Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 23.01.1988, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. JANÚAR 1988 21 Mannlíf eða miimisvarðar eftir Kristínu A. Ólafsdóttur Sameiginlegum fjármunum Reykvíkinga verður ráðstafað 4. febrúar nk., en þá mun borgar- stjóm afgreiða Qárhagsáætlun fyrir árið 1988. Meirihlutinn hefur nú lagt fram frumvarp sitt og við það hefur stjómarandstaðan ýmis- legt að athuga. Breytingartillögur em í mótun, en verða ekki fullgerð- ar fyrr en við höfum viðrað þær við borgarbúa og hlustað á athuga- semdir þeirra og óskir. Stjórnarandstaðan er nú í miðri fundaherferð um borgina. í dag boðum við íbúa Árbæjar, Seláss og Ártúnsholts til fundar í Árseli kl. 13.00 og kl. 16.00 væntum við Austurbæinga norðan Suðurlands- brautar og Laugavegar í Glæsibæ. Afstaðnir fundir hafa verið okkur borgarfulltrúunum afar gagnlegir og fullvíst að ábendinga íbúanna mun gæta í fjárhagsáætlun stjóm- arandstöðunnar og tillöguflutningi á næstunni. „Hins vegar erum við algerlega andvíg því að nota nærri hálfan millj- arð á árinu til þess að hefja smíði tveggja stórhýsa, Tjarnarráð- hússins og Vetrar- garðsins svokallaða á hitaveitutönkunum. Engir biðlistar eru eftir þessum framkvæmd- um, nema borgarstjóri hafi skráð sig á pláss í Tjörninni. Samt á að verja 340 milljónum í ráðhúskjallarann og af peningum okkar hjá Hitaveitunni er ætlunin að selja 124,5 milljónir í hringsólandi veitinga- hús, sem fullbúið mun kosta meira en hálfan milljarð.“ Kristín Á. Ólafsdóttir boðna kennslu vegna aðstöðuleysis og þurfa jafnframt að senda elstu bömin í skóla í fjarlægum borgar- hutum. Æskulýðsstarf fyrir ungl- inga í þessum hverfum er í skötulíki, aðstöðuna vantar. Þessar ófullnægðu þarfír yngstu Reyk- víkinganna brunnu heitast á for- eldrum sem við hittum í Grafarvogi og Breiðholti fyrr í vikunni. Enginn kvartaði yfír ráðhúsleysi eða brenn- andi þörf fyrir að fá sér snúning með kaffísopa í Vetrargarðinum. Húsnæðismál • Reykvíkinga mætti líka bæta. Það þekkja þeir sem synjað er um að komast inn í verkamannabústaðakerfíð eða ráða ekki við svimandi háa húsleigu á almennum leigumarkaði. Biðlistar eftir leiguhúsnæði borgarinnar eru langir. Ráðamönnum borgarinnar em þessar þarfír fullkunnar. Og þeir muna kannski enn eftir loforð- unum um hraða uppbyggingu heilsugæslustöðva í kosningabar- áttunni 1982. Breiðhyltingar em a.m k. ekki búnir að gleyma því að heilsugæslustöðin við Hraun- bergið átti einu sinni að vera tilbúin 1987. Fmmvarp meirihlutans úti- lokar að það hálfkaraða hús komist í gagnið á þessu ári. Við í stjómarandstöðunni mun- um aldrei fallast á það, að í þessari gósentíð borgarsjóðs verða aðeins varið 421,5 milljónurr) króna til framkvæmda við skóla, leikskóla, dagheimili og gæsluvelli, á sviði æskulýðsmála og íþrótta, til bygg- ingar B-álmu Borgarspítala og byggingar heilsugæslustöðva, leiguíbúða og verkamannabústaða. 421,5 milljónir eiga að fara saman- lagt í þessi knýjandi verkefni á meðan glæsihúsin tvö fá 464,5 milljónir í sinn hlut. Sameiginleg tillaga okkar að annarri forgangs- röð mun meðal annars byggja á þessums taðreyndum. Hún mun einnig taka mið af því að þær 200 milljónir sem ætlaðar em til fram- kvæmda í þágu aldraðra duga hvergi til að bæta við á þessu ári nýjum þjónustuíbúðum, en þeim hefur ekki fjölgað um eina einustu síðan fyrir kosningar 1986. Á fundum okkar með Reyk- víkingum hlustum við á óskir fólks um betra mannlíf í borginni. Að fundunum loknum göngum við frá tillögum okkar um hvemig góðærið mikla verður best nýtt í þágu fólks- ins sem skóp þetta góðæri. Þess er að vænta að þá verði glæsihús og minnisvarðar settir á biðlista. Fólkið á rétt á forgangi í þetta sinn. Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Alþýðubandaiagið. Digrir sjóðir Fmmvarp meirihlutans ber vott um mikið ríkidæmi borgarsjóðs og stofnana borgarinnar. Þar liggja seðlar Reykvíkinga í haugum og fyrir þá má margt gera. Borgar- stjóri og hans fólk heldur því fram að þessir digm sjóðir séu stjómun- arlist meirihlutans í rekstri fyrir- tækisins að þakka. í hólræðum um sjálfa sig geta Sjálfstæðismenn þess ekki að með lækkun verðbólgunnar fyrir fjórum ámm urðu útsvarsgreiðslur Reyk- víkinga borgarsjóði mun verðmæt- ari en áður. Ekki þarf að minna launafólk á að með kjaraskerðing- um var þeirri illu bólgu náð niður um tfma. Meirihlutinn útskýrir ekki heldur sterka stöðu borgarinnar með því að rifja upp stórfelldar hækkanir á þjónustugjöldum eftir að þeir náðu völdum á ný 1982. Heimildir sýna að þá margfölduð- ust greiðslur borgarbúa fyrir heitt vatn, rafmagn, strætó, sund og ýmislegt fleira. Enn ein ástæðan fyrir gildum borgarsjóði er tuttugu- földun á arðgreiðslu fyrirtækja í eigu borgarinnar, svo sem Hita- veitu, Rafmagnsveitu o.fl. til sjóðsins frá árinu 1983. Þessar arðgreiðslur nema tæpum 311 milljónum í frumvarpinu fyrir þetta ár og munar um minna. Að sjálfsögðu er fjárhagsleg geta Reykvíkinga mikil vegna þess að þeir hafa sjálfir greitt margar og verðmiklar krónur til sameigin- legra sjóða. Nú er að ákveða hvemig þessum fjármunum verður best varið f þágu borgarbúa. í frumvarpi meirihlutans er boð- uð mikil framkvæmdagleði á nýbyijuðu ári. Stjómarandstaðan tekur undir ýmislegt í þeirri áætl- un, svo sem 150 milljónir til Borgarleikhúss og 75 milljónir til endurreisnar í Viðey, svo standa megi við loforð frá afmælisári, er borgin þáði gjöf frá þjóðinni. Ráðhúskjallarí og vetrargarður Hins vegar erum við algerlega andvíg því að nota nærri hálfan milljarð á árinu til þess að hefja smíði tveggja stórhýsa, Tjamarráð- hússins og Vetrargarðsins svokali- aða á hitaveitutönkunum. Engir biðlistar era eftir þessum fram- kvæmdum, nema borgarstjóri hafi skráð sig á pláss f Tjöminni. Samt á að veija 340 milljónum f ráð- húskjallarann og af peningum okkar hjá Hitaveitunni er ætlunin að setja 124,5 milljónir í hringsól- andi veitingahús, sem fullbúið mun kosta meira en hálfan milljarð.QL Kröfur Reykvíkinga um ráðhús eða enn eitt veitingahúsið hafa ekki verið áberandi. Bættar að- stæður fyrir gamalt fólk, böm og unglinga er aftur á móti nauðsyn í þessari borg. Það brennur á þús- undum Qölskyldna, um það hafa verið skrifaðar fjölmargar greinar og þess bera biðlistar glöggt vitni. Um 1.000 aldraðir era á biðlista eftir öraggu húsnæði eða hjúkrana- rplássi. 1.900 böm bíða eftir vist á dagheimili eða leikskóla. — Eða raunveru- legar þarfir í nýrri hverfum borgarinnar eru skólar útúrfullir, veita ekki alla lög- NOUENCO NOVENCO HITABLÁSARAR Fjölbreytilegir notkunar- möguleikar fyrir stór og smáfyrirtæki. NOVENCO hitablásarar fástístærðumfrá 4500-40000 kg kal/t Tenging viö hitaveituvatn, ketilvatn, og gufu. Þreplaus stilling eöa þriggja hraöa stilling. Fljótvirk hitun og jafnt loftstreymi. Möguleikar áinntaki fyrir ferskt k>ft til loftræstingar og inntaki fyrir blandað loft nilTUIMIM " HÖFÐABAKKA 9 REYKJAVÍK SÍMI: 685656 og 84530 Fjölskyldan stendur saman áskíöuin Fátt er betra til að efla samstöðu innan fjölskyldunnar en að fara á skíði í Bláfjöllum og njóta samverunnar í snjónum. Ungur nemur, gamall temur eða öfugt - brekkur eru við allra hæfi. Um helgar eru námskeið fyrir byrjendur og lengra komna. Ef einhver vill koma með og prófa er skíðaleiga í þjónustumiðstöðinni - allir geta verið með. BLÁFJALLA- NEFND Komið í BláQöU og standið saman -þaðerheilbrigð skemmtun. Símanúmer í Bláfjalla- skála: 78400 Simsvari: 80111 Sölustaðir: Sportval, Hlemmtorgi og Kringlunni. Markið Ármúla 40. Útilíf, Glæsibæ. Bókaverslunin Veda, Hamraborg og Engihjalla. Sundlaug Kópavogs. HópferðabiÉreiðar Teits, Smiðjuvegi 46. BYKO, Kópavogi og Hafnarfirði. Iþrótta- og tómstundaráð, Fríkirkjuvegi 11.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.