Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 25 Ráðist á hertogaynjuna af York í New York Árásarmaðurinn handtekinn New York, Reuter. MAÐUR sem veifaði fána irska lýðveldishersins var handtekinn á fimmtudags- kvöld eftir að hann réðst að hertogaynjunni af York. Sara Ferguson eiginkona Andrews Bretaprins var í þann mund að fara út úr Waldorf Astoria hótelinu í New York þegar á hana var ráðist. Hertogaynjan er stödd í New York til að sjá sýningu á nýjum söngleik eftir Andrew Lloyd Web- ber á Broadway. Var hún að leggja af stað á sýninguna í Maj- estic-leikhúsinu, þegar ungur maður ruddist að henni og ætlaði að beita hana ofbeldi. Lögreglu- maður handsamaði árásarmann- Lítil stúlka færði Söru Ferguson, hertogynju af York, blóm er hún kom á sýninguna í Majestic-leik- húsinu. Reuter Danmörk: Stj ómarkreppa og kosningar í aðsigi Árósum. Frá Axel Pihl-Andersen, Reportage Gruppen. Fjórflokkastjórnin í Danmörku hefur þegar hafið nýja árið með hverjum klofningnum á fætur öðrum. Fyrir nokkrum dögum kom upp óeining innan stjórnarinnar um aðstoð við þróunarlönd, þegar utanríkisráðherra Venstre-flokksins, Uffe Ellemann-Jensen, lagði fram tillögu um mikinn sparnað í þeim málaflokki og mættí and- stöðu fjölmargra stuðningsmanna stjómarinnar. Margir danskir þingmenn eru þeirrar skoðunar að áður en langt um líði verði þingkosningar í Dan- mörku - og í Kristjánsborgarhöll er fyrst og fremst rætt hvort kosið verði fyrir eða eftir sumarhlé þings- ins. Engin telur lengur að stjómin sitji til ársloka. Formaður jafnaðarmanna, Svend Auken, hefur lýst því opinberlega yfír að flokkur hans sé reiðubúinn til þess að fella stjómina - og svo gæti farið að það gerist vegna stefnu hennar í vamar- og öryggis- málum, en stjómin hefur einmitt hafið undirbúningsumræður á þing- inu til að afla henni fylgis. Innri óeining stjómarinnar er engin tilviljun, heldur ber hún fýrst og fremst vott um að skoðanir stjómarflokkanna á því, hvað borg- araflokkur sé, gerist æ ólíkari. Einkum og sér í lagi ber á milli Venstre-flokksins annars vegar - og hinna stjómarflokkanna, Mið- demókrata, Kristilega þjóðarflokks- ins og íhaldsflokksins, hins vegar. Meðan Venstre-flokkurinn, með Uffe Ellemann-Jensen í broddi fylk- ingar, hefur viljað fá meiri frjáls- hyggjusvip, meðal annars með því að óska eftir spamaði í rekstri ríkis- ins, hefur forsætisráðherra íhalds- flokksins, Schliiter, og aðrir ráðherrar hneigst í átt til miðju- manna og reynt að koma á víðari samvinnu við róttæka og jafnaðar- menn. Gagnrýni Venstre-flokksins Þessi samvinna varð í raun að vemleika fyrir jól þegar jafnaðar- menn og róttækir studdu fjárlaga- fimmvarp stjómarinnar, en það leið heldur ekki langur tími þar til Uffe Ellemann-Jensen og aðrir helstu forsvarsmenn Venstre-flokksins gengu út og gagnrýndu efnahags- stefnu stjómarinnar. Boðað var Utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann-Jensen. meðal annars að í framtíðinni þyrfti að komast á meiri samvinna við Framfaraflokkinn um fjárlög og efnahagsmál. Á sama tíma varð skattaráðherra Venstre-flokksins, Anders Fogh Rasmussen, ósáttur við miðju- og raunsæismanninn úr íhaldsflokkn- um, Palle Simonsen, fjármálaráð- herra, sem hefur efasemdir um að vextir af neyslulánum eigi í framtíð- inni að vera frádráttarbærir til skatts. Þessi frádráttur hefur alltaf verið helgur í augum hægrimanna í Danmörku - en nú hafa meðal annars margir úr íhaldsflokknum fengið efasemdir um réttmæti hans. Og nú síðast varð sem sagt óein- inn í þann mund er hann réðst á hertogynjuna. Hún slasaðist ekki en varð tíu mínútum of sein á ERLENT leiksýninguna. Fyrir leiksýninguna hafði hóp- ur stuðningsmanna írska lýðveld- ishersins safnast saman fyrir framan Majestic-leikhúsið. Héldu þeir á kröfuspjöldum þar sem stóð meðal annars: „Breskur hep burt frá írlandi". Þeir höfðu sig á brott áður en hertogaynjan kom þang- að. Maðurinn sem handtekinn var heitir Michael Shanley og er 22 ára New York búi. Hann hefur verið kærður fyrir meint tilræði við hertogynjuna og fyrir árás á lögreglumann. ing innan stjómarinnar um aðstoð- ina við þróunarlönd, þegar formaður Venstre-flokksins lagði til að sparaðir yrðu 4,5 milljarðar danskra króna, um 26 milljarðar íslenskra, á þessu ári, án þess að hafa samráð við hina stjómarflokk- ana. Með sín 0,88 prósent af vergri þjóðarframleiðslu er aðstoð Dana við þróunarlönd sú fjórða mesta í heiminum. En hún er til að mynda ennþá miklu minni en aðstoð Norð- manna - og á danska þinginu hefur verið meirihluti fyrir því að hún aukist í eitt prósent af vergri þjóðar- framleiðslu. Það er þessi sjálfkrafa hækkun sem utanríkisráðherrann vill stöðva, en litlu stjómarflokkam- ir tveir, Miðdemókratar og Kristi- legi þjóðarflokkurinn, hafa barist harðlega gegn frumvarpinu. Áhrif Venstre-flokksins ekki nægileg • Viðleitni Venstre-flokksins til að skapa sér sérstöðu ber vott um að flokkurinn hafi ekki nógu mikil áhrif innan ríkisstjómarinnar. Nú leggur einkum stóribróðirinn, íhaldsflokkurinn, minni áherslu á hefðbundin viðhorf hægrimanna og frjálslyndra í viðleitni sinni til að koma á samvinnu við jafnaðarmenn og verkalýðshreyfinguna. Þessa stefnu styðja síðan litlu stjómar- flokkamir tveir. Forsvarsmenn íhaldsflokksins virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé nóg að draga úr útgjöldum ríkisins - heldur sé jafn mikil þörf á því að draga úr einkaneyslunni. Venstre-flokkurinn gæti auð- veldlega verið gerður ábyrgur fyrir falli stjómarinnar ef til kosninga kæmi á þessu ári vegna andstöðu hans innan hennar. En um leið gæti flokkurinn fengið orð á sig sem „ábyrgur flokkur," sem harðast berjist gegn auknum útgjöldum ríkisins og meiri skattheimtu, og þar með fengið mikinn hluta at- kvæða hægrimanna, sem vom ekki hvað síst eignuð flokki forsætisráð- herrans, Ihaldsflokknum, eftir síðustu kosningar. N A M S K E I Ð SAMSKIPTI FORELDRA OG BARNA Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og barna. Þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: • aðstoða börn sín við þeirra vandamál • leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi • byggja upp jákvæð samskipti innan fjöl skyldunnar Námskeiðin byggja á hugmyndum Dr. Thomas Gordons sálfræðings, höfund bókarinnar „Samskipti foreldra og barna.“ Leiðbeinendur hafi hlotið þjálfun til að halda þessi námskeið á íslandi. Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti. Upplýsingar og skráning S: 82804 * 621132 Hugo Þórísson, sálfrceðingur. Wilhelm Norðfjörð, sálfrœðingur SKIPTI FRÆDSLA OG RADGJOF SF. Samskipti forcldra og barna Samskipti unglinga. Samskipti á vinnustað Sainskipti við viðskiptavini Samskipti kennara og nemenda Samskipti stjórnenda og starfsmanna Mannlcg samskipti/ákveðniþjálfun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.