Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 9 Kynning á Hyundai— bílum um helgina ISCAN hf. kynnir um helgina nýja bílategund, Hyundai Exc- el, í sýningarsal Sveins Egils- sonar hf. i Skeifunni, Reykjavik. Sýningin verður opin laugardag frá 10 til 17 og sunnnudag frá kl. 13 til 17. Til að byrja með verður um þijár gerðir að ræða, 3, 4 og 5 dyra, með 1500 rúmsentmetra og 68 hestafla vél. Hyundai-verk- smiðjuraar bjóða fimm ára ábyrgð á bilunum og mun hún einnig verða gild hérlendis. í frétt frá Iscan hf. segir að bílamir séu framleiddir í Suður- Kóreu af Hyundai-samsteypunni, sem framleiði einning skip, bygg- ingarvörur, rafeindatæki, fatnað og ýmislegt fleirá. Iscan mun flytja inn bíla frá Kanada en þar hafa Hyundai-bílar verið á markaðnum frá 1984. Þeir bílar sem seldir verða hér- lendis eru með styrktu rafkerfi og aukaryðvöm frá verksmiðjun- um. Verðið er á bilinu 428.000 kr. til 588.000 kr. og em ryðvöm og skráning ekki meðtalin. Spilakvöld Félagsvist verður spiluð ífélagsheimili Fáks, Víði- völlum, mánud. 25. janúar kl. 20.30. Fjölmennum! Fákur. Fræðslufundur verður ífélagsheimili Fáks, Víðivöllum\ þriðjudag- inn 26. janúar og hefst kl. 20.30. Dagskrá kvöldsins verður: „Meðferð og hirðing hófa" erindi sem Þorvaldur Þórðarson dýralæknir og Alfreð Jörgensen járningamaður flytja. Fræðslunefnd Fáks. Húsi verslunarinnar sími 686988 VEXTIR Á VERÐBRÉFAMARKAÐI Vikan 17. — 23. janúar 1988 Vextirumfram Vextir Tegund skuldabréfa verðtryggingu % aiis% Einingabréf Einingabréf 1 12.3% 44,2% Einingabréf2 8.2% 39.7% Hningabréf3 12.6% 44,6% Lífcyrisbréf 12,3% 44,2% Spariskírteini ríkissjóðS laegst 7.2% 37,7% haesi 8.5 39,3% Skuldabréf banka og sparisjóða laegst 9.3% 40.4% hæst 10,0% 41.3% Skuldabréfstórra fYrirtækja Lindhf. 11.0% 42,6% Glitnir hf. 11,1% 42,7% Sláturfélag Suðuriands 1.11. 1987 11,2% 42,8% Verðtryggð veðskuldabréf laegst - 12,0% 43,8% haest 15,0% 47,7% Fjárvarsla Kaupþíngs mismunandi eflir samsetn- ingu verðbréfaeignar. Heildarvextir annarra skuldabréfa en einingabréfa eru sýndir miðað við hækkun lánskjaravísitöiu síðastliðna 3 mánuði. Raun- og nafnávöxtun Einingabréfa og Lífeyrisbréfa er sýnd miðað við haekkun þeirra síðastiiðna 3 mánuði. Flest skuldabréf er hægt að endurselja með litlum fyrirvara. Ein- ingabréf er innleyst samdægurs gegn 2% innlausnargjaldi hjá Kaupþingi og nokkrum sparisjóðanna. Spariskírteini eru seld á 2-3 dögum og fiest önnur skuldabréf ínnan tveggja vikna. Fé í Fjárvörsiu Kaupþings er oftast hægt að losa innan viku. Mishár fasteignaskattar sveitarfélaga Staksteinar staldra í dag við frásögn Alþýðublaðstns af mis- þungum fasteignasköttum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Þar sker Kópavogur sig úr með „vinstri-stjórnar-skatta". Gluggað verður í fleira bitastætt í Alþýðublaðinu. Skattagleði í Kópavogi Síðastliðinn miðviku- dag kemst Aiþýðublaðið svo að orði i forsíðufrétt: „Fasteignagjöld { Kópavogi eru samkvæmt athugun Aiþýðublaðsins 18,76% hærri en á jafn- dýrri íbúð i Reykjavík og 33,3% hærri en á sam- bærilegum ibúðum í Garðabæ, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ ... Heildarfasteignagjöld á einbýlishúsi i Vesturbæ í Kópavogi voru 60.667 krónur, en 43.328 á svo til jafndýru húsi í Reykjavík, eins og fram kemur & meðfylgjandi töflu. Samanburður og sund- urliðun gjaldanna sýnir að i Kópavogi eru álögð gjöld sem ekki eru til í Reykjavík, það er hol- ræsagjald og sorpgjald." Það vekur athygli að Hafnarfjörð vantar í samanburð Alþýðublaðs- ins af fasteignagjöldum á höfuðborgarsvæðinu. Álögnm Kópa- vogskaupstað- ar mótmælt Halldór Björnsson birtir opinbert bréf til bæjarstjórnar Kópavogs í Þjóðviljanum í gær und- ir yfirskriftinni: Álögum mótmælt Þar segir: „Ég undirritaður, sem er greiðandi fasteigna- gjalda og ibúi í Kópavogi, fékk um daginn inn- heimtubréf vegna fas- teignagjalda af ibúð við Furugrund 62. Þegar ég sá seðilinn þá brá mér illilega í brún þvi við sam- anburð við gjöld 1987 höfðu þessi gjöld hækkað um ca. 62%. Ég verð að segja að þrátt fyrir að þegnar þessa lands séu ýmsu vanir í hæklfiinum álaga nú þessa mánuði, þá tek- ur steininn úr með þessari ósvifnu hækkun fasteignagjalda hjá bæj- arstjórn Kópavogs. Þær skýringar sem forseti bæjarstjómar gefur til réttlsetingar i Alþýðu- blaðinu eru svo fáránleg- ar að engu tali tekur — í þvi sambandi er rétt að benda á að ekki rekur Kópavogur slökkvilið eða sjúkrahús og til þessa dags hefur varla verið hægt að tala um að i Kópavogi væri sundlaug. Þá er rétt að benda ykk- ur á, ef þið skylduð ekki vita það, að til skamms tima var varla hægt að taia um frambærilegt gatnakerfi í bænum. Ég hefði nú haldið að flokkar sem kenna sig við félagshyggju gengju ekki fremstir i þvi að hiplfltfl álögur á fbúana í slíkum mæli og gert er með þessari hækkun. Ég vil harðlega mót- mæla þessari ósvífnu hækkun og krefst þess að hún verði tekin til endurskoðunar til lækk- nnar álagningnnni “ „Hækkuní samræmi við Ú1gjöld“ Rannveig Guðmunds- dóttir, forseti bæjar- stjórnar Kópavogs, segir í viðtali við Alþýðublaðið í gær, að hækkun fasteig- nagjalda í kaupstaðnum sé f samræmi við útgjöld. Hún segir og að félagsleg þjónusta f bæjarfélaginu réttlæti aukna gjaldtöku. Orðrétt segir forseti bæj- arstjómar: „Til að koma til móts við jafna skattgreiðslu fólks í staðgreiðshi býður Kópavogsbær 10 gjald- daga á greiðslu fast- eignagjalda, vaxtalaust, þ.e. frá janúar til nóvem- ber, en júli og desember eru greiðslufríir. Auk þess er boðinn 15% stað- greiðsluafsláttur fyrir þá, sem kjósa að greiða gjöldin að fullu fyrir 1. febrúar... Þá segir Rannveig að ellilífeyrisþegar f Kópa- vogi fái niðurfellingu, eða lækkun fasteigna- gjalda eftir ákveðnu fyrirkomulagi... Bent hefur verið á að Kópavogsbær leggi gjöld á sem þekkist ekki viða annars staðar eins og holræsagjöld, sem hækka töluvert frá árinu á und- an. Rannveig segir að Kópavogur sé með áæti- un í gangi sem sé byggð á samþykkt Alþjóða heil- brigðisráðsins um hreins- un sjávar. Þessi áætlun felur í sér algjöra hreins- un Voganna og þar með nokkurra ára fram- kvæmdaáætlun sem byrjaði fyrir þremur árum upp á töluvert á annað hundrað milljónii'. Forseti bæjarstjóraar Kópavogs bendir og á að kaupstaðurinn reki heil- sugæzlu, endurhæfingar- stöð og „sambærilega strætisvagnaþjónustu og Reykjavík". Þar sé að auki „verið að byggja eina fullkomnustu sund- laug í landinu“. Eftir stendur sú stað- reynd að fasteignagjöld í Kópavogi eru 18,76% hærri en i Reykjavík og 33% hærri en i Garðabæ, Mosfellsbæ og SeHjarn- arnesi. spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Staðgreiðslu- kerfi skatta HÉR á eftir fara spurningar sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um staðgreiðslu- kerfi skatta og svör við þeim. Þjónusta þessi er í því fólgin að lesendur geta hringt í .síma 691100, milli klukkan 10 tU 12 virka daga og borið upp spuraingar um skattamál. Morg- unblaðið leitar svara hjá starfsmönnum embættis ríkisskatt- stjóra og birtast þau síðan í þessum þætti. Meðlög Gunnar Gunnarsson spyr: Mér skilst að þeir sem greiða meðlög fái ekki skattafslátt þeirra vegna, en meðlög séu skattlögð sem tekjur hjá því foreldri sem þau fær. Er ekki verið að skattleggja sömu pen- ingana tvisvar í þessu tilfelli? Svar: Meðlög sem eru jafnhá eða lægri en bamalífeyrir sem greiddur er af Tryggingastofnun rikisins eru und- anþegin skattskyldu. Ónýttur persónu- afsláttur Ágúst Karlsson spyr: Hvað verður um ónýttan persónuafslátt? Vegna náms undanfarin ár á ég ónýttan persónuafslátt næstu fimm árin, hvað verður um þennan ónýtta persónuafslátt f nýja skattkerfinu? Svar: Úrskurðaður frádráttur vegna eftirstöðva ónýtts námsfrádráttar vegna fyrri ára heldur gildi sínu í staðgreiðslukerfinu. í tilviki fyrir- spyijanda kemur hann að vísu ekki til álita fyrr en við álagningu, fyrst nú í júlí 1988. Skattleysismörk Karl Þórðarson spyr: Hvað má ég þéna mikið án þess að greiða skatt ef ég nýti að fullu persónuaf- slátt konu minnar? Svar: Skattleysismörk í þessu tilviki eru við kr. 75.665. Haildóra Einarsdóttir spyr: Ber launþega að greiða skatt af launum sem eru eftirágreidd frá því í desember á sfðasta ári? Svar: Lög um gildistöku staðgreiðslu gera ráð fyrir slíku svo fremi sem laun frá viðkomandi launagreið- anda á árinu 1986 hafi verið talin með tekjum skattlausa ársins 1987. Ef laun frá sama launagreiðanda á árinu 1986 voru talin með tekjum ársins 1986 og því greiddur af þeim skattur, er'ekki í samræmi við lög að telja laun frá árinu 1987 sem greidd eru út á árinu 1988 með staðgreiðsluskyldum launum. Reiknað endurgjald Sigríður Guðmundsdóttir spyr: Ég tek að mér þvott og þvæ hann heima. Hvemig á ég að gefa upp tekjur og kostnað? Á ég að greiða skatt af öllu mánaðarlega eða fæ ég einhvem frádrátt vegna kostnaðar? Svar: Fyrirspyijanda ber að tilkynna sig til launagreiðendaskrár ríkis- skattstjóra og að reikna sér endur- gjald (laun) að lágmarki í samræmi við viðmiðunarreglur ríkisskatt- stjóra. Þá ber að skila mánaðarlega staðgreiðslu af Ijárhæð endur- gjaldsins. Ef reiknað endurgjald fyrirspyijanda verður mjög lágt, eða undir 100.000 kr. á ári, er hann undanþeginn staðgreiðslu af því endurgjaldi og að skattar verði gerðir uþp með álagningu næsta árs á eftir staðgreiðsluári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.