Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988
Alþjóðleg viðskipti:
Skuldaviðurkenn-
ingar þróun-
arríkja á útsölu
Kuaia Lumpur, Singapore, London. Reuter.
STARFSMENN stórra banka í heiminum segja að það færist
sífellt í vöxt að útistandandi lán til þróunarríkja gangi kaupum
og sölum. Víða eru bankar farnir að afskrifa þetta fé og vilja
fegnir fá eitthvað fyrir sinn snúð þó með miklum afföUum sé.
Samtals skulda þróunarríki nú
1.200 milljarða Bandaríkjadala og
er allstór hluti af þeim skuldum
útistandandi hjá einkabönkum.
Bankamir veittu þróunarríkjum
fúslega lán á 8. áratugnum er olíu-
dollarar frá OPEC-ríkjum streymdu
inn á vestræna bankareikninga.
Eftir að skuldakreppan brast á í
upphafi þessa áratugar hafa einka-
bankar orðið æ vondaufari um að
þróunarríki geti greitt lán sín til
baka. Er nú svo komið að bankam-
ir selja lán til Brasilíu með 55%
afföllum svo dæmi sé tekið en Bras-
ilía skuldar allra Þriðja heims ríkja
mest. Þeir sem kaupa lánin með
affollum em einkum fyrirtæki sem
koma vilja undir sig fótunum í við-
komandi landi. Þau samþykkja að
fella skuldina niður gegn einhvers
konar fyrirgreiðslu á viðkomandi
stað.
Strangt til tekið eiga bankamir
heimtingu á að fá fé sitt til baka
frá Þriðja heims ríkjunum. Tals-
menn fátækra ríkja benda þó á að
velmegun á Vesturlöndum þar sem
langflestir bankanna hafa aðsetur
megi rekja til nýlendustefnunnar
og að verðmæti streymi enn sem
fyrr frá fátækum ríkjum til auð-
ugra. Þetta gerist á þann veg að
þróunarríkin selja hráefni við lágu
verði til iðnríkjanna en kaupa full-
unna vöru dýru verði til baka.
Ennfremur segja talsmenn Þriðja
heimsins að tjölþjóðleg risafyrirtæki
mergsjúgi fátæku ríkin og sendi
afraksturinn til heimalands síns.
Því sé ekki nema réttlátt að skuld-
imar verði látnar niður falla og er
því fagnað að bankamir skuli viður-
kenna þetta í stað þess að freista
þess með harkalegum aðgerðum að
fá sinn skerf til baka.
Enn er það einungis lítill hluti
lánanna sem gengur kaupum og
sölum með afíöllum. Talið er að 1%
lána þróunarríkja hjá einkabönkum
hafi skipt um eigendur á síðasta
ári. Einnig verður þess vart að lán-
ardrottnamir leggi fé til hliðar til
að vera við því búnir að lánin fáist
ekki endurgreidd. Þetta skipulags-
atríði jafngildir því að lánið sé
hreinlega afskrífað en ekki bókfært
sem tap. Ef svo tekst að selja
skuldaviðurkenninguna þá reiknast
það sem hreinn ágóði. Talið er að
slíkar ráðstafanir fari vaxandi og
framboðið af ódýrum Þriðja heims
lánum eigi eftir að aukast stórlega.
Alþjóða gjaldeyris-
sjóðurinn
Michel Camdessus framkvæmda-
stjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins
mæltist til þess í ræðu hjá seðla-
banka Malasfu í Kuala Lumpur í
gær að bankar og ríkisstjómir í
iðnríkjunum styddu viðleitni sjóðs-
ins til að aðstoða þróunarríkin.
Hann sagði að sjóðurínn hefði
ákveðið að rýmka skilyrðin sem
bundin em við lánveitingar til fá-
tækrá ríkja og lengja lánstímann.
Sjóðurinn hefur löngum verið gagn-
rýndur fyrir að krefjast þess að
neysla innanlands dragist saman
og viðskiptahöftum sé aflétt og
gera þetta að skilyrði fyrir lánveit-
ingum. Þróunarríkjum hefur verið
nauðugur einn kostur að fara að
skilmálunum vegna þess að viður-
kenning sjóðsins veitir aðgang að
lánum á fijálsum markaði.
Camdessus sagði ennfremur að
nauðsynlegt væri fyrir fátækari rfki
að koma vöm sinni í verð í iðnríkj-
unum og hagvöxtur í heiminum
væri þeim í hag. Hann gagnrýndi
Bandaríkin, Japan og Vestur-
Þýskaland fyrir ójafnvægi í ut-
anríkisviðskiptum sem stefndi
hagvexti í hættu.
Reuter
Tíuhjóla, tólf metrar með haði
Jay Ohrberg sem búsettur er í draumaborginni Hollywood hefur
smíðað þennan „draumabíl" úr tveimur Bensum. Glæsivagninn er 12
metra langur og rennur um á tfu hjólum. Aftan við sætin hefur ver-
ið komið fyrir hjartalöguðu baðkari. Eigandinn og bíllinn em um
þessar mundir f Stuttgart þar sem farkosturínn er til sýnis með öðr-
um skrautbílum. Hægt er að leigja farartækið fyrir 185.000 krónur
á dag.
Argentína:
Mæður mót-
mæla linku
við uppreisn-
armennina
Buenos Aires, Reuter.
MÆÐUR manna sem hurfu þeg-
ar herstjómin var við völd I
Argentínu sökuðu í gær ríkis-
stjórn Alfonsins um að hafa
sýnt Aldo Rico og stuðnings-
mönnum hans linku eftir
uppreisn þeirra um síðustu
helgi.
Um 500 manns tóku þátt í mót-
mælaaðgerðum mannréttinda-
hreyfingar mæðranna, Madres de
Plaza de Mayo, fyrir framan stjóm-
arráðið í Buenos Aires, þremur
dögum eftir að herinn handtók
uppreisnarmennina. „Við erum hér
vegna þess að linkuháttur stjómar-
innar er til skammar og í okkar
augum er enginn munur á Dante
Caridi, hershöfðingja, og Rico,“
sagði forseti hreyfíngarinnar,
Hebe de Bonafini. „Það eru engir
lýðræðislegir hershöfðingjar í Arg-
entínu, þeir eru allir þjóðarmorð-
ingjar."
Bonafini gagnrýndi þá yfirlýs-
ingu Alfonsins, forseta, að nú sé
„búið að koma reglu á heimilið".
„Þegar ég þríf heimili mitt fleygi
ég öllum óþarfa. En hér hefur engu
verið fleygt." Bonafíni sagði að
hreyfingin legði aðaláherslu á upp-
reisnina um síðustu helgi og hún
krefðist þess að samviskuföngum
yrði sleppt.
París:
Frakkar og Vestur-Þjóð-
veijar treysta samstarfið
HELMUT Kohl kanslari Vestur-Þýskalands og Francois Mitterand
Frakklandsforseti hittust í gær í Elysee-höll í París til að minnast
þess að 25 ár eru liðin síðan Charles de GauUe og Konrad Adenau-
er undirrituðu sögulegan samning milli ríkjanna um samvinnu. Kohl
og Mitterand nota tækifærið til að koma á fót sameiginlegum ráðum
um varnar- og efnahagsmál. Það gerist þrátt fyrir varnaðarorð
Englendinga og ítaia um að hinn svokaUaði Bonn-Parisar-öxuU
gæti rofið tengslin við Bandarikin og ýtt undir kröfur þar vestra
um að Bandaríkjamenn dragi 325.000 hermanna lið sitt til baka úr
Evrópu.
Þessi tvö völdugustu ríki Mið-
Evrópu þarfnast hvors annars og
gleymdar eru flögurra alda væring-
ar og tvær tylftir styijalda. Frakkar
hafa þó fremur hvatt til samnings-
ins sem undirritaður var í gær en
Hernumdu svæðin:
Hvatt til fríðarráð-
stefnu á vegnm SÞ
Sameiouðu þjóðunum. Reuter.
PEREZ de Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í
ræðu í Öryggisráðinu í gær að koma þyrfti ísraelum í skilning um
að þeir yrðu að „leiðrétta háttu sína“ á hemumdu svæðunum. Hann
sagði að óróleikinn á Gaza-svæðinu og Vesturbakkanum endurspe-
glaði vonleysi og örvæntingu Palestínumanna en helmingur íbúanna
hefði alla ævi búið við hersetu ísraela.
De Cuellar hvatti til alþjóðlegrar á friðarráðstefhu um ástandið í Mið-
ráðstefnu á vegum Sameinuðu þjóð-
anna, með þátttöku allra hlutaðeig-
andi aðilja, um ástandið fyrir botni
Miðjarðarhafs. Margaret Thatcher
forsætisráðherra Bretlands tók í
sama streng og hvatti ísraela til að
hefja tvíhliða viðræður við Palestínu-
menn um framtíð hemumdu svæð-
anna. Hún sagði að sjálfstjóm
íbúanna væri líklegast eina lausn
málsins. Sovétmenn lögðu til í gær
að öryggisráðið ræddi möguleikann
austurlöndum.
Yitzhak Shamir forsætisráðherra
ísraels hefur hafnað algerlega
slíkum hugmyndum og segir að eina
útkoman úr slíku yrði að ísrael
þyrfti að hverfa aftur til landamær-
anna sem giltu fyrir árið 1967 og
þau væru óveijanleg. Shimon Peres
utanríkisráðherra er aftur á móti
hlynntur hugmyndum um slíka al-
þjóðaráðstefnu og segir að hún verði
aðalkosningamálið í nóvember.
Vestur-Þjóðveijar. Hinum síðar-
nefndu vegnar vel. Á nokkrum
áratugum hefúr ríki þeirra risið úr
rústum og orðið efnahagslegt stór-
veldi. Heimurinn er markaður þess,
ekki einungis Evrópa, og markið
er einn af helstu gjaldmiðlum ver-
aldar. Atlantshafsbandalagið veitir
Vestur-Þjóðveijum vemd og ýmsir
möguleikar bjóðast í samskiptum
við austantjaldsríkin.
Lífíð brosir ekki eins við Frökk-
um og hinum sjálfsöruggu nágrönn-
um þeirra. Efnahagurinn er ætíð
verri en Stjómmálamennimir óska
sér og hemaðarmátturinn fer þverr-
andi. Frakkar eru háðir Banda-
ríkjunum og Vestur-Þjóðveijum
bæði hvað viðskipti og vamir snert-
ir. Hugtakið declin, hnignun, er í
tísku í samkvæmislífi Frakka. Inn-
flutningur frá Vestur-Þýskalandi
nam á fyrri huta síðasta árs 18
milljörðum Bandaríkjadala en út-
flutningur þangað einungis 12
milljörðum dala. Chirac forsætis-
ráðherra hefur gefíð í skyn að
Frakkar kunni að draga sig út úr
hinu sameiginlega Evrópumyntar-
kerfí ef þessi viðskiptaójöfnuður
heldur áfram að vaxa.
Mitterand hefur verið reiðubúinn
að falla frá gömlum kreddum um
að Frakkar skyldu standa fyrir utan
átök í Evrópu. Hann og Chirac
hafa rofíð 30 ára þögn um það sem
Reuter
Charles de Gaulle og Konrad Adenauer hittust fyrir aldarfjórðungi
til að undirrita sögulegan samning um samvinnu Vestur-Þjóðveija
og Frakka.
stendur í Briissel-samningum:
„Frakkland myndi þegar koma til
hjálpar ef ráðist yrði á Vestur-
Þýskaland." Fyrir skemmstu tóku
franskar og vestur-þýskar hersveit-
ir í fyrsta skipti þátt í sameiginleg-
um heræfingum við suð-austur-
landamæri Vestur-Þýskalands.
Frakkar samþykktu án langrar
umhugsunar tillögu nágranna sinna
um sameiginlega hersveit sem verð-
ur fyrsta verkefni hins sameigin-
lega vamarmálaráðs. Þó að
breyting á afstöðu franskra stjóm-
valda til þess að herinn lúti yfir-
stjóm NATO — eins og fyrir 1966
— sé ekki í sjónmáli þá er ljóst að
sú stefiia hlýtur fyrr eða síðar að
víkja fyrir hugmyndinni um sam-
vinnu. (Heimild: Die Zeit)