Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 Elton John ípfémR FOLK ■ ANDERS Dahl-Nielsen, landsliðsþjálfari danska landsliðsins í handknattleik, hefur sett tvo markverði sem léku í heimsbikar- keppninni í Svíþjóð á dögunum, út úr landsliðshópi sínum. Það eru þeir Jens C. Kristensen, Skov- bakken og Jens Wamberg, GOG. Þeir sem taka stöður þeirra eru Christian Stadil Hansen, Glad- saxe/HG og John Iversen, Helsin- gör. Danir eru að fara að leika §óra landsleiki - tvo gegn Norðmönn- um og tvo gegn Svíum. ■ GRAHAM Benstead, vara- markvörður Norwich, leikur með liði sínu gegn Southampton í 1. deild ensku kanttspymunnar í dag. Benstead fór nýlega fram á sölu vegna þfess að hann vill leika í 1. deild en ekki aðeins horfa á — og í dag fær hann kærkomið tæki- færi, þar sem Bryan Gunn, aðalmarkvörður Norwich er meiddur. ■ WIMBLEDON verður án þriggja fastamanna í leiknum gegn Everton í dag. Carlton Fair- weather fótbrotnaði á laugardag- inn, Dennis Wise er enn meiddur á ökkla og John Gannon kemst ekki í liðið. ■ CHARLTON, sem hefur að- eins tapað einum af síðustu sjö deildarleikjum, fær Liverpool í heimsókn í dag og er gert ráð fyrir 20 þúsund áhorfendum á Selhurst Park. ■ ELTON John, formaður Wat- ford, er hættur við að selja félagið. „Ég hef ávallt sagt að sala á hluta- bréfum mínum yrði að vera í þágu félagsins, en allt tal um söluna síðustu vikur hefur ekki haft já- kvæð áhrif," sagði John í gær, en hann á 93% í félaginu. HANDKNATTLEIKUR / V-ÞYSKALAND „Ég kann vel við mlg hjá Schuttennfald" - segirSigurjónSigurðsson-„Hef áhuga á að vera lengur hjá félaginu" „ÉG get ekki sagt um það eins og málin standa nú - hvort ég kem aftur heim eftir þetta keppnistímabil. Það kemur í Ijós næstu daga. Ég hef áhuga á að vera lengur hjá félaginu," sagði Sigurjón Sigurðsson, markaskorarinn mikli úr Hauk- um, sem er ieikmaður í handknattleik með 2. deiidar- liðinu TuS Schutterwald í V-Þýskalandi. Sigurjón sagði að hann myndi ræða við forráðamenn félags- ins um framtíð sína hjá félaginu. „Ég hef kunnað mjög vel við mig hér, en hef aftur á móti fengið fá tækifæri til að leika. Þar spilar inn í, að ég var frá í fímm vikur - þegar ég fór heim í próf og til að æfa og leika með 21 árs landsliðinu í HM í Júgóslavíu," sagði Siguijón, sem ér að læra utanskóla í Sam- vinnuskólanum í Reykjavík. Sigur- jón á eftir að koma aftur heim í apríl til að taka próf. „Ef ég næ ekki prófunum, er ég ákveðinn að koma heim aftur.“ Schutterwald er nú í efsta sætinu í Suðurdeildinni og koma þetta um 1.200 áhorfendur á heimaleiki liðs- ins. „Það yrði mikil lyftistöng fyrir félagið ef það nær að tryggja sér 1. deildarsæti. Liðið myndi þá fá fleirri áhorfendur og þar af leiðandi meira af peningum í kassann. Ég hef ekki fengið tækifæri til að leika nema fimm leiki. Þjálfarinn hefur ekki viljað breyta sigurliði," sagði Siguijón. Eins og hefur komið fram þá eru margir handknattleiksmenn, sem hafa leikið í útlöndum - á heim- Sigurjón Sigurðsson sést hér skora mark f leik með Schutterwald gegn Eintracht Wiesbaden. Siguijón hefur leikið jafnt sem útispilari og homamaður. leið. Alfreð Gíslason, Essen og Páll Ólafsson, Dusseldorf, hafa ákveðið að ganga til liðs við KR. Sigurður Sveinsson, Lemgo, er einnig á heim- WundeHich ætlar að hengfa skóna upp á nagla ERHARD Wunderlich, hand- knattleikskappi, tilkynnti í gær að hann hafi ákveðið að hengja keppnisskó sína upp á nagla eftir þetta keppn- istímabil. Wunderiich, sem hefur verið litríkasti handknattleiks- maður V-Þýskalands undanfarin tíu ár, leikur nú með Milberts- hofen. Hann hóf feril sinn hjá Gum- mersbach og þaðan lá leið hans til Barcelona á Spáni. Wunderlich (2.04 m) er einn skotharðasti handknattleiks- maður V-Þýskalands og hafa Frá Jóhannilnga Gunnarssynii V-Þýskalandi áhorfendur fjölmennt á þá leiki sem hann hefur leikið með Mil- bertshoven. Petre Ivanescu, landsliðsþjálfari V-Þýskalands, sagði fyrir stuttu að hann hefði hug á að fá Wund- erlich til að leika á ný með iandsliðinu og vera með í B- keppninni í Frakklandi á næsta ári. Ekkert verður úr því. Gamlir kappar mættust Leikmenn landsliðs V-Þýskalands og Sovétríkjanna, sem léku til úrslita í HM-keppninni í Dan- mörku 1978, hafa leikið tvo leiki að undaníornu. V-þýska liðið, sem varð heimsmeistari 1978, mátti þola tap, 20:26, í fyrri leiknum, Wundorllch en jafntefli varð í seinni leiknum, 21:21. Ágóðinn af leikjunum, kr. 880 þús., rennur í styrktarsjóð fyrir Joakim Deckarm, fyrrum leikmann Gummersbach og hetju V-Þjóðveija í HM 1978, sem slas- aðist alvarlega í Evrópuleik í Ungveijalandi 1979. Fékk höfuð- ákverka og lamaðist. KNATTSPYRNA / V-ÞYSKALAND Lerby í hlutverk Olsens hjá Köln? Köln ekki tilbúið að greiða Morten Olsen aftur kr. 7,7 millj. í árslaun FRAMTÍÐ Morten Olsen, fyrir- liða danska landsliösins, er nú óljós hjá Köln í V-Þýskalandi. Þessi 38 ára skemmtilegi leik- maður, sem Köln keypti frá Anderlecht, fær ekki þann samning hjá Köln, sem hann er sáttur við. Olsen náði ótrú- lega góðum samningi - þegar hann samdi síðast. Samningi sem tryggði honum 7,7 millj. ísl. kr. f árslaun og gerði hann að tekjuhæsta leikmanni fé- lagsins. Forráðamenn Köln vilja bjóða honum helmingi minni árslaun, ef hann skrifar undir nýjan samn- Frá Jóhannilnga Gunnarssyni i V-Þýskalandi ing. Samningur Olsen rennur út í júní í sumar. Udo Lattek, tæknilegur ráðgjafí hjá Köln, er nú þegar byijaður að leita að eftir- manni fyrir Olsen. Hann hefur rætt við danska landsliðsmanninn Sören Lerby, sem leikur með Eindhoven í Hollandi. Lerby lék undir stjóm Lettek hjá Bayem Miinchen um árið og var þá einn besti leikmaður Bæjaraliðsins. Klinsmann skoraði eftlr 20 sak. Jiirgen Klinsmann, leikmaðurinn vinsæli hjá Stuttgart, skoraði mark eftir aðeins 20 sek. f leik gegn Panta Arenas á Costa Rica, þar sem Stuttgart er í æfingabúðum. Mark- ið var eina mark leiksins. Stuttgart, sem jerði jafntefli, 0:0, við landslið Costa Rica, vann sigur, 4:1, yfir unglingalandsliði landsins. Arie Haan, þjálfari Stuttgart, segir að lið hans sé allt að koma til. „Ás- geir Sigurvinsson er ekki enn kominn í sitt gamla góða form, eft- ir meiðslin sem hann hefur átt við að glíma," sagði Haan. ■ Kaiserslautem hefur fengið nýjan fyrirliða. Það er Wolfgang Wolf. Þá er markaskorainn Wol- fram Wuttke, sem hefur verið afar óhress með gang mála, byijaður að æfa á fullum krafti. HANDBOLTI KA Akureyr- armeistari KA varð Akureyrarmeistari í handknattleik er liðið sigr- að örugglega, 25:16, í síðari leik liðanna í vikunni. KA vann einnig fyrri leikinn, 23:16. Brynjar Kvaran, þjálfari og markvörður KÁ, átti stór- leik — varði 24 skot og þar af 2 víti. Erlingur Kristjánsson var mWm markahæstur FráReyni hjá KA með 9/6 Eirikssyni mörk, Friðjón á Akureyri Jónsson og Pétur Bjamason gerðu 7 hvor og Axel Bjömsson og Hafþór Heimisson 1 hvor. Sigurpáll Ámi Aðalsteinsson gerði 6/2 mörk fyrir Þór, Ólafur Hilmarsson 3, Ámi Stefánsson 2, Ingólfur Samúelsson 2, Sæv- ar Amason, Kristjánsson og Kristinn Hreinsson 1 hver. leið. Hann hefur verið orðaður við Val, Stjömuna og Víking. Þá kemur Þorbjöm Jensson, Malmö, heim frá Svíþjóð. UM HELGINA Knattspyma Innanhúss íslandsmótið í knattspymu innan- húss, 1. og 4. deild karla, fer fram í dag og á morgun í Laugardals- höll. í 1. deild verður leikið í riðla- keppninni klukkan 13.24 - 19.16 í dag og klukkan 17.04 - 20. Þá hefst úrslitakeppnin, en úrslitaleik- urinn byijar klukkan 22.22. Handknáttlelkur 1. deild karla Sunnudagur kl. 20 Valsheimili........Valur - Fram Akureyri...............FH - Þór Seljaskóli.........ÍR - Víkingur Digranes...........Stjaman - KA Mánudagur kl. 20 Höll...................KR-ÚBK Keila Egils Skallagrimsmótið Mótið verður haldið í dag í keilu- salnum við Öskjuhlíð og í Keilulandi frá klukkan 12 til 14.15. Skráningu lýkur klukkan 11.45. Leiknir verða þrír leikir, úrslit 3-2-1. Mótsstaðir Keiluland....meðaltal undir 139,9 Keiluland......meðaltal 140-149,9 Öskjuhlíð......meðaltal 150-159,9 Öskjuhlíð.....meðaltal 160 ogyfir Blak 1. deild karla Laugardagur Hagaskóli kl. 1-4..Víkingur-HK Hagaskóli kl. 15.15.........ÍS-KA Neskaupst. kl. 16 ...ÞrótturN.-HSK Sunnudagur Hagaskóli kl. 13.30.......Fram-KA 1. deild kvenna Laugardagur Hagaskóli kl. 16.30.........ÍS-KA Neskaupst. kl. 17.15 ..............Þróttur N.-Víkingur Sunnudagur Hagaskólikl. 14.45.Víkingur-HK Hagaskóli kl. 16.......ÍS-Þróttur Digranes...................UBK-KA Hlaup Kópavogshlaup UBK fer fram í dag og hefst við Vallargerðisvöll klukk- an 14. Keppt verður í karlaflokki (6km), kvenna- og drengjaflokki (3,5km) og fer skráning fram á staðnum. Karate Innanfélagsmót Karatefélags Reykjavíkur verður haldið í dag í Hvassaleitisskóla og hefst klukkan 13.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.