú þjóð, sem á Drott- in og Guð.“ Sálm 33:12. „Ó, land, land, land, heyr orð Drottins." Jer. 22:30. „Svo mælti Drottinn: Nemið staðar við veginn og litist um og spyijið um gömlu götumar, hver sé hamingjuleiðin og farið hana svo að þér finnið sálum yðar hvíld." Jer. 6:16. Jesús sagði: „Éger vegur- inn og sannleikurinn og lífíð.“ Jóh. 14:6. „Komið til mín, allir þér sem erfiðið og þunga emð hlaðnir og ég mun veita yður hvfld.“ Matt. 11:28. Salem sjómannastarfíð á ísafírði á margar góðar minningar frá liðnu ári. Ég vil þakka Guði fyrir gæsku hans og náð mér til handa, hversu hann hefir leitt mig og styrkt í þessari þjónustu. í bók Predikarans standa þessi orð: „Varpa þú brauði þínu út á vatnið, því þegar margir dagar em um liðnir munt þú finna það aftur." 11:1. Jesús er brauð lífsins, og þann mun ekki hungra, sem til hans kemur." Jóh. 6:35. Þessu brauði, orði Guðs og vitnis- burðinum um Jesúm hefir verið varpað út á vatnið í bókstaflegri merkingu í 42 ár gegnum þetta starf og margar sannanir em fyrir því að menn hafí mettað sína hungr- uðu sál þar af. „Þitt heilagt orðið heims í nauð, sé, herra kær, vort daglegt brauð. Oss leiðsögn holl um harmadal, og himins inn í gleðisal." (H.H.) Orðinu var sáð. Farið var um borð í um 400 skip og báta íslensk og 110 erlend. Gefnar vom 10 Biblí- ur, 45 Nýja testamenti, 15 Passíu- sálmar og mikið af smærri Biblíuhlutum, kristilegum blöðum og ritum á 35 tungumálum. Um 300 jólapakkar og kveðjur til sjó- manna, sem fjarri vom heimilum sínum um hátíðina, þar af var um helmingur erlendir sjómenn. Þetta er ákaflega vel þegið og hefir bless- un í för með sér og ávallt berast margar kveðjur frá skipshöfnum á hafi úti. Það er mér mikil gleði og uppörvun, að halda þessari þjónustu áfram meðan Guð gefur mér heilsu og krafta til þess. Hann sér um ávöxtinn. Honum ber því heiðurinn og dýrðin. Ég bið Guð að blessa sjómennina og aðstandendur þeirra. Eg bið Guð að blessa og leiða for- seta vom og ríkisstjóm. Vemm öll samhuga í bæninni að hér megi verða „gróandi þjóðlíf með þverr- andi tár, sem þroskast á Guðsríkis- braut“. (M.J.) Ég vil þakka öllum, sem á einn eða annan hátt hafa stutt þetta starf, og bið Guð að launa þeim ríkulega, þó ég viti raunar að þeir vænta ekki endurgjalds, en Biblían segir þó að „Guð elskar glaðan gjaf- ara.“ 2. Kor. 9:7. Ég vil einnig í leiðinni þakka þeim mörgu sem í verki hafa sýnt áhuga og fómfysi fyrir kirkjubygg- ingu Salem-safnaðarins. Þar hefír verið unnið stórvirki fyrir hjálp Guðs og margra góðra vina. Því verki verður haldið áfram. Þama mun rísa veglegt guðshús, honum til dýrðar og mörgum til blessunar. Höfum það í huga. „Guði séu þakk- ir, sem gefur oss sigurinn, fyrir Drottin vom Jesúm Krist.“ 1. Kor. 15:57. í Guðs friði. Sigfús B. Valdimarsson segja frá því? Waldheim og vondu mennimir Ágœti Velvakandi. Skúli Helgason, prentari, ritar r heldur óhugnanlega grein nmtudaginn 14. janúar sl. sem nn kallar. „ódseðisverk ísraels- anna“. Greinin er svo full af itri, fordómum og viðbjóði að ngt er síðan önnur eins ritsmíð .fur sést f fslensku blaði. Greinin er öll svo ofstœkisfull og merkileg að mér dettur ekki í hug ð eltast við einstaka liði hennar. att að segja átti ég erfitt með að tta mig á hvað getur valdið svona lUgarfari, þangað U1 ég kom að íðustu setningunni sem er svona. Væri ckki tilvaliö fynr alhem.8- áð gyðinga að snúa sér af fullu afli að þvf að upplýsa heimsbvggð- ina um fortið ráðamanna í lsrael, í stað þeas að rembast eins og rjúp- an við 8taurinn við að að leita að einhverjum skít til að kasta í Kurt Waldheim.“ Þarna liggur hundurinn grafinn. Eins og kunnugt er hefur Waldheim legið undir miklu ámœli fyrir aðild sfna að striðsmaskínu nasista. Hann hefur oftar en einu sinni verið stað- inn að því að segja ósati um fortið sfna. Ekki er ég þess umkominn cð dæma um hvort hann hefur framið einhver sérstök ódeeðisverk umfram þau sem þýski herinn vann almennt í styrjöldinni. En hann q- „persona non grata“ í Bandaríkjun- um og ekki beinlínis hægt að segja að rigni yfir hann heimboðum ann- ars staðar frá. Gyðingum er, að Vonum, Iftt um manninn gefíð. Þarna er að leita aðalorsakanna fyrir brœði Skúla Helgasonar. Hann sækir greinilega hugmyndir sínar og siðfræði til vinnuveitenda Wald- heims á áninum 1939—1945. f því ljósi skulu skrif hans skoðuð. Óli Tynes, blaðamaður Má ekki - svarvið til- skrifi Óla Tynes Ágæti Velvakandi. Ég þakka Óla Tynes fyrir tilskrif- ið, þótt mér, að óreyndu, hefði aldrei dottið það í hug, að reyndur blaðamaður kalli skrif um stað- reyndir ofstæki. Illa held ég að komið væri fyrir blaðamönnum ef þeir mættu ekki skýra frá stað- reyndum, aðeins lýsa grunsemdum. Hvers konar blaðamennska yrði það? Það er ofstæki að halda eigin skoðanir þær einu réttu, en hafna umsvifalaust skoðunum annarra. Gyðingar, eins og ýmsir aðrir sér- trúarhópar, telja sig þá einu guðsútvöldu og haga sér í samræmi við það. Allir aðrir hljóta að fara til helvítis. Finnst Óla Tynes svona mikið til um menn eins og Begin og Shamir? Óneitanlega minna þeir mig illilega á forfeður sína, þá Herodes og Kaifas. Allir álíka geðugir, en hvergi minnist ég þess, að sagt sé frá því í sögunni, að þeir síðar- nefndu hafí verið sannir að aftökum með eigin hendi. Þetta er þó stað- reynd um þá fyrmefndu. Má ekki segja frá því? Það að reyna að réttlæta gerðir gyðinga í ísrael núna finnst mér svipað og bætast í þann kór, sem forðum var boðið að velja og æpti þá af öllum kröftum: „Barrabas, Barrabas!" Fyndist einhveijum það eftirsóknarvert? Skúli Helgason, prentari FÉLAG JÁRNIÐNADARMANNA AllsherjaratkvæðagreiðsSa Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar-. atkvæðagreiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðar- manna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðar-. mannaráðs félagsins skal skila til kjör- stjórnar félagsins á skrifstofu þess á Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt með- mælum a.m.k. 82 fullgildra félagsmanna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 vara- menn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18.00 þriðjudaginn 2. febrúar nk. Stjórn Félags járniðnaðarmanna. Við byrjum hvern dag í „ heilsumánuöinum " með laufléttum morg- unteygjum iKringlunni kl. 9.30 undir stjórn Janusar Guðlaugsson- ariþróttakennara. Þú ' getur gert þessar æf- ingar hér í Kringlunni með okkur eða hvar sem er. Þæreru sér- staklega œtlaðar vinnandi fólki: ibúð- inni, fn/stihúsinu, i eldhúsinu, við tölvuna, ritvélina eöa núna meðan þú lest Mogg- ann. Munið aó gera þessar æfingar rólega og anda eðlilega á meöan. Dagskráin á „heilsíutorgum“ Kringlunnar f dag,. ( /öv S ^ tu ifl! í s Þúlyftirolnbogunumró- lega upp og færir hend- urnaruppogaftur. Siðan sveiflar þú höndun- um rólega fyrst til vinstri ogsíðantil hægri. pN *• n í í Þá spennir þú greipar ? hnakkaogfærirhökuna rólega að brjósti. .oks stigur þú öðrum f ær Iram, kreppirökklannog rallar boinum rólega yfir fótinn. / laugardag 23. janúar, erþannig að öðru leyti og munu þá eftirtald- iraðilarkynna starfsemi sina: Kl. 13-16: Hjúkrunarfræöingar Kl. 14-18: Körfuknattteikssamband Islands Kl. 14-15: Dansstúdíó Sóleyjar Kl. 14-15: Fimlelkadeild Gerplu Kl. 11-16: Áfengisvarnaráó Kl. 13-14: Trlmmnefnd ÍSI Kl. 10-16: Landlæknlsembættið Kl. 10-16: Vinnueftiríit ríkisins Kl. 10-16: Heilbrlgðlseftlrlit Reykja víkur og Hollustuvernd Komdu i’iA oy fúöu ráð og upplvsingar hjá sérfnefiingum um „fíETRI HEILSUÁ NÝJUARI" á Jmfsuto'rgum" Kringlunnar. Starfsfólk Kringlunnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.