Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 56
 LAUGARDAGUR 23. JANUAR 1988 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Verðlagsráð: Tillaga um verð- lagsákvæði á brauð TVÖ bakarí á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað verð á brauðum og kökum um 20—25% frá þvi í desember, samkvæmt verðkönnun Verðlagsstofnunar. Verðlagsstofnun telur að söluskattshækkunin í byijun mánaðarins og afnám vörugjalds hafi átt að leiða til 10,3% verðhœkkunar, þannig að verðhækkun bakaríanna tveggja er tvö- falt meiri en söluskattshækkunin gefur tilefni til. Flest önnur bakari hafa hækkað vörur sfnar umfram 11%. Verðlagsstjóri segir að til greina komi að setja verðlagningu á þessum vörum undir verðlags- ákvæði. Georg Ólafsson verðlagsstjóri sagði í gær að samkvæmt tilmælum ríkisstjómarinnar bæri Verðlags- stofnun að hafa afskipti af hækkunum umffam það sem breyt- ingar á skattheimtu gæfu tilefni til, nema mjög sterk rök væru fyrir slíkum hækkunum. Því hefði stofn- unin beint þeim tilmælum til bakaríanna, í framhaldi af verð- könnuninni, að lækka vörur sínar og síðan yrði gerð ný verðkönnun í næstu viku til að kanna viðbrögð þeirra. „Hafi engar breytingar orðið kemur verðlagsráð saman til að flalla um málið í næstu viku," sagði Georg. Á verðlagsráðsfundi í gær kom Tívolíið í Hveragerði: Unnið að opn- un í febrúar Selfossi. UNNIÐ er að því að skemmti- garðurinn Tívolí í Hveragerði verði opnaður í byijun febrúar. Hús Tívolisins hafa verið til sölu en nú hafa Ólafur Ragnarsson, eigandi húsanna, og Sigurður Kárason, einn aðalhluthafi i Skemmtigarðinum hf., gert með sér skilyrt samkomulag um tív- olíhúsin og hlutabréf Ólafs i Skemmtigarðinum hf., sem er rekstraraðili Tívolísins. Samkomulagið felst, að sögn Ól- afs, meðal annars í því að gegni Sigurður skyldum sínum sam- kvæmt samkomulaginu þá eignast hann húsið. Þessar skyldur eru meðal annars að fullbúa húsin og aflétta veðböndum af þeim. Ólafur sagði samkomulagið miðast við það að kröfum vegna Tívolísins yrði Iétt af honum. Tívolíhúsin hafa verið til sölu og að sögn Ólafs fer verðið eftir sam- komulagi en matsverð húsanna væri 60-70 milljónir króna. Húsin eru samanlagt 6.500 fermetrar að stærð. Sig. Jóns. fram tillaga frá fulltrúum launþega í ráðinu um að framleiðsla bakara yrði sett undir verðlagsákvæði til bráðabirgða, þannig að verðið yrði lækkað niður í það sem gilti í des- ember að viðbættri 10,3% hækkun vegna söluskatts. Var afgreiðslu tillögunnar frestað. Georg sagði, að ef í ljós kæmi að verð á brauðum og kökum lækkaði ekki, gæti kom- ið til greina að grípa til þessa ráðs. Hann sagði einnig að verðkönnunin benti til að bakarar hefðu samráð um verð í einhveijum tilvikum. Haraldur Friðriksson formaður Landssambands bakarameistara sagði í gær að vörur bakara hækk- uðu nú umfram söluskattsáhrif vegna uppsafnaðs vanda frá fyrra ári. Það væri klaufaskapur að láta hækkunina ekki koma fram fyrr. Hann neitaði því að bakarar hefðu samráð um verð. Georg hafnaði því alfarið að hækkun bakara gæti verið vegna uppsafnaðs vanda. Vörur þeirra hefðu hækkað umfram almennt verðlag á undanfömum árum. Sjá verðkönnun á brauðum og kökum á bls. 33. Hraunsfjörður. Á þessari loft- mynd sést vegurinn frá Ólafsvík vinstra megin á myndinni og beygjan inn á brúna yfir Mjósund. Síðan tekur við vegurinn til Stykkis- hólms til hægri. LjÓ8mynd: Landmœlingar rfkisins Ljósmynd: Silfurlax hf Mjósund í Hraunsfirdi. Fólkið úr Ólafsvík ók út af í beygjunni hinum megin brúarinnar og lenti í sjónum fyrir neðan stifluna sem sést vinstra megin við brúna. Umferðarslys í Hraunsfirði á Snæfellsnesi: Tvennt fórst í Mjósundum TUTTUGU og fimm ára karlmaður og stúlka á nitjánda ári létust í umferðarslysi við brúna yfir Mjósund i Hraunsfirði á Snæfellsnesi i gærmorgun. Fólkið var á leið frá Ólafsvík til Stykkishólms er bíll þeirra fór útaf veginum við brúna og á hvolf í sjóinn. Þegar billinn náðist upp voru bæði látin. Þau voru i sambúð og bjuggu í Ólafsvfk. Fólkið lagði af stað frá Ólafsvík snemma í gær- morgun og var ferðinni heitið til Stykkishólms, en þaðan ætluðu þau með Breiðafjarðarfetjunni Baldri yfir á Barðaströnd. Vegfarandi sem átti leið um Mjósund sá hjól á bíl upp úr sjónum um klukkan 10.30. Hann lét vörubílstjóra, sem vann við snjó- mokstur þama skammt frá, vita og hífðu þeir bílinn upp með krana vörubílsins. Þá voru bæði látin. Hraunsfjörður gengur inn úr Kolgrafarfirði, sem er austan við Grundarfjörð. Um morguninn var flóð og stórstreymt og sást ekki í bfl fólksins fyrr en fór að falla frá. Mjög kröpp beygja er á vegin- um vestan við brúna á Mjósundum, þar sem bfllinn fór útaf. Hann fór útaf hægra megin, endastakkst og lenti á hvolfí í sjónum fyrir innan brúna. Sund- in eru mjög mjó og var mikill straumur í þeim þar til í fyrra að fjörðurinn var stíflaður fyrir innan brúna vegna hafbeitaraðstöðu sem fiskeldisstöð kom sér upp þama. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í Stykkishólmi var mikil hálka á veginum og sums staðar einnig snjór. Þá var snjókoma í gærmorgun og skyggni slæmt. Ekki er hægt að greina frá nöfnum fólksins að svo stöddu, þar sem í gærkvöldi hafði ekki náðst til allra aðstandenda. Vaxandi verðbréfamarkaður: Skuldabréfaútgáfur fyrir 6 milljarða á síðasta ári Ráðstöfunarfé lífeyrissjóða 9 milljarðar og innstreymi nýs fjár í banka 7,5 milljarðar ÆTLAÐ er að gefin hafi verið út ný skuldabréf á innlendum verðbréfamarkaði á síðasta ári fyrir liðlega 6.000 milljónir króna. Til samanburðar er áætlað að ráðstöfunarfé lífeyrissjóða hafi numið um 9.100 milljónum króna og innstreymi nýs fjár í banka og sparisjóði er talið hafa numið um 7.500 miHjónum. Þessar upplýsingar um innlendan flármagnsmarkað er að finna í Jan- úarfréttum Verðbréfamarkaðar Iðnaðarbankans. Þar kemur fram Watson vísað úrlandi Dómsmálaráðherra ákvað í gær að visa Paul Watson, forsprakka Sea Shepherd, úr landi. Tveir lög- reglumenn gættu hans á ferð til New York borgar með Flugleiða- vél í gær. Brottvísunin hefur í för með sér að Watson er framvegis óheimilt að stíga fæti á íslenska grund og geta ríkisstjórnir ann- arra Norðurlanda ákveðið að bannið skuli einnig gilda í ríkjum þeirra. Sjá frásagnir á bls. 30 Watson fylgt út úr Síðumúlafangelsinu í gær. Morgunblaðið/Svemr að af þeim hluta spamaðar þjóðar- innar sem ekki rennur til eigin fjárfestingar, rennur stærsti hlutinn um lífeyriskerfíð eða liðlega 9 millj- arðar eins og áður segir, næststærsti hlutinn eða lauslega áætlað um 7,5 milljarðar um bankakerfíð en þriðji hlutinn, liðlega 6 milljarðar, til ávöxtunar í almennum verðbréfum. Heildarfjárfesting er alls talin hafa numið liðlega 36 milljörðum en þjóð- hagslegur spamaður tæpum 30 milljörðum. Skuldabréfaútgáfan á síðasta ári er talin hafa skipst með þessum hætti: Seld hafa verið svonefnd bankabréf fyrir 2.604 milljónir króna, skuldabréf fjármögnunar- leigufyrirtækjanna fjögurra, Fé- fangs, Glitnis, Lýsingar og Lindar fyrir um 1.421 milljónir, skuldabréf fjárfestingalánasjóða, þ.e. Byggða- sjóðs, Iðnlánasjóðs og Iðnþróunar- sjóðs, fyrir 376 milljónir króna, svonefnd fyrirtækjabréf, þ.e. skulda- bréfaútgáfiir stærstu fyrirtælq'a, fyrir um 223 milljónir og verðbréf verðbréfasjóðanna svokölluðu fyrir 1.596 milljónir króna. Þar er hins vegar tekið fram að líklegt megi telja að um 25-30% af ráðstöfunarfé verðbréfasjóðanna hafi að jafnaði mnnið til kaupa á bankabréfum, spariskírteinum ríkissjóðs og skulda- bréfum fjármögnunarleigufyrirtækj- anna, og beri að hafa þetta í huga þegar reynt sé að meta stærð mark- aðarins í heild. í Janúarfréttum VIB er einnig birt áætlun um verðmæti útistand- andi skuldabréfa á innlendum verðbréfamarkaði og er það talið hafa numið liðlega 23 milljörðum króna í árslok 1987. Hlutur spari- skírteina er þar lang stærstur eða tæplega 14 milljarðar en verðmæti bankabréfa um 3,6 milljarðar, fjár- málafyrirtækjanna fjögurra tæpir 2 milljarðar, verðbréfasjóðanna um 3,6 milljarðar, fyrirtækjabréfanna liðlega 600 milljónir og verðmæti útistandandi skuldabréfa fjárfest- ingalánasjóðanna um 375 milljónir. Til samanburðar eru heildarinnlán banka og sparisjóða talin nema um 70 milljörðum, eignir lífeyrissjóða um 52,5 milljörðum og erlendar skuldir þjóðarinnar nema um 85 milljörðum króna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.