Morgunblaðið - 23.01.1988, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 23.01.1988, Qupperneq 31
b MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 31 Kvöldvaka í Hlaðvarpanum: Áttatíu ár eru liðin síðan konur tóku fyrst sæti í bæjarstjórn Kvennalistínn í Reykjavik efnir tíl kvöldvöku í Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3, í Reykjavík í tilefni þess að 80 ár eru liðin frá þeim tímamótum að konur tóku fyrst sæti í bæjarstjóm á íslandi. Kvöldvakan verður á sunnudaginn og hefst kl. 20.30. Þar segir Kristin Ásgeirsdóttir frá sér- framboði reykviskra kvenna árið 1980 og Björg Einarsdóttir rithöfundur frá fyrstu bæjarfulltrúunum. Konum sem átt hafa sæti i bæjar- og borg- arstjóm Reykjavíkur hefur verið sérstaklega boðið tíl kvöldvökunnar en auk þeirra em alhr velkomnir. í fréttatilkynningu frá Kvennalist- anum segir: „Sunnudaginn 24. janúar eru liðin 80 ár frá því að fyrstu kon- umar tóku sæti í stjóm Reykjavíkur. Þennan dag árið 1908 var kosið til bæjarstjómar höfuðstaðarins í fyrsta sinn samkvæmt lögum sem veittu giftum konum bæði kosningarétt og kjörgengi til sveitarstjóma. Sérstakur listi kvenna var borinn fram og náðu fjórar konur Ig'öri, þær Katrín Magn- ússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjam- héðinsdóttir og Guðrún Bjömsdóttir. Á þessum tíma var bæjarstjóm skipuð alls fimmtán fulltrúum. Það var árið 1907 sem samþykkt voru ný lög um bæjarstjómarkosning- ar í Reykjavík og í Hafnarfírði og voru kosningamar í Reykjavík þær fyrstu sem fóm fram-samkvæmt þess- um nýju lögum eins og fyrr sagði. Árið 1909 breyttust lögin svo á þá lund að þau náðu til alls landsins og jafnframt giftum konum fengu vinnu- konur, sem greiddu einhver sveitar- gjöld, einnig rétt til að kjósa og til kjörgengis. Konur buðu fram sérstaka lista víðar enn í Reykjavík i tilefni nýrra réttinda: á Seyðisfírði 1910 og á Akureyri 1910, 1911 og 1921. 1 Reykjavík vom kvennaframboð auk listans 24. janúar 1908 árin 1910, 1912, 1914 og 1916. Kvennalisti var einnig boðin fram til alþingiskosninga 1922 og árið 1926. Þá varð hlé á sérframboðum kvenna til níunda ára- tugarins. Til gamans má geta þess að fyrsta ræða Bríetar Bjamhéðins- dóttur í bæjarstjóm Reykjavíkur flallaði um misrétti, sem hún taldi konur beittar hvað varðaði íþróttir. í ræðu sinni, sem jafnframt er fyrsta ræða konu í bæjarstjóm á íslandi, fómst Bríeti svo orð: „Eins og bæjar- fulltrúum er kunnugt um em veittar 450 kr. til þess að kenna piltum sund í sundlauginni. Það er sanngimismál, að stúlkur eigi einnig kost á að læra sund og því fer ég fram á, að bæjar- stjóm samþykki að veita 150 kr. úr bæjarsjóði til þessarar kennslu." Til- laga Bríetar fékk misjafnar undirtekt- ir og einn andmælenda hennar sagði m.a.: „Vel byijar það! Var svo sem við öðm að búast? Ég tel hyggilegast að stemma á að ósi strax. Hér á ekki að líðast heimtufrekja. Ég er fyrir mína parta alveg mótfallinn bón kon- unnar og ég vænti þess, að svo séu allir.“ (Knud Zimsen: Úr Bæ í borg, Reykjavík, 1952, bls. 369.) Fór þó svo að lokum að tillaga Bríetar um sund- styrk handa stúlkum líkt og piltum var samþykkt." Morgunblaðið/Helena Kraftakarlar frá Nýju sendibílastöðinni voru fengnir til að bera tækin inn í Heilsugarðinn. Sviss- neskur fulltrúi NautOus fylgist grannt með. Tækin flutt í Heilsugarðinn Ný heUsuræktarstöð, Heilsu- garðurinn, opnar um næstu helgi í 700 fermetra húsnæði við Garðatorg í Garðabæ. í gær var unnið að því að koma fyrir Nautilus- þjálfunartækjum í stöðinni og eru sum þeirra eng- in smásmíði. Þurfti að kalla til sex þungaflutningamenn til þess að koma tækjunum fyrir. Heilsugarðurinn er í eigu Gríms Sæmundsen og Ragnars ' Haraldssonar en hjónin Erla Rafnsdóttir og Magnús Teitsson veita stöðinni forstöðu. Guðspjall dagsins: Matt. 6.: Er þér biðjlst fyrir. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í Árbæj- arkirkju sunnudag kl. 10.30 árdegis. Guðsþjónusta í Árbæj- arkirkju kl. 14. Organleikari Jón Mýrdal. Gideonfélagar kynna starfsemi Gideonsfélagsins í lok guðsþjónustunnar. Sr. Guð- mundur Þorsteinsson. ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifsson. Brefðholtsprestakall: Barna- samkoma kl. 11 í Breiöholts- skóla. Guðsþjónusta kl. 14 í Breiðholtsskóla. Organisti Daníel Jónasson. Fundurmeðforeldrum fermingarbarna í Breiðholtskirkju mánudagskvöld kl. 20.30. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Elín Anna Antons- dóttir og Guðrún Ebba Ólafsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmunds- son. Æskulýðsfélagsfundur þriðjudagskvöld. Fólagsstarf aldraðra miðvikudagseftirmið- dag. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheimil- inu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Biblíulestur í safnaðar- heimilinu fimmtudagskvöld kl. 20.30. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barnasamkoma í kirkjunni kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Sunnudag: Kl. 11. Prestvígsla. Biskup íslands, hr. Pétur Sigur- geirsson, vígir cand. theol Jens Hvidtfeld Nielsen sem settur verður prestur í Hjarðarholts- prestakalli í Dölum og cand. theol. Stínu Gísladóttur sem sett verður 2. farprestur Þjóðkirkj- unnar. Vígsluvottar sr. Ingiberg J. Hannesson prófastur sem lýsir vígslu, sr. Agnes M. Sigurðar- dóttir, sr. Guðmundur Óskar Ólafsson og sr. Jónas Gíslason dósent. Altarisþjónustu annast sr. Hjalti Guömundsson. Messa kl. 14. Sr. Guðmundur Guð- mundsson æskulýðsfulltrúi messar. Dómkórinn syngur við báðar messurnar. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Gylfi Jónsson. FELLA- og Hólaklrkja: Barna- samkoma kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Hreinn Hjartarson. Mánu- dag: Fundur í æskulýðsfélaginu kl. 20.30. Miðvikudag: Guðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 20. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN f Reykjavfk: Ferm- ingarbörn komi í kirkjuna laugar- daginn 23. janúar kl. 14. Guðsþjónusta og altarisganga kl. 14. sunnudag. Ræðuefni: „Þegar fjöllin flytja búferlum." Ferming- arbörn lesa bænir og ritningar- orð. Fríkirkjukórinn syngur. Organisti Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma *kl. 11. Messa kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. Sóknarnefndin. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Fluttur verður látbragösleikurinn „Hend- ur“. Kvöldmessa kl. 17. Altaris- ganga. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Tómas Sveins- son. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Sr. Ámgrímur Jóns- son. HJALLAPRESTAKALL f Kópa- vogi: Barnasamkoma kl. 11 í messusal Hjallasóknar í Digra- nesskóla. Foreldrar eru hvattir til að fylgja börnunum. Sr. Krist- ján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Kópavogs- kirkju kl. 11 árdegis. Fundur með foreldrum fermingarbarna í safn- aðarheimilinu Borgum miðviku- dag, 27. janúar, kl. 20.30. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur — sögur — myndir. Þórhallur Heimisson og Jón Stefánsson sjá um stund- ina. Guðsþjónusta kl. 14. Liður í alþjóðlegu bænavikunni. Sr. Ágúst Eyjólfsson frá rómversk- kaþólsku kirkjunni prédikar. Altarisþjónusta sr. Sig. Haukur Guðjónsson. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Jóns Stefáns- sonar. Sóknarnefndin. LAUGARNESPRESTAKALL: Umræðudagur um málefni fjöl- skyldunnar verður laugardaginn 23. janúar kl. 13. Gunnar M. Sandholt félagsráðgjafi flytur er- indi og stýrir umræðum. Fundur- inn endar með kaffisopa kl. 15.30. Sunnudag: Messa kl. 11. Sr. Ólafur Jóhannsson messar. Altarisganga. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Laugardag: Æsku- lýðsfundur fyrir 11—12 ára kl. V13. Félagsstarf aldraðra: Farið verð- ur í skoðunarferð í Náttúrufræði- stofnun. Lagt af stað frá kirkjunni kl. 15. Sunnudag: Barnasam- koma kl. 11. Munið kirkjubílinn. Guðsþjónusta kl. 14. Orgel- og kórstjórn Reynir Jónasson. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Mánudag: Æskulýðsfélagsfund- ur kl. 19.30. Aðalfundur kvenfé- lags Neskirkju kl. 20.30. Þriðjudag og fimmtudag: Opið húsfyrir aldraöa kl. 13—17. Mið- vikudag: Fyrirbænamessa kl. 18.20. Guðmundur Óskar Ólafs- son. SEUAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Eirný og Solveig Lára. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sighvatur Jónas- son. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eft- ir. Æskulýðsfélagsfundur mánudagskvöld kl. 20.30. Opið hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl. 17.30. Sóknarprestur. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fila- delfía: Sunnudagaskóli kl. 10.30. Safnaðarguðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Sam Daniel Glad. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Hafliöi Kristinsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúm- helga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum þá kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. Rúmhelga daga messa kl. 18. KFUM & KFUK, Amtmst: Al- menn samkoma kl. 20.30. Guð allrar huggunár. Upphafsorð: Andri Heide. Ræðu flytur Mar- grét Hróbjartsdóttir kristniboði. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli og hjálpræðissam- koma kl. 17. Foringjarnir stjórna og tala. Samkirkjuleg guðsþjón- usta í Langholtskirkju kl. 14. NÝJA Postulakirkjan: Messa kl. 11. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta í Víðistaðakirkju kl. 11. Guðsþjónusta í Hrafnistu kl. 14. Sr. Sigurður Helgi Guðmunds- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 10.30 í Fjarð- arseli. Munið skólabílinn. Vegna viðgerðar fellur guðsþjónusta niður. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Hámessa kl. 20. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARSÓKN: Fjöl- skylduguðsþjónusta í Stóru- Vogaskóla kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson. INNRI-Njarðvfkurkirkja: Barna- guðsþjónusta í kirkjunni í umsjá Láru Guðmundsdóttur og Helgu Óskarsdóttur. Sóknarprestur. YTRI-Njarðvlkurkirkja: Barna- guðsþjónusta kl. 11 í umsjá Sigfríöar Sigurgeirsdóttur. Sókn- arprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Munið skóla- bílinn. Messa kl. 14. Altaris- ganga. Sóknarprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Messa kl. 14. Nk. þriðjudagskvöld bænasam- koma kl. 20.30. Sr. Örn Bárður Jónsson. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Gideonsmenn taka þátt í athöfninni og kynna starf- semi sína. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Boðið verður upp á kaffi í Útskálahúsinu að lokinni guðs- þjónustunni og síðan haldinn fundur með foreldrum fermingar- barna. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Fjallað verður um bænina á þessum alþjóðlega bænadegi. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. Sr. Hjörtur Magni Jó- hannsson. HVERAGERÐISPRESTAKALL: Messa í Heilsuhæli NLFÍ kl. 11. Messa í Þorlákskirkju kl. 14. Sr. Heimir Steinsson messar. Barnamessa í Hveragerðiskirkju kl. 11 í umsjá Kristínar Sigfús- dóttur og messa þar kl. 17. Sr. Tómas Guðmundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Barna- samkoma kl. 10.30. Messa kl. 14. Gideonfélagar úr Vest- mannaeyjum koma í heimsókn. Geir Jón Þórisson prédikar. Sóknarprestur. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 10 og messa þar kl. 11. Guðs- þjónusta á dvalarheimili aldraðra kl. 14. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Messa kl. 14. Messa á dvalarheimilinu Höfða kl. 15.15. Organisti Jón Ólafur Sig- urðsson. Sr. Björn Jónsson. <.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.