Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 43 Súsanna Ketílsdóttir Sólbakka — Minning Fædd 30. maí 1900 Dáin 13. janúar 1988 í dag kveðjum við elskulega ömmu mina, Súsönnu Ketilsdóttur, Sólbakka, Hellissandi. Amma fæddist í Bakkabúð þann 30. maí 1900 og var því á 88. ald- ursárinu. Hún hóf búskap með afa mínum, Guðlaugi J. Alexanderssyni á Sól- bakka árið 1929 og bjuggu þau þar öll sín hjúskaparár eða þar til þau fluttu á Hrafnistu í Reykjavík 1980. Amma og afi eignuðust 8 böm, 7 eru á lífí en elsti sonur þeirra fórst af slýsförum. Afkomendumir em því orðnir æði margir, fyllir næstum 9. tuginn. Það var alltaf gott og gaman að heimsækja ömmu og afa á Sandi og við systkinin hlökkuðum alltaf mikið til þegar ferðinni var heitið vestur á Snæfellsnes, það var svo margt sem heillaði, fjaran, rollumar hans afa og svo auðvitað heyskap- urinn, en það var náttúrulega algjört ævintýri hjá bömum sem alin em upp í þéttbýli að fá að taka þátt í heyskapnum. Árið 1979 bjó amma á heimili foreldra minna til skamms tíma. Við sváfum þá saman í stofunni, amma og ég og þá var nú oft skraf- að og skeggrætt um heima og geima. Árið 1980 fluttu amma og afí svo í þjónustuíbúðir Hrafnistu við Jökulgmnn. Það er ömgglega bæði erfítt og sárt fyrir gamalt fólk að rífa sig upp og flytja frá æskuslóð- um og þeim stað sem maður hefur búið alla tíð og hverfa á ókunnar slóðir og ugglaust hefur það verið erfítt fyrir ömmu mína og afa. En ég held að þegar búið var að koma öllu dótinu haganlega fyrir og myndin af Ingjaldshólskirkju komin á sinn stað fyrir ofan stofíi- sófann þá held ég að þeim hafí bara líkað nokkuð vel við nýju heim- kynnin. Nú fóm samskiptin að vera meiri enda styttra að fara, og mikið fannst henni dóttur minni, Matt- hildi, gaman að heimsækja langömmu og langafa á Hrafnistu enda ekki nema von þar sem amma og afi vom svo einstaklega bamgóð og höfðu unun af þegar bömin og bamabömin komu í heimsókn með bamabamabömin. Amma dvaldist síðustu æviárin á F-gangi Hrafnistu í Reykjvík og vil ég þakka starfsfólki þar hve vel það hugsaði um ömmu. Ommu minni vil ég þakka fyrir allar skemmtilegu stundimar sem við áttum saman og ég veit að nú tekur afí á móti konu sinni og þau em saman á ný, amma mín og afí. Guð varðveiti minninguna um elskulega ömmu mína. Fanney Björk Karlsdóttir í dag verður til moldar borin elskuleg amma mín, Súsanna Ket- ilsdóttir, Sólbakka, Hellissandi. Súsanna íæddist 30. maí 1900 í Bakkabúð Hellissandi. Foreldrar hennar vom Kristín Þorvarðardóttir og Ketill Bjömsson. Hún ólst upp hjá foreldmm sínum á Stakka- bérgi, Hellissandi, ásamt 7 systkin- um sínum og 1 fósturbróður en 3 af þeim em nú á lffí og fósturbróð- ir hennar. Árið 1929 kvæntist hún Guðlaugi Jakob Alexanderssyni frá Stapa- túni, Hellissandi, sem lést 22. janúar 1986. Eignuðust þau 8 böm og komu þeim öllum til manns. Elsti sonur þeirra fórst af slysförum og var það mikið harmsefni. Bjuggu þau öll sín hjúskaparár á Sólbakka, Hellissandi, þar til þau fóm á Hrafnistu í Reykjavík árið 1980. Það kom upp í huga minn þegar ég skrifa þessa grein hve ljúft var að koma til ömmu og hve margar ánægjustundir ég átti með henni. Og alltaf gat ég leitað til hennar þegar eitthvað á bjátaði því hún var mér alveg sérstaklega góð. Ég ólst upp stutt frá heimili hennar og gerði ég mig því oft heimakomna. Amma var mjög trúhneigð kona og hafði hún trúna að leiðarljósi fyrir sig og sína allt sitt æviskeið. Ég hafði mikið dálæti á ömmu sem engan skal undra þar sem ég var svo mikið hjá henni og á því marg- ar góðar minningar um hana. Amma var lífsglöð kona þó ekki færi mikið fyrir henni, dugleg og iðjusöm. Reglusöm og snyrtimenni mikið sem ekki leyndi sér á öllum hennar störfum við heimilið því það var hennar stærsta hlutverk í lífínu að hugsa um heimili og böm, sem var ekki svo lítið verk á þeim árum, því ekki var svo mikið um veraldar gæði. Hennar helsta tómstunda- gaman var að ptjóna og lesa og sat hún því sjaldan auðum höndum þegar heimilisverkunum lauk. Það var henni erfítt að þurfa að leggja frá sér pijónana þegar hún fór að eldast, því þeir styttu henni margar stundimar. Amma og afi áttu nokkrar kindur og við krakkamir hlökkuðum alltaf til þegar sumarið var komið og byijað var á heyskapnum. Amma og afí voru mjög samrýmd hjón og ánægð með sitt hlutverk í lífinu. Áttu þau 96 afkomendur sem er nokkuð stór hópur. Alltaf fannst ömmu gaman að fá gesti í heim- sókn enda var oft gestkvæmt á heimili hennar. Amma var heilsuhraust og þrátt fyrir heilsuleysi seinni árin náði hún þessum háa aldri. Við sættum okkur frekar við dauðann þegar aldraðir og sjúkir fá hvfldina en alltaf er söknuðurinn mikill þegar ástvinur fellur frá. Guð varðveiti minninguna um elsku ömmu mfna. Sigrún Fjóla Sigþórsdóttir Minning: Ölafía H. Sigurþórs- dóttir, Efri-Rauðalæk Fædd 11. desember 1907 Dáin 12. janúar 1988 Elskuleg móðursystir mín, Ólafía Hreftia Sigurþórsdóttir, fyrrum húsfreyja að Efri-Rauðalæk, Holt- um, Rangárvallasýslu, eiginkona Haraldar Halldórssonar bónda þar, lést í Sjúkrahúsi Suðurlands á Sel- fossi 12. þessa mánaðar. Verður hún jarðsungin í dag 23. janúar kl. 14.00 frá Árbæjarkirkju í Holtum. Ólafía fæddist 11. desember 1907 og var því nýorðin áttræð er hún kvaddi þennan heim, södd lífdaga, enda búin að vera sjúk í nokkur ár. Hún sagði sjálf nokkru fyrir andlát sitt að hún væri sátt við að hverfa frá þessari jarðvist þar sem hún væri búin að ljúka sínu ætlunarverki. Við sem eftir lif- um, þekktum Lóu og þótti vænt um hana, söknum hennar sárt og eigum erfítt með að sætta okur við að hún skuii ekki lengur vera með- al okkar þó það sé aðeins tímabund- ið, eða þar til við hittumst aftur á æðra tilverustigi. Þegar okkar tími kemur efast ég ekki um að Lóa tekur vel á móti okkur sem unnum henni, eins og hún tók alltaf á móti okkur hér á jörð með ástríki og óumræðilegum kærleika sem aldrei verður ofmetinn né fullþakk- aður, enda ætlaðist Lóa aldrei til neins þakklætis, henni fannst svo sjálfsagt að rétta líknarhendur sínar þeim er þess þurftu og taldi ekki eftir sporin né álagið ef það gat orðið öðrum til hjálpar. Ég sem þessar línur skrifa á henni mikið að þakka, meir en nokkrum öðrum sem ég hef þekkt á lífsleiðinni, er hún tók til sín Þór son minn tveggja ára gamlan þegar ég þurfti að fara í sjúkrahús. Við bjuggumst við að tfminn yrði 1 til 2 mánuðir en sjúkrahúsvistin varð heldur lengri og árin urðu 6 sem hann dvaldi hjá henni og á hveiju sumri eftir það, fram yfír fermingu, enda kallaði hann Lóu „mömmu". Hún átti það nafn sannarlega, hún var honum sem besta móðir ekki síður en sínum eigin bömum sem eru fímm talsins, öll hið mann- vænlegasta fólk sem ber merki góðs uppeldis hjá góðri móður. Þar sem hjartarými er, þar er húsrými. Það sannaðist hjá hjónun- um á Efri-Rauðalæk, því þrátt fyrir sinn bamahóp tóku þau í fóstur þijá aðra drengi en Þór, þá Gunnar Má, Vilhjálm og sonarson sinn, Harald, og þá eru ótalin öll þau böm sem þau höfðu á sumrin, sum frá 3 til 4 ára aldri og fram á ungl- ingsár. Ég held að enginn viti tölu á þeim mikla fjölda, já, það var oft margt um manninn á Éfri-Rauða- læk en aldrei vissi ég til að neinum væri ofaukið, svo mikið var ástríkið. Þau Ólafía og Haraldur fluttu að dvalarheimilinu Lundi á Hellu þegar það var opnað 1977. Þá var Haraldur orðinn rúmliggjandi sjúkl- ingur og hjúkraði Lóa honum til hans hinsta dags, en hann lést árið 1978. Eftir lát manns síns dvaidi Lóa áfram á Lundi. Þar vom margir sem þurftu á hjálp og uppörvun að halda og lét hún slíkt óspart í té meðan heilsan leyfði. Veit ég að á Lundi em ófáir sem sakna hennar sárt, hjálpsemi hennar, glaðlyndis og glettnum tilsvömm. Ég bið góðan Guð að styrkja vini hennar á Lundi, böm hennar og aðra ástvini. Ólafía Hrefna var góð kona í þess orðs fyllstu merkingu. Guð blessi minningu hennar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Ástarfaðir himinhæða heyr þú bama þinna kvak enn í dag og alla daga í þinn náðarfaðm mig tak. Anda þinn lát æ mér stjóma auðsveipan gjör huga minn og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn. (Úrþýsku - SteingrímurThorsteinsson.) Þórunn Sigurlásdóttir Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Tœki þau sem flugþjónustudeild beitir við snjóruðning á Keflavíkurflugvelli eru ákaflega afkastamik- il. Snjóplógamir eru bandarískir, en kústamir og tennumar á plógunum eru frá Evrópu. Hér er verið að hreinsa snjó við Leifsstöð. Keflavíkurflugvöllur: Annríki við snjóhreinsun i/„n_fi. „VETURINN hefur verið fremur tiðindalitill þar til á siðustu dög- um að snjómðningstækin hafa varla stoppað," sagði Magnús Ólafsson deildarstjóri í flug- þjónustudeild vamarliðsins á Keflavíkurflugvelli i samtali við Morgunblaðið. Flugþjónustu- deildin sér meðal annars um allan snjómðning og ísvarnir á flugbrautum, ökubrautum flug- véla og flughlöðum — og eru starfsmenn allir islenskir. Svæð- ið sem þeir sjá um að hreinsa er um 3,5 mil(jónir fermetra og sagði Magnús hafa reiknað út að þau tæki sem mest væru notuð hefðu farið sem samsvaraði 53 sinnum hringveginn hvert á siðastliðnum vetri. Magnús sagði að bylting hefði orðið í tækjakosti hjá deildinni á síðustu árum og nú hefði hún yfir að ráða ákaflega afkastamiklum tækjum til snjóruðnings. Tæki þessi væru öfluguir snjóplógar og afkast- amiklir kústar sem væru tengdir við snjóplóginn. Tæki þessi væru kölluð sameyki og hefðu þeir yfír að ráða 8 slíkum sameylqum í dag. „Við erum auk þess með fjölda annarra tækja svo sem snjóblásara, smærri kústa og bfla sem dreifa íseyðingarefnum. Annars er snjór- inn ekki okkar versti andstæðingur, það eru umhleypingamir og ísingin. Við notum sérstakt íseyðingarefni og á síðasta vetri voru notuð rúm MICRóSOFT HUGBÚNAÐUR 1000 tonn af þessu efni.“ Flugþjónustudeildin er löngu orð- in þekkt fyrir vaska framgöngu við að halda flugbrautum Keflavíkur- flugvallar opnum, oft við hin erfið- ustu skilyrði. Starfsmenn hennar hafa oft fengið viðurkenningu fyrir störf sín og sagði Magnús að tækja- kosturinn væri þap besta sem framleitt væri í Evrópu og Banda- rikjunum. - BB Blóma- og w skreytingaþjónusla ™ hvert sem tilefnid er. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, ' Álfhcimum 74. sími 84200
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.