Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2. FEBRÚAR 1988 Asgrímssafn verður deild við Listasafn Islands: Islensk myndlist hef- ur eignast samastað - sagði Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands er hún opnaði fyrstu sýninguna í Listasafni Islands MIKILL mannfjöldi var viðstadd- ur er Listasafn íslands var formlega tekið i notkun í nýjum húsakynnum við Fríkirlquveg í Reykjavík á laugardaginn. Skömmu fyrir klukkan þijú tóku gestir að streyma að Listasafn- inu og mynduðust biðraðir fyrir utan. Er hátíðardagskráin hófst fylltu gestir hvern krók og kima i húsakynnum safnsins. Dagskráin hófst með því að form- aður byggingamefndar Listasafns fslands, Guðmundur G. Þórarins- son, flutti ávarp. Hann sagði meðal annars að draumurinn um húsnæði fyrir Listasafn íslands hefði hafist þegar meistari Kjarval hafnaði því að byggt væri sérstakt Kjarvalshús sem vinnustofa og heimili lista- mannsins, en lagði þess í stað til að stofnaður yrði byggingarsjóður Listasafns íslands og fénu veitt í hann. Einnig minntist hans annarra gefenda svo sem Ásgríms Jónsson- ar listmálara, systkinanna Sesselju Stefánsdóttur, Gunnars Stefáns- sonar og Guðríðar Briem, og Sigurliða Kristjánssonar og Helgu konu hans og allra þeirra sem að byggingu hússins stóðu. Hér er húsið. Komið... Guðmundur minntist einnig dr. Selmu Jónsdóttur og sagði að þessi bygging yrði í framtíðinni tengd minningu hennar. Hann gat þess að í bókasafni Listasafnsins hefði verið komið fyrir vinnuaðstöðu fyrir fræðimann í minningu Selmu. Guðmundur þakkaði þeim sem lagt hafa byggingu safnsins lið og nefndi sérstaklega þijá stjómmála- menn, þá Vilhjálm Hjálmarsson fyrrverandi menntamálaráðherra, Albert Guðmundsson fyrrverandi íjármálaráðherra og Sverri Her- mannsson fyrrverandi menntamála- ráðherra. „Þetta safn sem við nú stöndum í er staðsett við hjarta Reykjavíkur- borgar. Við Tjömina og hina fegurstu skrúðgarða þessarar borg- ar. í bygginginunni sjálfri hefur tekist, eins og þið sjáið vel, að sam- eina andstæðumar í því gamla og nýja,“ sagði Guðmundur. Hann sagðist vona að í húsinu yrði stund milli stríða og tilbreyt- ingarlaus lífsbaráttan og skyndilæti hversdagslífsins hyrfí frá mönnum um stund. Hann minnti á að þetta glæsilega hús væri auðvitað ekki annað en grundvöllur og tæki, en inni í því ætti hjartað að slá og það starf sem þar væri unnið ætti að hvetja listamenn til að skapa, þrosk- ast og leita og halda vakandi vitund þjóðarinnar um gildi listarinnar. Að lokum sagði Guðmundur: „Því þegar allt kemur til alls er marmarans höll sem moldarhrúga, því musteri guðs eru hjörtun sem trúa. Ég segi þvf: Hér er húsið lista- menn! Komið, vinnið, starfið, leitið, þroskist, skapið. íslendingar! Hér er húsið. Komið, sjáið, njótið, þros- kist, gleðjist." Guðmundur afhenti síðan Birgi ísleifi Gunnarssyni menntamála- ráðherra húsið fyrir hönd bygging- amefndar Listasafns íslands. Blæs á þá g’agnrýni að húsið sé of dýrt Birgir ísleifur Gunnarsson menntamálaráðherra ávarpaði því næst samkomugesti. Hann sagði það vera mikinn viðburð í menning- arlífi þjóðarinnar þegar Listasafn Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, ásamt Guðmundi G. Þórarins- syni formanni byggingaraefndar Listasafns íslands. íslands flytti í þetta glæsilega nýja húsnæði við Fríkirkjuveg. Þar mið- ast allt við að búa listaverkunum umgjörð við hæfí og almenningi umhverfi til að njóta verkanna till fullnustu. í ávarpi sínu lýsti hann breyttum viðhorfum manna til myndlistar. Hann vitnaði í endurminningar Ásgríms Jónssonar listmálara þar sem segir meðal annars að maður nokkur í Öræfum sá hjá honum málverk og hafði orð á því að þetta væru ákaflega skýr kort og miklu greinilegri en hjá dönsku landmæl- ingarmönnunum. „Þetta hús sem við erum að taka í notkun fyrir Listasafn íslands er fallegt hús og glæsilegt," sagði menntamálaráðherra. „En eins og með öll hús sem byggð eru af stór- hug^á íslandi eru menn famir að deifa um það. Er það of dýrt? Er of mikið í það borið? Hefði það átt að vera hannað á einhvem annan veg? Þetta era spumingar sem leita á hugann og menn era þegar fam- ir að velta því fyrir sér í fjölmiðlum. Auðvitað era engin einhlít svör til við slíkum fyrirspumum. En þegar menn sjá hvemig til hefur tekist geti menn og eigi að vera ánægðir. Hér á að vera menningarmiðstöð íslendinga." Síðan sagði Birgir ísleifur að um þetta hús og það sem þar fer fram mættu og ættu að standa stormar og aldrei mætti ríkja nein logn- molla. Landsmenn ættu að taka afstöðu með og á móti stefnum oog straumum í listum og menningar- málum. Þá ættu ungir listamenn sem ekki fara alfaraleiðir að geta kynnt verk sín til jafns við þá sem eldri era og viðurkenningar njóta. „Mér finnst að íslensk myndlist eigi þetta hús sannarlega skilið og ég blæs á þá gagnrýni að þetta hús sé of dýrt. Eins og við sjáum er húsið sjálft listaverk í sjálfu sér. Þetta er listræn umgjörð um okkár dýrmætustu menningarverðmæti á sviði myndlistar. Ég er sannfærður um að þetta nýja húsnæði á eftir að vera vinsæll samkomustaður allra þeirra íslendinga sem unun Meðal gesta við opnun listasafnsins var Þorvaldur Garðar Kristjáns- son forseti sameinaðs þings, Sigrún Þ. Mathiesen, Ingibjörg Rafnar, Matthias Á. Mathiesen samgönuráðherra, Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra og Ingvar Gíslason fyrrverandi menntamálaráðherra. hafa af góðri list og vilja sjá og skilja samnhengi í myndlistarsögu okkar og vilja skilja vöxt og við- gang íslenskrar myndlistar.“ Menntamálaráðherra skýrði síðan frá því að ákveðið hefur verið að gera safn Ásgríms Jónssonar listmaálara, Ásgrímssafn, að sérs- takri deild í Listasafni íslands, en Ásgrímur Jónsson arfleiddi Lista- safn Islands að öllum verkum sínum árið 1953. Ákveðið hefur verið að málverkasafnið verði áfram að hluta til varðveitt og sýnt í Ás- grímssafni við Bergstaðastræti í Reykjavík ásamt persónulegum munum Ásgríms sem þar era. Hins vegar verður úrval verka Ásgríms til sýnis í Listasafni íslands við Fríkirkjuveg. Að lokum þakkaði menntamála- ráðherra framtak brautryðjenda og velgjörðarmanna Listasafnsins og lét í ljós þá von að safnið beri gæfu til vera lifandi vettvangur íslenskrar myndlistar. Að því loknu afhenti hann Bera Nordal forstöðumanni safnsins húsið til reksturs og umönnunar. Verður vonandi lyftistöng fyrir íslenskt listalíf „Þetta er mikill hátíðardagur og mestu tímamót í 104 ára sögu Listasafns Islands, því þétta hús mun valda straumhvörfum í allri starfsemi og uppbyggingu safns- ins,“ sagði Bera Nordal í ávarpi sínu. „Það er von okkar sem að safninu störfum að tilkoma þess muni einnig verða lyftistöng fyrir íslenskt listalíf og glæða áhuga og skilning almennings á myndlist. Með þessu húsi fær íslensk mynd- list umgjörð sem við getum verið hreykin af.“ Bera fullyrti fyrir hönd starfs- fólks safnsins sem þar hefur unnið undanfama mánuði að húsið hefði sál og þar ríkti góður andi. Vonað- ist hún til að sá góði andi mætti öllum sem þangað kæmu. Sagði hún að þótt vinnuaðstöðu væri enn um margt þröngur stakkur búinn væri þó mest um vert að húsið væri glæsilega búið öllu því helsta sem heyrir til nútímalegs listasafns. í raun væri þetta fyrsta og eina safn landsins sem uppfyllti ströngustu kröfur um öryggi og að því leyti væri brotið blað í sögu íslenskra safna. „Listasafn íslands er stofnað af gjöfum frá listamönnum og æ síðan hafa einstaklingar, listvinir og lista- menn sýnt safninu mikinn hlýhug með gjöfum verðmætra listaverka. Lætur nærri að 2/3 listaverka safnsins séu gjafir og væri Lista- safnið fátæklegt án þeirra." Bera minntist dr. Selmu Jóns- dóttur og sagði að hlutur hennar í vexti og viðgangi safnsins yrði seint metinn til fulls. „Þetta glæsilega 1 IWliH Skömmn fyrir klukkan þijú á laugardaginn fóru gestir við opnun Listasafnsins að streyma að og mynduðust biðraðir fyrir utan dyrnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.