Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 7 Píanótónleikar Gísla Magnússonar í Langholtskirkju Söluskattsfrumvarpið: Tveggja mánaða umræða á hefðbundnum vinnutíma GÍSLI Magnússon, píanóleikari, mun halda tónleika í Langholts- kirkju á vegnm Tónlistarfélags- ins i Reykjavík laugardaginn 23. janúar kl. 14.30. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan við Tónlistarháskólann í Ziirich og lauk einleiksprófí árið 1953. Kennari hans í Zúrich var Walter Frey. Gísli hélt sína fyrstu opinberu tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins árið 1951. Síðan hefur hann leikið á fjöldamörgum tónleik- um á íslandi sem einleikari og þátttakandi í kammermúsíkflutn- ingi. Haustið 1974 fór Gísli í tónleikaferð ásamt Gunnari Kvar- an, sellóleikara, um Norðurlöndin, og árið 1977 lék hann einleik í Píanókonsert Jóns Nordals á opnun- artónleikum Tónlistarhátíðarinnar í Bergen. Um nokkurt skeið hafa þeir Gísli og Halldór Haraldsson, píanóleikari gert talsvert af því að leika saman á tvö píanó, m.a. Héldu þeir tónleika á Listahátíð 1978 og léku þar Vor- blót eftir Stravinsky og Sónötu fyrir tvö píanó og slagverk eftir Bartók. Síðamefnda verkið kom út á hljóm- plötu ásamt Paganini — tilbrigðum eftir Lutoslawsky. Gísli hefur auk þess leikið einleik inn á nokkrar hljómplötur, meðal Ráðstefnaum samstarf heil- brigðisstétta Samtök heilbrigðisstétta efna til ráðstefnu i dag, laugardaginn 23. janúar, í ráðstefnusal ríkisins í Borgartúni 6, 4. hæð, og verður þar fjallað um samstarf heil- brigðisstéttanna hér á landi. Hefst ráðstefnan klukkan 10.00 árdegis og stendur fram til klukkan 17.00 síðdegis. Ráðstefnan hefst með setningar- ræðu Jóns Bjama Þorsteinssonar læknis og formanns SHS, Samtaka heilbrigðisstétta, en síðan er ávarp Guðmundar Bjamasonar heilbrigð- isráðherra. Að því búnu munu eftirtaldir fulltrúar aðildarfélaga SHS flytja tíu mínútna erindi: Halldór Runólfsson fyrir Dýra- læknafélag íslands; Marga Thome fyrir Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga; Kalla Malm- quist fyrir Félag íslenskra sjúkra- þjálfara og Katrín Pálsdóttir fyrir hönd Hjúkranarfélags íslands. Verður þá gert kaffíhlé en að því loknu taka við erindi Elínar Ebbu Ásmundsdóttur fyrir Iðjuþjálfarafé- lag íslands; Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur fyrir Lyfjafræðinga- félag íslands og Hauks Þórðarsonar og Sverris Bergmanns fyrir Lækna- félag íslands. Klukkan 12.00 verður gert mat- arhlé en kl. 13.30 hefst ráðstefnan aftur með erindum Mörtu Hjálmars- dóttur fyrir Meinatæknafélag íslands; Emu Agnarsdóttur fyrir Röntgentæknafélag íslands; Eiríks Amar Amarsonar og Gylfa Ás- mundssonar fyrir Sálfræðingafélag íslands; Huldu Sv Ólafsdóttur fyrir Sjúkraliðafélag íslands; Gunnars Þormars fyrir Tannlæknafélag ís- lands; Vilhjálms Inga Amarsonar fyrir Sjúkranuddarafélag íslands og Helga Helgasonar fyrir Heil- brigðisfulltrúafélag íslands. Að erindaflutningi loknum verð- ur kaffihlé en áætlað er, að opnar umræður standi frá kl. 15.00-17.00 þegar ráðstefnunni verður slitið. Fréttatílkynning Áskriftarsiminn er 83033 þeirra er Píanókonsert eftir Avery Claflin, undir stjóm Williams Stricklands. Á tónleikunum á laugardag leik- ur Gísli Magnússon Enska svítu nr. 6 eftir J.S. Bach, Sónötu op. 110 eftir Beethoven og Hándel-tilbrigði og fúgu op. 24 eftir Brahms. Miðasala verður við innganginn í Langholtskirkju. (Fréttatilkynning.) Gísli Magnússon, píanóleikari. Selfossi. UMRÆÐAN um söluskattsfrum- varpið hefði tekið tvo mánuði ef vinnutími Alþingis hefði verið hefðbundinn. Þetta kom fram i máli Þorsteins Pálssonar forsæt- isráðherra á fundi í Þorlákshöfn á þriðjudagskvöld. Þorsteinn sagði að allir hefðu gert sér ljóst að þau stóra mál sem nýlega hefðu verið afgreidd hefðu komið seint fram og að skilning hefði þurft á Alþingi til að ná þeim fram fyrir jól. Slíkt hefði auðveldað framgang þeirra og undirbúning að framkvæmd. Stjómarandstaðan hefði nýtt sér rétt til langra um- ræðna sem hefði teygt á afgreiðsl- utímanum. Þorsteinn benti á að á máli frétta- manna héti það upplausn þegar alþingismenn ynnu myrkranna milli á Alþingi. Það væri hins vegar ekk- ert óeðlilegt að þingmenn legðu á sig vinnu því víða þyrftu menn að vinna á kvöldin án þess að það væri kallað upplausn. — Sig. Jóns. Kaffi á konnunm. Citroen AX 359.000,-stgf- Verð frá kr.... Citroén BX 533.000,- stQ- Verð frá kr. SAAB 900Í 794.000,-stgr. Verð frá kr. ... SAAB 90001 ^ ^ 39 000,- stgr. SAAB 900 Turbo g66000(.stgr SAAB 9000 ^^ 275.000,-stgr- Verðfrákr. J^öjgððgréíðslukjör Opið sem hér segir: iaugardag 10-17 sunnudag 13-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.