Morgunblaðið - 02.02.1988, Side 2

Morgunblaðið - 02.02.1988, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Morgunblaðið/Sigurgeir I g’öllun- um góðu í Morgunblaðinu á sunnudaginn var sagt frá Vestmannaeyjasjó- mönnunum tveimur sem féllu útbyrðis af Guðmundi VE djúpt i hafi, en vinnuflotgallar eru taldir hafa bjargað þeim. Á með- fylgjandi mynd eru þeir Ágúst Haukur Jónsson, til vinstri, og Gunnar Ingi Gíslason í göllunum góðu, en á hinni myndinni er Guðmundur VE að sigla með fullfermi af loðnu inn i Vest- mannaeyjahöfn. r i Samningaviðræður VMSÍ og VSÍ: Ekkert miðað í samkomulagsátt EKKERT miðaði i samkomulagsátt á fundum Verkamannasambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands i gœr og um helgina. Fyr- ir hádegi i dag hefur verið boðaður fundur framkvæindastjórnar VMSÍ, þar sem búist er við að verði mótaðar formlegar kröfur varð- andi samning til skamms tíma og það verður ekki fyrr en að honum loknum sem skýrist með næsta samningafund. Skiptar skoðanir eru með aðilum nm horfur hvað varðar hækkun framfærsluvísitölu, verð- bólguþróun og kaupmáttarþróun á þessu ári. Guðmundur J. Guðmundsson, vikuna og þar verði á dagskrá frek- formaður VMSÍ og verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, sagði í gær- kvöldi í samtali við Morgunblaðið að hann væri svartsýnni nú en hann var áður en viðræðumar hófust í síðustu viku. Hins vegar hefði skýrst á fund- um um helgina hver helstu ágrein- ingsefnin væru. Hann sagði að fundur yrði I stjóm og trúnaðar- mannaráði Dagsbrúnar um miðja ari aðgerðir af hálfu félagsins. Dagsbrún hefur boðað vakta- vinnubann á hafnarvinnu frá og með næstkomandi mánudegi. Hörður Sig- urgestsson, forstjóri Eimskipafélags íslands, segir óljóst hvaða áhrif vaktavinnubannið komi til meS að hafa á starfsemi víð höfnina, en það muni skýrast innan tíðar. Stjórn Áburðarverksmiðju ríkisins: Nýr geymir fyrir ammoníak byggður Egg og kjúklingar: Hagkaup sækir um innflutningsleyfi VERSLUNIN Hagkaup sendir í dag landbúnaðarráðuneytinu beiðni um að fá að flytja inn einn gám af eggjum og einn gám af kjúklingum frá Hollandi, að sögn Jóns Ásbergssonar, fram- kvæmdastjóra Hagkaupa. Spurt og svarað um skattamál MORGUNBLAÐIÐ mun að venju aðstoða lesendur sína við gerð skattframtala með þeim hætti að leita svara við spurningum þeirra um það efni. Lesendur geta hringt í síma Morgunblaðsins, 691100, milli klukkan 10 og 12 á morgnana og spurt umsjónarmann þáttar- ins „Spurt og svarað um skattamál". Hann tekur spum- ingamar niður og kemur þeim til embættis ríkisskattstjóra. Svör við spumingunum birtast síðan í blaðinu. í dag ÍÞR&mR Lúðvík Letftiií sumar Frtórtks- n -SSSL&íT Uverpooigegn Evertoní í 5. urrrferö? Innkaupsverð á einu kílói á inn- fluttum eggjum er 32 krónur, að sögn Jóns, en verð út úr búð yrði um 67-70 krónur. Innkaupsverð á kjúklingum er um 50 krónur á kfló- ið, en útsöluverð yrði um 100 krónur. Nú kostar kílóið af eggjum 210 krónur út úr búð og kflóið af kjúklingum um 430 krónur. Jón sagði að ákvörðunin um að sækja um innflutningsleyfín hefði komið í kjölfar áskorunar neytenda- samtakanna til kaupmanna um að kaupa ekki egg af framleiðendum. Hann sagði að kjúklingar og egg væru ekki landbúnaðarvörur í hefð- bundnum skilningi, heldur verk- smiðjuvara, og að Hagkaupsmenn sæju engin rök fyrir því að þessar vörur væru svo miklu dýrari hér en erlendig. Því yrði látið reyna á það hvort íslendingar fengju ekki að kaupa ódýr matvæli. Jón sagðist ekkert vilja segja um hvort hann væri bjartsýnn á að leyfín fengjust, en ef beiðni Hagkaupa yrði hafnað gætu neytendur að minnsta kosti fengið að heyra rök landbúnaðar- ráðuneytisins gegn innflutningi. STJÓRN Áburðarverksmiðju ríkisins hefur ákveðið að byggja nýjan tvöfaldan kældan geymi fyrir ammoníak ásamt jarðvegs- þró. í frétt frá Áburðarverk- smiðjunni segir að með byggingu sliks geymis sé tekin upp sú að- ferð, sem veiti mest öryggi við geymslu ammoníaks í nýju mann- virki. Stjórn verksmiðjunnar vænti stuðnings rikisstjórnarinn- ar og Alþingis við þessa ákvörð- un óg framkvæmd hennar. Stjóm Áburðarverksmiðjunnar lét gera nýjar og nákvæmari áætl- anir um kostnað við úrbætur á geymslu ammoníaks í verksmiðj- unni með hliðsjón af bréfí félags- málaráðherra frá 14. janúar síðastliðnum um það efiii. Niður- stöður þeirra eru að endurbætur á núverandi kúlugeymi kosti 54 millj- ónir króna en bygging nýs 1.000 tonna kælds stálgeymis með tvö- földum veggjum og jarðvegsþró kosti 47 milljónir króna. Eldri og giófari áætlun gerði ráð fyrir að endurbætur á kúlugeymin- um kostuðu 26 milljónir, en við endurskoðun og nákvæmari athug- un var talið rétt að gera ráð fyrir meiri styrkingum í burðarvirki kúl- unnar en áður. Auk þess reyndust kælikerfí, einangrun og öryggishús mun kostnaðarsamari en áður hafði verið áætlað. Með hliðsjón af þess- um niðurstöðum telur stjóm verk- smiðjunnar einsýnt að velja þá leið að byggja nýjan geymi. Lítið af fiski á markaði ytra LÍTIÐ verður um sölu á ferskum fiski héðan í Bretlandi og Þýzka- landi í þessari viku. Aðeins eitt skip selur afla sinn ytra, en nokk- uð verður selt úr gámum. Viðey RE seldi á mánudag 174 tonn, mest karfa í Bremerhaven. Heildarverð var 10,4 milljónir króna, meðalverð 59,52. Selt verður úr um 20 gámum héðan í Þýzka- landi í vikunni og um 60 í Bretlandi. slgrail Hnnland ÍSslgraði BLAÐ B Kristján Jóhannsson: Er hræddur um að Scala sleppi ekki af mér hendi Hefur verið boðið hlutverk í 6 óperuhúsum MUano. Frá fréttaritara MorgTinblaðsins, „ÞETTA er kannski ekki erfið- asta sýning, sem ég hef sungið í, en óneitaniega tók þetta mik- ið á taugamar. Viðtökur áheyrenda voru með ólíkindum miðað við að um frumraun var að ræða. Ég er hræddur um, að Scala sleppi ekki af mér hendi eftir þetta,“ sagði Kristj- án Jóhannsson, tenórsöngvari, í samtali við Morgunblaðið á heimili sínu í Milanó í gær. Á sunnudagskvöld kom Kristj- án fram á sviði La Scala í fyrsta sinni í hlutverki Jacobo Foscari í óperunni I Due Foscari eftir Gius- eppe Verdi. Óperan var frumsýnd 12. janúar síðastliðinn í La Scala. Viðtökur áheyrenda og gagnrýn- enda voru þá með fádæmum slæmar. Gagnrýnandi ítalska blaðsins La Repubblica lét svo um mælt að tenór- og altsöngvaramir hefðu vart verið óperuhúsinu sæmandi, en áheyrendur létu álit sitt í ljósi með því að gera hróp að söngvurunum. Benedikt Stefánssyni. Morgunblaðið/Brynja Tómer Kristján Jóhannsson ásamt eiginkonu sinni, Siguijónu Sverris- dóttur, og syni þeirra, Sverri, framan við La Scala í Mflanó. „Þetta herti fremur á mér en hitt,“ sagði Kristján aðspurður um þessi slæmu viðbröð við frumsýn- ingunni. „Það er alltaf erfítt að taka við hlutverki, sem vel er sungið, en ég taldi mig geta bætt sýninguna. Eg á von á að gagn- rýnendur verði sömu skoðunar. Það kom mér á óvart hversu vel og lengi áheyrendur fögnuðu mér. Það er ekki vani erlendra að kyngja byijendum svo léttilega." Kristjáni hefur nú verið boðið hlutverk í Oberon eftir Weber, sem japanski stjómandinn Osawa stjómar ( La Scala næsta haust. „Ég er frekar á því að hafna þessu hlutverki og þar sem ég veit að þeir í La Scala vilja mér vel, held ég að þeir muni skilja þá ákvörð- un. Ég vil eiginlega bara Verdi eða Puccini," sagði Kristján. Kvaðst hann þegar vera búinn að semja um hlutverk við ópemhús í Palermo, Bologna, Parma og Flórens næstkomandi vetur auk þess sem hans biðu hlutverk í Chicago og Dallas í Bandaríkjun- um. í dag mun ráðast hvort Kristján verður í hlutverki Jacobo Foscari á þeim tveimur sýningum, sem eftir era á óperanni í Mílanó. „Það bendir allt til þess að ég muni syngja þessi tvö kvöld, enda væri ekki auðvelt að taka við af mér,“ sagði Kristján. í dómi um sýninguna, sem birt- ist á blaðsíðu 14 í dag, segir Egill Friðleifsson að hún hafí verið sig- ur fyrir Kristján Jóhannsson. Hann segir þar meðal annars: „Það fer ekki á milli mála að Kristján Jóhannsson vann hér glæsilegan listsigur. Innileg við- brögð áheyrenda staðfesta orð mín. Hlutverkið gerir miklar kröf- ur, en hann stóðst hveija raun með sóma. Það er ástæða til að óska Kristjáni til hamingju með árangurinn. ísland stækkaði í augum óperaunnenda. Það sem gerist í Scala kemur öllum listvin- um við. Kristján Jóhannsson braut blað í íslenzkri listasögu þetta kvöld." Sjá bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.