Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Orgelkonsert Jóns Leifs í Stokkhólmi Tónlist Egill Friðleifsson Konserthuset í Stokkhólmi, 20. 1. 1988. Flytjendur: Fílharmoníuhljóm- sveitin í Stokkhólmi. Stjórn- andi: Andrew Litton. Einleik- ari; Gunnar Idenstam. Efnisskrá: H. Berlioz, Karnivai í Róm. J. Haydn, Sinfónía í B- dúr. Jón Leifs, Konsert fyrir orgel og- hljómsveit op. 7. B. Britten, Fjórar sjávarmyndir. Miðvikudagskvöldið 20. janúar sl. gerðist sá merki listviðburður í Konserthuset í Stokkhólmi að fluttur var Konsert fyrir orgel og hljómsveit op. 7 eftir Jón Leifs. Að útlendingar flytji tónverk íslenskra tónskálda erlendis gerist öðru hvoru. En að Orgelkonsert Jóns Leifs varð nú fyrir valinu, verk, sem við höfum ekki enn séð ástæðu til að flytja hérlendis, eru tíðindi og um leið áminning sem vert er að gefa gaum. Það væri synd að segja að Jón Leifs hafi verið óskabam þjóðar sinnar. Þvert á móti, honum og verkum hans var og er enn sýnt fálæti. Allan sinn starfsferil hér heima hafði hann storminn í fang- ið. Jón Leifs var umdeildur maður. Barátta hans fyrir réttindamálum listamanna olli slíkum kurr að fyrir það hlaut hann að gjalda. Hann hirti og lítt um stundarvin- sældir en hélt sínu striki á hverju sem gekk. Jón var einfari, sker á strönd mannlífsins, sem hratt frá sér ágjöfum samtímans. Ungling- ur hélt hann úr fásinninu til tónlistamáms út í hinn stóra heim. t Fékk hann þá ekki glýju í augun af allri dýrðinni? Aldeilis ekki, útlegðin skerpti vitundina um eig- in upprana. Og hvert var þá það músíkalska veganesti, sem Jón kom með í farteskinu að heiman? Það var fólgið í þjóðlegri list kvæðamanna, hijúfum tóni og til- breytingarlitlum á yfirborðinu. Andrew Litton Það var fólgið í tæram samhljómi tvísöngsins og trega þjóðlagsins. Músíkin var hrjmjandi og kveð- andi, hreyfing og hvfld í háttvísu samhengi orða, hljóða og tóna. Hin framstæða alþýðutónlist reyndist Jóni aflvaki átaka. Hann styrkti ljóðfall stemmunnar, und- irstrikaði áherslur taktskipta og litaði samhljóm tvísöngsins með öðram tónbilum, oftast þríund. Stfll Jóns er persónulegur og sér- kennilegur, auðþekkjanlegur og þjóðlegur, oft þunglamalegur og jafn einstrengingslegur, en í hon- um býr kraftur og kynngi sem sver sig í ætt við fomar sögur og kvæði. Jón Leifs er sjálfstæðasta og sérstæðasta tónskáld sem ís- land hefur alið. Orgelkonsertinn Konsert fyrir orgel og hljóm- sveit op. 7 mun Jón hafa samið á miðjum þriðja áratugnum og hefur, eftir því sem næst verður komist, aðeins verið fluttur tvisvar áður, í Wiesbaden árið 1935 og Berlín 1941. Síðan hefur verkið mátt rykfalla uppi á hillu þar til Svíar sýndu Jóni þann sóma að taka það til flutnings í stóra saln- um í Konserthuset í Stokkhólmi sl. miðvikudagskvöld. Það var Fflharmóníuhljómsveitin í Stokk- hólmi undir stjóm Andrew Litton ásamt ungum orgelsnillingi, Gunnari Idenstam, sem að því Gunnar Idenstam stóðu. Orgelkonsertinn er ekki í hefðbundnu konsertformi heldur er stór og rismikil passacaglia, þar sem sama stefið er endurtek- ið aftur og aftur í ýmsum myndum, en verkið er rammað inn með áhrifamiklum inngangi og eftirspili. Verkið gerir miklar og óvægnar kröfur til hljómsveitar og þó einkum einleikarans, sem hér stóð sig framúrskarandi vel og lék af eldlegum ákafa á hið stóra orgel hússins. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Gunnar Idenst- am náð miklum þroska í list sinni. Túlkun hans var ákveðin og vafn- ingalaus, tækni óaðfínnanleg og leikur allur kraftmikill og sann- færandi. Samvinna einleikara og hljómsveitar var mjög góð og flutningur í heild glæsilegur. Það var stór stund að fá að vera vitni að þessum listviðburði. Konsertin- um var og mjög vel tekið af áheyrendum, sem fylltu salinn og fögnuðu ákaft einleikaranum, stjómanda og hljómsveit. Auk orgelkonsertsins flutti hljómsveit- in verk eftir þá Berlioz, Haydn og Britten svo Jón var í góðum félagsskap þetta kvöld. Fflharm- óníuhljómsveitin í Stokkhólmi er góð hljómsveit, sem hefur á að konsert C Januari ^ 1988 ^ Arg.23 skipa mörgum færam hljóðfæra- leikuram, þar á meðal Ib Lansky Otto, homleikaranum góðkunna, sem bað fyrir bestu kveðjur til vina sinna á íslandi. Hljómsveitar- stjórinn, Andrew Litton, er ungur maður, þéttur á velli og snöggur í hreyfingum. Á stjómandapallin- um bar hann sig til eins og sá sem valdið hefur. I stuttu spjalli er undirritaður átti við hann kvað hann sér það nýja reynslu að ta- kast á við þetta verk Jóns Leifs. Það væri sterkt, sérkennilegt og mjög persónulegt. Hann sagði ennfremur að Jón Leifs minnti sig á bandaríska tónskáldið Charles Ives, ekki það að tónlist þeirra væri lík heldur þessi frumlega sjálfstæða hugsun og svo kjarkur- inn og áræðið að halda fast við sannfæringu sína. Eddu-óratorían Svíar eiga þakkir skildar fyrir að taka þetta verk Jóns Leifs til flutnings. Og hér skal ekki látið staðar numið. Þeir áforma að flyta Eddu-óratoríuna innan fárra ára hvorki meira né minna. Þetta era stór tíðindi. Hvenær föram við sjálfir að vakna? Vonandi verðum við menn til að sýna verkum Jóns Leifs þá athygli sem þeim ber. Það er kominn tími til. Til umhug'sunar Um leið og ég kom til Stokk- hólms gerði ég ráðstafanir til að fá að vera viðstaddur æfíngu hjá Fflharmóníuhljómsveitinni. Það var auðsótt mál. Lokaæfing er öllum opin og meira að segja aug- lýst sem slík. Samt varð ég ekki lítið undrandi er ég mætti á æfing- una, því Konserthuset, sem tekur um 1.800 manns, var troðfullt. Það var með naumindum að ég fékk sæti og var þó kominn stund- arfjórðungi fyrir tilsettan tíma. Þarna var fólk á öllum aldri. Kennarar komu með heilubekkina úr bamaskólum. Táningar og ungt fólk vora áberandi svo og eldri borgarar. Getum við eitthvað af þessu lært? Hvaðerhver . . . eða hver er hvað? _________Leiklist Jóhanna Kristjónsdóttir EGG-Ieikhúsið frumsýndi á veitingastaðnum Mandarín: Á sama stað eftir Valgeir Skagfjörð. Leikmynd og búningar: Gerla. Tónlist: Valgeir Skagfjörð. Leikandi: Erla B. Skúladóttir. Leikstjóri: Ingunn Ásdísardóttir. Tilfinningalíf konunnar er við- fangsefnið hér. Konunnar, sem nauðug eða viljug fylgir ekki regl- unum, neitar að falla inn í hefð- bundinn ramma þjóðfélagsins. Eða getur það ekki. Veldur ekki að taka á sig ábyrgð. Gefst upp. Eða hún hefur hreinlega andúð á því að kerf- ið skipi öllum að hegða sér eftir ákveðnu munstri. Er ekki sjálfgert að hún hverfí á vit blekkingarinn- ar? Og varpi þeirri ábyrgð sem hún getur ekki horfst í augu við á herð- ar annarra? Fer svo í brottu að læra að kynnast lífínu. í því felst að hafa frelsi til að drekka, nota dóp, og hvaðeina. Er þessi kona fómarlamb vonds þjóðfélags? Eða gæti hún verið fyllibytta? Ekki ný- stárlegar kenningar, að menn öðlist frelsi og sjálfstæði með þessu móti. En hugleiðingar geta verið fróðleg- ar. Þessi kona lætur frá sér bamið sitt. Ella hefði hún lagzt á það og kæft það. Eins og kisan gerði. Af einhveijum ástæðum, væntanlega tilfinningalegri beizkju, vill hún ekki láta það til föðurins. Kannski er henni þetta ekki sérlega leitt, þegar öllu er á botninn hvolft, því að hún er búin með ástina. Eftir er of mikið af engu, eins og stúlkan kemst að orði. í seinni hlutanum era liðin tíu ár. Stúlkan hefur farið á meðferðar- stofnun og losað sig við eiturlyfla- og brennivínsbölið. Því að neyzlan hætti að vera frelsi og varð böl — eða hvað? Maður er ekki alveg viss. Hún hefur ákveðið að hitta aftur gömlu skólasysturina, sem hún mætti á bekknum fyrir áratug og skipaði að annast forsjá bamsins. Það er bamsfaðirinn sem kemur í hennar stað, nú löngu kvæntur skólasysturinni. Örg og ill hellir stúlkan sér yfír hann. Hann hefur „bragðist" og svikið gömlu lífsgildin og er orðinn hversdagslegur og borgaralegur. Meðal annars með því að vera hætt- ur að drekka, garmurinn. Kannski sektarkenndin vegna þess að hann tók að sér bamið ýti enn undir gremju hennar. Var það hún eða hann sem brást? Eða kannski eng- inn? Það er ekki alveg á hreinu. En milli þeirra fer fram einhvers konar uppgjör. Stúlkan er vígreif og málglöð. Talar hann í kaf. Bam- ið kemur lítið við sögu. Þau ákveða að hittast öll eftir tíu ár. Á sama stað. Forsendur sem höfundur gefur sér era veikar að mínum dómi. Hvað hefur þjóðfélagið gert til að bijóta niður stúlkuna? Hvað hefur hún gert til að standast álagið? Það er ekki skýrt. Að mínum dómi hefði fyrri hlutinn orðið sterkari, ef höf- undur hefði leyft stúlkunni að ímynda sér skólasysturina. Áhorf- anda hefði þá verið í sjáifsvald sett að trúa ímyndun hennar eða ekki og angistin hefði verið meira sann- færandi þegar hún fer og skilur bamið eftir. Því eins og skólasystir- in er gerð í þessari útgáfu verður hún hvorki fugl né fiskur. Að vísu hefði þá varla verið neinn seinni hluti. En það hefði heldur ekki gert mjög mikið til. Mér fannst góðir punktar í fyrri Erla B. Skúladóttir i hlutverki sínu í fyrri hlutanifln hlutanum, þó að það fari ekkert á milli mála að höfundur hefur dálítið naíva afstöðu gagnvart tilfínning- um konunnar, sem hann er að reyna að draga uþp mynd af. Erla Skúla- dóttir á dijúgan þátt í að fyrri hlutinn lánast, því að hún sýnir góð tilþrif, svipbrigði og framsögn kom- ast til skila. Aftur á móti var seinni hlutinn óljós. Hvað var verið að tala um? Frelsi einhvers? Hennar eða hans? Þau virðast bæði hafa leitað síns frelsis og það er spuming, hvort hún getur álasað honum fyrir að hafa farið úr gamla munstrinu (fyll- eríi og kvennafari = fxjálst líf). Þessi maður hefur þó altjent alið upp bamið sem hún treysti sér ekki til að gera. Á að lesa út úr ádrepu konunnar, að það sé hallærislegt að bregðast ekki afkvæmi sínu? En svo getur þetta líka verið angi af áðumefndri sektarkennd. En hér er ekki markvisst unnið og svo fer, að þetta tal skiptir mann ekki máli. Valgeir Skagfjörð þarf að vanda sig langtum meira, það er ekki nóg að setja saman texta ef hann vant- ar dramatík, forsendur atburða og framrásar era hæpnar og það sem óþægilegra er, textinn er of mikil klisja og vekur ekki áhuga. En af fyrri hlutanum má marka að Val- geir hefur alla burði til að skrifa leikrænan texta, en skortir ögun og sjálfsgagiúýni. Ingunn Ásdísardóttir hefði mátt sýna betra samræmi í staðsetning- um skólasysturinnar og mannsins, því að þar var pottur oft brotinn. Umgjörð Gerlu var ágætlega af hendi leyst. Hádegisverðurinn smakkaðist ljómandi vel og framtak EGG-leik- hússins, sem ég tel að hafí fyrir löngu skapað sér tilverarétt í leik- húslífinu hér, er virðingarvert. Hádegisleikhús er skemmtilegt fyr- irbrigði, eins og dæmin hafa sannað, þótt fá séu enn. Fijálsu leikhópamir, sem er farið að kalla svo, vinna hið merkasta menningar- starf og það sem þeir hafa sumir flutt okkur í vetur tekur því fram sem er að gerast í atvinnuleik- húsunum. Vonandi að EGG-leik- húsið glími við verk næst, sem hefur meira kjöt á beininu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.