Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 51
51 Ófeigi. Var til þess tekið hve sr. Hannes hafði lagt sig fram um að þeim liði sem bezt í hans umsjá. Á þessum árum voru einnig ráðskonur hjá honum tii að sjá um heimilis- haid. Árið 1946 kvæntist sr. Hannes og var kona hans Guðný Margrét Sveinsdóttir, bónda í Miðhúsaseli í Fellum, Einarssonar. Þau skildu eftir mjög skamma sambúð. Síðari ár sín í Fellsmúla bjó sr. Hannes einn og sá sjálfur að mestu um heimiiishald. Fórst honum það eins og annað vel úr hendi og var himili hans jafnan fallegt og smekkvíslega búið og bar vitni um fegurðarskyn og snyrtimennsku húsbóndans. Hann var. höfðingi heim að sækja og kunni manna bezt að gleðja gesti sína með sam- ræðusnilld sinni og andlegu fjöri. Eitt herbergið í prestseturshúsinu hafði hann gert að lítilli en fagur- lega búinni kapellu, þar sem hann talaði við Guð sinn og þar sem hann vann ýmis prestverk þegar henta þótti. Systir hans, Sesselja, kom oft til að aðstoða hann við húsverkin, bæði ( sumarleyfum sínum, á hátíðum og annars þegar mikils þurfti við. Einnig voru ná- grannar hans á bæjunum í kringum skarðsfjall og fleiri ævinlega mjög hjálplegir honum, bæði beðnir og óbeðnir, og fyrir hjálpsemi, vináttu og tryggð þessa fólks var hann inni- lega þakklátur. Síðustu árin, einkum eftir að heilsu hans tók að hraka, hygg ég að einveran hafí stundum reynt á hann og orðið honum þung í skauti. Og til að hamla gegn fargi slíkrar reynslu hittum við ekki alltaf á beztu ráðin. En meðan hann hélt heilsu og kröftum undi hann hlut- skipti sínu vel og naut þess jafnvel stundum að vera einn. Þannig skrif- ar hann sjálfur í hugvelqu þessi orð: „Sannleikurinn er sá, að hver sem í alvöru vill komast í snertingu við kraft hins hæsta, verður að draga sig út úr háreysti umhverfís- ins og gefa sér tíma til að vera „hljóður frammi fyrir Drottni". Það er eins og að hlusta á tónlist. Eng- um sem fer á tónleika dettur í hug að vera sítalandi meðan á þeim stendur, heldur situr hann hljóður og einbeitir sér að flutningi verks- ins. Þannig er þessu einnig varið með hina mikiu og margbreytilegu hljómkviðu lífsins." Lífshættir sr. Hannesar minntu um sumt á þá guðsmenn sem leita einveru og forðast háreysti fjöld- ans. Hann undi sér árum saman við aðstæður sem ýmsir munu vilja kenna við fásinni og jafnvel ein- semd. Samt naut hann sín hvergi betur en innan um fólk og í fjöl- menni. Honum var sú list lagin að gleðjast með glöðum og hryggjast með hryggum — að geta fundið til með öðrum og setja sig inn í þeirra kjör. Prestsstarfíð og þjónustan í kirkjunni átti hug hans allan og allt líf hans mótaðist fyrst og fremst af því. Merki Krists skyldi alls stað; ar borið fyrir og haldið hátt. í afmælisgrein um sr. Hannes sex- tugan skrifaði ég um þjónustu hans og trúarviðhorf m.a.> á þessa leið: „Sr. Hannes hefur ekki bundið hug- ann við ytri aðstæður, hvorki góðar né slæmar. Hann hefur horft hærra. Hann á nefnilega sinn konungs- glugga. Það er hans trúarsýn. Þar skyggir ekkert á mynd frelsarans, konungsins Krists. Um þetta vitnar hann sjálfur á þessa leið: „Einn er sá sem fæddist þessari jörð, Drott- inn Jesús Kristur. Enginn gat sannað á hann synd og svik voru ekki fundin í munni hans. Hann bjó yfír því valdi, sem Guðs er, vegna þess að h'ann var hugur Guðs og hugsun, sjón, heym og tunga Guðs mönnunum til bjargar. Þú átt að gerast maður hans. Flytja gleðiboð- skapinn um Guð, hvar sem þú megnar. . .“ Þetta staðfesti sr. Hannes sjálfur með öllu lífsstarfí sfnu. Eins og sjá má af hinu stutta yfírliti hér að framan um starfs- feril sr. Hannesar í Fellsmúla, þá hefur hann í þriðjung aldar markað spor og mótað svip mannlífsins meðal safnaða sinna og héraðsbúa allra. Og auk þess hefur hann látið að sér kveða á vettvangi kirkju- mála á víðara sviði, því að kirkja Krists, kenning hennar og kraftur MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 til hjálpræðis, var hans hjartans mál. Sr. Hannes var þeirrar gerðar að vilja ekki láta neitt hálfgert. Og það munaði um hann hvar sem hann tók á. Þess vegna var jnjög til hans leitað og hann til ráða kvaddur, einkum þá er mikið þótti við liggja, að með reisn væri á málum tekið. Hann var alltaf afger- andi, aldrei hikandi né hálfvolgur. Hann var sjaldan talsmaður mála- miðlana eða meðaltalslausna. Honum var fremur að skapi að láta sverfa til stáls. Þess vegna var hann stundum umdeildur og ekki alltaf vinsæll af öllum lýð. En flestum þótti samt vænt um hann vegna einlægni hans og hnyttilegrar fram- göngu, einnig þeim sem annarrar skoðunar voru en hann og á önd- verðum meiði um ýmsa hluti. Sr. Hannes fylgdist jafnan vel með því helzta, sem ritað var um guðfræðileg efni í samtímanum og skrifaðist á við erlenda starfs- bræður og skiptist á bókum við þá. Hann fékk ársleyfí frá störfum á árunum 1977—1978 og notaði þann tíma til þess að kynnast kirkjulífí erlendis. Ferðaðist hann þá úm Norður-Ameríku og heimsotti m.a. fæðingarstað sinn í Kanada. Einnig fór hann til Landsins helga og dvaldist um jólin í Betlehem og ( þeirri för heimsótti hann einnig Rómaborg og hlýddi páfamessu í Péturskirkjunni. Þetta var honum því meira virði sem hann aðra tíma lá ekki í ferðalögum, heldur hélt sig við sitt kall og sína þjónustu, sem var honum helgust jörð og ljúf- ust skylda. Sóknarbömum sínum var hann hollur ráðgjafí og skiln- ingsríkur þeim, sem til hans leituðu í vanda. Sjálfur átti hann sínar erf- iðu stundir eins og aðrir og við andstreymi að etja af ýmsu tagi. En hann stóð sinn vörð allt til enda og þjónaði söfnuðum sínum í trú og auðmýkt fyrir Guði. í Heilagri ritningu glitra perlur vísdóms og skilnings, þar eru orð sem dæma og orð sem hugga og þar er boðuð náð og miskunn Guðs: „Ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð aumur á veikleika vorum, heldur þann, sem freistað var á allan hátt eins og vor, en á syndar. Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæmum tíma. Svo er um hvem æðsta prest, sem úr flokki manna er tekinn, að hann er settur fyrir menn til þjónustu frammi fyrir Guði, til þess að bera fram gáfur og fómir fyrir syndir. Hann getur verið mildur við fáfróða og villuráfandi, þar sem hann sjálf- ur er veikleika vafínn. Og sökum þess á hann að bera fram synda- fóm, eigi síður fyrir sjálfan sig en fyrir lýðinn. Enginn tekur sér sjálf- um þennan heiður, heldur er hann kallaður af Guði... (Hebr. 4,15-5,4). Með þessum orðum vil ég, fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar, kveðja látinn vin og starfsbróður minn og nágrannaprest í nær 25 ár. Ég minnist margra dýrmætra stunda með sr. Hannesi í Fellsmúla, í kirkjunum með söfnuðum okkar, á öðmm mannamótum og á heimil- um okkar. Að leiðarlokum er þakklætiö efst í huga fyrir ógleym- anlega samfylgd og fyrir vináttu og tryggð, sem hann auðsýndi fjöl- skyldunni hér á Breiðabólstað fyrr og síðar, bæði um mína tíð og for- eldra minna. Sr. Hannes Guðmundsson er horfínn af sviðinu og rödd hans þögnuð, en orð hans em geymd. Ég eftirlæt honum sjálfum stðustu orðin að þessu sinni. Það em niður- lagsorð úr einni hugvekju hans: „Sannleikans megin muntu oft mæta tpisskilningi, óvild, hatri og jafnvel dauða, en einnig heilli þökk allra þeirra sem elska Drottin. Élsk- irðu sannleikann, muntu heyra rödd Frelsarans, og þegar þín rödd er þögnuð, minnstu þess þá, að Guð hefur síðasta orðið, og þegar þjón- amir kveðja, þá heilsar Drottinn." Drottinn heilsar og Drottinn frelsar. Sú var einlæg trú hans og þeirri trú helgaði hann allt sitt líf. Megi burtför hans nú og nýjar leið- ir helgast I þeirri sömu trú, sem sr. Hallgrímur Pétursson tjáir þessum orðum: „Sú er mín huggun sama sem þín var, Jesú minn, krossinn þá að vill ama, ofsókn og hörmung stinn: Hjá þinni hægri hendi, hér þó nú lífið endi, fagnaðar nægð ég finn.“ Blessuð sé minning sr. Hannesar Guðmundssonar í Fellsmúla. Sváfnir Sveinbjörnsson Séra Hannes lést í Landspítalan- um úr hjartabilun, er hann fann fyrst fyrir í byijun nóvember síðast- liðms. í nokkur ár var hann búinn að ganga með erfiðan sjúkdóm, sem var sykursýki, en hún, eins og við þekkjum sem kjmnst hafa, brýtur líkamann niður jafnt og þétt þar til eitthvað lætur undan. Séra Hannes var vígður ,til Fellsmúlaprestakalls vorið 1955, það mikla rigningasumar. Mér er það minnisstætt hve innilega og fallega hann í ágústbyijun bað frá stólnum um þurrk, svo heyin hrekt- ust ekki meir en orðið var. Hann, borgarbamið, var strax inni í öllum málum sveitarinnar. í sveitakirlq'um er oft erfitt að fá organista til starfa, og held ég að fáir prestar hafí gert eins og hann, verið prestur, organisti og jafnvel hringjari, ef organisti og hringjari forfölluðust, við einu og sömu guðsþjónustuna. Hans staða var því oft annasöm. Hann æfði kirkjukórana í prestakallinu til margra ára. Af þessu sést að við í Fellsmúlaprestakalli höfum misst meira en sóknarprestinn okkar, því við höfum misst tryggan vin og fjöl- hæfan starfskraft, því einnig hafði hann með höndum ýmis trúnaðar- störf fyrir sínar sóknarkirkjur og sveitarfélög. Hann var hrókur alls fagnaðar á þeim samkomum og ferðalögum sem hann tók þátt í. Hann var sjálfkjörinn veislustjóri í veislum og öðrum mannfögnuðum, því engum fórst það betur úr hendi. Við í Marteinstungusókn þökkum honum af alhug nærri 33 ára sam- starf. Það er dálítið sérstæð minning í mínum huga að hans fyrsta prestsverk hér í Marteins- tungu var að skíra litla frænku mina, Dagbjörtu Sigrúnu Sigurð- ardóttur frá Götu, en við erum systkinaböm, og svo að hans síðasta prestverk, fyrir utan að- ventu- og jólamessumar, skírði dótturson minn, Ingvar Pétur, þann 4. október síðastliðinn í Marteins- tungukirkju. Við sóknarbömin í Marteins- tungusókn sendum ættingjum hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Haf þú þökk fyrir allt og allt. V.Br. Formaður sóknarnefndar Marteinstungukirkju, Sigrún Ingólfsdóttir, Götu. Vinur okkar og nágranni, séra Hannes Guðmundsson, er dáinn. Við minnumst hans með þakklæti. Kennimaðurinn, sem fræddi og vísaði veginn, félaginn sem virti okkur og skildi. Við þökkum og kveðjum með sálminum sem okkur þótti svo vænt um. „Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin ! hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu ( Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi að hafna, hvilíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið I Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á sllkan vin á braut, hjartans vin, sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helst er Herrann Jesús hjartans fró og líknar skauL Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu einn á kaldri braut, flýt þér þá að halla og hneigja höfíið þreytt í Drottins skaut." Systkinin í Skarði. Fjárfestingarfélag Birkis Baldvinssonar hf. Vegna mikillar eftirspurnar óskum við eftirskuldabréfum í umboðssölu. Allar nánari upplýsingar í Lágmúla 5, 7. hæð, sími 689911. Baldvin Ómar Magnússon, verðbréfamiðlari. W . Sálfræðistöðin Námskeió Sjálf sþekking — Sjálf söryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stfl þeir hafa í samskiptum Fatnaður fyrir - smáfólk - ungtfólk - fullorðiðfólk m.a. buxur, peysur og blússur á aðeins kr. 200,- • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar: 623075 og 21110 millikl. 10 og 12. [ Nýjabæ við Eiðistorg. Sími: 611811. Leíðbeinendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.