Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 31
b MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 31 Kvöldvaka í Hlaðvarpanum: Áttatíu ár eru liðin síðan konur tóku fyrst sæti í bæjarstjórn Kvennalistínn í Reykjavik efnir tíl kvöldvöku í Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3, í Reykjavík í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá þeim tímamótum að konur tóku fyrst sæti í bæjarstjóm á íslandi. Kvöldvakan verður á sunnudaginn og hefst kl. 20.30. Þar segir Kristin Ásgeirsdóttir frá sér- framboði reykviskra kvenna árið 1980 og Björg Einarsdóttir rithöfundur frá fyrstu bæjarfulltrúunum. Konum sem átt hafa sæti i bæjar- og borg- arstjóm Reykjavíkur hefur verið sérstaklega boðið tíl kvöldvökunnar en auk þeirra em alhr velkomnir. í fréttatilkynningu frá Kvennalist- anum segir: „Sunnudaginn 24. janúar eru liðin 80 ár frá því að fyrstu kon- umar tóku sæti í stjóm Reykjavíkur. Þennan dag árið 1908 var kosið til bæjarstjómar höfuðstaðarins í fyrsta sinn samkvæmt lögum sem veittu giftum konum bæði kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjóma. Sérstakur listi kvenna var borinn fram og náðu fjórar konur Ig'öri, þær Katrín Magn- ússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjam- héðinsdóttir og Guðrún Bjömsdóttir. Á þessum tíma var bæjarstjóm skipuð alls fimmtán fulltrúum. Það var árið 1907 sem samþykkt voru ný lög um bæjarstjómarkosning- ar í Reykjavík og í Hafnarfírði og voru kosningamar í Reykjavík þær fyrstu sem fóm fram-samkvæmt þess- um nýju lögum eins og fyrr sagði. Árið 1909 breyttust lögin svo á þá lund að þau náðu til alls landsins og jafnframt giftum konum fengu vinnu- konur, sem greiddu einhver sveitar- gjöld, einnig rétt til að kjósa og til kjörgengis. Konur buðu fram sérstaka lista víðar enn í Reykjavík i tilefni nýrra réttinda: á Seyðisfírði 1910 og á Akureyri 1910, 1911 og 1921. 1 Reykjavík vom kvennaframboð auk listans 24. janúar 1908 árin 1910, 1912, 1914 og 1916. Kvennalisti var einnig boðin fram til alþingiskosninga 1922 og árið 1926. Þá varð hlé á sérframboðum kvenna til níunda ára- tugarins. Til gamans má geta þess að fyrsta ræða Bríetar Bjamhéðins- dóttur í bæjarstjóm Reykjavíkur flallaði um misrétti, sem hún taldi konur beittar hvað varðaði íþróttir. í ræðu sinni, sem jafnframt er fyrsta ræða konu í bæjarstjóm á íslandi, fómst Bríeti svo orð: „Eins og bæjar- fulltrúum er kunnugt um em veittar 450 kr. til þess að kenna piltum sund í sundlauginni. Það er sanngimismál, að stúlkur eigi einnig kost á að læra sund og því fer ég fram á, að bæjar- stjóm samþykki að veita 150 kr. úr bæjarsjóði til þessarar kennslu." Til- laga Bríetar fékk misjafnar undirtekt- ir og einn andmælenda hennar sagði m.a.: „Vel byijar það! Var svo sem við öðm að búast? Ég tel hyggilegast að stemma á að ósi strax. Hér á ekki að líðast heimtufrekja. Ég er fyrir mína parta alveg mótfallinn bón kon- unnar og ég vænti þess, að svo séu allir.“ (Knud Zimsen: Úr Bæ í borg, Reykjavík, 1952, bls. 369.) Fór þó svo að lokum að tillaga Bríetar um sund- styrk handa stúlkum líkt og piltum var samþykkt." Morgunblaðið/Helena Kraftakarlar frá Nýju sendibílastöðinni voru fengnir til að bera tækin inn í Heilsugarðinn. Sviss- neskur fulltrúi NautOus fylgist grannt með. Tækin flutt í Heilsugarðinn Ný heUsuræktarstöð, Heilsu- garðurinn, opnar um næstu helgi í 700 fermetra húsnæði við Garðatorg í Garðabæ. í gær var unnið að því að koma fyrir Nautilus- þjálfunartækjum í stöðinni og eru sum þeirra eng- in smásmíði. Þurfti að kalla til sex þungaflutningamenn til þess að koma tækjunum fyrir. Heilsugarðurinn er í eigu Gríms Sæmundsen og Ragnars ' Haraldssonar en hjónin Erla Rafnsdóttir og Magnús Teitsson veita stöðinni forstöðu. Guðspjall dagsins: Matt. 6.: Er þér biðjlst fyrir. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í Árbæj- arkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í Árbæj- arkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Gideonfélagar kynna starfsemi Gideonsfélagsins í lok guðsþjónustunnar. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Brefðholtsprestakall: Barna- samkoma kl. 11 í Breiöholts- skóla. Guðsþjónusta kl. 14 í Breiðholtsskóla. Organisti Daníel Jónasson. Fundurmeðforeldrum fermingarbarna í Breiðholtskirkju mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Elín Anna Antons- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Fólagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmið- dag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Biblíulestur í safnaðar- heimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudag: Kl. 11. Prestvígsla. Biskup íslands, hr. Pétur Sigur- geirsson, vígir cand. theol Jens Hvidtfeld Nielsen sem settur verður prestur í Hjarðarholts- prestakalli í Dölum og cand. theol. Stínu Gísladóttur sem sett verður 2. farprestur Þjóðkirkj- unnar. Vígsluvottar sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur sem lýsir vígslu, sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og sr. Jónas Gíslason dósent. Altarisþjónustu annast sr. Hjalti Guömundsson. Messa kl. 14. Sr. Guðmundur Guð- mundsson æskulýðsfulltrúi messar. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA- og Hólaklrkja: Barna- samkoma kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson. Mánu- dag: Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Miðvikudag: Guðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 20. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN f Reykjavfk: Ferm- ingarbörn komi í kirkjuna laugar- daginn 23. janúar kl. 14. Guðsþjónusta og altarisganga kl. 14. sunnudag. Ræðuefni: „Þegar fjöllin flytja búferlum." Ferming- arbörn lesa bænir og ritningar- orð. Fríkirkjukórinn syngur. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma *kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Sóknarnefndin. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Fluttur verður látbragösleikurinn „Hend- ur“. Kvöldmessa kl. 17. Altaris- ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Ámgrímur Jóns- son. HJALLAPRESTAKALL f Kópa- vogi: Barnasamkoma kl. 11 í messusal Hjallasóknar í Digra- nesskóla. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnunum. Sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11 árdegis. Fundur með foreldrum fermingarbarna í safn- aðarheimilinu Borgum miðviku- dag, 27. janúar, kl. 20.30. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stund- ina. Guðsþjónusta kl. 14. Liður í alþjóðlegu bænavikunni. Sr. Ágúst Eyjólfsson frá rómversk- kaþólsku kirkjunni prédikar. Altarisþjónusta sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Umræðudagur um málefni fjöl- skyldunnar verður laugardaginn 23. janúar kl. 13. Gunnar M. Sandholt félagsráðgjafi flytur er- indi og stýrir umræðum. Fundur- inn endar með kaffisopa kl. 15.30. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Ólafur Jóhannsson messar. Altarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Æsku- lýðsfundur fyrir 11—12 ára kl. V13. Félagsstarf aldraðra: Farið verð- ur í skoðunarferð í Náttúrufræði- stofnun. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 15. Sunnudag: Barnasam- koma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Mánudag: Æskulýðsfélagsfund- ur kl. 19.30. Aðalfundur kvenfé- lags Neskirkju kl. 20.30. Þriðjudag og fimmtudag: Opið húsfyrir aldraöa kl. 13—17. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafs- son. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Eirný og Solveig Lára. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sighvatur Jónas- son. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eft- ir. Æskulýðsfélagsfundur mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl. 17.30. Sóknarprestur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Sam Daniel Glad. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Hafliöi Kristinsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúm- helga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga messa kl. 18. KFUM & KFUK, Amtmst: Al- menn samkoma kl. 20.30. Guð allrar huggunár. Upphafsorð: Andri Heide. Ræðu flytur Mar- grét Hróbjartsdóttir kristniboði. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli og hjálpræðissam- koma kl. 17. Foringjarnir stjórna og tala. Samkirkjuleg guðsþjón- usta í Langholtskirkju kl. 14. NÝJA Postulakirkjan: Messa kl. 11. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 14. Sr. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30 í Fjarð- arseli. Munið skólabílinn. Vegna viðgerðar fellur guðsþjónusta niður. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 20. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Stóru- Vogaskóla kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson. INNRI-Njarðvfkurkirkja: Barna- guðsþjónusta í kirkjunni í umsjá Láru Guðmundsdóttur og Helgu Óskarsdóttur. Sóknarprestur. YTRI-Njarðvlkurkirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Sigfríöar Sigurgeirsdóttur. Sókn- arprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skóla- bílinn. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Nk. þriðjudagskvöld bænasam- koma kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Gideonsmenn taka þátt í athöfninni og kynna starf- semi sína. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Boðið verður upp á kaffi í Útskálahúsinu að lokinni guðs- þjónustunni og síðan haldinn fundur með foreldrum fermingar- barna. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Fjallað verður um bænina á þessum alþjóðlega bænadegi. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Messa í Heilsuhæli NLFÍ kl. 11. Messa í Þorlákskirkju kl. 14. Sr. Heimir Steinsson messar. Barnamessa í Hveragerðiskirkju kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfús- dóttur og messa þar kl. 17. Sr. Tómas Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- samkoma kl. 10.30. Messa kl. 14. Gideonfélagar úr Vest- mannaeyjum koma í heimsókn. Geir Jón Þórisson prédikar. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 10 og messa þar kl. 11. Guðs- þjónusta á dvalarheimili aldraðra kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Messa á dvalarheimilinu Höfða kl. 15.15. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Sr. Björn Jónsson. <.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.