Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 02.02.1988, Blaðsíða 64
Aukin áhersla á móðurmálskennslu: Fáist peningar má Iflga 'þessu við þjóðargjöf - segir Guðni Olgeirsson námsstjóri í íslensku „ÞESSI yfirlýsing menntamála- ráðherra er að sjálfsögðu fagnaðarefni, ekki síst í ljósi þeirrar umræðu sem átt hefur sér stað að undanförnu um vanda íslenskrar tungu,“ sagði Guðni Olgeirsson, námsstjóri í íslensku, er hann var inntur álits á yf irlýs- ingu Birgis ísleifs Gunnarssonar, menntamálaráðherra, um aukna áherslu á móðurmálskennslu í Wgrunnskólum landsins. Þetta kom fram f setningarræðu ráð- herrans á ráðstefnu um mennta- stefnu á íslandi, en þar sagði hann meðal annars að gera yrði sérstakt átak til að efla það skólastarf, sem sneri að menn- ingunni, íslenskri tungu, sögu og bókmenntum. Guðni sagði að samkvæmt svo- kallaðri viðmiðunarstundaskrá væri móðurmálskennsla í grunnskólum hér á landi minni en í nágrannalönd- unum og hlutur íslenskunnar hefði farið minnkandi hin síðari ár. Til samanburðar nefndi hann að árið 1960 hefði móðurmálskennsla num- Bæjarstjórn Ólafsvíkur: Nýr meirihluti -kynntur í dag? Ólafavfk. MIKIL fundahöld hafa verið síðustu dægur í pólitísku félög- unum i Olafsvik, annarra en sjálfstæðismanna. Samkvæmnt heimildum Morgunblaðsins eru yfirgnæfandi líkur á, að á bæjar- stjórnarfundi siðdegis í dag verði kynntur málefnasamningur nýs meirihluta bæjarstjómar. Vænt- anlegan meirihluta skipa þá tveir fulltrúar Alþýðuflokks og full- Jóhann tapaði JÓHANN Hjartarson tapaði sjöttu einvígisskákinni fyrir Kortsjnoj i gærkveldi og standa þeir því jafnir að vígi með þijá vinninga hvor. Þeir tefla því tvær skákir til við- bótar á miðvikudag og föstudag. Verði þá enn jafnt tefla þeir áfram á sunnudaginn og hafa þá styttri umhugsunartíma. Sjá fréttir á bls. 62-63. trúar Alþýðubandalags, Fram- sóknarflokks og Lýðsræðissinna, einn frá hveijum. Nýlega höfnuðu sjálfstæðismenn skriflegu boði Alþýðuflokksins um viðræður, en eins ög menn kann að reka minni til, byijuðu meiri- hlutavandræðin í bæjarstjóm Ólafsvíkur með því að Alþýðu- flokksmenn riftu samstarfi við Sjálfstæðisflokk, strax eftir fyrsta fund kjörtímabilsins. Eftir svar sjálfstæðismanna nú á dögunum boðuðu Alþýðuflokksmenn tii við- ræðufunda þeirra aðila, sem nú ræðast við. Að loknum nokkrum fundum forystumanna og félaga þessara aðila var talið að nýr meiri- hluti kæmist á laggimar eftir fundi í félögunum í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins verður verkaskiptingin með þeim hætti, að Kristján Páls- son, fulltrúi Lýðræðissinna, verður áfram bæjarstjóri. Forseti bæjar- stjómar mun verða úr Alþýðuflokki og fulltrúi Framsóknarflokksins verður formaður bæjarráðs. Þama mun endurfæðast meirihlutinn, sem sprakk í sumar, að því breyttu að fulltrúi Framsóknarflokksins bætist í hópinn. Helgi ið um 30% af námsefni skólanna, en nú væri það hlutfall komið niður í 24%. Ástæðan væri meðal annars sú að nýjar greinar hefðu bæst við og mætti þar nefna aukna áherslu á erlend tungumál og raungreinar. „Það er því vissulega ánægjulegt ef hlutur móðurmálins í kennslunni verður aukinn aftur," sagði Guðni. „í þessu sambandi er ekki síst mikil- vægt að allir kennarar, ekki einungis íslenskukennarar, axli ábyrgðina. Hins vegar er ljóst að hlutur móðurmálskennslunnar verður ekki aukinn nema að til komi aukið fjármagn til þessara hluta. Þetta kostar til dæmis tals- verð útgjöld varðandi námsgagna- gerð og endurmenntun svo eitthvað sé nefnt og ég fæ ekki séð að svona átak sé framkvæmanlegt nema að því verði fylgt eftir með verulegum flárstuðningi. Ef sá fjárstuðningur fæst mætti hins vegar líkja því við þjóðargjöf,“ sagði Guðni Olgeirsson námsstjóri. Sjá frásögn á bls. 7 af ráð- stefnunni um menntastefnu. Morgunblaðið/Bjami Tveir félaganna hittast aftur við stjórnstöð Flugbjörgunarsveitarinn- ar á Skeiðarársandi í gær. Sextán ára piltur fórst í snjóflóði SEXTAN ára Reykvíkingur, Þor- steinn ívarsson, tíl heimilis að Hryggjarseli 3, fórst í snjóflóði undir Skarðatindi milli Morsár- jökuls og Skaftafellsjökuls, en fjórir félagar hans sluppu naum- lega undan snjóflóðinu í fjalla- ferð félaganna fimm síðastliðinn sunnudag. Þeir félagar voru á niðurleið þegar snjóflóðið skall á og var Þorsteinn efstur þeirra og var nýbúinn að losa línuna sem félagar hans höfðu notað til að síga niður hlíðina. Tveir ungu mannanna, Stefán Steinar Smárason og Guðmundur Ey- jólfsson, hlupu þegar til byggða og voru tvær klukkustundir að fara erfiða leið sem þykir gott að komast á 5 klukkustundum. Voru þeir örþreyttir þegar þeir komu til Skaftafells og tilkynntu um slysið, en hinir tveir mennirn- ir sem sluppu, Haraldur Ólafsson og Ingimundur Stefánsson, biðu á slysstað eftir hjálp. Fjölmennur Yerðmæti fiskeldisafurða nam 549 milljónum 1987 VERÐMÆTI afurða íslenska fiskeldisins var 549 milljónir kr. á siðasta ári, sem er meira en tvöfalt verðmæti framleiðsl- unnar árið 1986, sem þá nam 266 milljónum kr., samkvæmt skýrslu Veiðimálastofnunar um framleiðslu eldisafurða árið 1987 sem nýlega er komin út. Framleiðsla lax- og silungs- seiða skilaði mestum hluta verðmætanna, eða 388 milljón- um kr., sem er rúmlega 70% af framleiðsluverðmæti ársins. Verðmæti matfisks var 161 milljón kr. í skýrslunni kemur fram að á árinu voru framleidd tæplega 2 milljónir laxasmáseiða, sem er 90% aukning frá árinu áður, tæp- lega 4,6 milljónir gönguseiða, sem er 140% aukning og 530 tonn af laxi, sem er 180% aukning frá árinu 1986. Strand- og landeldis- stöðvar framleiddu 233 tonn af laxi, sem er 13 sinnum meira en árið áður. Þar af er hlutur einnar stöðvarinnar, ísiandslax hf., 200 tonn. Kvía- og fareldi skilaði 266,5 tonnum af laxi sem er 150% aukning frá fyrra ári. Þar af var framleiðsla ÍSNO hf. 100 tonn. Úr hafbeit skiluðu sér rúmlega 14 þúsund laxar, eða um 40 tonn. Á árinu 1987 voru framleidd 396 þúsund smá silungsseiði og 615 þúsund gönguseiði, mest regn- bogasilungur. Matfiskur úr sil- ungseldi nam 152,5 tonnum, mest regTibogasilungur frá Laxalóni hf. Áætluð framleiðsla gönguseiða á árinu 1988, samkvæmt skýrslu Veiðimálastofnunar, eru 12 mill- jón laxaseiði og 1 milljón silungs- seiði. Áætlað er að 4—5 milljón seiði fari í matfískeldi hér innan- lands, annað eins verði flutt út en 2—4 milljón seiðum er enn óráðstafað. Áætlað er að í ár verði fram- leidd um 1.400 tonn af laxi og 400 tonn af silungi, samtals yfir 160% meira en á síðasta ári, og á árinu 1989 er gert ráð fyrir að framleidd verði 3.000 tonn af laxi og silungi. flokkur björgunarsveitarmanna frá öllu svæðinu á milli Horna- fjarðar og til Suðurnesja var kominn á slysstað við erfiðar aðstæður um klukkan tíu í gær- morgun og um hádegisbil höfðu þeir fundið lík Þorsteins neðst i snjóflóðinu. Þeir félagamir sem hlupu til byggða og hinir sem biðu-á slysstað hittust á Skeiðarársandi um miðjan dag í gær. Þeir heilsuðust en voru miður sín vegna afdrifa félaga þeirra. „Það vantar svo mikið,“ sagði einn þeirra við blaðamann Morgunblaðsins, „það vantar einn í hópinn." Fjallamennimir fimm voru stadd- ir um einn km norðan við Illagil þegar snjóflóðið skall yfír. Fjórir fyrstu á niðurleiðinni vom komnir í dæld undir hlíðinni, en Þorsteinn var uppi í bröttu gili, um 150 metr- um ofar. Þeir kváðust ekki gera sér grein fyrir því hver þeirra hrópaði „snjóflóð er að koma“, en fjórmenn- ingamir náðu að forða sér upp á jökulurð við slakkann sem þeir vom í. Einn þeirra komst á bak við klett, en loftþrýstingurinn frá snjóflóðinu feykti þeim öllúm áfram og um koll undan jaðri flóðsins. Allir fengu þeir kóf flóðsins yfir sig. Einn félag- anna fjögurra hafði séð snjóflóðið hrifsa Þorstein með sér, en eftir það sáu þeir hann ekki. Þegar ungu mennimir hlupu undan snjóflóðinu skildu þeir búnað sinn eftir og hrifs- aði flóðbylgjan hann líka. Sjá frásögn í miðopnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.