Morgunblaðið - 23.01.1988, Page 38

Morgunblaðið - 23.01.1988, Page 38
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 INNMrUNTIL SÍMI: 621066 TOLLSKJÖL 3.2. Fjallað er um ný tollalög, tollverð og tollverðsákvörðun. EUR-reglur, nýjar aðflutningsskýrslur, nýja tollskrá (H.S) o.fl. Námskeiðið er eingöngu ætlað þeim sem þekkja til tollmála og vinna við tollskýrslugerð. LEIÐBEINENDUR: Karl Garðarsson viðskiptafræðingur og Sveinbjörn Guðmundsson deildarstjóri. TÍMI OG STAÐUR: 3.-4. febrúar kl. 8:30 til 12:30 að Ánanaustum 15. ATHUGIÐ! VR OG STARFSMENNTUNARSJÓÐUR BSRB STYRKJA FÉLAGSMENN SÍNA TIL ÞÁTTTÖKU í NÁMSKEIÐUM SFÍ. Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Amnesty Intemational: Eþíópía Amonsissá fæddist í fangelsi. Hann er sjö ára gamall og enn í haldi ásamt móður sinni, Namat Issa, í kvennadeild Rfkisfangelsisins ( Addis Ababa. Namat Issa situr í fangelsi án ákæru eða réttarhalda, og Amnesty Intemational lítur á hana sem samviskufanga. Árið 1983 sýktist hann af veiru og fékk sennilega heilahimnubólgu sem leiddi til alvarlegra veikinda. Hann skaddaðist á heila og er nú andlega fatlaður. Vikulega er farið með hann til meðferðar á sjúkrahúsi utan fangelsisins. Namat Issa, sem var háttsettur embættismaður í utanríkisráðuneyt- inu, var komin sjö mánuði á leið þegar hún var tekin föst í febrúar 1980 ásamt nokkrum hundruðum manna af Oromo-ættbálkinum. Eng- in opinber skýring hefur verið gefín á handtöku hennar, en á þessum tíma voru margir frammámenn Oromo- ættbálksins teknir höndum í Addis Ababa, að því er virðist af handa- hófi. Hugsanlegt er að þeir sem fangelsaðir voru hafi verið grunaðir um samúð með Þjóðfrelsisfylkingu Oromo (OLF) sem barðist gegn stjómvöldum. Handtökumar em taldar vera hefndarráðstöfun vegna árásar sem OLF gerði og aðferð stjómvalda til að fyrirbyggja stuðn- ing Oromo-manna við OLF og kröfur sem samtökin hafa sett fram. Stað- hæft er að margir fanganna hafi verið pyndaðir. GERVIHNATTASJÓNVARP Eiginmaður Namat Issa, Mulu- getta Mosissa, var einnig handtekinn á sama tíma og er í haldi hjá rann- sóknarlögreglunni í Addis Ababa. Hjónin hafa eki hist síðan þau vom handtekin og Mulugetta Mosissa hefur aldrei séð son sinn. Ættingjar Namat Issa og Amonsissa utan fang- elsisins mega heimsækja þau og færa þeim mat til að bæta þeim upp lítilflörlegan fangamatinn. Föngum og ættingjum er leyft að hittast og tala saman í stómm hópum á sér- stökum gestasvæðum í fangelsinu á sunnudagsmorgnum og verða að hafa minnst einn metra á milli sín. Einkaheimsóknir em bannaðar. Margar kvennanna annast um böm stn í fangelsinu. Þar er bamaskóli og kennarar em úr hópi fanganna. Amnesty Intemational fer þess á leit að Amonsissa og Namat Issa móðir hans verði látin laus tafarlaust og án skilmála. Áskorunum skal beint til: His Excellency Mengistu Haile-Mariam, President of the People’s Democratic Republic of Ethiopia, Office of the President, Addis Ababa, ETHIOPIA. (Fréttatilkynning) —.......... , ... " ........ ... ii raðauglýsingar — raðauglýsingar — raóauglýsingar Akranes - bæjarmálefni Fundur um bæjar- málefni verður haldinn i Sjálfstæð- ishúsinu við Heiðar- gerði sunnudaginn 24. janúar kl. 10.30. Bæjarfulltrúar Sjálf- stæöisflokksins mæta á fundinn. Kaffiveitingar. Sjálfstæðisfélögin Akranesi. Stjórnmálafundur á Hvoslvelli Sjálfstæðismenn boða til almenns stjórn- málafundar á Hvolsvelli, þriöjudaginn 26. febrúar kl. 21.00 í Hvolnum. Ræðumenn verða Þorsteinn Pálsson for- sætisráðherra, Eggert Haukdal, alþingis- maður, Drífa Hjartardóttir, bóndi og Arni Johnsen, blaöamaður. Að loknum fram- söguræðum verða almennar umræður og fyrirspurnir. Sjálfstæðisfólögin i Rangárvallasýslu. Stefnir - ræðunámskeið Stefnir, félag ungra sjálfstæðismanna í Hafnarfiröi, heldur ræðunám- skeið fyrir byrjendur laugardaginn 23. janúar nk. kl. 13.30 i Sjálfstæð- ishúsinu í Hafnarfirði. Leiðbeinandi verður Guömundur Á. Tryggvason. Allir ungir Hafnfirðingar velkomnir. Dalasýsla Aöalfundir sjálfstæöisfélaganna i Dalasýslu og fulltrúaráðsins verða haldnir i Dalabúð, Búðardal, þriðjudaginn 26. janúar kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Friðjón Þórðarson alþingismaður kemur á fundina. Stjórnirnar. Sjálfstæðisfólk Austur-Skafta- fellssýslu Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Austur-Skaft- fellinga verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu þriðjudaginn 26. janúar kl. 21.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Egill Jónsson, alþingis- maður, mætir á fundinn og ræðir stjórn- málaviðhorfiö. Stjórnin. Sjálfstæðisfólk íVestur-Húna- vatnssýslu Félagsfundur verður sunnudaginn 24. janú- ar í Vertshúsinu, Hvammstanga, kl. 15.00. Pálmi Jónsson mætir á fundinn. Stjórnin. Keflavík Sjálfstæöiskvenna- félagið Sókn heldur fund mánudaginn 25. þ.m. í húsi Iðn- sveinafélags Suður- nesja við Tjarnar- götu 7 kl. 20.30. Fundarefni: Venjuleg fundar- störf. Gestir fundar- ins verða Salóme Þorkelsdóttir, al- þingismaður og Hulda Guðmundsdóttir, félagsráögjafi. Kaffiveitingar og spilað verður bingó. Mætið vel og stundvislega og takiö með ykkur gesti. Stjórnin. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Grindavíkur verður haldinn sunnudaginn 24. janúar i Festi, litla sal, kl. 15.00. Venjuleg aðalfundarstörf, kaffiveitingar. Þingmenn kjördæmisins mæta. Félagar eru hvattir til að fjölmenna. Stjórnin. Fundur um iðnaðarmál Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna, heldur kvöldverðarfund um iðnaðarmál á loftinu í Lækjarbrekku kl. 19.00 mánudag- inn 25. janúar. Frummælandi Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, og mun hann svara fyrirspurnum að loknu framsöguer- indi sinu. Það verður fróölegt að vita hvað Friðrik hefur að segja um: • 1. Orkusölu til Bretlands. • 2. Einkavæöingu ríkisrekinna iðnfyrir- tækja. • 3. Nýjungar á sviði iðnaðarmála. • 4. Annað, sem menn kunna að hafa áhuga á að spyrja um. Allir sjálfstæðismenn velkomnir. Mætið stundvíslega. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.