Morgunblaðið - 23.01.1988, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.01.1988, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐEÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 25 Ráðist á hertogaynjuna af York í New York Árásarmaðurinn handtekinn New York, Reuter. MAÐUR sem veifaði fána irska lýðveldishersins var handtekinn á fimmtudags- kvöld eftir að hann réðst að hertogaynjunni af York. Sara Ferguson eiginkona Andrews Bretaprins var í þann mund að fara út úr Waldorf Astoria hótelinu í New York þegar á hana var ráðist. Hertogaynjan er stödd í New York til að sjá sýningu á nýjum söngleik eftir Andrew Lloyd Web- ber á Broadway. Var hún að leggja af stað á sýninguna í Maj- estic-leikhúsinu, þegar ungur maður ruddist að henni og ætlaði að beita hana ofbeldi. Lögreglu- maður handsamaði árásarmann- Lítil stúlka færði Söru Ferguson, hertogynju af York, blóm er hún kom á sýninguna í Majestic-leik- húsinu. Reuter Danmörk: Stj ómarkreppa og kosningar í aðsigi Árósum. Frá Axel Pihl-Andersen, Reportage Gruppen. Fjórflokkastjórnin í Danmörku hefur þegar hafið nýja árið með hverjum klofningnum á fætur öðrum. Fyrir nokkrum dögum kom upp óeining innan stjórnarinnar um aðstoð við þróunarlönd, þegar utanríkisráðherra Venstre-flokksins, Uffe Ellemann-Jensen, lagði fram tillögu um mikinn sparnað í þeim málaflokki og mættí and- stöðu fjölmargra stuðningsmanna stjómarinnar. Margir danskir þingmenn eru þeirrar skoðunar að áður en langt um líði verði þingkosningar í Dan- mörku - og í Kristjánsborgarhöll er fyrst og fremst rætt hvort kosið verði fyrir eða eftir sumarhlé þings- ins. Engin telur lengur að stjómin sitji til ársloka. Formaður jafnaðarmanna, Svend Auken, hefur lýst því opinberlega yfír að flokkur hans sé reiðubúinn til þess að fella stjómina - og svo gæti farið að það gerist vegna stefnu hennar í vamar- og öryggis- málum, en stjómin hefur einmitt hafið undirbúningsumræður á þing- inu til að afla henni fylgis. Innri óeining stjómarinnar er engin tilviljun, heldur ber hún fýrst og fremst vott um að skoðanir stjómarflokkanna á því, hvað borg- araflokkur sé, gerist æ ólíkari. Einkum og sér í lagi ber á milli Venstre-flokksins annars vegar - og hinna stjómarflokkanna, Mið- demókrata, Kristilega þjóðarflokks- ins og íhaldsflokksins, hins vegar. Meðan Venstre-flokkurinn, með Uffe Ellemann-Jensen í broddi fylk- ingar, hefur viljað fá meiri frjáls- hyggjusvip, meðal annars með því að óska eftir spamaði í rekstri ríkis- ins, hefur forsætisráðherra íhalds- flokksins, Schliiter, og aðrir ráðherrar hneigst í átt til miðju- manna og reynt að koma á víðari samvinnu við róttæka og jafnaðar- menn. Gagnrýni Venstre-flokksins Þessi samvinna varð í raun að vemleika fyrir jól þegar jafnaðar- menn og róttækir studdu fjárlaga- fimmvarp stjómarinnar, en það leið heldur ekki langur tími þar til Uffe Ellemann-Jensen og aðrir helstu forsvarsmenn Venstre-flokksins gengu út og gagnrýndu efnahags- stefnu stjómarinnar. Boðað var Utanríkisráðherra Danmerkur, Uffe Ellemann-Jensen. meðal annars að í framtíðinni þyrfti að komast á meiri samvinna við Framfaraflokkinn um fjárlög og efnahagsmál. Á sama tíma varð skattaráðherra Venstre-flokksins, Anders Fogh Rasmussen, ósáttur við miðju- og raunsæismanninn úr íhaldsflokkn- um, Palle Simonsen, fjármálaráð- herra, sem hefur efasemdir um að vextir af neyslulánum eigi í framtíð- inni að vera frádráttarbærir til skatts. Þessi frádráttur hefur alltaf verið helgur í augum hægrimanna í Danmörku - en nú hafa meðal annars margir úr íhaldsflokknum fengið efasemdir um réttmæti hans. Og nú síðast varð sem sagt óein- inn í þann mund er hann réðst á hertogynjuna. Hún slasaðist ekki en varð tíu mínútum of sein á ERLENT leiksýninguna. Fyrir leiksýninguna hafði hóp- ur stuðningsmanna írska lýðveld- ishersins safnast saman fyrir framan Majestic-leikhúsið. Héldu þeir á kröfuspjöldum þar sem stóð meðal annars: „Breskur hep burt frá írlandi". Þeir höfðu sig á brott áður en hertogaynjan kom þang- að. Maðurinn sem handtekinn var heitir Michael Shanley og er 22 ára New York búi. Hann hefur verið kærður fyrir meint tilræði við hertogynjuna og fyrir árás á lögreglumann. ing innan stjómarinnar um aðstoð- ina við þróunarlönd, þegar formaður Venstre-flokksins lagði til að sparaðir yrðu 4,5 milljarðar danskra króna, um 26 milljarðar íslenskra, á þessu ári, án þess að hafa samráð við hina stjómarflokk- ana. Með sín 0,88 prósent af vergri þjóðarframleiðslu er aðstoð Dana við þróunarlönd sú fjórða mesta í heiminum. En hún er til að mynda ennþá miklu minni en aðstoð Norð- manna - og á danska þinginu hefur verið meirihluti fyrir því að hún aukist í eitt prósent af vergri þjóðar- framleiðslu. Það er þessi sjálfkrafa hækkun sem utanríkisráðherrann vill stöðva, en litlu stjómarflokkam- ir tveir, Miðdemókratar og Kristi- legi þjóðarflokkurinn, hafa barist harðlega gegn frumvarpinu. Áhrif Venstre-flokksins ekki nægileg • Viðleitni Venstre-flokksins til að skapa sér sérstöðu ber vott um að flokkurinn hafi ekki nógu mikil áhrif innan ríkisstjómarinnar. Nú leggur einkum stóribróðirinn, íhaldsflokkurinn, minni áherslu á hefðbundin viðhorf hægrimanna og frjálslyndra í viðleitni sinni til að koma á samvinnu við jafnaðarmenn og verkalýðshreyfinguna. Þessa stefnu styðja síðan litlu stjómar- flokkamir tveir. Forsvarsmenn íhaldsflokksins virðast hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé nóg að draga úr útgjöldum ríkisins - heldur sé jafn mikil þörf á því að draga úr einkaneyslunni. Venstre-flokkurinn gæti auð- veldlega verið gerður ábyrgur fyrir falli stjómarinnar ef til kosninga kæmi á þessu ári vegna andstöðu hans innan hennar. En um leið gæti flokkurinn fengið orð á sig sem „ábyrgur flokkur," sem harðast berjist gegn auknum útgjöldum ríkisins og meiri skattheimtu, og þar með fengið mikinn hluta at- kvæða hægrimanna, sem vom ekki hvað síst eignuð flokki forsætisráð- herrans, Ihaldsflokknum, eftir síðustu kosningar. N A M S K E I Ð SAMSKIPTI FORELDRA OG BARNA Nú er að hefjast námskeið þar sem foreldrum gefst kostur á að kynnast og tileinka sér ákveðnar hugmyndir og aðferðir í samskiptum foreldra og barna. Þar verður m.a. fjallað um hvað foreldrar geta gert til að: • aðstoða börn sín við þeirra vandamál • leysa úr ágreiningi án þess að beita valdi • byggja upp jákvæð samskipti innan fjöl skyldunnar Námskeiðin byggja á hugmyndum Dr. Thomas Gordons sálfræðings, höfund bókarinnar „Samskipti foreldra og barna.“ Leiðbeinendur hafi hlotið þjálfun til að halda þessi námskeið á íslandi. Námskeiðin verða 3 klst. í einu, í 8 skipti. Upplýsingar og skráning S: 82804 * 621132 Hugo Þórísson, sálfrceðingur. Wilhelm Norðfjörð, sálfrœðingur SKIPTI FRÆDSLA OG RADGJOF SF. Samskipti forcldra og barna Samskipti unglinga. Samskipti á vinnustað Sainskipti við viðskiptavini Samskipti kennara og nemenda Samskipti stjórnenda og starfsmanna Mannlcg samskipti/ákveðniþjálfun

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.