Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 LÍF 20 ára Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Landssamband _ íslenzkra frímerkjasafnara (LÍF) verður tuttugu ára 5. febrúar næstkom- andi. Ekki getur það talizt hár aldur, enda eru samtök frímerkja- safnara hér á landi mjög ung, þegar tekið er mið af sams konar samtökum á öðrum Norðurlönd- um. Eins og menn vafalaust muna, varð Félag frímerkjasafn- ara hér í Reykjavík þrítugt á liðnu ári, og var þess minnzt með ýms- um hætti, m.a. frímerkjasýningu, FRÍMEX 87. merki LÍF Stofndagur LÍF er 5. febrúar 1968, og var aðalhvatamaður að stofnun þess Sigurður H. Þor- steinsson, núverandi skólastjóri Klúkuskóla í Strandasýslu. Segja má, að sambandið hafi í reynd fremur verið félag fárra manna fyrstu árin en samtök safnara hérlendis, þar sem stærsta félag safnara, Félag frímerkjasafnara, ' gerðist ekki aðili að því fyrr en 1976. Til þess lágu ýmsar ástæð- ur, sem kunnar er flestum íslenzk- um frímerkjasöfnurum. En eftir inngöngu FF í sambandið tók það algerum stakkaskiptum, enda of- ur skiljanlegt, þar sem því bættust um leið á þriðja hundrað félagar. Þessi félög eru nú í LÍF auk FF: Klúbbur Skandinavíusafnara, sem hefur aðsetur í Breiðholtshverfí í Rvík. Enda þótt hann sé kenndur við Skandinavíusafnara, mun •* söfnun félagsmanna engan veginn bundin Norðurlöndum sérstak- lega. Frímerlqaklúbburinn Askja á Húsavík, en hann nær einnig til sveita innan S.-Þingeyjarsýslu. Hefur sá klúbbur verið ótrúlega mikilvirkur úti á landsbyggðinni. Þá er Félag safnara á Dalvík og í næsta nágrenni, Akka. Loks er svo Frímerkjaklúbburinn Selfoss á Selfossi, en hann er í raun félag ungra frímerkjasafnara þar. Hafa þeir verið áhugasamir undir leið- sögn Emsts Sigurðssonar. Um allmörg ár var svo Félag frímerlcjasafnara á Akureyri í Landssambandinu, en það kaus að draga sig úr sambandinu fyrir fáum árum. Af því, sem hér hefur verið rakið, sést, að engin samtök safn- ara eru nefnd af Vesturlandi, Vestfjörðum, Austfjörðum eða Suðurlandi, þegar Selfossi sleppir. Er það að vonum, þar sem þau munu engin til. Hins vegar er öruggt, að á öllum þeim svæðum eru einhveijir frímerkjasafnarar. Er að sjálfsögðu æskiiegt, að þeir myndi með sér félagsskap, ef þess er nokkur kostur, og gangi í Landssambandið. Má öllum ljóst vera, að heildarsamtökum safnara er fengur í hveijum nýjum liðs- manni. Þá er ég ekki í minnsta vafa um, að það er hveijum þeirra til framdráttar við söfnun sína að eiga þess kost að kynnast öðrum söfnurum og eiga við þá skipti. Hér má líka benda á, að einstakir safnarar geta orðið beinir aðilar að LÍF, ef ekkert félag er til á þeim stað, þar sem þeir eiga bú- setu. Þetta ættu þeir safnarar, sem svo er ástatt um og lesa þess- ar línur, að hafa í huga. Þeir þurfa ekki annað en setja sig í samband við stjóm LÍF. Þess vegna set ég hér heimilisfang sambandsins. Það er: Síðumúli 17, 108 Reykjavík. Eins og áður segir, var Sigurð- ur H. Þorsteinsson hvatamaður að stofnun LÍF, og var hann for- seti þess til 1976. Sigurður P. Gestsson var síðan forseti í eitt ár, en þá tók Sigurður R. Péturs- son við og sat í því sæti til 1982. Jón Aðalsteinn Jónsson settist svo í sætið sem formaður 1982 og gegndi formennsku til 1987. Nú- verandi formaður er Þór Þor- steins. Með honum sitja í stjóm: Hálfdan Helgason varaformaður, Sverrir Einarsson ritari, Sigtrygg- ur R. Eyþórsson gjaldkeri og Jóhann Guðmundsson blaðafull- trúi. Meðstjómendur em Benedikt Antonsson, Eiður Amason, Jón Egilsson og Jón Aðalsteinn Jóns- son. Varamenn em Guðni Gunnarsson og Sigfús Gunnars- son. Ýmsar nefndir em starfandi á vegum LÍF, þótt þær verði ekki raktar hér. En óhætt er að full- yrða að starfsemi sambandsins er allöflug og hefur farið vaxandi á undanfömum áram. Eftir inngöngu FF í Landssam- bandið var sérstöku málgagni hleypt af stokkunum, sem nefnist Grúsk. Hefur það komið nokkuð reglulega út frá árinu 1976, og þar hafa birzt áhugaverðar grein- ar um frímerki og annað þeim skylt. Eins hafa myntsafnarar og kortasafnarar haft aðgang að tímariti þessu með greinar um áhugamál sín. Samvinna við frímerkjasamtök erlendis hefur aukizt vemlega, einkum þó á Norðurlöndum. Um leið hefur LÍF tekið æ oftar þátt í þingum Alþjóðasambands frí- merkjasafnara (FIP) og á nú fulltrúa í flestum nefndum þess. Enginn efí er á, að þetta samband við samtök safnara erlendis kem- ur íslenzkum frímerkjasöfnumm að notum á ýmsa vegu. Hinu má svo ekki gleyma, að starf LÍF hlýtur fyrst og fremst að verða á innlendum vettvangi til- eflingar og styrktar frímerlqasöfnun á ís- landi. Það hefur sambandið líka gert á margan hátt, m.a. með frímerkjasýningum og leiðbein- ingarstarfí. Merkasti atburður í sögu þessa tuttugu ára Landssambands íslenzkra frímerlqasafnara er án efa norræna frímerkjasýningin NORDLA 84, sem haldin var hér í Laugardalshöilinni sumaríð 1984 í samvinnu við Póst- og símamála- stofnunina. Sú sýning varð íslenzkum söfnumm mikill lær- dómur á marga lund, enda framraun þeirra í að halda svo mikla sýningu. Þegar á allt er lit- ið, heppnaðist þessi sýning mjög vel. Hún skilaði einnig umtals- verðum hagnaði, svo að LÍF gat fest sér húsnæði í Síðumúla 17 í Reykjavík. Ég held ég megi full- yrða, að menn sjái nú, að sú ráðstöfun fjármuna var hyggileg, enda er mikils virði, að safnarar eigi tryggt athvarf, þar sem þeir geti hitzt og rætt áhugamál sín. Að sjálfsögðu er enn á brattann að sækja í þessum húsnæðismál- um, en þau leysast ömgglega farsællega með samstilltu átaki. Næsti stóri áfangi í sögu LÍF verður svo NORDIA 91, því að nú hefur verið ákveðið að halda aftur samnorræna frímerkj'asýn- ingu hér á landi það ár. Kosin hefur verið sýningamefnd, en eins og er er ekki unnt að íjölyrða hér um þessa væntanlegu sýningu. Til þess gefst áreiðanlega tæki- færi síðar meir. Afmælissýning LIF í marz Stjóm LÍF ákvað að minnast afmælis síns á þessu ári með landssýningu svokallaðri og freista þess að fá sem flesta nýja sýnendur úr röðum íslenzkra safn- ara til þátttöku. Þessi sýning verður haldin dagana 18.—20. marz í sýningarsal Listasafns al- þýðu að Grensásvegi 16. Hefur henni verið gefíð nafnið LÍFÍL 88. Gert er ráð fyrir rúmlega 200 römmum á sýningunni, en í hveij- um ramma em oftast 16 albúm- blöð. Stefnt er að því, að sýningin verði sem fjölbreyttust að efni, svo að hún höfði sem bezt til al- mennings. Kemur vonandi ýmis- legt áhugavert mótífefni á sýninguna erlendis frá. Get ég þegar nefnt eitt slíkt safn, sem ætti einmitt að vekja athygli ís- lendinga. Kemur það frá Svíþjóð og nefnist Víkingamir. Þá hefur verið leitað eftir góðum unglinga- söfnum frá öðmm Norðurlöndum. Ættu þau að geta sýnt íslenzkum unglingum hveiju og hvemig safna megi og það án þess það þurfí að kosta of mikla fjármuni. Þar sem umsóknarfrestur um þátttöku rennur ekki út fyrr en um næstu mánaðamót, er ekki hægt að fjölyrða nánar um LÍFIL 88 f þessum þætti. Það verður gert betur síðar. Þessar línur em einungis skrifaðar til þess að vekja bæði athygli á afmæli Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara og svo afmælis- sýningu þess í marz. Ekki þykir mér ólíklegt, að ein- hveijir hafí áhuga á að vita meira um væntanlega landssýningu en hér kemur fram. Þess vegna vil ég greina frá nöfnum þeirra, sem skipa sýningamefndina, en til þeirra má leita eftir nánari upplýs- ingum. Þessir em í nefndinni: Jón Aðalsteinn Jónsson formaður, Guðmundur Ingimundarson, Guðni Gunnarsson, Sigurður R. Pétursson og Þór Þorsteins, nú- verandi formaður LÍF. Brids Arnór Ragnarsson Hreyfill — Bæjarleiðir Sjö kvöld em búin af 9 í aðal- sveitakeppni bílstjóranna og bítast tvær sveitir um efsta sætið. Staðan: Anton Guðjónsson 168 Cyms Hjartarson 160 Birgir Sigurðsson 142 Skjöldur EyQörð 104 Þorsteinn Sigurðsson 88 Næstsíðasta umferðin verður spiluð í Hreyfílshúsinu á mánudags- kvöld kl. 19.30. Næsta keppni verður baromet- er-tvímenningur og er skráning hafín. Bridsfélag Akraness Hörkukeppni er í Akranesmótinu í tvímenningi. Spilaður er baromet- er og er staða efstu para þessi eftir 10 umferðir af 19: Bent — Tryggvi 88 íÍMWur — Kjartan 83 Ólafur — Guðjón 58 Karl — Jón 53 Einar —Ingi 49 Ámi — Erlingur 48 Skúli — Óskar 43 5 umferðir vom spilaðar 21. jan- úar. Bridsfélag Breiðfirðinga Fimmtudaginn 21. janúar lauk sveitakeppni félagsins. Sigurvegar- ar urðu sveit Hans Nielsen, óskum vií þeim til hamingju með sigurinn. Alls tóku 22 sveitir þátt í þessu móti og varð röð efstu sveita þessi: Hans Nielsen 405 Dröfn Guðmundsdóttir 382 Guðlaugur Karlsson 373 Ólafur Týr Guðjónsson 369 Helgi Nielsen 365 Hulda Steingrímsdóttir 364 Guðlaugur Sveinsson 364 Elís Helgason 362 Næsta keppni félagsins, baró- metertvímenningur, hefst næsta fímmtudag. Nokkur sæti em enn laus en þegar hafa 50 pör skráð sig til keppni. Notuð verður tölva við útreikning og spilin verða tölvu- gefín. Keppnisstjóri, Isak Sigurðs- son. Skráning í síma 50212, Guðlaugur, og 32482, ísak. Bridsfélag Vestur- Húnvetninga, Hvammstanga Þijár sveitir tóku þátt í hrað- sveitakeppni 15. desember sl. Úrslit: Sveit Einars Jónssonar/ Flemmings Jessen, Ragnars K. Ingasonar/Egils Egilssonar 39 stig. Sveit Eggerts Ó. Levy/Sigurðar Þorvaldssonar, Braga Arasonar/ Bjama Brynjólfssonar 34 stig. Meðalskor 30. Þá var spilaður eins kvölds tvímenningur 22. desember og urðu úrslit þessi: Eggert Ó. Levy — Bjami Brynjólfsson . 71stig Öm Guðjónsson — EinarJónsson 52stig. Meðalskor 50. Nýja árið hófst svo með tvímenn- ingi 5. janúar og þá urðu úrslit þessi: Jóhannes Guðmannsson — Aðalbjöm Benediktsson 63 stig Ragnar K. Ingason — Bragi Arason 57 stig Hallur Sigurðsson — Marteinn Reimarsson 51 stig Meðalskor 50. Firmakeppni félagsins er lokið og tóku mjög mörg fyrirtæki þátt í keppninni. Úrslit urðu þessi: KVH 43 (Jóhannes Guðmannsson) Flugleiðir, Hvt-umboð (Aðalbjöm Benediktsson) 40 Leikskólinn Hvt. 40 (Jómnn Jóhannesdóttir) VSP 40 (Erlingur Sverrisson) Gifs-mynd 39 (Unnar A. Guðmundsson) Rafeindsverkst. Odds Sig. 39 (Ragnar Karl Ingason) Heilsugæslust. Hvt. 37 (Egill Egilsson) Utgerðarfél. V-Hún. 36 (Aðalbjöm Benediktsson) Leigubílaakstur Braga 35 (Bragi Arason) Skrúðvangur 34 (Erlingur Sverrisson) Gullsmiðimir Sigtryggur og Pét- ur á Akureyri gáfu verðlaunin í þessa keppni. Bridsfélag* Kópavog’s Síðastliðinn fimmtudag hófst að- alsveitakeppni félagsins með þátt- töku 16 sveita. Að loknum tveimur umferðum em þessar sveitir efstar. Sveit: Ármanns J. Lámssonar 42 Gríms Thorarensens 40 IngimarsValdimarssonar 38 Haraldar Ámasonar 36 Jóns Andréssonar 36 Þorsteins Berg 33 Reykjavíkurmótið í sveitakeppni Nú er lokið 15 umferðum af 21 og er staða efstu sveita þessi: Verðbréfamark. Iðnaðarbanka 295 Pólaris 286 Flugleiðir 280 Jón Þorvarðarson 264 Samvinnuferðir 262 Fataland 254 Bragi Hauksson 246 Sigurður Steingrímsson 235 Jón Steinar Gunnlaugsson 233 Atlantic 225 Mótinu lýkur um helgina. Hefst spilamennskan kl. 13 báða dagana. Spilað er í húsi Bridssambandsins. Úrslitakeppni fjögurra efstu sveita verður svo um aðra helgi. Bridsfélag Reykjavíkur Nk. miðvikudag hefst úrslita- keppnin í vetrartvímenningnum, fyrsta umferð af þremur. Spilað er í fjórum riðlum. Ferðavinningur er fyrir hæstu skor pars óháð því í hvaða riðli er spilað. Þá má einnig geta þess að 4 pör geta komist í D-riðilinn, þ.e.a.s. það er háð því að 4 pör skrái sig. Sævar tekur við þessari skráningu í síma 75420. Spilað er í húsi Bridssambandsins kl. 19.30. BINGÖ! Aóalvinninqur að verömagti _________kr.40bús._________ Heildarverðmaeti vinninga ________kr.180 bús._______ TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.