Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 19

Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 19 bæjar- og sveitarstjómum, stéttar- félögum eða öðmm ráðum og stjómum svo og með ritstörfum. Sérstakt dæmi um íslenskan skólastjóra sem þegar fyrir tugum ára setti skóla sínum markmið og mótaði á fyrmefndan hátt stefnu skólans er Isak heitinn Jónsson. Enginn fór i grafgötur um það hver markmiðin vom, enda gætti hann þess vel að þau væm uppfyllt. Hann valdi sína kennara og gerði þeim grein fyrir þeirri miklu vinnu sem lægi í því að ná markmiðunum. En þá var heldur ekki kennara- skortur í landinu. Foreldrar og nemdendur vissu fyrirfram hvað og hvemig kennt var og öðluðust þá öryggistilfínningu sem foreldrum er nauðsynleg um nám bama sinna. En vissulega var líka úr meira fjármagni að spila en hjá almennum skólum. Talað er um aukið sjálfstæði skóla — sem er auðvitað alger for- senda fyrir einhverri þróun í menntamálum. En er það nóg? Hvað með kennaraskortinn? Skólastjóri: Ætli fáist kennarar að skóianum næsta vetur? Foreldrar: Fær bamið mitt kenn- ara? Hvað með kennslutíma bama — einsetinn skóla og vinnutíma for- eldra? Skólastjóri: Ætli það verði nauð- synlegt að setja 12 ára böm og 7 ára saman í stofu? Foreldrar: Klukkan hvað verður bamið í skólanum? Get ég unnið hálfan daginn? Eins og áður sagði erum við að stefna inn í 21. öldina og okkur skortir enn stefnumörkun þjóðar- innar í skólamálum. Þó em skólam- ir og góð menntun kannski það sem skiptir sköpum um hverskonar þjóð- félagi við munum lifa í. Hvað á að gera til að koma til móts við kröf- umar um fræðslu um allt mögulegt — en engan aukinn tíma og fjár- magn til hennar? Viðhald tungunn- ar og aukið sjálfstæði skóla em aðeins ber orð — lítill hugur virðist fylgja máli. Skólastjórar í klemmu Getur hugsast að stór þáttur í vanda skólanna (gmnnskólanna) sé sá að skólastjórar séu bara góðir kennarar og hafí klemmst á milli ýmissa aðila í þeirra togstreitu um völd og kjör. Á ég þar m.a. við kennara, raunar stjóm og samn- inganefndir kennara, þar sem í em m.a. skólastjómendur. Þeir hafa ekki gætt þess sem skyldi að lyfta bæði kröfum sínum til stjómunar- þáttar skólastjóra og launa þeirra og kjára og styðja við bakið á þeim í skólapólitískum tilgangi, heldur þvert á móti — þannig að stjómun og fjármagn til skóla hefur orðið þrætuepli ríkis og sveitarfélaga. Þar er um að ræða þær stór- auknu kröfur sem sveitarfélög gera til skólastjómendanna í dag um alls konar þjónustu. Skólastjórar em starfsmenn ríkisins, en sveitar- félögin krefjast mjólkursölu — nestissölu — daggæslu bama — símavörslu o.s.frv. án þess að nokk- ur tími sé ætlaður til þess né fjölgun starfsmanna og úr verður stjómun- arlegur óskapnaður. Ef við ætlum að lyfta skólanum upp á það plan sem þarf til að leiða okkur inn í 21. öldina og áfram- haldandi líf í menningarþjóðfélagi þar sem menntun er undirbúning- ur undir lífið þá þarf að líta öðmm augum á stjómun skólans. Sjá töflu. Fróðlegt væri að vita, hver störf skólastjóra vítt og breitt um landið em raunvemlega. Þessi grein em ætluð til að vekja skólastjóra sjálfa til meðvitundar um hagi sína, og ekki síður skóla- nefndir, kennara og foreldra um mikilvægi þess fyrir einn skóla að hafa góðan skólastjóra, sem hefur möguleika á að sinna sínu raun- vemlega starfí sem leiðtogi/stjóm- andi og kennslufræðilegur ráðunautur. Þjóðfélagið er ekki eins og áður. Ekkert fyrirtæki er eins og fyrir 20—30 árum. Við skiljum samt ekki enn að skólinn þarf hæft fólk, bæði kennara og skólastjóra. Kartöflur Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Sagt hefur verið frá könnun í Japan sem leiddi í ljós, að menn gætu lengi lifað á kartöflunum ein- um saman að viðbættu örlitlu smjöri. Það er engan veginn verið að mæla með svo einhæfu fæði en kartöflumar standa áreiðanlega fyrir sfnu. Margar aðferðir er hægt að nota við matreiðslu á kartöflum, fyrir utan þessar venjulegu. Uppskrift- imar sem hér fylgja með geta vonandi komið sér vel þegar til- breytingar er þörf einhvem daginn. Romanoff-kartöflur 6 stórar kartöflur, 1 dös kotasæla, 2V2 dl sýrður ijómi, IV2 hvítlauksrif, marið, 1 tsk. salt, 1 púrra, í sneiðum, 120 gr rifinn ostur, smávegis paprika. Kartöflumar soðnar, afhýddar og skomar í litla bita. Saman við er blaridað kotasælu, sýrðum ijóma, hvítlauk, salti og púrru- sneiðum. Sett í smurt ofnfast fat, rifnum osti stráð yfír og bakað í ca. 30 mín. við 175°C. Ætlað fyrir 6—8 manns. Kartöflu-„souffle“ 6 stórar kartöflur, graslaukur, 300 gr. kotasæla, 2V2 dl sýrður ijómi, 1 tsk. salt, 4 eggjarauður, aðeins þeyttar, 4 eggjahvítur. Kartöflumar soðnar, afhýddar og stappaðar. Saman við er hrært graslauk, kotasælu, sýrðum ijóma og salti, blandað vel áður en eggja- rauðunum er bætt saman við. Að síðustu eru stífþeyttar eggjarauð- umar settar varlega saman við. Sett í vel smurt ofnfast form, bak- að í ofni í 40-60 min. við 170°C. Ætlað fyrir 6—8 manns. Kartöflu-„gratin“ 800 gr kartöflur, 2 meðalstórir laukar, 25 gr smjörlíki, 4—5 dl rifínn ostur, 2V2-3 dl hálfþeyttur ijómi, salt og pipar. Kartöflumar afhýddar hráar og skomar í sneiðar. Laukurinn skor- inn í sneiðar og brugðið í smjör til að mýkja. Kartöflusneiðamar sett- ar í lög í vel smurt ofnfast fat, " ofan á hvert lag er stráð salti og pipar, lauksneiðamar settar ofan á og osti stráð þar yfír. Rjómanum hellt yfír allt saman og kartöflum- ar settar neðarlega í ofninn, bakað í ca. 45 mín. við 175°C. Ætlað fyrir §óra. MENNVÐ EIGIN REKSTUR EÐA SJÁLFSTÆÐA S1ARFSEMI Sendið greinargerð um reiknað endurgjald fyrir árið 7 988 ítœka tíð. Umsókn um að senda skilagrein um reiknað endurgjald einu sinni á ári verðurþ ví aðeins tekin til greina að skattsljóra sé send greinargerð um reiknað endurgjald fyrir árið 7 988 ásamt skattkortum. Þeir sem vinna við eigin rekstur eða sjálfstæða starfsemi skulu reikna sér endurgjald (reiknuð laun) fyrir þá vinnu. Sama gildir um maka ef hann vinnur við starfsemina. Þetta endurgjald ber nú að áætla fyrirfram og senda þá áætlun til skattstjóra. Verði það ekki gert, ber skattstjóra að áætla endurgjaldið og staðgreiðsla verður þá greidd af þeirri upphæð. Eyðublöð vegna greinargerðar um reiknað endurgjald 1988 hafa verið send öllum þeim sem eru á launagreiðendaskrá og ber að skila þeim til skattstjóra 25. JANÚAR1988 Þeir sem falla undir þennan hóp en eru einhverra hluta vegna ekki á launagreiðendaskrá og hafa því ekki fengið viðkomandi gögn snúi sér til næsta skattstjóra. ■ RÍKISSKATTSTJÓRI Höfundur er skólastjórí.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.