Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
Forseti íslands
í Washington
Washington, frá ívari Guðmundssyni fréttaritara Morgunblaðsins.
FRÚ Vigdís Finnbogadóttir for- dóttir til bústaðar
seti Íslands kemur hingað til
Washington siðdegis í dag með
flugvél frá London. Lendir vél
forsetans á Dulles-flugvelli en
þaðan heldur Vigdis Finnboga-
Ingva S.
Ingvarssonar, sendiherra, þar
sem hún býr meðan á dvöl henn-
ar hér stendur.
2,35% hækk-
un láns-
kjaravísitölu
Lánskjaravisitalan
hækkar um 2,35% um
næstu mánaðamót. Hækk-
un hennar samsvarar
32,2% hækkun á ári.
Hækkun lánskjaravísi-
tölunnar síðustu þrjá
mánuði samsvarar 27,9%
hækkun á ári.
Samkvæmt útreikningi
Seðlabankans gildir lán-
skjaravísitalan 1958 fyrir
febrúarmánuð. Hækkun
vísitölunnar síðustu sex
mánuði samsvarar 26,2%
verðbólgu en undanfama
tólf mánuði hefur vísitalan
hækkað um 22,8%.
Á morgun, sunnudag, hittir forseti
íslands forvígismenn íslendinga-
félagsins og fleiri gesti í sendiherra-
bústaðnum. Á mánudag skoðar hún
söfn I höfuðborg Bandaríkjanna og
fer í leikhús. Klukkan 13.45 á
þriðjudag á Vigdís Finnbogadóttir
fímmtán mínútna fund með Ronald
Reagan, forseta Bandaríkjanna, í
Hvíta húsinu í Washington. Þaðan
heldur hún síðan til New York.
Morgunblaðið/Ámi Sœbeig
Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra flytur lokaávarp á alþjóðlegu ráðstefnunni um nýtingu
sjávarspendýra.
Alþjóðlegu ráðstefnunni um nýtingu sjávarspendýra lokið:
Þátttökuþjóðirnar ákváðu
ALÞJÓÐLEGU ráðstefnunni um
nýtingu sjávarspendýra lauk í
Reykjavík í gær. I lokaávarpi
sínu á ráðstefnunni sagði Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra meðal annars að ákveðið
hefði veríð að halda samstarfi
þátttökuþjóðanna áfram. Og í
Formlegur viðræðurfundur á Vestfjörðum í dag:
Ueynt að ná kjara-
^jnningi til eins árs
fsafirði. Frá Huga Ólafssyni, blaðamanni Morgun
samtali við Morgunblaðið að lok-
inni ráðstefnunni sagði ráðherr-
ann, að til tals hefði komið að
halda fund íslendinga og Banda-
ríkjamanna um samkomulagið
sem gert var í Ottawa í septem-
ber 1987. Halldór sagði að liklega
yrði fundurínn í næsta mánuði
og hann mæti á hann fyrir hönd
íslands.
í fréttatilkynningu sem gefín var
út að lokinni ráðstefnunni kemur
fram að þátttakendur á ráðstefn-
unni staðfestu að hlutverk sjávar-
spendýra í lífríkinu væri mikilvægt
og voru sammála um að markmið
stjómunar væri að viðhalda jafti-
vægi f lífríkinu um alla framtfð.
3irði það næsta sumar. Ákveðið var
að Islendingar héldu þessu máli
vakandi. .
Halldór var spurður hvort það
væri rétt að ákveðið hefði verið að
halda annan fund sérstakrar nefnd-
ar í Reykjavík innan 45 daga, þar
sem rætt yrði hvemig haga ætti
upplýsingamiðlun um hvalveiðar og
selveiðar. Hann sagði að þetta væri
ekki ákveðið, en það hafí verið
rætt og ákveðið að hafa samband
um þetta á næstunni.
Sjá frásögn bls. 30.
FYRSTI formlegi viðræðufund-
urinn milli Alþýðusambands
Vestfjarða og Vinnuveitendafé-
lags Vestfjarða hefst I Alþýðu-
húsinu á ísafirði i dag kl. 10.00.
Aðalsamninganefnd ASV hélt
undirbúningsfund í Alþýðuhús-
inu í gær, en Pétur Sigurðsson,
forseti ASV, vildi ekki tjá sig um
niðurstöður fundaríns, sem lauk
seint í gærkveldi.
Pétur sagði að rætt yrði út frá
Nýtegund
ferða-
þjónustu
NÝ tegund ferðaþjónustu,
svonefndar hvatningarferð-
ir, er talsvert farin að skjóta
upp kollinum á íslandi, en
engar upplýsingar Iiggja
fyrir um það hve margir
hópar slíkra ferðamanna
hafa komið til landsins. Al-
gcngasta stærð hópa virðist
vera 30-40 manns sem koma
hingað til lands um eina
helgi og eyða oft jafn miklu
og ferðamenn sem eru hér
I 2-3 vikur.
Þetta kemur meðal annars
fram í grein um hvatningar-
ferðir í Ferðablaði Lesbókar,
sem fylgir Morgunblaðinu í
dag. Þar kemúr einnig fram
að slíkar ferðir er nýtískuleg
aðferð „stjómenda fyrirtækja
til að ná viðskiptalegum mark-
miðum. Þeir umbuna starfs-
mönnum sínum sem hafa náð
ákveðnum markmiðum, eru
söluhæstir, hafa náð bestri
kynningu á vörutegundum
o.fl., með einstakri upplifun á
ferðalögum".
þeim ramma sem undimefnd ASV
hefði samþykkt og að reynt yrði
að ná „alvörusamningi", en ekki
bráðabirgðasamningi til átta vikna.
í sama streng tók Jón Páll Halldórs-
son, formaður Vinnuveitendafélags
VestQarða; hann sagði að reynt
yrði til þrautar að ná samningi til
eins árs, áður en aðrar leiðir yrðu
kannaðar.
Viðræðumar áttu upphaflega að
heQast í gær, föstudag, en vegna
samgönguerfíðleika var þeim frest-
að um einn dag. Samningamenn
ASV frá Hólmavík og sunnanverð-
um Vestijörðum komusttil ísafjarð-
ar síðdegis í gær og vantar aðéins
fulltrúa frá félögunum á Reyk-
hólum og Drangsnesi til að aðal-
samninganefndin sé fullmönnuð.
Ekki em allir fulltrúar Vinnuveit-
endafélagsins komnir til ísafjarðar,
en þeir em væntanlegir fyrir fund-
inn í dag.
Pétur Sigurðsson sagði að Al-
þýðusambandsmenn væm ekkert
of bjartsýnir á að samningar myndu
nást í dag og Jón Páll Halldórsson
vildi ekkert tjá sig um stöðu samn-
ingamálanna að svo stöddu, enda
væri þetta fyrsti formlegi samn-
ingafundurinn, þótt óformlegar
viðræður hefðu farið fram áður.
óvíst er hvenær samningavið-
ræðum verður haldið áfram, ef ekki
næst að semja í dag, en Pétur Sigr
urðsson sagði að hugsanlega myndu
aðilar þá ræðast við eftir messu á
sunnudag.
Viðræður um möguleika á kjara-
samningi til skamms tíma vom í
•biðstöðu í gær, nema hvað fundur
var með verkalýðsfélögunum og
vinnuveitendum á Suðurnesjum.
Búast má við að framkvæmdastjóm
Verkamannasambands íslands
verði kölluð saman fljótlega og far-
ið yfír stöðu samningamálanna.
Bjöm Bjömsson við-
skiptafræðingur banka-
sljóri Alþýðubankans
Á FUNDI bankaráðs Alþýðu-
bankans í gær var einróma
samþykkt að ráða Björn Björns-
son, viðskiptafræðing, banka-
stjóra Alþýðubankans frá og
með1. mars næstkomandi.
Bjöm Bjömsson er fæddur á
Akureyri 24. ágúst 1949 og lauk
prófí frá viðskiptadeild Háskóla
Islands haustið 1973. Hann hefur
síðan starfað fyrir verkalýðshreyf-
inguna, fyrst hjá Kjararannsókn-
amefnd og sfðan lengst af sem
hagfræðingur Alþýðusambands
íslands. Frá 1. september síðast-
liðnum hefur hann verið aðstoðar-
maður fjármálaráðherra.
Þátttökuþjóðir sem em aðiiar að
alþjóðlegum stofnunum er Qalla um
veiðistjómun á stórhvölum vom
sammála um að núverandi fyrir-
komulag tæki ekki á viðunandi hátt
tillit til nútímaviðhorfa er lúta að
nýtingu auðlinda og ekki hafí verið
tekið tillit til þróunar sem orðið
hefur í vemdun og stjómun stofn-
anna. Jafnframt skorti skilning á
mikilvægi eflingar nauðsynlegra
vfsindarannsókna.
Þessir aðilar telja fullá þörf á að
kanna gaumgæfilega fyrirliggjandi
tillögur um breytingar á alþjóða-
sáttniálanum um stjómun hvalveiða
frá 1946 og ræddu möguleikana á
að koma á fót sérstökú samstarfi
á þessu sviði.
Þá var bent á að samvinna sé
nauðsynleg til að fást við þau
vandamál er varða veiðistjómun og
vemdun sela og rætt um leiðir til
að bæta vísindalegt samstarf á því
sviði.
Einnig kemur fram í fréttatil-
kynningunni að talið var umhugs-
unarvert að koma á svæðisbundnu
samstarfí vegna þess hve stofnar
sjávarspendýra eru dreifðir.
Komist var að þeirri niðurstöðu
að efla beri vísindarannsóknir á
sjávarspendýrum. Kannað var
hugsanlegt hlutverk Alþjóðahaf-
rannsóknaráðsins eða annarra
ijölþættra svæðisstofnana. Mælt
var með aukinni alþjóðlegri rann-
sóknasamvinnu um hlutverk sjávar-
spendýra í lífríkinu og tengsl þeirra
við mannlegar þarfír.
Á blaðamannafundi að lokinni
ráðstefnunni sagði Halldór Ás-
grímsson að umræðumar á ráð-
stefnunni hafí verið jákvæðar og
vinsamlegar og var samþykkt að
gagnlegt væri að hafa áfram sam-
ráð um þau málefni sem rædd voru
þar.
Sagðist hann ekki búast við að
strax yrði ljóst hvenær annar fund-
ur verður haldinn, en hugsanlega
Skákeinvígin I Kan-
ada hefjast á morgun:
Friðrik
Olafsson kos-
inníyfir-
dómnefndina
SKÁKEINVÍGIN í St. John í
Kanada hefjast á morgun, sunnu-
dag. Margeir Pétursson er aðstoð-
armaður Jóhanns Hjartarsonar í
einvígi hans og Viktors Kortsnoj
en Fríðrik Ólafsson er talsmaður
þeirra f Kanada. Margeir sagði í
gærkvöldi að vel hefði veríð tekið
á móti þeim og ágætlega að þeim
búið. Hins vegar væru þeir enn
ekki búnir að sjá salinn þar sem
teflt verður, þvf undirbúningur
værí þar enn í fullum gangi.
„Friðrik Ólafsson var kosinn hér
í yfírdómnefnd," sagði Margeir.
Kanadamenn eru allir af vilja gerðir
en þeir eru ekki vanir að halda svona
mót. Það snýst allt um skák hér í
St. John þessa dagana og blöðin
skrifa mikið um einvígin," sagði
Margeir.
Þeir sem tefla saman í St. John,
aðrir en Jóhann og Svisslendingur-
inn Viktor Kortsjnoj, eru Englend-
ingurinn Nigel Short og Ungveijinn
Gyula Sax, Kanadamaðurinn Kevin
Spraggett og Sovétmaðurinn Andrei
Sokolov, Englendingurinn Jonathan
Speelman og Bandarílqamaðurinn
Yasser Seirawan , Sovétmaðurinn
Artur Jusupov og Sovétmaðurinn
Jann Ehlvest, Hollendingurinn Jan
Timman og Sovétmaðurinn Valery
Salov og Ungveijinn Lajos Portisch
og Sovétmaðurinn Rafael Vaganjan.