Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Til hvers eru skólastjórar? eftirKristínu H. Tryggvadóttur „Við umræður um endurbætur í skólastarfí og hvað hægt er að gera til að koma til móts við kröfur þjóð- félagsins spyija foreldrar, kennarar og þingmenn (löggjafinn) oft:“ „Ef það væri aðeins eitt sem þú mættir gera til að bæta skólann í dag hvað vri það þá?“ „Ég myndi ráða besta skólastjór- ann sem ég gæti furiöið og láta hann hafa mikil völd og ábyrgð. Skólastjórinn er sá sem skiptir sköpum í góðum skóla og sá sem er lykilmaður í allri þróun og mennt- un innan skólans." Tilvitnun: Chester E. Finn, ráógjafí í menntamála- ráðuneyti USA, júní ’87. Kröfur þjóðfélagsins til skólans í dag eru nær takmarkalausar. Jafnframt því verður þó æ erfiðara að fá kennara að skólanum og ekki lengist kennslutími nemendanna. Skólinn hefur því þurft að koma til móts við kröfur um meiri fræðslu samtímis gæsluhlutverkinu, þ.e. nýrri stofnun inni í skólanum; dagheimili. Skólastjóra er ætlað að taka að sér eitt hlutverkið enn. Ef skólastjóri á að sinna sínu raunverulega hlutverki sem for- stöðumaður 3tofnunarinnar skóli, sem á að leiða þegna sína, vel menntaða, inn í 21. öldina þarf að koma til breyttur hugsunarháttur. Skólastjóri = góður kennari? Áður þurfti skólastjóri bara að vera góður kennari — nú er allt annað uppi á teningnum — hann þarf að vera í tengslum við fjöl- miðla svo og ýmsar stofnanir til að útvega þetta og hitt — hann þarf að geta gert námsáætlanir og veitt kennurum stöðugan stuðning við þau markmið sem skólinn setur. Hann þarf að vera sá sem nemend- ur og kennarar geta treyst. Okkur hættir samt enn til að hugsa á þann máta að skólastjóri eigi fyrst og fremst að vera kennari. Það að ekki hefur enn verið komið á námi í stjórnun við KHÍ bendir líka til að ráðamenn ijármagns skorti skilning á hlutverkinu. Rektor KHÍ og fleiri hafa barist fyrir þessu máli en án árangurs til þessa. Forstöðumenn stofnana sinna vissulega oft ýmsum öðrum störfum en stjórnun innan stofnunarinnar en þeir eru jafnt forstöðumenn þrátt fyrir það. Aðalstarf skólastjóra á því ekki að vera kennsla, hversu lítill sem skólinn er. Erindisbréf skólastjóra Til er erindisbréf fyrir skólastjóra frá árinu 1976, í 30 greinum, en þrátt fyrir það er hlutverk skóla- stjóra ekki mjög skýrt — enda kom það fram í viðtölum mínum við fólk innan skólanna, þegar ég hringdi eða heimsótti ýmsa og spurði: Hver stjómar skóla? Dæmi: Menntamálaráðherra — töflugerðarmaðurinn — kennarinn — skólastjórinn — kennarafundur — Qármálaráðherra — fræðslustjórinn — húsverðir — ræstingafólk — formaður skólamálaráðs. Hverju stjómar skólastjóri? Hveiju fær hann ráðið? Hver stjómar honum? í 2. gr. erindisbréfsins segin „Skólastjóri stjómar starfi grunnskóla í samráði við kennara undir yfirstjóm menntamálaráðu- neytisins, fræðsluráðs, fræðslu- s^öra og skólanefndar." Einnig segir í sömu grein að hann skuli svo sannarlega kunna sitt fag og fylgjast vel með, því... „Skólastjóri skal gegna starfi sínu samkvæmt þeim lögum, reglu- gerðum og kjarasamningum sem plda á hveijum tíma.“ Aðeins þær reglugerðir sem varða grunnskóla eru yfir 40 talsins og auk þess eru námskrár í öllum fögum. Endalaus fyrirmæli koma svo frá ráðuneyti og viðkomandi sveitarfélagi. Langt verður líklega þangað til skólanefndir og foreldrar í sveitar- félaginu — hverfinu geta valið besta skólastjórann sem hugsast getur með tilliti til þeirra þarfa sem nemendur hafa. Góður skólastjóri En hvaða kröfur getur skóla- stjóri gert þegar hann ræður sig? Getur hann sinni sínu raunverulega starfi? Hvert er það? # Góður skólastjóri er leiðtogi bæði í stjómun og kennslufræði. Hann krefst virðingar, setur skóla- starfinu/náminu háleit markmið og aðstoðar kennara og nemendur við að ná þeim. Hann elur með sér hæfileikann til samvinnu og gagn- kvæmrar virðingar. Hann viður- kennir að enginn skólastjóri getur náð árangri einn á báti. 9 Góður skólastjóri er ætíð áhugasamur og hvetjandi og veit að áhugi hans smitar aðra. Hann stefnir ótrauður að settum mark- miðum og gæðum menntunarinnar — skólans. Hann kynnir markmiðin fyrir foreldrum og yfirvöldum stað- arins. • Hann veit að umhverfíð — þ.e. hvar skólinn er — í borg, sveit — við sjó, gamall eða nýr, lítill eða stór o.s.frv. krefst ólíkrar viðmiðun- ar og miðar markmiðin við það. Við skulum hafa í huga að það er sama hvort um fámennan eða fjölmennan skóla er að ræða þá gildir það sama í stjómun. Ef skólastjóri ætlar að breyta einhveiju eða móta nýjan skóla gerir hann það á þrennan hátt: 1. Setur skýr markmið um hvert stefnt er í námi nemenda og kennslu. 2. Skapar eða vinnur að mótun þeirra skilyrða sem nauðsynleg eru til að ná settum markmiðum. Hann gerir kröfur til kennara, kennslu- umhverfis og nemenda. 3. Hann styður og hvetur, upp- örvar til einhugar og samstarfs. Hann virðir frumkvæði og metur/ viðurkennir árangurinn. Mjög mik- ilvert er allt mat og viðurkenning, bæði fyrir nemendur og kennara. Hvað er skóli? Skólastjóra er aðeins gert kleift að sinna sínu starfi ef helstu skil- yrði um skóla eru uppfyllt, þ.e. að mögulegt sé vegna ýmissa ytri að- stæðna að sinna hinu innra starfi. „Besti skólastjóri“ hlýtur því að spyija: 1. Er skólinn fullbyggður? Eða þarf stöðugt að breyta öllum áætl- unum? * 2. Eru kennarar? Eru forfalla- kennarar? * 3. Er skólinn það lítill að skóla- stjóri er við kennslu allan daginn? 4. Er annað starfsfólk — (eða þarf hann m.a. að svara síma)? 5. Er skólalóð sem hægt er að leika sér á? 6. Er skólasafn? Eða þarf hann persónulega að kaupa hveija bók — ef fé er þá fyrir hendi? * Skólastjórar eiga að skila inn áætl- un að vori til fræðslustjóra um skipulag starfsins næsta skólaár. Þeir kennarar sem eru við skóalnn þurfa að vita hvaða aldursflokki nem- enda þeir muni kenna næsta vetur eða hvaða námsgreinar svo þeir geti skipu- lagt og undirbúið skólaárið m.a. með því að sækja sumamámskeið. En lítið er hægt að undirbúa ef allt er í óvissu.og meðan ekki fást kennar- ar í stað þeirra sem fara. Það er ekki aðeins starfslið skólanna sem er uggandi og í óvissu, foreldrar vita þá ekki á hvaða tíma böm þeirra verða í skólanum né hvort þau fá yfir- Ieitt þá kennslu sem þau eiga rétt á. Hver kemur? Kemur einhver? Hvert er hans sérsvið? Margir skólastjórar hafa fundið sinn stíl — ef svo má segja — og skapað þá öryggiskennd sem nauð- synleg er fyrir alla aðstandendur skólans — miðað við það starfslið sem þeir hafa og í því umhverfi sem þeir eru. En í kennararáðningum, fjármál- um, skólabyggingum (kennsluhús- næði), skólalóð og öllu umhverfi er sama öryggisleysið. Ýmsir skólastjórar, oft bestu stjómendumir, hafa því séð mögu- leika sína til stjómunar á öðmm sviðum svo sem með þátttöku í Hlutverk skólastjóra Skólastjóri — (í fullbyggðum skóla með nokkm fjárhagslegu sjálf- stæði): skapar námshvetjandi andnimsloft gerir miklar kröfur setur námsmarkmið fyrir skólann hefur umsjón með kennslu og nám- skrá er í tengslum við alla innan skólans og byggir upp foreldrasamstarf byggir upp samstarf við skólaskrif- stofu, skólanefnd kemur upplýsingum á framfæri sér um skipulag á allri starfsemi innan skólans stjómar fjármálum skólans sér um að skólanum sé vel við haldið sér um að skólinn sé í tengslum við ýmsar þjónustustofnanir velur kennara og annað starfsfólk Kristín H. Tryggvadóttir „Ýmsir skólastjórar, oft bestu stjórnendurnir, hafa því séð möguleika sína til stjórnunar á öðrum sviðum svo sem með þátttöku í bæjar- og sveitarstjórnum, stéttarfélögum eða öðr- um ráðum og stjórnum svo og með ritstörfum.“ með því að ... ... sjá til að möguleikar á að læra séu fyrir' hendi. Starfsfriður — vinnufriður verði fyrir alla. Þetta þýðir m.a. að agavandamál eru í lágmarki og andrúmsloft reglusemi og gagnkvæmrar virðingar þar sem kennurum og nemendum líður vel. ... gera miklar kröfur til alls starfsfólks, sem einnig gerir kröfur til sín sjálft. Hann ætlast til að kennarar og nemendur trúi að allir nemendur geti Iært og vij) að mið- að sé við það með þarfír hvers einstaklings og getu í huga. ... sá sem gerir miklar kröfur til sín — kennara sinna og nemenda setur að sjálfsögðu háleit markmið sem möguleiki er að uppfylla. Hann notfærir sér niðurstöður rannsókna í menntamálum í þessum tilgangi. . . . fylgjast með kennslu og hvemig námsáætlanir eru gerðar og þeim fylgt eftir. Hvetja til áhrifaríkra vinnubragða til að örva og bæta árangur nemenda í námi. Styðja og leiðbeina ef þarf. ... sitja fundi, halda uppi tengslum við ýmsa aðila: Kennara, nemend- ur, foreldra, ráðuneyti — skóla- nefnd, námstjóra o.s.frv. • • • byggja upp góð tengsl við „skólaskrifstofuna", skólanefnd. ... sjá til að koma öllum upplýsing- um á framfæri til skólans, kynna námskeið, bækur o.s.frv. og vita hvemig hægt er að afla upplýsing- anna. Hann er á göngum skólans og inni í stofum og tala við nemd- endur og starfsfólk. .. . gera góðar stundatöflur og skipuleggja alla aðra starfsemi svo sem félagslíf — með tilliti til mark- miða skólans. .. .stjóma — skipuleggja — í hvað fjárveiting til skólans fer og ef eitthvað vantar að sjá til að fjárveit- ing fáist fyrir því. . . . sjá til að vel sé gengið um skól- ann, að allt viðhald sé í lagi, þannig að nemendum og kennurum líði vel og til að móta það umhverfi og andrúmsloft sem er menntandi. ... stjóma ýmissi þjónustu skólans t.d. samhæfa starfsemi skólans við: strætisvagnaferðir — mat/mjólkur- sölu, heilsugæslu, sálfræðiþjónustu o.s.fvr. ... velja góða kennara — eða gera þá góða. Það skiptir ekki máli hve falleg og góð byggingin er — há- leit marljmið o.s.frv. — starfið stendur og fellur með kennaranum og gæðum kennslu hans. Skóla- stjóri þarf að sjá til þess að ná slíku fram með markmiðum og kröfum og síðan réttlátu mati/viðurkenn- ingu á kennslu þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.