Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 7

Morgunblaðið - 23.01.1988, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 7 Píanótónleikar Gísla Magnússonar í Langholtskirkju Söluskattsfrumvarpið: Tveggja mánaða umræða á hefðbundnum vinnutíma GÍSLI Magnússon, píanóleikari, mun halda tónleika í Langholts- kirkju á vegnm Tónlistarfélags- ins i Reykjavík laugardaginn 23. janúar kl. 14.30. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðan við Tónlistarháskólann í Ziirich og lauk einleiksprófí árið 1953. Kennari hans í Zúrich var Walter Frey. Gísli hélt sína fyrstu opinberu tónleika á vegum Tónlist- arfélagsins árið 1951. Síðan hefur hann leikið á fjöldamörgum tónleik- um á íslandi sem einleikari og þátttakandi í kammermúsíkflutn- ingi. Haustið 1974 fór Gísli í tónleikaferð ásamt Gunnari Kvar- an, sellóleikara, um Norðurlöndin, og árið 1977 lék hann einleik í Píanókonsert Jóns Nordals á opnun- artónleikum Tónlistarhátíðarinnar í Bergen. Um nokkurt skeið hafa þeir Gísli og Halldór Haraldsson, píanóleikari gert talsvert af því að leika saman á tvö píanó, m.a. Héldu þeir tónleika á Listahátíð 1978 og léku þar Vor- blót eftir Stravinsky og Sónötu fyrir tvö píanó og slagverk eftir Bartók. Síðamefnda verkið kom út á hljóm- plötu ásamt Paganini — tilbrigðum eftir Lutoslawsky. Gísli hefur auk þess leikið einleik inn á nokkrar hljómplötur, meðal Ráðstefnaum samstarf heil- brigðisstétta Samtök heilbrigðisstétta efna til ráðstefnu i dag, laugardaginn 23. janúar, í ráðstefnusal ríkisins í Borgartúni 6, 4. hæð, og verður þar fjallað um samstarf heil- brigðisstéttanna hér á landi. Hefst ráðstefnan klukkan 10.00 árdegis og stendur fram til klukkan 17.00 síðdegis. Ráðstefnan hefst með setningar- ræðu Jóns Bjama Þorsteinssonar læknis og formanns SHS, Samtaka heilbrigðisstétta, en síðan er ávarp Guðmundar Bjamasonar heilbrigð- isráðherra. Að því búnu munu eftirtaldir fulltrúar aðildarfélaga SHS flytja tíu mínútna erindi: Halldór Runólfsson fyrir Dýra- læknafélag íslands; Marga Thome fyrir Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga; Kalla Malm- quist fyrir Félag íslenskra sjúkra- þjálfara og Katrín Pálsdóttir fyrir hönd Hjúkranarfélags íslands. Verður þá gert kaffíhlé en að því loknu taka við erindi Elínar Ebbu Ásmundsdóttur fyrir Iðjuþjálfarafé- lag íslands; Guðbjargar Eddu Eggertsdóttur fyrir Lyfjafræðinga- félag íslands og Hauks Þórðarsonar og Sverris Bergmanns fyrir Lækna- félag íslands. Klukkan 12.00 verður gert mat- arhlé en kl. 13.30 hefst ráðstefnan aftur með erindum Mörtu Hjálmars- dóttur fyrir Meinatæknafélag íslands; Emu Agnarsdóttur fyrir Röntgentæknafélag íslands; Eiríks Amar Amarsonar og Gylfa Ás- mundssonar fyrir Sálfræðingafélag íslands; Huldu Sv Ólafsdóttur fyrir Sjúkraliðafélag íslands; Gunnars Þormars fyrir Tannlæknafélag ís- lands; Vilhjálms Inga Amarsonar fyrir Sjúkranuddarafélag íslands og Helga Helgasonar fyrir Heil- brigðisfulltrúafélag íslands. Að erindaflutningi loknum verð- ur kaffihlé en áætlað er, að opnar umræður standi frá kl. 15.00-17.00 þegar ráðstefnunni verður slitið. Fréttatílkynning Áskriftarsiminn er 83033 þeirra er Píanókonsert eftir Avery Claflin, undir stjóm Williams Stricklands. Á tónleikunum á laugardag leik- ur Gísli Magnússon Enska svítu nr. 6 eftir J.S. Bach, Sónötu op. 110 eftir Beethoven og Hándel-tilbrigði og fúgu op. 24 eftir Brahms. Miðasala verður við innganginn í Langholtskirkju. (Fréttatilkynning.) Gísli Magnússon, píanóleikari. Selfossi. UMRÆÐAN um söluskattsfrum- varpið hefði tekið tvo mánuði ef vinnutími Alþingis hefði verið hefðbundinn. Þetta kom fram i máli Þorsteins Pálssonar forsæt- isráðherra á fundi í Þorlákshöfn á þriðjudagskvöld. Þorsteinn sagði að allir hefðu gert sér ljóst að þau stóra mál sem nýlega hefðu verið afgreidd hefðu komið seint fram og að skilning hefði þurft á Alþingi til að ná þeim fram fyrir jól. Slíkt hefði auðveldað framgang þeirra og undirbúning að framkvæmd. Stjómarandstaðan hefði nýtt sér rétt til langra um- ræðna sem hefði teygt á afgreiðsl- utímanum. Þorsteinn benti á að á máli frétta- manna héti það upplausn þegar alþingismenn ynnu myrkranna milli á Alþingi. Það væri hins vegar ekk- ert óeðlilegt að þingmenn legðu á sig vinnu því víða þyrftu menn að vinna á kvöldin án þess að það væri kallað upplausn. — Sig. Jóns. Kaffi á konnunm. Citroen AX 359.000,-stgf- Verð frá kr.... Citroén BX 533.000,- stQ- Verð frá kr. SAAB 900Í 794.000,-stgr. Verð frá kr. ... SAAB 90001 ^ ^ 39 000,- stgr. SAAB 900 Turbo g66000(.stgr SAAB 9000 ^^ 275.000,-stgr- Verðfrákr. J^öjgððgréíðslukjör Opið sem hér segir: iaugardag 10-17 sunnudag 13-17

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.