Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Landssamband bakarameistara: Söluskatturinn leiðir til samdráttar hjá brauðgerðum Á undangengnum árum hefur orðið gerbylting á framleiðslu á brauðum og kökum. Áður voru á boðstólum einungis þrjár til fjór- ar tegundir af brauðum og vöruúrval á kökum af skornum skammti, segir i ályktun, sem aðalfundur Landssambands bak- arameistara sendi frá sér. Fundurinn var haldinn á Akur- eyri sl. fimmtudag. í ályktuninni segir ennfremur: „Nú framleiða brauðgerðir tugi teg- unda af brauðum og kökuúrval er orðið flölbreyttara sem neytendur kunna vel að meta. Hefur vöxtur og virðing á iðngreininni orðið veru- legur. Nú eru hinsvegar blikur á lofti. Lagður hefur verið 25% sölu- skattur á framleiðslu brauðgerða sem hlýtur að leiða til samdráttar á framleiðslu brauðgerðanna í landinu. Vegna óábyrgra fullyrðinga ráð- herra og ráðamanna um óeðlilega hækkun á framleiðsluvörum brauð- gerða við söluskattshækkunina nú um áramótin vill sambandið taka fram að egg hækkuðu í desember um 100-200%, launakostnaður í brauðgerðum hækkuðu á sl. ári um það bil 80% og um áramótin hækk- aði fastakostnaður, það er húsaleiga, rafmagn, sími og fleira, um 9-16%. Að framansögðu er alveg ljóst að sú óverulega hækkun umfram sölu- skattinn nú um áramótin vegur enganveginn upp á móti öllum þeim hækkunum, sem orðið hafa nú á síðustu mánuðum og eiga því um- mæli ráðherra og ráðamanna ekki við rök að styðjast." Gunnar I. Hjartarson fram- kvæmdastjóri sambandsins sagði i samtali við Morgunblaðið að iðn- greininni hefði alltaf vantað góða bakara. Því væri hægt að setja bak- arameisturum stólinn fyrir'dyrnar. „Ljóst er að bakarameistarar hafa ekki getað sótt í gegnum verð- hækkanir það sem þeir hafa þurft að fá til þess að mæta auknum til- kostnaði og þeir sem hafa þurft að standa undir verulegum fjármagns- kostnaði, eru byijaðir að skjálfa. Menn sjá raunverulega enga leið aðra færa, en samdrátt. Þegar er farið að bera á samdrætti í köku- framleiðslunni út af innflutningnum. Það er engin lausn að fara fram á innflutningshömlur, en hingað til lands streyma kökur, sem menn vita alls ekkert hvað er í, ætlaðar til geymslu allt upp í hálft ár og stund- um meira. Ljóst er að íslenskar kökur geymast ekki svona lengi. Ekkert eftirlit er með þessum inn- flutningi, hvaða efni kunna að SAMNINGAMALIN hreyfðust ekkert á fjórða fundi samninga- manna Alafoss og fulltrúa sovéska ríkisfyrirtækisins Razno í Moskvu og hefur viðræðum verið frestað þar til á mánudag. Jón Sigurðarson, forstjóri Ála- foss, sagði í samtali við Morgun- blaðið, að fundað hefði verið í §óra daga sleitulaust, án árangurs. Sov- étmönnum hefðu svo verið afhent viðbótarrök og hugmyndir frá Ála- fossmönnum, sem Jón vildi ekki greina nánar frá, en hann sagði að Sovétmenn myndu skoða þessi rök yfir helgina. og hæfust viðræður á ný á mánudag. Eins og komið hefur fram í fréttum, hyggjast Álafoss- menn hækka verð sitt um allt að 40%. Jón bjóst við að samningavið- ræðumar myndu ráðast næstkom- andi mánudag og ætti þá að koma í ljós, hvort úr yrði samningur eða ekki. „Sovétmenn eru að ræða um mjög óverulegar verðbreytingar frá því í fyrra, þrátt fyrir þær verð- breytingar sem orðið hafa á verð- lagi á ullarvamingi á heimsmark- aði," sagði Jón. Hann sagði að ef samningamenn Álafoss kæmu ekki heim með samning, væri fyrirsjáan- leg gífurleg veltuminnkun í íslensk- um ullariðnaði frá því sem nú_ er. Samdráttur yrði mikill hjá nýja Ála- foss en Jón sagðist myndi fyrst af öllu greina starfsfólki fyrirtækisins frá því ef til lokunar þyrfti að koma. Hins vegar væri hann vongóður, svo framarlega sem menn sætu við samningaborðið. ístesshf. óskareftirað taka á leigu skrifstofuhúsnæði Afhendingartími: Sem fyrst. Leigutími: 5-10 ár. Stærð: 300-500 fm. Nánari upplýsingar vaitir framkvæmdastjóri í síma 26255. leynast í kökunum og hvort þau séu hin sömu og tilgreind eru á pakkn- ingum. Maður hefur einnig_ rekist á kökur án innihaldslýsinga. Á döfínni er hinsvegar útgáfa nýrrar reglu- gerðar á vegum Hollustuvemdar ríkisins um auknar kröfur merkinga á matvælum og verður vafalaust fróðlegt að fylgjast með hvemig menn ætla yfírleitt að framfylgja þeirri reglugerð," sagði Gunnar að lokum. Þijátíu ára afmælishóf sambands- ins var haldið á Akureyri í gærkvöldi og lýkur fagsýningu landssam- bandsins í íþróttahöllinni á Eyrinni í dag kl. 17.00. Sýningin er opin almenningi { dag. Morgunblaðið/Bjami Eiríksson Boltamaðurinn mætti með boltabrauðið sitt á sýningu Landssam- bands bakarameistara sem opnuð var í fyrradag. Hér heilsar hann upp á formann sambandsins Harald Friðriksson. Samningamálin skýrast á mánudag — segir Jón Sig’urðarson, forsljóri Álafoss Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis: Styrkir FSA til kaupa á bijóstamyndatökutæki Leitarstöðin flyst á röntgendeild FSA Krabbameinsfélag Akur- eyrar og nágrennis hefur ákveðið að styrkja kaup Fjórð- ungssjúkrahúss Akureyrar á bijóstamyndatökutæki sem koma mun að góðum notum við fyrirhugaða skipulagða leit að krabbameini i bijósti. Félagið afhenti röntgendeild FSA gjafabréf fyrir tækinu sl. mið- vikudag svo hægt verði að flýta kaupum. Tækið kemur að öllum líkindum til Akureyrar í mars- mánuði og ætti þá strax að vera hægt að taka það í notkun. Ifyrst um sinn verður tækinu komið fyrir í bráðabirgðahúsnæði, en röntgendeild FSA verður að öllum líkindum fullbúin í lok þessa árs og er meiningin að leitarstöð krabbameinsfélagsins flytjist þangað úr Hafnarstræti 95 í byij- un næsta árs. Undirritaður var samningur í júní á sl. ári á milli heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins og Krabbameins- félags íslands um skipulega legháls- og bijóstkrabbameinsleit. Gert er ráð fyrir að 35 ára gaml- ar konur og konur á aldrinum 40 til 69 ára komi í bijóstamynda- töku og leghálsskoðun um leið annaðhvert ár. Á undanfömum árum hefur Krabbameinsfélag ís- lands verið að safna fé til kaupa á bijóstamyndatökutæki og verð- Ur því tæki komið fyrir í bíl sem ferðast á milli heilsugæslustöðva landsins. Á Akureyri þótti hins- vegar svæðið það stórt að ástæða væri tii að festa kaup á slíku tæki fyrir röntgendeild FSA og byggja þar upp leitarstöð, að sögn Jónasar Franklíns, kvensjúk- dómalæknis og formanns félags- ins. Gjöfín er því háð þeim skilyrðum að röntgendeild FSA taki að sér leitarstöðina þar sem hér er verið að byggja upp full- komna röntgendeild. Jónas sagði að leitarstöðin ætti bijóstamynda- tökutæki síðan 1974, en ákveðið hefði verið að festa kaup á nýju, svo myndgæðin yrðu þau sömu hérnorðanlands og fyrir sunnan. Á aðalfundi Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis sl. vor var samþykkt að stofna söfnunar- reikning og vænta forráðamenn félagsins framlaga inn á spari- sjóðsbók númer 241318 í Búnað- arbanka íslands á Akureyri. Félagið lagði sjálft 300.000 krón- ur inn á bókina og fékk gjöf að upphæð hálf milljón króna frá frú Margréti Halldórsdóttur til minn- ingar um eiginmann hennar, Tryggva Jónsson, sem lést 8. júní 1986. Þá hefur kvenfélagið Bald- ursbrá gefíð 15.000 krónur úr minningarsjóði Guðrúnar Andrés- dóttur, sem lést árið 1970, í tilefni þess að hún hefði orðið 90 ára í ár. Árið 1952 var Krabbameins- félag Akureyrar og nágrennis stofnað og árið 1968 hófst skipu- leg leit að leghálskrabbameini. Að sögn Jónasar Franklíns var leitarstöðin á hrakhólum allt til ársins 1974 þegar hún fluttist í Hafnarstræti 95 þar sem hún enn er í bráðabirgðahúsnæði. En nú mun röntgendeild FSA sjá um rekstur hennar og mun Krabba- meinsfélag íslands gera samning við FSA um það. Leitarstöðin var rekin á vegum félagsins allt til ársins 1979, en þá tók heilsu- gæslustöðin við rekstrinum. Leitarstöðin verður áfram í tengslum við heilsugæslustöðina þó að skoðanir fari fram á rönt- gendeild FSA og mun starfsfólk heilsugæslustöðvarinnar sjá um boðun og skráningu kvennanna. Jónas sagði að tækið kostaði. um tvær og hálfa milljón króna og inn á bókina væru komnar 860 þúsund krónur auk þess sem fé- lagið ætti rúma hálfa milljón inni á annarri bók. Á Akureyri eru 4.330 konur á aldrinum 20 til 69 ára, þar af 2.050 konur á aldrin- um 35 ára og 40 til 69 ára. Á yfírstandandi ári er fyrirhugað að skoða helming þeirra, eða rúmar 1.000 konur og á árinu 1989 hinn helminginn. Jónas sagði að því miður hefði aðsókn verið minni í fyrra heldur en árið 1986. Fjögur hundruð færri konur hefðu komið, eða 1.124 miðað við 1.528 árið áður. Ástæðuna fyrir fækkuninni vildi Jónas rekja til sérstaks áróð- urs sem leitarstöðin beitti sér fyrir árið 1986. Bijóstkrabbamein er nú orðið langalgengasta krabba- meinið og því næst kemur lungnakrabbamein og síðan krabbamein í blöðruhálskirtli karla. „Við hófum reglulegar leg- hálsskoðanir árið 1964 og þótt- umst vera búnir að ná yfírtökun- um á því upp úr 1970, en því miður hefur tíðni frumubreytinga í leghálsi farið vaxandi síðustu árin, trúlega vegna vaxandi vírus- sýkinga eða með öðrum orðum frjálsræðis í ástamálum." Jónas sagði að tími væri kom- inn til að heíja skipulega leit að krabbameini í körlum og yrði ör- ugglega farið að vinna að því innan fárra ára. Krabbameins- félag íslands sendi út 6.000 bréf fyrir tveimur árum bæði til karla og kvenna á aldrinum 40-69 ára vegna leitar að krabbameini í ristli og sendu aðeins 30% karla inn sýni og 40% kvenna sem er heldur slök frammistaða, að sögn Jónasar. Morgunblaðið/Bjami Jónas Franklín kvensjúkdómalæknir ásamt Margrétí Halldórs- dóttur, sem gaf hálfa milljón tíl kaupa á tækinu, og Sigurði Ólafssyni yfirlækni á FSA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.