Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 29 lfstæðis- raogFinna Snellman var Jón Sigurðsson Finnlands. Johan Ludvig Runeberg var Jón- as Hallgrímsson Finnlands. Rússa í stríðinu við Japani 1904—5 urðu til þess að magna uppreisnar- anda víðs vegar í hinu rússneska ríki. Keisarinn og íhaldsstjóm hans neyddust til að láta undan síga og viðurkenna umbætur í félags- og stjómmálum, m.a. hluta af kröfum sjálfstæðishreyfíngarinnar fínnsku. Meimsstyrjöldin fyrri í Finnlandi varð hin svokallaða aktivista-hreyfíng æ fjölmennari. Hún krafðist fulls sjálfstæðis og frelsis undan rússneskum yfírráð- um. Þar kom heimsstyijöldin til hjálpar. Byltingamar í Rússlandi í mars og október 1917 gerbreyttu íiðstæðum. Oldungaráðið (senaten) og fylkisþingið (kantdagen) stigu skrefíð til fulls 6. desember 1917 og lýstu Finnland sjálfstætt lýð- veldi. Sá dagur er þjóðhátíðardagur Finnlands. Sjálfstæðisyfírlýsingin var hættuspil og mikið lagt undir. Rússneskur landher og sjóher var ennþá í landinu, og Finnar höfðu engan skipulagðan herstyrk. Miklar deilur voru um framtíðarskipan "á stjóm landsins. Borgarar og verka- fólk, hvítir og rauðir, vom ósveigj- anlegir andstæðingar. Einungis sjö vikum eftir sjálfstæðisyfírlýsinguna skall á borgarastyijöld, sem er eitt hið skelfílegasta sem komið getur fyrir nokkra þjóð. Það stóð aðeins í þijá mánuði en var mjög blóðugt og háð af mikilli grimmd af beggja hálfu. Það skildi eftir sig sár, alveg fram að vetrarstríðinu 21 ári síðar, begar sættir tókust á stjómmála- sviðinu milli borgara og sósíalista og á sviði tungumála milli þeirra sem mæltu á fínnsku og sænsku. Þessar sættir tókust eins og af sjálfu sér vegna hinnar sameigin- legu ytri ógnar. Staða íslendinga breyttist einnig fyrir tilverknað heimsstyijaldarinn- ar fyrri. Við lok hennar vó sjálfs- ákvörðunarréttur þjóða þungt þeg- ar setja skyldi ný landamæri í Evrópu. Eftir langvarandi samnin- gaumleitanir við Dani kom loks til þjóðaratkvæðagreiðslu um framtí- ðarstöðu landsins 19. október 1918. Úrslitin voru fyrirfram vituð. Meira en 90% kusu fullveldi íslands. 1. desember 1918 voru ísland og Dan- mörk lýst tvö fullvalda ríki er stæðu í persónulegu sambandi vegna sam- eiginlegs konungs. í þessum sama októbermánuði átti sér stað einkennilegt stjóm- málalegt kjör í Finnlandi. Þegar íslendingar vildu losna undan kon- ungsstjóm samþykkti þingið með naumum borgaralegum meirihluta hinn 9. október (og þá ber að hafa í huga að sósíalistar vom útilokaðir frá þinginu 1918 vegna borgara- styijaldarinnar) að stofna til konungdæmis. Og ekki nóg með það, til konungs var einnig kjörinn þýskur prins, Friedrich Karl af Hessen. Hin hægri sinnuðu stjórn- völd Finnlands trúðu þá á þýskan sigur í heimsstyijöldinni og sáu í Þýskalandi eins konar vemdarvæng fyrir ógnun hins nýja Sovét-Rúss- lands. Þess vegna vildu hægriöflin fá þýskan konung til að tryggja þýsk-finnsk vináttutengsl. Aðeins mánuði eftir þetta furðulega kon- ungskjör blasti við staðreynd hins þýska ósigurs og hrun keisaradæm- isins. Hugmyndin um konungdæmi var úr sögunni. Konungurinn var aldrei krýndur og hann kom aldrei til Finnlands. Eftir þetta stutta, konunglega hliðarspor í örlagaríkri sögu ársins 1918 hvarf Finnland aftur til þess lýðveldis sem lýst var yfir 6. desember 1917. Heimsstyrjöldin síðari Nú vekur þessi konunglega ákefð í Finnlandi árið 1918 auðvitað nokkra undrun. Þess vegna er rétt að minna á að konungsríki voru mjög svo útbreidd í Evrópu á ámm heimsstyijaldarinnar fyrri. Þá vom þar einungis tvö lýðveldi: Sviss og Frakkland. Heimsstyijöldin síðari hafði einnig í för með sér miklar breytingar í Finnlandi og á íslandi. Nú var sá tími kominn að íslending- ar gátu sagt upp persónusambandi sínu við Damörku og lýst land sitt fijálst og fullvalda lýðveldi. Þegar það gerðist á afmælisdegi Jóns Sig- urðssonar 17. júní 1944 á Þingvelli við Öxará þá var það mikill gleði- og sigurdagur fyrir þjóðina, enda þótt verið hafí ausandi rigning. Mér hefur verið sagt að orðhagur út- varpsmaður hafí komist svo að orði að himinninn hafí grátið af gleði. Nokkrar þjóðir (Bandaríkja- menn, Bretar, Frakkar, Norðmenn og Svíar) höfðu sent opinbera full- trúa til að vera við hátíðahöldin í tilefni af stofnun lýðveldisins. Finnar hefðu áreiðanlega viljað fylla þann flokk, en það var ekki hægt. Þeir höfðu átt í styijöld í fímm ár. Einungis viku fyrir þennan merkisdag í sögu íslands hófu margfalt fjölmennari sovéskar úr- valssveitir heiftarlega sókn á stóm svæði á Kiijálaeiðinu. Þetta var barátta upp á líf og dauða í bókstaf- legum skilningi. Eftir tveggja, mánaða látlausa baráttu gátu liðs- sveitir okkar náð að stöðva sóknina við Viborg. Árásinni linnti. Sovét- menn töldu sig þurfa þessara hersveita við annars staðar og sér- friður landanna var saminn í september 1944. Næstum 100.000 manns féllu og tíundi hluti landsins tapaðist í þessum þremur stríðum: Vetrarstríðinu 1939—40, fram- haldsstríðinu 1941—44 og „gleymda“ stríðinu í Lapplandi frá október 1944 fram í apríl 1945, þegar við urðum að reka 200.000 þýska hermenn af höndum okkar. í ytri skilningi fyllti Finnland flokk þeirra sem töpuðu heimsstyij- öldinni síðari. Þó má halda fram þeirri þversögn að þetta hafi verið sigursælt stríð. Finnlandi tókst að halda því sem mestu skipti, frelsi sínu og sjálfstæði. Það er mikið að þakka þrautseigjunni á stríðsámn- um að Finnlandi hefur síðan tekist að efla og treysta stöðu sína á al- þjóðavettvangi sem frjálst, fullvalda og hlutlaust ríki. Stríð er að sjálf- sögðu mikil ógæfa fyrir þá sem í því lenda. En engu að síður getur það haft jákvæði í för með sér. Fyrir Finna og granna okkar í austri var þetta jákvæði fólgið í því, að þessir fomu féndur — eftir 42 stríð á 700 ámm — lærðu (á sama hátt og Frakkar og Þjóðveij- ar) að það er skynsamlegra að nágrannar lifi í friði og vináttu en í stríði og illdeilum. Nú er utanríkis- stefna Finnlands á eftirstríðsámn- um — hin svokallaða Paasikivi- Kekkonen-stefna — löngu virt, bæði í vestri og austri. Ég tel ástæðu til að nefna árið 1944 sem þýðingarmikinn áfanga þegar dregnar em fram hliðstæður í sögu Finnlands og íslands. Það ár vann íslenska þjóðin lokasigur í langri og erfíðri baráttu fyrir endur- heimt þess sjálfstæðis sem tapaðist 1264. Og það ár tókst Finnum af eigin rammleik að binda enda á stríð sem hótaði að svipta þá sjálf- stæði sem aðeins hafði staðið í aldarfjórðung. íslenskir vinir hafa tjáð mér að tvö dagblöð í Reykjavík hafi nefnt í leiðurum sínum 1. des- ember síðastliðinn, að eiginlega sé 1. desember 1918 þýðingarmesti dagur í sögu íslands en 17. júní 1944. Það hafí verið 1918 sem hin mikla breyting hafí orðið, þar sem 17. júní hafí einungis verið stað- festing þess sem í raun var fyrir hendi. An þess að ég vilji bianda mér í slík álitamál, þá vil ég bara benda á, að ef svo er, þá eram við, íslendingar og Finnar, tveir jafn- aldra vinir í pólitískum skilningi. Tvær velstæðar þjóðir Hátíð Suomi-félagsins hófst 'með þjóðsöng Finna, Várt land. Hann er 11 erindi, en venjan er að syngja aðeins tvö hin fyrstu og hið síðasta. Þar minnist skáldið ekki sjaldnar en þremur sinnum á hina skelfilegu fátaekt Finnlands: 1. Várt land er fattigt, skall sá bli. 2. Till detta arma land ándá vár langtan skulle stá. 3. Var för din fattigdom ej skyggt. Þetta var auðvitað dagsatt þegar Runeberg orti ljóð sitt fyrir nær 150 ámm, enda sá þá enginn fyrir þau auðæfi sem fólust í skógum okkar. Mikil skáld hafa oft hæfí- leika til að skyggnast inn í framtíð- ina, en sem betur fer, eins og í þessu dæmi, þá getur þeim stundum skjátlast. Finnland hefur verið fá- tækt líkt og ísland. Nú emm við það ekki lengur. Við emm ekki heldur neitt sérstaklega ungar sem fullvalda þjóðir, þótt við teljum okk- ur oft ennþá trú um það í hátíða- ræðum. Ef við höfum í huga öll ríki heims, sem em um það bil 160, þá emm við hvorki meðal hinna elstu né hinna yngstu, heldur emm við um sjötugt í góðum meðal- aldri meðal þjóðanna, mjög bjarg- álna og velstæðar þjóðir, í raun og vem meðal hinna auðugustu í ver- öldinni ásamt dönskum, norskum og sænskum vinum okkar, — og þar að auki held ég að óhætt sé að segja án hroka, að við njótum almennrar virðingar fyrir traust og heilbrigt þjóðfélag. Þegar ég hef nú reynt að draga fram marga sameiginlega áfanga í sögu þjóða okkar, þá held ég að óhætt sé að slá því föstu að eftir aldalanga baráttu blóðs, svita og tára, þá hafí okkur vegnað vel, Finnum og íslendingum. Það er þess vegna full ástæða til að draga fána að hún og halda þjóðhátíðar- daga okkar hátíðlega. Höfundur er sendiherra Finnlands á íslandi. I.jósmynd/Árni Sæberg Sýningu Baltasars á Kjarvalsstöðum lýkur um helgina. Kjarvalsstaðir: Sýningu Baltas- ars að ljúka Afmælissýningu Baltasars sem staðið hefur yfir á Kjarvalsstöð- um frá 9. janúar, lýkur næstkomandi sunnudag, 24. janúar. Á sýningunni eru 35 olíuverk, flest máluð á síðasta ári. Goð aðsókn hefur verið á sýn- Baltasars en viðfangsefni hans á inguna og hafa tæplega 4000 sýningunnier„landiðogþjóðin“. manns séð hana. Um þriðjungur Sýningin verður opin um helg- verkanna er þegar seldur að sögn ina frá kl. 14 til 22. Tveir prestar vígð- ir á sunnudag TVEIR nýir prestar bætast í islenska prestastétt á sunnudag er biskuð íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, vígir guðfræði- kandídatana Stínu Gísladóttur og Jens Hvidfelt Nielsen til prestsþjónustu. Stína hefur verið ráðin annar farprestur kirkjunnar og mun fyrst þjóna Þingeyraklaustursprestakalli í leyfí sr. Ama Sigurðssonar, en Jens hefur verið settur sóknarprest- ur Hjarðarholtsprestakalls í Dölum. Sr. Friðrik Hjartar, sem þar hefur þjónað um árabil, hefur verið skip- aður sóknarprestur í Ólafsvík. Jens Hvidfeldt Nielsen er dansk- ur að ætt og uppruna, 34 ára gamall, sonur sr. Thorvald Nielsen, og Anne Marie Hvidfeldt. Hann lauk guðfræðiprófí frá Háskóla ís- lands vorið 1987 og hefur síðan verið bóndi að Reykjum, Lýtings- staðahreppi. Kona hans er Ingigerð- ur Siguijónsdóttir frá Hamrahlíð. Það má telja skemmtilega tilviljun að um þær mundir sem Skotinn sr. Róbert Jack fær lausn frá embætti eftir áratuga þjónustu, kemur ann- ar útlendingur til þjónustu í íslensku kirkjunni. Stína Gísladóttir lauk guðfræði- prófi vorið 1987, en áður hafði hún lokið BA-námi við heimspekideild HÍ. Hún var um árabil kennari í Hafnarfirði, og síðan æskulýðsfull- trúi hjá Þjóðkirkjunni. Stína er 44 ára, fædd í Danmörku en foreldrar hennar vom þau frú Thora og Gísli Kristjánsson ritstjóri, en þau em bæði nýlátin. Stína er 11. kona sem tekur prestsvígslu hérlendis. Prestsvígslan verður í Dómkirkj- unni í Reyjavík og hefst kl. 11.00. Sr. Ingiberg J. Hannesson pró- fastur lýsir vígslu, en vígsluvottar auk hans em sr. Ágnes M. Sigurð- ardóttir, sr. Guðmundur Oskar Ólafsson og sr. Jónas Gíslason dós- ent. Altarisþjónustu annast sr. Hjalti Guðmundsson og Marteinn H. Friðriksson stýrir þætti tónlistar við vígsluna. Tilboðimum í Arvak- ur hafnað BÁÐUM tilboðunum sem bárust í vitaskipið Arvakur hefur verið hafnað af fjármálaráðuneytinu. Annað tilboðið var frá Dýpkun- arfélaginu og hitt frá Sigurði L. Magnússyni o.fl. Tilboð Dýpk- unarfélagsins hljóðaði upp á 7,2 m.kr.miðað við staðgreiðslu og 9,2 m.kr. miðað við greiðslukjör en tilboð Sigurðar L. Magnússon- ar var upp á 4,5 m.kr. Að sögn Þórhalls Arasonar, hjá eignadeild fjármálaráðuneytisins, var ákveðið að hafna báðum þessum tilboðum þar sem þau væm of lág. Ekki væm forsendur fyrir því að selja skipið á svo lágu verði og yrði Árvakur því rekinn áfram af Vita og hafnamálastofnun meðan hann entist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.