Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
21
Mannlíf eða miimisvarðar
eftir Kristínu A.
Ólafsdóttur
Sameiginlegum fjármunum
Reykvíkinga verður ráðstafað 4.
febrúar nk., en þá mun borgar-
stjóm afgreiða Qárhagsáætlun
fyrir árið 1988. Meirihlutinn hefur
nú lagt fram frumvarp sitt og við
það hefur stjómarandstaðan ýmis-
legt að athuga. Breytingartillögur
em í mótun, en verða ekki fullgerð-
ar fyrr en við höfum viðrað þær
við borgarbúa og hlustað á athuga-
semdir þeirra og óskir.
Stjórnarandstaðan er nú í miðri
fundaherferð um borgina. í dag
boðum við íbúa Árbæjar, Seláss og
Ártúnsholts til fundar í Árseli kl.
13.00 og kl. 16.00 væntum við
Austurbæinga norðan Suðurlands-
brautar og Laugavegar í Glæsibæ.
Afstaðnir fundir hafa verið okkur
borgarfulltrúunum afar gagnlegir
og fullvíst að ábendinga íbúanna
mun gæta í fjárhagsáætlun stjóm-
arandstöðunnar og tillöguflutningi
á næstunni.
„Hins vegar erum við
algerlega andvíg því að
nota nærri hálfan millj-
arð á árinu til þess að
hefja smíði tveggja
stórhýsa, Tjarnarráð-
hússins og Vetrar-
garðsins svokallaða á
hitaveitutönkunum.
Engir biðlistar eru eftir
þessum framkvæmd-
um, nema borgarstjóri
hafi skráð sig á pláss í
Tjörninni. Samt á að
verja 340 milljónum í
ráðhúskjallarann og af
peningum okkar hjá
Hitaveitunni er ætlunin
að selja 124,5 milljónir
í hringsólandi veitinga-
hús, sem fullbúið mun
kosta meira en hálfan
milljarð.“
Kristín Á. Ólafsdóttir
boðna kennslu vegna aðstöðuleysis
og þurfa jafnframt að senda elstu
bömin í skóla í fjarlægum borgar-
hutum. Æskulýðsstarf fyrir ungl-
inga í þessum hverfum er í
skötulíki, aðstöðuna vantar. Þessar
ófullnægðu þarfír yngstu Reyk-
víkinganna brunnu heitast á for-
eldrum sem við hittum í Grafarvogi
og Breiðholti fyrr í vikunni. Enginn
kvartaði yfír ráðhúsleysi eða brenn-
andi þörf fyrir að fá sér snúning
með kaffísopa í Vetrargarðinum.
Húsnæðismál • Reykvíkinga
mætti líka bæta. Það þekkja þeir
sem synjað er um að komast inn í
verkamannabústaðakerfíð eða ráða
ekki við svimandi háa húsleigu á
almennum leigumarkaði. Biðlistar
eftir leiguhúsnæði borgarinnar eru
langir. Ráðamönnum borgarinnar
em þessar þarfír fullkunnar. Og
þeir muna kannski enn eftir loforð-
unum um hraða uppbyggingu
heilsugæslustöðva í kosningabar-
áttunni 1982. Breiðhyltingar em
a.m k. ekki búnir að gleyma því
að heilsugæslustöðin við Hraun-
bergið átti einu sinni að vera tilbúin
1987. Fmmvarp meirihlutans úti-
lokar að það hálfkaraða hús komist
í gagnið á þessu ári.
Við í stjómarandstöðunni mun-
um aldrei fallast á það, að í þessari
gósentíð borgarsjóðs verða aðeins
varið 421,5 milljónurr) króna til
framkvæmda við skóla, leikskóla,
dagheimili og gæsluvelli, á sviði
æskulýðsmála og íþrótta, til bygg-
ingar B-álmu Borgarspítala og
byggingar heilsugæslustöðva,
leiguíbúða og verkamannabústaða.
421,5 milljónir eiga að fara saman-
lagt í þessi knýjandi verkefni á
meðan glæsihúsin tvö fá 464,5
milljónir í sinn hlut. Sameiginleg
tillaga okkar að annarri forgangs-
röð mun meðal annars byggja á
þessums taðreyndum. Hún mun
einnig taka mið af því að þær 200
milljónir sem ætlaðar em til fram-
kvæmda í þágu aldraðra duga
hvergi til að bæta við á þessu ári
nýjum þjónustuíbúðum, en þeim
hefur ekki fjölgað um eina einustu
síðan fyrir kosningar 1986.
Á fundum okkar með Reyk-
víkingum hlustum við á óskir fólks
um betra mannlíf í borginni. Að
fundunum loknum göngum við frá
tillögum okkar um hvemig góðærið
mikla verður best nýtt í þágu fólks-
ins sem skóp þetta góðæri. Þess
er að vænta að þá verði glæsihús
og minnisvarðar settir á biðlista.
Fólkið á rétt á forgangi í þetta sinn.
Höfundur er borgarfulltrúi fyrir
Alþýðubandaiagið.
Digrir sjóðir
Fmmvarp meirihlutans ber vott
um mikið ríkidæmi borgarsjóðs og
stofnana borgarinnar. Þar liggja
seðlar Reykvíkinga í haugum og
fyrir þá má margt gera. Borgar-
stjóri og hans fólk heldur því fram
að þessir digm sjóðir séu stjómun-
arlist meirihlutans í rekstri fyrir-
tækisins að þakka.
í hólræðum um sjálfa sig geta
Sjálfstæðismenn þess ekki að með
lækkun verðbólgunnar fyrir fjórum
ámm urðu útsvarsgreiðslur Reyk-
víkinga borgarsjóði mun verðmæt-
ari en áður. Ekki þarf að minna
launafólk á að með kjaraskerðing-
um var þeirri illu bólgu náð niður
um tfma. Meirihlutinn útskýrir ekki
heldur sterka stöðu borgarinnar
með því að rifja upp stórfelldar
hækkanir á þjónustugjöldum eftir
að þeir náðu völdum á ný 1982.
Heimildir sýna að þá margfölduð-
ust greiðslur borgarbúa fyrir heitt
vatn, rafmagn, strætó, sund og
ýmislegt fleira. Enn ein ástæðan
fyrir gildum borgarsjóði er tuttugu-
földun á arðgreiðslu fyrirtækja í
eigu borgarinnar, svo sem Hita-
veitu, Rafmagnsveitu o.fl. til
sjóðsins frá árinu 1983. Þessar
arðgreiðslur nema tæpum 311
milljónum í frumvarpinu fyrir þetta
ár og munar um minna.
Að sjálfsögðu er fjárhagsleg
geta Reykvíkinga mikil vegna þess
að þeir hafa sjálfir greitt margar
og verðmiklar krónur til sameigin-
legra sjóða. Nú er að ákveða
hvemig þessum fjármunum verður
best varið f þágu borgarbúa.
í frumvarpi meirihlutans er boð-
uð mikil framkvæmdagleði á
nýbyijuðu ári. Stjómarandstaðan
tekur undir ýmislegt í þeirri áætl-
un, svo sem 150 milljónir til
Borgarleikhúss og 75 milljónir til
endurreisnar í Viðey, svo standa
megi við loforð frá afmælisári, er
borgin þáði gjöf frá þjóðinni.
Ráðhúskjallarí og
vetrargarður
Hins vegar erum við algerlega
andvíg því að nota nærri hálfan
milljarð á árinu til þess að hefja
smíði tveggja stórhýsa, Tjamarráð-
hússins og Vetrargarðsins svokali-
aða á hitaveitutönkunum. Engir
biðlistar era eftir þessum fram-
kvæmdum, nema borgarstjóri hafi
skráð sig á pláss f Tjöminni. Samt
á að veija 340 milljónum f ráð-
húskjallarann og af peningum
okkar hjá Hitaveitunni er ætlunin
að setja 124,5 milljónir í hringsól-
andi veitingahús, sem fullbúið mun
kosta meira en hálfan milljarð.QL
Kröfur Reykvíkinga um ráðhús
eða enn eitt veitingahúsið hafa
ekki verið áberandi. Bættar að-
stæður fyrir gamalt fólk, böm og
unglinga er aftur á móti nauðsyn
í þessari borg. Það brennur á þús-
undum Qölskyldna, um það hafa
verið skrifaðar fjölmargar greinar
og þess bera biðlistar glöggt vitni.
Um 1.000 aldraðir era á biðlista
eftir öraggu húsnæði eða hjúkrana-
rplássi. 1.900 böm bíða eftir vist
á dagheimili eða leikskóla.
— Eða raunveru-
legar þarfir
í nýrri hverfum borgarinnar eru
skólar útúrfullir, veita ekki alla lög-
NOUENCO
NOVENCO
HITABLÁSARAR
Fjölbreytilegir notkunar-
möguleikar fyrir stór og
smáfyrirtæki.
NOVENCO hitablásarar
fástístærðumfrá
4500-40000 kg kal/t
Tenging viö hitaveituvatn,
ketilvatn, og gufu.
Þreplaus stilling eöa
þriggja hraöa stilling.
Fljótvirk hitun og jafnt
loftstreymi.
Möguleikar áinntaki fyrir
ferskt k>ft til loftræstingar
og inntaki fyrir blandað loft
nilTUIMIM "
HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK
SÍMI: 685656 og 84530
Fjölskyldan
stendur saman
áskíöuin
Fátt er betra til að efla samstöðu innan
fjölskyldunnar en að fara á skíði í Bláfjöllum og
njóta samverunnar í snjónum. Ungur nemur,
gamall temur eða öfugt - brekkur eru við allra
hæfi.
Um helgar eru námskeið fyrir byrjendur og
lengra komna. Ef einhver vill koma með og prófa
er skíðaleiga í þjónustumiðstöðinni - allir geta
verið með.
BLÁFJALLA-
NEFND
Komið í BláQöU
og standið saman
-þaðerheilbrigð
skemmtun.
Símanúmer í Bláfjalla-
skála: 78400
Simsvari: 80111
Sölustaðir:
Sportval, Hlemmtorgi og Kringlunni.
Markið Ármúla 40.
Útilíf, Glæsibæ.
Bókaverslunin Veda, Hamraborg og Engihjalla.
Sundlaug Kópavogs.
HópferðabiÉreiðar Teits, Smiðjuvegi 46.
BYKO, Kópavogi og Hafnarfirði.
Iþrótta- og tómstundaráð, Fríkirkjuvegi 11.