Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 RÉTTUR MAÐUR Á RÉTTUM STAÐ eftirdr. Gunnlaug Þórðarson Meðal húsvina foreldra minna var Magnús Sigurðsson, sem ungur lögfræðingur hafði verið svaramað- ur foður míns. Annar var Ludvig Kaaber, frændi móður minnar; hann hafði stofnað fyrirtækið 0. Johnson og Kaaber í byijun aldar- innar og sest hér að. Báðir voru þeir bankastjórar í Landsbankanum þegar ég man fyrst eftir þeim og voru meðal valdamestu manna landsins. Þá fór stjóm Landsbanka íslands með þau mál, sem Seðlá- bankinn fer nú með. Síðan hef ég ætíð borið hlýhug til Landsbankans og svo tel ég flestum íslendingum farið. Svo mikið er víst að almenn- ingur lætur sig greinilega miklu varða hver hafi hinar ábyrgðar- miklu bankastjórastöður með höndum. Moldviðri það, sem þyrlað hefur verið upp í fjölmiðlum út af skipun Sverris Hermannssonar al- þingismanns í stöðu bankastjóra Landsbankans, ber því ljóst vitni. Er það tilefni þessara hugleiðinga minna. Snerting við atvinnu- lífið mikilvæg Það dylst varla nokkmm hve mikilvægt það er á hveijum tíma að á Alþingi sitji menn, sem geta talist vera í beinni snertingu við atvinnulíf þjóðarinnar eða í forsvari á því sviði. Því miður fyrirfínnst varla nokkur þess háttar alþingis- maður í dag, þar sitja nú orðið helst „Að ölluþessu athug- uðu má íslenska þjóðin vera ánægð með skipun Sverris Hermannsson- ar í stöðu bankastjóra Landsbankans. Það ætti að vera hefð að í einni af þrem stöðum aðalbankastjóra Lands- bankans sæti maður, sem staðið hefði í út- gerð.“ einhvetjir fræðingar eða þá kerfis- karlar. Auðvitað gegnir sama máli um bankastjóra í aðalbanka lands- ins, æskilegast er að þeir hafi haft náin kynni af helstu atvinnuvegum þjóðarinnar. Einn af fáum mönnum, sem talist getur slíkur á Alþingi síðustu áratuga, er Sverrir Her- mannsson. Hann hefur verið formaður eins best rekna útgerðar- fyrirtækis hér á landi, undanfama áratugi, verið í forsvari fyrir Fram- kvæmdastofnun ríkisins, sem var nánast banki; fyrir utan þingsetu og ráðherradóm, þá er hann einnig viðskiptafræðingur að mennt. Segja má að stjómmálaferill hans hafí hafíst með kjarabaráttu er hann var formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Það er vel að geta lokið farsælli þingmennsku á þenn- an hátt. Sverrir Hermannsson ólst upp í 11 systkina hópi við Djúp í mann- dómi við harða lífsbaráttu og heiðarleika. Þar er fólkið traust eins og fjöllin og tryggt eins og tröllin. Sennilega hafa hin sæbröttu fjöll og vægðarlaus nærvera við sjóinn haft meira mótandi áhrif á fólkið þar en menn gera sér ljóst. Þannig hefur hispursleysi Sverris Her- mannssonar komið mér fyrir sjónir, sem öðrum hefur stundum þótt ruddaháttur. Hann hefur verið skjótur til ákvarðana og tvímæla- laust talið sig gera það sem réttast var og þótt einhveijar ákvarðanir h'ans hafi verið umdeilanlegar, þá vom þær réttmætar að mínu mati. Mér þykir líka víst að Sverrir Hermannsson skilji betur vaxta- pólitík, en margir aðrir og þar með á hve hálum ís þjóðin er í þeim efnum, nú þegar t.d. dráttarvextir em orðnir 51% og skuldabréfavext- ir hafa á hálfu ári hækkað úr 16% í 36%. Efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar er í veði vegna hinnar viðsjárverðu vaxtaspennu og verð- bólguháska. Mér þætti og líklegt að Sverrir Hermannsson hefði viljað draga úr þeim miklu lánveitingum til ýmissa aðila, jafnvel almenningsfyrirtækja, sem gengu í sjóði Landsbankans á þeim tímum þegar vextir vom lágir og engin verðtrygging. Nú er svo komið að vaxtabyrðin er að sliga sum þessi fyrirtæki. Þar hefur gleymst hið fomkveðna að „sígandi lukka er best“. Að öllu þessu athuguðu má íslenska þjóðin vera ánægð með skipun Sverris Hermannssonar í Landsbanki íslands stöðu bankastjóra Landsbankans. Það ætti að vera hefð að í einni af þrem stöðum aðalbankastjóra Landsbankans sæti maður, sem staðið hefði í útgerð. Góður bankamaður Það hefur heyrst að hinn um- sækjandinn um bankastjórastöðuna hafi verið góður bankamaður og hagfræðingur að auki, en hann tók umsókn sína aftur. Maðurinn heitir Tryggvi og er sonur Páls Ásgeirs sendiherra og því sonarsonur Tryggva Ófeigssonar togaraskip- Morgunblaðið/Börkur stjóra, sem vann sig upp af þilfari togaranna í að verða einn stórtæk- asti útgerðarmaður hér á landi fyrr og síðar. Hins vegar fékkst enginn til þess að halda uppi merki hans. Sá atvinnuvegur hefur jafnan staðið fyrir mér í töfraljóma enda þótt ég hafi af eigin reynd í tvígang sannreynt hve yfírþyrmandi spenna getur fylgt starfinu, þá er áhættan og ögmnin í því sambandi stórfeng- leg. Það krefst sérstakrar skap- gerðar að standa í útgerð og því miður bendir flest til þess að þeir tímar séu liðnir, að háseti getið unnið sig upp af þilfarinu í útgerð- Af gamla mannin- um og ýsuflakinu eftirSvein Guðjónsson Gamall maður kemur inn í físk- búð. Hann heilsar kaupmanninum kumpánlega enda hefur hann átt viðskipti við hann oft í viku í mörg ár. Eftir að þeir hafa rætt stuttlega um daginn, veginn og tíðarfarið biður gamli maðurinn um þennan venjulega skammt af ýsuflaki. Það koma vöflur á kaupmanninn enda er þetta daginn eftir söluskatts- breytingamar. Þeir hafa ekki aldeilis verið aðgerðarlausir í ríkisstjóminni að undanfömu, lagsmaður. Nú em þeir búnir að hækka allt og kílóið af ýsunni, sem í gær kostaði 240 krónur kostar nú 304 krónur. Gamii maðurinn lítur í budduna sína, rótar örlítið í nokkmm smápeningum og sér, að hann á ekki lengur fyrir ýsunni. Hann biður kaupmanninn afsökunar og staulast aftur út f hálkuna um leið og hann strýkur nokkur tár af hvörmum sér. Kaup- maðurinn horfír á eftir honum og blendnar tilfínningar bærast í bijósti hans. Hún er átakanleg þessi saga og kaupmaðurinn hringir í sjónvarps- fréttamann, sem kemur sögunni á framfæri við alþjóð. Formaður Al- þýðubandalagsins tekur hana síðan upp og slengir henni framan f for- sætisráðherra í beinni útsendingu. Forsætisráðherra verður klumsa, sem von er, á þessu hafði hann ekki átt von, enda átti ýsufiakið ekki að hækka nema um 10% sam- kvæmt útreikningum ríkisstjómar- innar. í hita leiksins gleymdi hann því að Verðlagsstofnun hafði í millitfðinni heimilað hækkun á ýsuflökum um 15%, til viðbótar sökuskattshækkuninni, og var sú heimild byggð á nokkrum kvittun- um sem áttu að sanna að verð á fiskmörkuðunum hefði rokið upp síðan í haust. Síðan hefur komið í ljós að engin verðhækkun var á ýsu á fískmörkuðum í nóvember og desember. Hér liggur greinilega fískur undir steini. Um hvað hugsaði fisksalinn? Sjónvarpsfréttamaðurinn át ýsu- söguna hráa upp eftir fisksalanum og hafði ekki fyrir því að kanna málið enda var hann, eins og flest- ir landsmenn, þá þegar orðinn heltekinn af matarskattsmóður- sýkinni. Formaður Alþýðubanda- lagsins vissi ef til vill betur, enda annálaður gáfumaður. Á þessari stundu hentaði það þó honum og stjómarandstöðunni að hamra jám- ið meðan það var heitt og grátsaga gamla mannsins var vel til þess fallin að gera aðgerðir ríkisstjómar- innar tortryggilegar. Þáttur Verðlagsstofíiunar í þessu máli er þó ef til vill athyglisverðast- ur. Tveir fulltrúar fisksala koma inn á skrifstofu og veifa gömlum reikn- ingum (annar þeirra gæti þess vegna hafa verið heimildarmaður sjónvarpsfréttamannsins). Fulltrúi Verðlagsstofnunar lítur yfir reikn- ingana og heimilar sfðan hækkun á ýsuflökum um 15%. Hann hefur ekki fyrir því að hringja í fískmark- aðina og bera sig sarnan við þá, enda ekki ástæða til að vantreysta þessum fulltrúum físksala sem Verðlagsstofnun hefur átt ákveðið trúnaðarsamband við um langt skeið. Hinn 20. janúar sl. birtist svo grein í Morgunblaðinu þar sem hið sanna kemur í ljós. Það varð nefni- lega engin verðhækkun á ýsu á fískmörkuðunum í nóvember og desember. í greininni er haft eftir framkvæmdastjóra eins markaðar- ins að það væri skrýtin yfírlýsing hjá físksölum að þeir þyrftu að fá hækkun á útsöluverði ýsunnar vegna hækkunar á innkaupsverði hennar á fiskmörkuðum. „Þetta er aigjörlega út í hött og ég kom af fjöllum þegar ég sá þessa hækkun 11. janúar sl.“ Staðreyndin er í stuttu máli þessi: Verðlagsstofnun reiknar með 68 króna meðalinnkaupsverði fyrir kflóið af ýsu, samkvæmt kvittunum físksalanna. Hjá Fiskmarkaðinum hf. í Hafnarfírði var meðalverðið hins vegar 54,65 krónur í nóvember og desember og á Faxamarkaði var meðalverðið á sama tíma 52,18 krónur. Áður en þetta var upplýst hafði einn físksali fullyrt í samtali við unidrritaðan að það væri ekki nóg með að verðið hefði rokið upp á fiskmörkuðunum heldur hefði einn- ig orðið gffurleg aukning á rekstrar- kostnaði fískbúðanna nú sfðustu misserin. Ástæða er til að draga þessa fullyrðingu mjög í efa því að sú staðreynd liggur nú fyrir að hagræði í verslum með fisk hefur aukist mjög með tilkomu fiskmark- aðanna. Mest allur sá kostnaður, sem fisksalamir þurftu áður að leggja í við að sækja fiskinn, t.d. alla leið vestur á Snæfellsnes, er Sveinn Guðjónsson „Öll umræðan hefur snúist um matarskatt- inn, sem er aðeins örlítill hluti af miklu stærra máli. í matar- skattsfárinu hefur kjarni málsins gleymst, það er markmið og til- gangur söluskatts- breytinganna.“ nú innifalinn í fiskverðinu á mörk- uðunum. Við þetta má svo bæta ummælum framkvæmdastjóra Fiskmarkaðs Suðumesja, sem kvaðst ekki trúa því að fisksalar keyptu 85% af þeim fiski sem þeir seldu í fiskbúðunum á fiskmörkuðunum: „Fisksalamir koma á markaðina þegar þá vantar fisk og bjóða þá í hann upp úr öllu valdi, því að þeir geta velt innkaups- verðinu út í verðlagið. Þeir greiða fiskverðið niður með þessum föstu samningum sem þeir gera við bát- ana. Ysuverðið á mörkuðunum hefur farið niður í 42 krónur kílóið og það væri fróðlegt að sjá hvort| fisksalamir lækka útsöluverðið á henni þegar innkaupsverðið lækk- ar.“ Já, það er margt í þessu sam- bandi sem væri fróðlegt að sjá. Til dæmis sundurliðaðan reikning á verði ýsunnar frá því.hún fer út af Faxamarkaði á 52,18 krónur kílóið og þar til hún er seld út úr fískbúðinni á 304 krónur kílóið. Það yrði lfka fróðlegt að fá að vita hvað fisksalinn í sögunni okkar hefði fengið í eigin vasa, ef gamli maður- inn hefði látið glepjast til að kaupa ýsuflakið á þessu uppsprengda verði. Fróðlegast af öllu væri þó að vita hvað kaupmaðurinn í físk- búðinni hugsaði þegar hann horfði á eftir gamla manninum út í hríðina. Matarskattur og móðursýki Nú skal ekki gert lítið úr því að margir í þessu þjóðfélagi, þar á meðal gamalt fólk, hefur lftið á milli handa og allar hækkanir á matvæli koma illa við pyngjuna. Dæmisagan um gamla manninn, físksalann og ýsuflakið sýnir hins vegar hvemig hægt er að snúa málefnalegri umræðu um þjóðþrifa- mál upp í móðursýki. í þeim efnum er hlutur fjölmiðla einna verstur. Öll umræðan hefur snúist um matarskattinn, sem er aðeins örlít- ill hluti af miklu stærra máli. í matarskattsfárinu hefur kjami málsins gleymst, það er markmið og tilgangur söluskattsbreyting- anna. Það hafa til dæmis fáir minnst á, að með þessum breyting- um er verið að lagfæra hriplekt kerfí, sem óvandaðir menn (sem sumir kalla gróðapunga) hafa um áraraðir notfært sér til að svíkja undan söluskatti. Það hefur líka gleymst að á móti hækkunum á nokkrar tegundir matvæla kemur lækkun á ýmsar.mikilvíbgar neyslu- vörur heimilanna. Menn hafa gert góðlátlegt grín að því að hreinlætis- vörur eigi að lækka, með þeim orðum að sápan verði ekki í askana
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.